Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Mér langar að spurja. hásingar patrol undir lc 90 :D
This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Valdimar Helgason 14 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.02.2010 at 23:52 #210438
sælir er einhver búin að géra þessa breitingu eða er þetta fráleitt
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.02.2010 at 17:03 #681082
Afhverju ekki bara fá sér 4 runner millikassa, það er auðvitað kannski galli að missa sídrifið…
06.02.2010 at 18:18 #681084[quote="Rúnar Ingi Árdal":2clf7ese]Afhverju ekki bara fá sér 4 runner millikassa, það er auðvitað kannski galli að missa sídrifið…[/quote:2clf7ese]
Ég held að það sé betra að nota 90 kassan en gæti líka sett 70 kassan aftan við þá væri þetta alvöru hehe
06.02.2010 at 19:19 #681086Það er líka alveg ábyggilega minna vesen að halda orginal millikassanum og snúa hásingunni, þá þarf minna að eiga við púst og annað dótarí sem er þarna undir
06.02.2010 at 19:40 #681088[quote="kristinnm":qm357cmu]Það er líka alveg ábyggilega minna vesen að halda orginal millikassanum og snúa hásingunni, þá þarf minna að eiga við púst og annað dótarí sem er þarna undir[/quote:qm357cmu]
ég tek undir það
06.02.2010 at 20:50 #681090Já enda er kostur að hafa sídrifið, ég man ekki hvernig þetta var útbúið há Grímsa á græna og gyllta cruisernum, það var eitthvað 4runner 90 cruiser mixerí, hvort þeir notuðu 90 cruiser kassan sem milligír og settu 4runner kassan aftanvið eða öfugt, Guttarnir settu þetta í fyrir þá en ljónabræður smíðuðu.
Ég held nefnilega að þú getir ekki snúið rörinu við þó að þú takir liðhúsin af því það er svona bunga út framaná hásingunni fyrir kambin og þú þyrftir snúa lokinu framaná hásingunni líka sjá mynd[attachment=0:1f2deg8d]merkt.JPG[/attachment:1f2deg8d]
06.02.2010 at 22:06 #681092Þá er lausnin að taka lengra rörið í sundur og skeyta síðan bútnum saman við það styttra
06.02.2010 at 22:14 #681094Ég snéri einusinni dana44 svona, þá mældi ég bara jafn langt frá miðjum kögglinum í báðar áttir, skar þar í sundur og víxlaði bæði rörum og öxlum. Virkaði flott.
06.02.2010 at 22:19 #681096ok ég skil en er lokið ekki boltað á framan á hásinguna annas held ég að það sé minsta málið það verður gaman að takast á við þetta verkefni og líka það ég ætla að setja hásinguna eins framalega og ég gét en takk fyrir allar þessar upplísingar ég vissi að ég gæti stólað á vefin í þessum efnum ég ætla að géra þetta fyrir stóru ferðina 18 mars kv jói
06.02.2010 at 22:30 #681098ég er með mynd af hásinguni að framan og lokið er ekki boltað en þá skér ég það bara af sní því og steiki það aftur á málið dautt eða er það ekki
07.02.2010 at 00:49 #681100En afhverju ekki að finna miðjuna á kögglinum, mæla þannig að það sé á ‘venjulegum stað þar sem tekið er í sundur til að breyta spindilhalla" og mæla svo jafn langt í hina áttina, skera þar og víxla endum og öxlum? Þá þarftu ekkert að vesenast með að snúa kögglinum eða lokinu framná eða neitt vesen?
07.02.2010 at 10:23 #681102ok ég skil þig jú það er hægt kanski bara minni vinna takk fyrir þetta
07.02.2010 at 10:34 #681104En vitið þið um nöf af klafa bílnum 4 runner eða lúxara
07.02.2010 at 12:27 #681106Svo maður reyni að velta öllum kostum og göllum þá er einn galli við að mæla frá miðjum köggli og skera að toyota hásinginn er ekki með kringlótt rör eins og dana og er ekki í sama sverleika alla leið þannig það er ekki skemtilegt að víxla þessu eins og talað var um.
