Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Meirapróf á línuna
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Örvar Hansson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.09.2006 at 16:32 #198521
Í framhaldi af umræðu um æfingaakstur fór ég að spá í því hvort eðlilegt sé að 17 ára einstaklingur hafi heimild til að keyra 44´´ jeppa? Sjálfur þykist ég hafa nokkra reynslu á akstri 44 bíla og þar að auki hef ég keyrt um á langferðabifreiðum og öðrum stærri ökutækjum. Ef við miðum saman 50 manna rútu og 44´´ Patrol þá er í flestum tilfellum auðveldara að hafa stjórn á rútunni heldur en Patrolnum. Ég tel nokkuð víst að menn hér á spjallinu geti verið sammála um það að akstur jeppa er hreint ekki auðveldur og er ég eiginlega á því að allt fyrir ofan 38´´ dekkjastærð ætti að vera meiraprófsskylt.
Í grunnbílprófi í dag er hreint ekkert kennt og svo ég tali fyrir mig breyttist aksturslag mitt eftir að ég hafði tekið meiraprófið (í það minsta um stundarsakir). Það er mitt álit að akstur stórra jeppa krefjist þess að maður hafi lært eitthvað um akstur stórra bíla!
Sennilega eru margir á móti þessu eins og þegar bílprófinu var breytt þannig að það þurfti meirapróf á stóru Fordana en ég held að það sé einfaldlega mjög rökrétt að hafa þetta þannig.
Kv. Davíð -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.09.2006 at 17:16 #559896
Þegar þú segir að það sé ekkert kennt að viti í bílprófinu, þá vill ég nú benda á að sá sem á og rekur 44" bíl kemmst sennilega í gegnum meiraprófið bara á almennu skynseminni. Þyrfti ekki að sækja tíma nema fyrir sakir umferðarstofu.
Þú segir að það sé ekki kennt á þessa bíla í bílprófinu, ég veit nú ekki betur til en að það sé ekki heldur neitt kennt á 44" bíla í meiraprófinu.
Ég er ný búinn með meiraprófið og finnst ég einskins fróðari maður, bara 300.000kr fátækari!!!
(og já, það er fyrst og fremst tekið til að vera löglegur á econoline)
11.09.2006 at 17:52 #559898Ég hefði nú haldið að meiraprófið hefði skánað síðan ég tók það og það var rúmlega helmingi ódýrara, ef ekki þá er það miður.
Annars talaði ég nú ekki um að maður lærði á 44´´ bíla í meiraprófinu heldur STÓRA bíla en þú hefur væntanlega orðið þess var að stór bíll hefur aðra aksturseiginleika en fólksbíll og þar finnst mér vanta upp á kennsluna.
Kv. Davíð
11.09.2006 at 19:49 #559900Úff það er komið rosalega langt síðan ég skrifaði einhvað á þessa síðu, en maður fylgist með þegar ég hef tíma.
Ég bara verð að taka upp vettlinginn fyrir Davíð.
Svar þitt Ivar við hans hugleiðingum eru vægast sagt útí hött. Engin rök, aðeins skítkast og leiðindi.Það er staðreynd að ökuskólinn og ökukennslan sem tíðkast í dag er ekki fullnægjandi, held að fáir neiti fyrir það. Það er kennt krökkunum sem eru að verða 17ára grunninn að því að hafa ökuréttindi B.
Þar er látið krakkana sæta ökuskóla, og snýst sá ökuskóli nánast eingöngu um að læra merkingar á vegum. Ökuskólinn kennir grunn að fyrstu hjálp og þá er það eiginlega upp talið.
Ökukennari kennir krökkunum að keyra eftir umferðarreglum, með það eitt markmið að koma viðkomandi í gegnum prófið. Það er basicly hjálpað fólki að komast í gegnum prófið sem tekur sirka klukkutíma. Eftir það eru krakkarnir alveg ein í umferðinni, og þá er voðinn vís.Persónulega finnst mér 17ára of lágur aldur til að hafa á ökuréttindum B. Einstaklingar á þessum aldri eru engann veginn nógu þroskaðir til að höndla þessa ábyrgð.
Sama er með meiraprófið, þar sem að markmiðið er ligguvið að koma sem flestum í gegnum prófið.
Ég veit um fullt af fólki, með B réttindi og meirapróf sem hefur engann veginn andlegann þroska til að höndla þessa ábyrgð.Það hafa verið gerðar rannsóknir á því hvenar ökumaður er orðinn "nokkuð góður" í umferðinni í Svíþjóð. Niðurstöðurnar þar gefa til kynna að það taki einstakling 6 ár að vera virkilega hæfann til að höndla þessa ábyrgð.
