Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › meira afl Patrol
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Blöndahl Kjartansson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.02.2007 at 21:14 #199766
Sælir..
Er með patrol 2006 módel sem vantar meira afl. kvað seigiði um bestu leiðinna þá er ég að tala um eitkað sem virkar svo sem tölvukubb þá hvar og hvernig og hvernig er með ábyrgðar mál.
hafa men eitkað verið að breyta túrbínuni þannig að hún komi fyrr inn eða hreinlega stækka hana.
endilega ausið úr viskubrunnum ykkar þá hvar er hægt að fá,kostnað, enndingu og ábyrgð.Kveðja að norðan.
Eiður.e.s. bíllinn er á 44″
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.02.2007 at 21:43 #581874
Einfalt settu stærri vél í bilinn.
22.02.2007 at 21:50 #581876er með sverara púst í mínum og k&n síu og það virðist hjálpa töluvert, er líka með tölvukubb, þekki ekki hvaða týpu og veit ekki hvar hann fæst en hann er 2000 módel þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af ábyrgðarmálum, aftur á móti nota ég kubbinn ekki nema í ýtrustu neið vegna þess að afgashitinn fer víst uppúr öllu valdi, túrbínan pressar meira ofl ofl og ég er bara smeykur um að mótorinn höndli ekki þessa pressu.
23.02.2007 at 00:03 #581878Hættiði nú að baula um stærri mótora um leið og einhver veltir fyrir sér aflaukningu. Það er svo merkilegt með það að sumir vilja brúka þær vélar sem í bílunum eru, en gera sér að sama skapi nokkuð örugglega grein fyrir að stærri vél gefur meira afl.
Hjölli.
23.02.2007 at 09:20 #581880Sættu þig bara við aflið. Það eru engar góðar lausnir fyrir þessa bíla. Stærra púst hjálpar, en það er eflaust þegar komið í bílinn.
Kubbur fer bara ílla með vélina og eyðslan verður bara fáránleg. Þannig virkaði allavega kubburinn sem HSSR prófaði.
Já og alveg rétt, opnar síur eyðileggja speiglana í loftflæðiskynjaranum, og það er bara dýrt að kaupa nýjan…..kv
Rúnar neikvæði.
23.02.2007 at 09:26 #581882Er eitthvað óeðlilegt að patrol sé afllaus.
þið patrol eigendur verðið bara að sætta ykkur við það að vera vélarvana.
23.02.2007 at 10:16 #581884er það með þessa tölvukubba. Menn hafa verið að setja þetta í en sumir segja að þetta meigi alls ekki vera alltaf í, heldur bara þegar að menn eru að ferðast á fjöllum og þ.h. Hvað segja menn um þetta hérna, er kubburinn alltaf í hjá ykkur eða er hann í hanskahólfinu.
Ég keypti patrol nýlega þar sem kubbrinn var í þegar að ég fékk hann og það fylgdi annar auka með. Ég gleymdi að spyrja eigandann hvernig hann hefur haft þetta þegar ég tók við bílnum.
23.02.2007 at 10:46 #581886En virkar ekki [url=http://www.turbonator.com:39uuzgdu][b:39uuzgdu]svona system [/b:39uuzgdu][/url:39uuzgdu] eitthvað.
Er þetta ekki sama systems virkni og í hiclone.
23.02.2007 at 11:32 #581888það er nú bara ágætis afl í mínum patta en það er alltaf hægt að bæta við en það er til dæmis gert með að skipta um kuðung í túrbínu til að fá afl aukninguna fyrr og veit ég að það var gert í rarik bíl hér fyrir austan, 3" púst og turbo kút, milligír og lægri hlutföll svo eitthvað sé dregið til
einnig er hægt að skipta um vél en fer þá bara ekki drif og annar búnaður nema það sé farið í mótor úr 80 crúser eða 4,2 patrolkv HSB U-119
p.s er að fara á þorrablót það verður mikið gaman og mikið fjör
23.02.2007 at 12:55 #581890Er þetta ekki svipað og Hi-clone??
23.02.2007 at 13:14 #581892Þetta virkar greinilega miklu betur en Hiclone samanber eftirfarandi fullyrðingu af vefnum þeirra:
The Turbonator is much less expensive and more efficient than any [b:37y2ox90]turbocharger, supercharger, blower, or intercooler.[/b:37y2ox90] Its superior design can increase horsepower and the Turbonator’s performance is backed with a 120-day money back guarantee.
