Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Megasquirt ísetning
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gíslason 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2006 at 23:26 #197005
Sælir,
Getur einhver af ykkur bent mér á góða bók eða link á heimasíðu sem gæti hjálpað mér að setja upp Megasquirt system í jeppann? Ég stefni að því að setja svona system í jeppann næst sumar og þarf því að birgja mig upp af lesefni mér til fróðleiks svo ég gæti gert þetta sjálfur.
Og hefur einhver af ykkur sett upp svona system í jeppann sinn?kv, Ásgeir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.01.2006 at 00:02 #538280
[b:2omb3u4k][url=http://www.megasquirt.info/:2omb3u4k]MegaSquirt[/url:2omb3u4k][/b:2omb3u4k]
[b:2omb3u4k][url=http://www.msefi.com/index.php:2omb3u4k]MegaSquirt spjallsíða[/url:2omb3u4k][/b:2omb3u4k]
Kveðja
Birgir
08.01.2006 at 00:53 #538282Sæll Ásgeir hvernig mótor ætlaru að nota þetta á og hvernig kveikjukerfi ætlaru að nota.
kv
Sigurgeir
08.01.2006 at 02:16 #538284þetta á að fara á elsku 318 vélina sem ég er að gera upp, ég er að skipta um allt í henni og langaði að prófa innspýtingu. Ég verð vonandi með MSD kveikju.
kv, Ásgeir
08.01.2006 at 04:12 #538286ÉG get ekki annað er skoða þetta. En hvað á þetta verkfæri að gera. Er þetta til að fá uppl frá vélinni.
Eða er þetta til að breyta stillingum.
Og er þetta sniðugt því ég er búinn að vera að leita eftir svona tóli til að setja við hjá mér til að fá uppl um mótorinnkv Á
08.01.2006 at 18:15 #538288…er bara tölvustýrð innspýting sem þú býrð til sjálfur, þú kaupir bara móðurborð og skynjara og svo prógrammar þú sjálfur loftflæði, bensínflæði, kveikjunni svo dæmi séu tekin, svo tengiru bara fartölvuna við megasquirt móðurborðið og getur haft nokkrar stillingar á hversu kraftmikinn þú villt að bíllinn þinn sé. Svo geturu keypt þér bara lítinn skjá sem þú hefur í mælaborðinu sem kallast MegaView þar sem þú sérð nákvæmlega hvað allir skynjararnir segja eins og t.d súrefnisástand, kveikju og hita. Sem sagt segir þér hvernig vélinni líður.
Þetta er algjör nördabúnaður og mig langar bara að læra hvernig þetta virkar og setja þetta í jeppann.
Þetta er svona í megindráttum það sem megasquirt gerir en það er til alls konar dót í þetta.dótakveðja, Ásgeir
08.01.2006 at 22:02 #538290Megasquirt er bensíninnspýtingartölva sem er opin hönnun og er hópur manna sem hefur unnið að þróuninni. Upphaflega hugmyndin var að gera ódýra og einfalda tölvu sem væri auðvelt að nota í staðinn fyrir blöndung, en þetta hefur þróast yfir í fullvaxna vélartölvu sem getur allt og meira til, og ef hún getur það ekki þá er því bara reddað. Ég hef tekið þátt bæði í þróun vélbúnaðar og hugbúnaðar sem tengist þessu verkefni.
Ég er búinn að vera með svona í mínum jeppa (Suzuki Vitara með 1600cc og túrbó) í næstum 3 ár, og í jeppanum hans pabba (Jeepster með 400 small block Chevy) í tæp 2 ár.
Þessi tölva sér algjörlega um að stýra innspýtingu og kveikju á öllum tegundum bensínvéla. 1-16 cylendra, allt að 20 þúsund RPM, allt að 6 háspennukefli í direct fire (Allt að 12 cylendrar í wasted spark), innbyggður 250kPa MAP sensor – hægt að fá upp í 400kPa. Getur keyrt há eða lág impedans spíssa. Tengist við laptop til þess að stilla eða "datalogga".