Ég veit að þetta er oft einstaklingsbundið, en þetta er samt ekki fjarri lagi.Ég er alveg sammála því að mér finnst að það eigi að kenna betur í ökuskólunum, gera enn meiri kröfur heldur en fyrir eru og þá sérstaklega á bifreiðum yfir 3.5 tonn… og líka 44" bifreiðar.
Það er svo allt annað fjöðrunarkerfi í þessum bílum heldur fólk lærir á almenna bíla, stærðin á bílnum og því sem fylgir.
Ég er búinn að klára meiraprófið og ég get ekki sagt að ég læri ekkert þar.
Það var alveg dágóður hellingur sem ég vissi ekki fyrir.
Og hvernig geta menn þá neitað fyrir það að meira aðhald að umferðinni sé af hinu verra? Auðvitað er þetta bara til að bæta umferðina, ekki gera hana verri.Bílpróf eru forréttindi, ekki mannréttindi. Menn eiga til að rugla því soldið saman. Það ER mikil ábyrgð að vera á bifreið útí í umferðinni, og gæta þarf margra þátta.
Lifið heil.
11.09.2006 at 20:39 #559902
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta er nu orðið algert rugl…. sjalfur for eg i meiraprofið fyrr a arinu til að geta keyrt pikkupinn minn….. juju i meira profin lærði maður ymislegt nytlegt,,, enn flest af því var ekki lifsnauðsinlegt til að keyra bil sem er jafnstor og margir aðrir jeppar a götunni, malið snerist um burðargetuna, hvað haldiði að það seu margir sem nyta fulla burðargetu a ford 250???????? fáir og sjaldan tel eg allavega fer billinn minn ekki yfir 3,5 tonn……. engu að siður fyndist mer eðlilegur farvegur a malinu að menn fái ekki að keyra stærri bilana fyrr enn eftir tvítugt td. það er bila uppað td 5 tonnum og þurfa ekki að sækja 300þús kr namskeið til að -keyra heimilisbilana
það er alveg nog um boð og bönn svo við seum ekki að kalla meira yfir okkur
nuna liggur fyrir frumvarp a alþingi um að menn fai ekki meiraprof fyrren 20ara og rutuna 23 eða 24 ára þetta er i sjalfu ser ekki mjog slæmt, ekkert gaman að vita af 18 ára gutta á 44tonna trailer i umferðinni.
nog að sinni kv mikki.
11.09.2006 at 20:50 #559904ég er nokkuð sammála þér annað hvort er að setja meira próf á alla breytta jeppa eða eftir 20 og breyta þá yfir i 5tonn en ekki 3,5 eins og er i dag
11.09.2006 at 23:38 #559906Alveg finnst mér það með eindæmum hérna hvð menn eru alltaf að tala um þessi 3,5 tonna lög, ég vill nú benda mönnum á það að þessi lög koma frá Brussel en ekki Íslandi og við vorum skikkuð til að setja þessi lög hjá okkur líka. Annað vill ég benda mönnum á líka hérna, ökutæki sem er yfir 3,5 t flokkast undir vörubifreið og eru þá greiddir skattar og gjöld í samræmivið það, ef menni vilja nota þessa stóru amerrísku picupptrukka sem heimilisbíl þá verða þeir bara taka því að þurfa að vera með meirapróf á þá.
En varðandi meiraprófið þá finnst mér að það ætti ekki að vera hægt að taka það fyrr en við 25 ára aldur og að viðkomandi sé búin að vera með B réttindi í allavega 3-5 ár áður en vikomandi geti tekið meiraprófið og einnig finnst mér að það ætti eingin að fá að keira breitt öktæki nema að viðkomandi sá búin að vera með próf í a.m.k. 3-5 ár.
Þetta er allavega mín skoðun á málinu en svo er bara spuring hvað örum finnst um það.
Virðingafillst Addi Ö-1435
12.09.2006 at 08:30 #559908Ég er alveg sammála Addakr og Inga hér að ofan með ökuréttindi og hæfnispróf. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að það eigi ekki að leyfa fólki að aka bílum á 35" + nema að undangengnu sérstöku hæfnisprófi. Ég er sjálfur búinn að aka flestum tegundum bíla, með og án aftanívagna, og svo náttúrulega breyttum jeppum. Mér finnst að mín reynsla og annarra sýni fram á, að það þarf margskonar þekkingu til að geta ekið breyttum jeppa, ekkert síður en að er viðtekið og skv. lögum að það sé ekki skynsamlegt að sleppa lítt reyndum ökumanni upp í stóran malarbíl með semitrailer, þótt að sjálfsögðu séu þar aðrir kraftar og eiginleikar sem þarf að læra á. Sama má að mínu mati einnig segja varðandi hjólhýsi sem vega á annað tonn, sem margir eru að ferðast með um okkar mjóu þjóðvegi, oft með skelfilegum afleiðingum.
