Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Meira afl út úr Grand Cherokee 4L 98árg.
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
15.04.2004 at 11:42 #194208
Sælt veri fólkið,
Ég er að velta því fyrir mér að taka hvarfakútinn undan Grandinum til að ná meira afli úr 4L vélinn.
Það eru súrefnisskynjari fyrir aftan hvarfakútinn sem væntalega verður að vera áfram í pústinu? eða ruglast tölvan við þessa breytingu?
Ef ég hef rétt eftir þá var þessi skynjari ekki á eldri týpum af Jeep. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem hefur prufað þetta?
kv,
Viðar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.04.2004 at 19:02 #498798
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Viðar.
Þú skalt setja hljóðkút í staðinn fyrir hvarfakútinn því að þú ert með upstream and downstream súrefnisskynjara og það verður að vera mismunur á milli skynjaranna til að stjórna blöndunni, annars sótar hann kertin og gengur illa sem kallar á kraftleysi og meiri bensín eyðslu.
Svo ef þú ert að leita að meira afli skaltu stroka mótorinn þinn það virkar.
Kveðja Jón
15.04.2004 at 23:48 #498802Það eru tveir súrefnisskynjarar, einn fyrir framan kút og einn fyrir aftan. Ef þú tekur kútinn burt þá lesa báðir skynjararnir sama súrefnismagn í útblæstrinum. Þá heldur vélartölvan að hvarfakúturinn sé bilaður og kveikir "check engine" ljósið. Jafnframt fer tölvan af "closed loop" (þá vinnur tölvan skv. uppls. frá skynjurum og stillir opnunartíma spíssana eftir þörf hverju sinni) og fer að vinna á "open loop". Þá vinnur tölvan skv. forriti og kallast það "limp home mode" eða "Home safe mode".
Þá verður bíllinn töluvert aflminni og fer að eyða meiru. Stundum áttar fólk sig ekki á þessu eða er sama og keyrir, jafnvel í mörg ár, með tölvustýringuna óvirka en fyrir vikið er bíllinn dýr í rekstri og leiðinlegri í akstri.
Lambda skynjarar (súrefnisskynjarar) eru til í tveimur útfærslum:
Önnur útfærslan (Zirconia) byrjar að virka við u.þ.b. 500°C. Þá fara rafeindajónir að myndast á platínu-plötum skynjarans. Hlutfall súrefnis í útblæstri stýrir magni rafeindajóna, sterk eldsneytisblanda (mikið bensín/lítið loft)= meiri rafeindamyndun= meiri spennumunur milli platna. Spennan sem getur myndast er 0-999mV.
Ef þú ert með svona skynjara þá þarf að finna hvaða vír af sennilega fjórum er sá sem flytur strauminn frá skynjara að tölvu. Á þann vír seturðu viðnám (finnur stærðina sem þú þarf að nota með því að mæla strauminn í vírnum) viðnámsstærðin gæti verið eitthvað í kringum 10ohm. Viðnámið lækkar þá strauminn til tölvunnar og aftari skynjarinn gefur minni straum en sá fremri þó að súrefnishlutfallið sé það sama, þá heldur tölvan að hvarfakúturinn sé að gera gagn og allt virkar eins og það á að gera. Þá er minna viðnám í pústkerfinu=meira afl=MIKIÐ GAMAN, MIKIÐ GRÍN HA HA HA HA HA HA HA HA HA.Hin skynjaragerðin er Titania. Þá myndar hann ekki spennu heldur sendir tölvan til hans 0.45V spennu. Skynjarinn breytir svo spennunni eftir blöndunarhlutfallinu og sendir til baka til tölvunnar. Ég er ekki alveg viss hvað þarf að gera til að rugla hann en það ætti að vera hægt að finna hvaða vír sendir straum til baka til tölvunnar og finna út með mælingum hvort á að setja viðnám á 0.45V leiðarann eða þann sem sendir í tölvuna aftur.
Innvolsið í hvarfakútnum er stökkt svo það er auðvelt að nota t.d. steypustyrktarjárn til þess að mölva innan úr kútnum og hrista mylsnuna úr honum.
Sumir hafa áhyggjur af mengunn en gildið sem hvarfakúturin lækkar má vera 4.0 (man ekki hvaða en gæti verið CO(kolsýringur)). En gildið í flestum nýjum bílum er 0.00eitthvað svo það er í lagi að taka kútinn burt. Þar að auki er ekki skylda að hafa hvarfakút í bíl nema hann sé ’95 eða yngri.