Þetta er eintóm brekka en þetta eru bara verkefni sem þarf að leysa.
07.02.2010 at 13:15 #681108
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er pottþétt meiri vinna að skera endana af og víxla þannig. Þá þurfa suður líka að vera alveg 100% uppá að tapa ekki styrk þar sem hún er sett saman, auk þess sem það þarf að passa uppá að allt sé beint og rétt, sem er alls ekki auðvelt þegar prófílarnir passa illa saman.
kkv
Grímur
07.02.2010 at 13:32 #681110suðurnar eru ekki vandamálið því að ég er íslandsmeistari í málmsuðu 2009
07.02.2010 at 14:06 #681112Svona til að flækja málið þá vantar að mínu mati enn þá einföldustu lausnina.
Það er afturhásing úr 60 cruiser, skera rörin í rétta lengd og reka svo liðhús í endana og volla, kominn með sterka hásingu með hásingu með kúluna réttu megin. Ekkert vesen með lok eða tappa. Tekur bara part úr degi að græja.
Ég á eina svona hásingu í skúrnum hjá mér, hef bara ekki haft mig í að koma henni undir enn þá.
Ég held þetta sé líka hægt með 70 cruiser aftur hásingu þar sem hún er með kúluna til hliðar en ég heg reyndar ekki mælt það.Kv. Smári.
07.02.2010 at 17:15 #681114
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Til lukku með það
Þessi aftur-rörs pæling er ekkert svo galin, spurning hvernig liðhúss-stútarnir passa í það, þarf sennilega að jústera það eitthvað.
Svo þarf að muna að öxlar verða að passa lengdarlega séð, eða sérsmíða/breyta.Þegar þetta er allt vegið og metið saman, þá er upphaflega hugmyndin sennilega einna öruggasti kosturinn:
a: Öxlar passa örugglega fyrir/eftir
b: Húsinu er ekki breytt nema lítillega >> lágmarks hætta á skekkjum þar
c: Liðhús sett í á upphaflegum stýringum >> minni þörf á spes-fixtúrum og veseni
d: Hægt að klára með slípirokk, borvél með 6.8mm bor+M8 snittappa og rafsuðukkv
Grímur
07.02.2010 at 17:59 #681116Ef menn eru að pæla svona þá á ég 2stk afturparta í heilu lagi úr 70 krúser sem falt fyrir lítið fé. myndir á http://elliofur.123.is/album/default.aspx?aid=170848
07.02.2010 at 21:22 #681118[quote="grimur":2myw68fc]Til lukku með það
Þessi aftur-rörs pæling er ekkert svo galin, spurning hvernig liðhúss-stútarnir passa í það, þarf sennilega að jústera það eitthvað.
Svo þarf að muna að öxlar verða að passa lengdarlega séð, eða sérsmíða/breyta.Þegar þetta er allt vegið og metið saman, þá er upphaflega hugmyndin sennilega einna öruggasti kosturinn:
a: Öxlar passa örugglega fyrir/eftir
b: Húsinu er ekki breytt nema lítillega >> lágmarks hætta á skekkjum þar
c: Liðhús sett í á upphaflegum stýringum >> minni þörf á spes-fixtúrum og veseni
d: Hægt að klára með slípirokk, borvél með 6.8mm bor+M8 snittappa og rafsuðukkv
Grímur[/quote:2myw68fc]
Takk fyrir það Grímur ,en ég er sammála þér með þetta málið hjá mér er að ég er búin að kaupa lc70 sem er 86 árgerð hann er dísel með orginal 4,88 hlutföll og ég er með 4,56 undir bílnum mínum núna ok ég skifti um hásinugu að framan þá er ég komin með 4,88 reverse að framan og að aftan skifti ég um kamb og pinnjón og held rafmagslæsinguni er það ekki málið kv jói
07.02.2010 at 21:27 #681120Smári ég skoða þetta með aftur hásinguna undan 70 bílnum takk fyrir þetta
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.