Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Meira Hestöfl „folöld“ ís Hilux d/c 2,4 diesel
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 22 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.10.2002 at 18:21 #191715
AnonymousEf einhver hefur hugmynd um hvernig má fá meiri kraft út úr 2.4 diesel hilux 91 módelið sem er ekin 250þ endilega deilið því með mér………..
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.10.2002 at 23:35 #463526
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
talaðu einfaldgða við P.samulelson þegar upp er staðið er það ódýrast það er mím reynsla þeir ljúga allvega ekki að þér um hvað er raunsætt( ps þeir eru lausir við fordóma) EN EKKI ÉG
04.10.2002 at 23:47 #463528Ég held að það sé alveg tilgangslaust að reyna kreista eitthvað meira út úr þessum Togogýta folöldum. Bara kaupa sér strax STÓRT glas af þolinmæðispillum, það sparar mikla vinnu og peninga sem skila litlu 😉
Kv.
Bjarni G.
06.10.2002 at 03:24 #463530Það gerist ekkert af viti nema að skrúfa túrbínu utaná svona vél. Þú getur náturlega stækkað pústið og keypt þér opinn kút undir hann og dáðst af þessum auka 5 hestöflum (ef þú ert heppinn) sem þú græddir en sú sæla dugar bara fram að næstu brekku. Og í guðs bænum láttu olíuverkið eiga sig, menn sögðu við mig þegar ég spurði sömu spurningar: "þarf ekki bara að skrúfa upp í verkinu á honum". Eg gerði það og trúðu mér það kallar ekki á neitt annað en meiri reyk og olíueyðslu.
Það fara skiptar skoðanir af flækjum í díselbíla, ég hef heyrt að þær virki mun betur á díselbílum en bensín en svo sagði annar við mig að það hefði ekkert uppá sig. En eftir því sem ég hef verið að skoða varðandi flækjur þá er ekkert sem segir að þær virki ekki á dísel.
Annars endar það alltaf á sama stað, TURBO. Þar er eitthvað af þessum kraft sem þú ert eflaust að leita að og ef það er ekki nóg þá þarftu intercooler og svo propan. Og ef það dugar ekki þá þarftu að skipta um bíl.
Svo er þitt að ákveða hvað er hagkvæmast fyrir þig, skipta um bíl eða bæta við þennan. Ef að ca. 100-115 hross duga þér í svona léttum bíl þá er ekkert að því að setja á þetta túrbínu og kælir, þeir hafa verið að taka framúr þreyttum Datsun sem er á 5000 snúningum með 200 kílóa þrýsting á vatnskassalokinu, og það í brekku.
06.10.2002 at 21:52 #463532
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki það að ég sé einhver sérfræðingur en ég vildi bara nefna það að það getur verið "varasamt" að setja túrbó á vél sem er ekki orginal túrbó.
Það eru ófáar Hilux vélarnar sem hafa farið illa á því…
Fyrst að vélin er ekinn 250þús þá gæti ég trúað því að hún myndi kannski ekki eiga mjög "mikið" eftir – ef hún fengi sér túrbó, kannski < 30þús. km (bara mín ágiskun).
En maður hefur líka heyrt um að þetta hafi verið gert á svipað eknar vélar og vélin hefur haldist lifandi í mun fleiri km.
Sjá t.d. umræðu í þessum þræði:
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=293Ég myndi alla veganna mæla með að setja "túrbó mæli" svo hægt að sjá ef túrbó-ið fer að haga sér illa.
07.10.2002 at 10:52 #463534
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Allar vélar sem eru byggðar fyrir túrbó eru með lengra á milli hringjaraufa á stimplum til að þvola meira álag.
Aftur á móti er túrbínulaus vél með stittra á milli hringja-
raufa,þess vegna þvolir hún ekki nema hluta af þeim þrýsting frá túrbínu sem gefinn er upp fyrir standard túrbó vél.
Ef settur er of mikil þrýstingur inn verður það mjög stutt
gaman(brotnar á milli hringjaraufa og sillindrar rifna,þarf að taka vél upp ).
Hætt er við að vél sem er keyrð yfir 200þús þvoli illa að vera tjúnuð upp,nema endurnýjaðir séu slitfletir (stangar og höfuðlegur,stimplar og hringir).
Þeir hjá Toyota vita hvað má láta blása mikið inn á vél sem er ekki smíðuð fyrir túrbó,en það er miðað við vél í toppstandi.
með kveðju Ásgeir
07.10.2002 at 13:07 #463536Áhugavert þetta með stimpilhringina. Hef ekki heyrt þetta áður.
Túrbólausar vélar eru oft með hærri þjöppun en turbínuvélar, og þola því ver mikinn þrýsting á inntaksloftinu (held reyndar að 2L-II og 2L-t-II séu með sömu þjöppun).
Þá eru Turbínuvélar oft með öflugri innri kælingu en turbínulausar vélar. Hafa oft olíukælda stimpla (smurolíu úðað upp undir stimplana). Þá eru stundum líka sterkari, hitaþolnari stimplar í turbínuvélunum.En það er meira en þrýstingur sem drepur vélar, og er hiti þar efst á blaði. Of sterk eldsneytisblanda veldur háum brennsluhita í diesel vélum (öfugt við bensínvélar). Léleg hráolíusía veldur einnig hækkun á brennsluhitanum, og lélegir spíssar hafa svakaleg áhrif. Á svona mixuðum vélum er því algjörlega nauðsinlegt að láta skipta um dísurnar reglulega. Mig grunar að margar 2.4 lítra vélarnar hafi hrunið vegna lélegra spíssa.
Afgashitamæli er algjör snilld að hafa á svona vél (miklu mikilvægari en boost mælir).
Er með svoleiðis mæli, og sá hitann lækka um 300gráður farhenheit að meðaltali, við það eitt að láta skipta um dísur. Þá sýnir þessir mælir að það eru engin marktæk tengsl á milli vatnshitans og afgashitans í bílnum. Í kulda og á ferð þá getur vatnshitinn verið alveg eðlilegur þó svo að vélin sé bókstaflega að bráðna undan brunahitanum, og öfugt ef aðstæður eru þannig.
Þá er 5gírinn voða hitakær..!Kveðja
Rúnar
Dobblarar eru líka bílar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.