This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Örvar Hansson 18 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Í framhaldi af umræðu um æfingaakstur fór ég að spá í því hvort eðlilegt sé að 17 ára einstaklingur hafi heimild til að keyra 44´´ jeppa? Sjálfur þykist ég hafa nokkra reynslu á akstri 44 bíla og þar að auki hef ég keyrt um á langferðabifreiðum og öðrum stærri ökutækjum. Ef við miðum saman 50 manna rútu og 44´´ Patrol þá er í flestum tilfellum auðveldara að hafa stjórn á rútunni heldur en Patrolnum. Ég tel nokkuð víst að menn hér á spjallinu geti verið sammála um það að akstur jeppa er hreint ekki auðveldur og er ég eiginlega á því að allt fyrir ofan 38´´ dekkjastærð ætti að vera meiraprófsskylt.
Í grunnbílprófi í dag er hreint ekkert kennt og svo ég tali fyrir mig breyttist aksturslag mitt eftir að ég hafði tekið meiraprófið (í það minsta um stundarsakir). Það er mitt álit að akstur stórra jeppa krefjist þess að maður hafi lært eitthvað um akstur stórra bíla!
Sennilega eru margir á móti þessu eins og þegar bílprófinu var breytt þannig að það þurfti meirapróf á stóru Fordana en ég held að það sé einfaldlega mjög rökrétt að hafa þetta þannig.
Kv. Davíð
You must be logged in to reply to this topic.