Freyr Þórsson.
16.04.2004 at 01:08 #498805Þú getur rifið og tætt kvarfakútinn og skamhleift súrefnisskinjara 2 eða sett gamla ljósaperu í staðin.
Cherokeeinn verður áfram í closd loop, vinnur jafn vel og áður og eiðir jafn miklu bensíni svo fremi sem súrefnisskinnjari 1 er í lagi. En check engine ljósið kemur
eftir einhver tíma.
Ef þetta er ekki rétt held ég að damler hrisler ættu að skifta alveg umm mannskap í tæknideildinni.kv guðmundur
16.04.2004 at 07:01 #498809Í venjulegum skynjara er spennan sem hann gefur í púlsum, u.þ.b. frá 200mV – 800 mV. Í seinni skynjaranum er best að púlsarnir séu sem minnstir og sýni 400 – 600mV eða jafnvel enn nær 500mV.
Freyr Þórsson
16.04.2004 at 11:08 #498813Af þessu að dæma, þarfnast þessi aðgerð töluverðar skoðunar þ.e. koma fyrir mótstöðu sem virkar eins og aftari skynjarinn og slá úr hvarfakútnum postulínið eða setja lítinn kút í staðinn. Maður vill helst ekki hafa check engen ljósið logandi þannig að mótstaðan verður að passa.
En hafið þið hugmynd um hvað þetta munar miklu í afli? Það sem er að veltast í mér er að mér finnst vanta meira tork og jú langar í meira afl. !meira meira!
Ég átti áður 87árg Laredo, 3ja dyra boddýinu með 4.56 hluföll á 38" en hann vigtaði 1.720kg / 300kg léttari en Grandinn sem er á 4.88 hlutföllum 38"
Þannig að munurinn er þyngri bíll og meira niðurgíraður.
Í öðrum þræði er talað um Strok, og eftir að hafa lesið þann þráð og erlendan link, finnst mér það töluvert löng leið þ.e. mjög róttæk en ekki útilokuð! En er ekki til einfaldari leið að þessu? Aðrir stimplar án þess að bora og betra súrefnisflæði? Hvað hafa menn verið að gera ofnaí húddinu? Þekkið einhvern sem hefur látið stækka trotle boddyið (uppí 60-62mm)?
Ég hef hingað til verið þeirrar skoðunar að hafa allt í húddinu eins orginal eins og hægt er. En núna er ég að stíga skrefi lengra á þroskabrautinni.
kv,
Viðar
05.10.2004 at 00:11 #498818Sælt veri fólkið aftur.
Til að upplýsa þá sem áhuga hafa er ég búinn að taka hvarfakútinn úr bílnum. Til þess að það væri hægt fékk ég þar til gerðan simmulator frá USA sem kemur í stað aftari súrefnisskynjara sem í hvarfakútnum var. Boggi í Mótorstillingu getur útvegað þennan simmulator en mér skilst að fyrsta sending hafi selst upp hið snarasta.
Ég er líka búinn að setja í Grandinn ryðfríar flækjur en ég var orðinn leiður á að hlusta á sprungnar pústgreinar í húddinu. Í staðinn fyrir hvarfkútinn setti ég túpu sem dempar lítilega hljóð en hleypir vel í gegnum sig, einnig lét ég smíða nýtt 2,5" púströr afturúr, en það er orginal 2" ég vildi ekki fara í 3" þar sem það hefði líklega bara aukið hljóð en ekki skilað neinu extra. Núna er pústið jafnt aftur úr þ.e. 2,1/4" framan af en 2,1/2 aftast þar sem beigjur eru og ætti því að jafnast út.
Það kom mér á óvart hvað hljóð jókst lítið við þessar aðgerðir en það eru örlítið meiri drunur án þess að vera til leiðinda.
Meiri kraftur? JÁ! ekki spurning. Eftir stutta prófun..finn ég verulegan mun á krafti og snerpu.
Tork? á eftir að prufa betur síðar.
Næst ætla ég að taka loftsíuboxið í burtu og setja við hann KN kón loftsíu auk þess að bora út Trottleboddyið til þess að koma meira lofti ofaní vélina. Þessar aðgerðir ættu að tryggja meira tork!
Ég vona að einhver hafi gagn og gaman af þessum upplýsingum.
kv,
Viðar
05.10.2004 at 01:24 #498821Það eru 2 gerðir skynjara sem eru algengar á markaðnum.