Eða haldiði það ekki
kv
Rúnar.
23.02.2007 at 14:24 #581894já svona búnað eða hi-clone og stýfari gorm í kuðung í túrbínu og láta blása 12 pund og kaupa mælir til að fylgjast með afgasinu
kv Heiðar U-119
23.02.2007 at 15:10 #581896Ekki viss með að vélin yrði neitt sérstaklega sátt við að vera detjúnnuð niður í 12 pund. Blæs tölvert meira orginal, eftir því sem ég best veit. Nýjar diesel vélar í dag eru frekar á bilinu 20-30 pund.
kv
Rúnar.
23.02.2007 at 16:09 #58189820-30pund, er það mmc Evo tjúnnaður í 500hö??
orginal cruiser er að blása ca7pundum og ég efa að patrol sé að blása eitthvað meyra orginal. Menn eru að setja cruiser í kringum 12-15pund mest held ég.
23.02.2007 at 16:16 #581900
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Túrbína í patrol 3L blæs 20-22 psi orginal, svo er svokallaður boost sensor í aintercoolernum til að fylgjast með boostinu og ef farið er að fikta í því og hækka þá er það fyrsta sem gerist að bílinn kveikir check engine ljósið um leið og túbínan blæs yfir 22psi. Og eins og áður hefur komið fram þá eyðileggur kraftsía speglana í airflowsensornun. Þetta er bara svona, og voðalega lítið við þessu að gera. En ég hef prófað patrol 3L sem virkaði eins og eldflaug og spólaði á 38" af stað á ljósum, og það var á þuru malbiki, en túrbínan í þeim bíl blés 50 psi inn á mótorinn og logaði stanslaust check ljósið. Þannig að spurning um að hækka boostið og taka peruna úr það er allavegana gaman í smá stund.
Kv
23.02.2007 at 16:23 #581902þetta er nú eitthvað sem ég vissi ekki, en 50pund!
23.02.2007 at 16:27 #581904
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sá Patrol skildi líka allt eftir sama hvaða nöfnum það hét, virkaði svakalega, þangað til að ég stillti túrbínuna 😉
23.02.2007 at 17:34 #581906
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bara sætta sig við þetta eins og toyota eigendur eða flestir Ef manni langar í aflmeiri jeppa þá fær maður sér aflmeiri finnur ekki mikið af hrossum í patta eða toy .
Kv Hjalti toy
23.02.2007 at 17:38 #581908Hérna … þessar mælingar eru 7 pundin hans Magna ekki til viðbótar við 1Bar (1000hPa, c.a. 14,5psi)? Þá stöndum við í 21,5psi í heildina?
S.s. er loftþrýstingur í umhverfinu mældur með eða bara það sem bætist við (boostið)?
Kv
Tryggvi Mælinganörd
23.02.2007 at 18:24 #581910Ef skilst þá er boostið ábót á þann loftþrýsting sem er í andrúmsloftinu annað 2006 pattinn er ekki með spegil í loftflæðinemanum heldur vír sem hægt er að hreynsa og þolir því betur kraftsíu það er svokölluð vn túrbína (variable nossle) sem gefur mikið boost og er vacumstírð ekki borgar sig að figta mikið í henni ég er búinn að setja kubb í þrjá 2005 my patta og gaf það mikið og skemmtilegt tog 3"púst hjálpar mikið og ekki síst er eitt sem fáir eða enginn hefur gert hér heima svo ég viti en það er að rífa úr intercoolerkrílið sem er við þessa vél og skella stórum og góðum kæli fyrir framan vatnskassa það hjálpar mikið við endingu vélarinnar sérstaklega eg farið er að fikta þetta eru mín ráð og ég veit til að þau virka
kv Gísli Þór
ps
það er ekki hægt að líkja saman gömlum toyvélum með turbo og mix turbo við þessa turbinu þetta eru allt aðrir hlutir
23.02.2007 at 19:45 #581912Venjuleg vél sem er ekki með turbo er að "blása" 6-7pundum, held það sé ekki tekið með þegar mælt er boost á túrbínum..
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.