12.09.2006 at 09:26 #559910er þú ekki brandur einn af þeim sem hafa í gegnum tíðina fengið að aka öllum gerðum af ökutækjum án þess að hafa nokkurntíman tekið próf til að öðlast réttindi? hefur það ekki gengið stórslysalaust fyrir sig?
bílpróf, meirapróf eða réttindi til að aka breyttum jeppum. menn eru eins misjafnir og eintökin eru mörg og það er alveg sama hversu marga ökuskóla sumir fara í þeir verða aldrei góðir bílstjórar. aðrir eru betri bílstjórar 17 ára, enn ökukennararnir í ökuskólanum.
að verða góður bílstjóri er fyrst og fremst að vera fljótur að læra af aðstæðum, ekki skólabókum.
að hækka bílprófsaldurinn er ekki endilega lausn á því vandamáli sem íslensk umferðarmenning á við að etja. miklu frekar væri að gera bílprófin og ökuskólann þannig úr garði að hægt sé að grisja úr og fella þá einstaklinga sem ekki eru tilbúnir að fara útí umferðina. í dag er þetta byggt upp þannig að allir nái prófunum sama hversu óhæfir ökumenn þeir eru.
að veita hverjum sem er leyfi til að vera leiðbeinandi í æfingarakstri er líka fáránleg hugmynd, því maður lærir jú af þeim er kennir manni. margir ökumenn eru algjörlega óhæfir til að aka bíl, kunna fá umferðarskilti og engar umferðarreglur. þessir óhæfu ökumenn mega vera leiðbeinendur í æfingarakstri. og þá erum við komnir að því sem þessi umræða hófst á. hvort að egi að leifa æfingarakstur á breytta jeppa og hvort að egi að þurfa meirapróf á breitta jeppa. það er nefnilega ekki jeppanum að kenna að ungur ökumaður í æfingarakstri sker báðar akreinar í hringtorgi, heldur er það leiðbeinandanum að kenna.
kveðja siggias74 E1841
12.09.2006 at 09:39 #559912Spjallþræðirnir hérna eru eins og tískan, það kemur allt aftur 😉
https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bila … tingar/409
Kveðja
Smári
12.09.2006 at 09:50 #559914Þótt ég sé kominn af barnsaldri varð ég að taka meirapróf og svo rútupróf. Hef hinsvegar aldrei haft mig í mótorhjólapróf, enda líklega tekur því ekki úr þessu.
12.09.2006 at 09:58 #559916heldur mjög vel meint. þú ert þá ekki orðin nóg og gamall til að falla í þann hóp sem ég var að tala um. enn punkturinn sem ég var að benda á var sá að ef engum væri treystandi til að aka breittum bíl frekar en vörubíl og rútu, nema taka 300.000 króna meirapróf þá væru allir þeir sem í umferðinni eru búnnir að vera í 50 ár án slíks prófs stórhættulegir. en svo er bara alls ekki.
12.09.2006 at 10:03 #559918Það er auðvitað rétt að sumt fólk virðist ekki geta lært að aka bíl af neinu tagi. Hitt held ég við séum líka öll sammála um, að það sé óvarlegt að horfa á ökumennsku með þeim augum, að menn eigi bara að læra af reynslunni. Öll menntun byggist á að miðla uppsafnaðri reynslu til fólks með sem virkustum hætti. Umferðin er dauðans alvara og það getur ekki verið að neinum þyki það forsvaranlegt að sleppa fólki, ungu eða gömlu, út í hana án þess að hafa fengið fræðslu annars vegar um þær reglur sem í gildi eru og hinsvegar um ökutækin sem slík og meðhöndlun þeirra. Í öllu okkar daglega lífi erum við að fást bið breytilegar aðstæður og okkur farnast það misjafnlega. Öll menntun, fræðsla og handleiðsla um viðbrögð hlýtur samt að gera hvert og eitt okkar færara um að bregðast við óvæntum aðstæðum. Þvert ofan í það sem manni finnst oft megi lesa út úr umfjöllun fólks og fjölmiðla, er meirihluti ökumanna að höndla umferðina á réttan hátt. Í öllum okkar daglegu samskiptum eru hinsvegar alltaf til einstaklingar, sem virðast alltaf þurfa að gera alla hluti þannig, að þeir ögri og ógni náunganum. Það geta víst engar reglur, menntun né þjálfun breytt því. Fyrir nú utan það að öll eigum við okkar slæmu daga.
12.09.2006 at 10:20 #559920Ég kann engar umferðareglur en hef samt sloppið tjónlaus undanfarinn 25 ár. Þannig að ég held að það hljóti að vera eitthvað annað en umferðareglur og meira próf sem koma mönnum heilum í gegn um umferðina.