Það er þessi gerð sem er í öllum bílum, yfirleitt með hitara tengdan í 12 volt og gefur út um 0.5V þegar að lambda er 1.0, gefur meira á ríkari blöndu og minna á veikari blöndu, samt ekki hægt að stóla á hann fyrir stillingar á svoleiðis.
Svo er það svokallaður wideband skynjari (5 víra eða fleiri) sem finnst í örfáum tegundum í dag, og virkar hann eins og venjulegi skynjarinn nema að stýringin á hitaranum þarf að vera nákvæmari og er í honum straumlúppa til þess að leiðrétta hann af.
Stýrirás sem að tengist skynjaranum sér þá um að auka eða minnka strauminn í lúppunni þangað til að spennan útúr skynjaranum er 0.45V, þessi straumur segir svo til um lambda gildið svona í grófum dráttum.
Það sem þessi straumur gerir er að dæla súrefni að eða frá skynjarasellunni þangað til að spennan verður rétt. Skynjarasellan getur bara verið nákvæm í kringum 1.0 lambda en með því að sjá hvað þarf að dæla miklu súrefni í skynjarann eða frá honum til þess að hann sýni það gildi er hægt að mæla önnur hlutföll.
05.10.2004 at 13:38 #498825spurning til Krona, því hann myntist á að stroka vélina.
Hvaða erum við að tala um að gera mikið ( er búinn að kynna mér þetta lítilega ) og hvað myndi það ca. kosta.
p.s. ég er með Grand ´93 4.0L og væri til í eitthvað svona sniðugt.kv. Gunni Freyr
05.10.2004 at 18:19 #498829Langar bara að benda á að það er maður á Akureyri sem heitir mumundur hér á spjallinu, hann á litla cherokee með strókaðan 4L motor í 4,6L 238hp@4400rpm, tog 319 lbft @2500rpm, flækjur, 2,5" opið púst.
Svo er annar sem heitir GO4IT Hann er með túrbó á 4L vélinni sinni sem er bara nett.Svona til gamans er 318 vélin í mínum bíl: 220hp og 300lbft
sem er dass minna en véin hjá Guðmundi.Jeep kveðjur. Ingi R-3073
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP*
05.10.2004 at 19:43 #498833ég er þeirrar skoðunar að túrbínur séu bara málið. Lang einfaldasta leiðin til að auka afl vélar (miðað við hversu mikið aflið eyktst). Mér hefur einmitt alltaf fundist skrítið hvað það er lítið um að jeppamenn séu að setja túrbó á bensínvélar.
Kannski það eina sem er á móti því er efi, en það er alveg hægt að leysa þaðboostkveðjur
Baldur
sérlegur áhugamaður um túrbínur
05.10.2004 at 19:49 #498837Það væri forvitnilegt að vita hvaða túrbínu er hægt að setja við þessar vélar. Eins ef þeir sem hafa strokað þessar vélar kæmu inní spjallið með sýna reynslu.
Hvað er þetta með EFI og túrbínur sem gengur ekki saman?
kv,
Viðar ..ein eyru.
06.10.2004 at 01:28 #498841Já túrbóið er gott, en það þarf að vanda mjög mikið til verka þegar svoleiðis er sett á bensínvélar, því þær fyrirgefa ekki neitt. Bensínmagnið sem vélin fær þarf að vera rétt, og nóg. Einnig eru þær viðkvæmar fyrir kveikjutíma og bensíngæðum, mismunandi eftir hita og þannig.
Ég er með túrbínu og intercooler á Suzuki Vitara, og ég giska á að hann skili um 180 hestöflum á 15psi boosti á góðum degi. Gæti líklega skilað töluvert meira afli ef að ég lækkaði þjöppuna meira.
Þetta krafðist þess að allt rafkerfið í kringum vélina var rifið í burtu og smíðað nýtt með annars konar tölvu. Mótorinn hefur aldrei bilað þannig að það megi rekja beint til túrbínunnar, og eru næstum orðin 2 ár síðan þetta var fyrst sett í.
10.10.2004 at 01:35 #498845Sælir enn og aftur strákar.
Ég var rétt í þessu að rekast á þessa heimasíðu;http://store.summitracing.com/default.a … =hyp-50012
Ef ég skil rétt þá á þetta að vera tölvukubbur sem endurforritar tölvuna í Jeep til þess að auka aflið á öllum sviðum. Ég held að þetta sé ekki hefbundin aflestratölva eins og Biljöfur og Kjartan (Mosó) eru með.
Mér leikur forvitni á að vita hvort einhver hefur prufað þetta og eigi svona forritara fyrir Jeep.
kv,
Viðar
05.12.2004 at 02:19 #498849Jæja, Ég er búinn að fjárfesta í þessari tölvu og viti menn …. MEIRA afl! lauslega áætlað 10 hross í viðbót og torkið fer úr 182 (ft.-lbs) í 199 miða við 2690rpm.
Með þumalinn á lofti má gefa sér að hestarnir séu orðnir 220+ (flækjur,spacer undri loftinntak, KN sía, opnara púst og fl. smálegt.
Klæjar í tærnar að prufa þetta í snjó!
kv,
Viðar
05.12.2004 at 09:54 #498853Sælir
Hiclone er að koma vel út í 4L vélinni, sérstaklega í High Output vélinni. Togið eykst, eyðslan minnkar (m.v.sambærilega keyrslu, Þar sem að þú ert farinn að auka eldsneytismagnið með breytingu á tölvunni þá veitir ekki af eins góðu mixi og hægt er, Hiclone bætir þar úr.
Kveðja.
Elli
06.12.2004 at 13:24 #498857Sæll Viðar
Ertu með bekk til að mæla hestana í bílnum hjá þér?
Ég er með allann saman pakka og þú þeas flækju, kn síu, spacer , 2 1/2" púst og hljóðkút og sitthvað fleira.
Hvað kostaði tölvan komin til þín?
Myndir þú segja að hún væri þess virði?
Kveðja Fastur
06.12.2004 at 14:09 #498861Sæll Fastur,
Nei ég er ekki með bekk og hef ekki gert vísindalega mælingu á hestöflunum. Hinns vegar má skoða kúrfuna og torkið hjá Hypertech. http://www.hypertech.com/index.html
Tölvuforritarinn ætti að kosta hingað kominn Ca: 30-32þ með vaski en ég þurfti ekki að borga toll né vörugjöld.
Líklega er best að kaupa beint frá Hypertech þar sem ég þurfti að senda hana út til uppfærslu en það kostaði mig 9þúsund í flutingsgjöldum.Ég tel við fyrstu prófun tölvan vera fyllilega peninganna virði!
kv,
Viðar
06.12.2004 at 14:16 #498865Ég er með of gamalt módel ef bíl til að geta keypt þessa græju allavegana skv. heimasíðunni þeirra.
Hefur þú velt fyrir þér að fá þér fjölblossa kveikjukerfi?
KVeðja Fastur
06.12.2004 at 15:02 #498869Fjölblossakerfi?
Nei ég hef ekki skoðað það. Ertu að tala um sambyggt kveikjulok og háspennugjafa?
Hvað á það að skila miklu?
kv,
Viðar
06.12.2004 at 15:47 #498872Ég er að tala um kveikjukerfi eins og MSDI.
Þar sem þau kveikja oft í bensíninu á lágum snúning og síðan fækkar skiptunum þangað til að er einn blossi á háum snúningi.Sumar útfærslurnar byrja með að gefa 5 blossa á lágum snúningi og valda því að hægagangur og lágsnúnings tog eykst.
Ólík því sem margir halda þá brennur bensínið bara í smá hluta úr sekúndu við blossann frá kertinu. Eftir það er hreifingin/óreiðan/þrýstingurinn sem myndaðist við sprenginuna sem ýtir stimplinum niður.
Þá brennur ysta lagið af dropanum. Síðan getur þú kveikt aftur og aftur í dropanum þangað til að hann er næstum því horfinn. Í hverri umferð eykur þú óreiðuna/hitann/þrýstinginn sem ýtir á stimpilinn. Þannig getur þú fengið minni eyðslu og meira tog því þú brennir eldsneytinu betur.En með auknum snúningi minkar tíminn sem þú hefur til að brenna eldsneytinu og þess vegna fækkar blossunum.
Áður er þú spyrð afhverju bílaframleiðendur gera þetta ekki beint sjálfir þá eru alfa romeo með twin spark vélar sem byggja á þessu sama kerfi.
Ég hef lengi haft augað á þessum kerfum en ekki komið mér á stað að fjárfesta í svona.
Kveðja Fastur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.