12.09.2006 at 10:49 #559922að vera fljótur að lesa aðstæður og læra af reynslunni er ekki það sama og að læra af mistökum.
það vill enginn að allir ökumenn læri af mistökum, þá eru allir að lenda í óhöppum alla daga, lenda bara aldrei í samskonar óhöppum tvisvar.
að læra af reynslunni og vera fljótur að lesa aðstæður gerir ökumann að virkilega varkárnum og góðum ökumanni, margfallt betri ökumanni heldurenn þeim sem les bók um það hvernig á að keyra og fer svo útí umferðina og heldur að hann sé fullmótaður ökumaður.
þó svo að ég sé búinn að vera með bílpróf í 15 ár og tjónlaus í 14 ár þá fer ég samt hægt og varlega þegar ég t.d. keyri vegslóða sem ég hef aldrei keyrt áður, vegna þess að þar eru aðstæður sem ég þekki ekki.
ég skrifaði líka áður að þar sem maður læri af leiðbeinanda sínum er alveg fáránlegt að hver sem er geti verið leiðbeinandi í æfingarakstri. allir þeir sem kunna alls ekki umferðareglur eða að keyra bíl geti verið leiðbeinandi hjá þeim sem eru í æfingarakstri. þetta atvik sem þessi þráður hófst á, þ.a.s að ungur ökumaður í æfingarakstri á breyttum bíl sneiddi báðar akreinar á hringtorgi, er ekki því að kenna að hann var á breyttum bíl, heldur er það leiðbeinandanum að kenna.
12.09.2006 at 11:16 #559924Markmið góðs bílstjóra er að keyra ekki á og láta ekki keyra á sig! svo einfalt er það. Allir sem hafa bílpróf hljóta vita þetta og eru því fullkomlega hæfir leiðbeinendur.
Það eina sem leiðbeinnadi þarf að kunna er að halda kjafti og spenna beltið. Æfingin skapar meistarann.
Ég vil lækka bílprófsaldurinn í 16 og hætta með meiraprófið. í staðin kæmi loggbók sem veitti leifi til aksturs vörubíla þegar viðkomandi væri búin með 50.000 eða 100.000 kílómetra á minnaprófsbíl.
12.09.2006 at 11:21 #559926Nei nú er ég aldeilis ósammála! Það ætti frekar að samræma bílprófs og sjálfræðisaldur (í dag 17 og 18). Það er algerlega út í hött að ósjálfráða einstaklingur geti tekið ábyrgð á farþegum og öðrum vegfarendum en ekki sjálfum sér. Um þetta var ágæt grein eftir Ólaf Helga Kjartansson í Mogganum (með stórum staf) 3. júlí síðast liðin: "Í banastuði á barnabótum?" sem ég mæli með. Þó ég sé sjaldan sammála Ólafi þá er þetta fín grein hjá honum.
12.09.2006 at 11:22 #559928Það getur ekki hver sem er, verið leiðbeinandi í æfingakstri. Leiðbeinendur eru skráðir fyrir fram, og þurfa að vera a.m.k 24 ára gamlir, sem þýðir í fletum tilfellum að þeir eru búnir að vera með bílpróf í 7 ár.
-Einar
12.09.2006 at 11:24 #559930Engum má veita leyfi sem leiðbeinandi nema hann:
a. hafi náð 24 ára aldri,
b. hafi gild ökuréttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja sem æfa á akstur með og hafi a.m.k. fimm ára reynslu af að aka þannig ökutæki,
c. hafi ekki á undangengnum tólf mánuðum verið án ökuskírteinis vegna ökuleyfissviptingar eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti.Sjá [url=http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/wa/dp?id=907:1e3sdnhp]US[/url:1e3sdnhp]
12.09.2006 at 11:28 #559932hundruðir íslendinga yfir 24ra ára aldri, t.d kunna ekki að keyra hringtorg. allir þessir ökumenn mega kenna ungum ökumönnum í æfingarakstri að keyra hringtorg, bara ef þeir skrá sig sem leiðbeinanda viðkomandi lærlings fyrst.
12.09.2006 at 11:44 #559934ég kann ekki að keyra í hringtorg á íslandi en hef samt ekið talsver áfallalaust í bretlandi, landi hringtorgana. Ég er líka búinn að vera leiðbeinandi fyrir mín börn og það eina sem ég sé að því var að ég fékk ekki að byrja eð kenna þeim nógu snemma. Þið eruð á algjörum villigötum í þessu . Öryggi í umferð snýst um að allir sem eru á bílum viti hvað þeir eru lélegir bílstjórar ekki hvað þeir eru góðir.og als ekki hvað þeir kunna vel á hringtorg eða umferðareglur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.