Í dag eru margar leiðir til þess að eignast svona tölvu, nokkrar netverslanir sem að selja kitt bæði samsett og ósamsett ásamt alls kyns aukabúnaði til að auðvelda ísetninguna. Nefni ég sem dæmi http://www.diyautotune.com http://www.rs-autosport.com http://www.glensgarage.comÞað er grundvallaratriði númer 1, 2 og 10 að hafa tölvu samsvarandi þessari þegar verið er að gera breytingar á innspýtingarvél. Þegar búið er að gera einhverjar breytingar á vélinni (taka hvarfakút undan, stækka pústið, jafnvel eitthvað fleirra) þá er forritið í original tölvunni einskins virði og til þess að fá það afl út úr breytingunum sem mögulegt er og hindra að vélin springi bara þá verður annaðhvort að endurforrita original tölvuna, skipta henni út eða plata hana með einhverjum ráðum.
Þar finnst mér þægilegast að hafa svona tölvu sem að vinnur alveg sjálfstætt (óháð einhverjum stillingum sem að framleiðandi bílsins ákveður) og hægt er að stilla á meðan verið er að keyra.Með öðrum orðum, þá er þetta grundvöllurinn fyrir öllum tjúningum á bensínvélum með tölvustýrða innspýtingu.
09.01.2006 at 18:36 #538292Hvernig er það Baldur, ef ég panta þetta á netinu…fæ ég þá móðurborðið sent til mín með nafninu þínu á því eða er það aukahlutur 😉 Sjá myndina
09.01.2006 at 18:42 #538294Hvernig er það Baldur, ef ég panta þetta á netinu…fæ ég þá móðurborðið sent til mín með nafninu þínu á því eða er það aukahlutur 😉 Sjá myndina [url=http://www.foo.is/gallery/ecu/mspcb0001:wl7ad5zu][b:wl7ad5zu]Hérna[/b:wl7ad5zu][/url:wl7ad5zu]
Er þetta ekki örugglega móðurborðið? eða er þetta einhver heimatilbúinn processor?
kv, Ásgeir
09.01.2006 at 20:00 #538296Þetta er mjög spennandi dæmi og gaman að lesa um það.
Gætir þú, Baldur frætt okkur um eftirfarandi:
Hvar megi finna lesefni um verkefnið, einstaka hluta þess, hönnun og útfærslu og svo hins vegar hvort hliðstæð verkefni séu í gangi fyrir Díselvélar, einhvers konar Common Rail útfærsla sem gæti hentað á eldri vélar ?Kv.
Ágúst
10.01.2006 at 12:03 #538298Sælir
Það er eitt sem ég væri til í að vita hver er munurinn á hall sensor og vr sensor þetta eru möguleikar sem maður fær þegar maður ætlar að panta þessar tölvur. Ef maður ætlar að nota kveikjuna til þess að gefa tölvunni merki en notast við stök háspennukefli til að gefa neista þ.e eitt á hverja tvo cyl.
Verður kanski að setja crank trigger til að það virki?kv Sigurgeir
10.01.2006 at 20:48 #538300Ég geri ráð fyrir að þú eigir við "MR" sensor, sem stendur fyrir MagnetoRestrictive ef ég man rétt. Það er eins konar segulnæmt viðnám og breytist leiðnin (ómafjöldinn) með styrk segulsviðsins sem umlykur skynjarann. Hann hefur aðeins tvo víra og hugsanlega er annar þeirra tengdur í jörð, líkt í hitaskynjurum.
Hall sensor er dálítið öðruvísi, sjálft skynjaraelementið hefur 4 tengingar, plús og mínus mötunarspennu og sitt hvorn skynjunarpól, en milli þeirra kemur fram spennumunur sem fer eftir styrk og stefnu segulsviðsins. Merkið frá þessu tæki er fremur veikt og þess vegna er gjarna sett mögnunarrás í sama kubbinn og þá þarf aðeins 3 tengingar, +, – og útgang.
Vonandi skýrir þetta eitthvað.Kv.
Ágúst
10.01.2006 at 23:19 #538302Er hægt að láta þetta stjórna gírflækjunum í gegnum Cortical stimulatorinn á blautbrakketinu eða virkar þetta bara ef maður hefur deflector sheild????????.
Hmmmmm.
Kv: Kátur.
10.01.2006 at 23:58 #538304Ásgeir: þessi mynd er af prentplötu sem ég gerði fyrir 3 árum síðan, áður en það var hægt að kaupa megasquirt prentplötur í lausu.
VR sensor (Variable reluctance) er spóla á járnkjarna með segul á öðrum endanum. Síðan þegar að tannhjól snýst hinu megin við kjarnann þá koma spennupúlsar þegar að segulsviðið í kjarnanum breytist.
Hall sensor er eins og kom fram hér ofar hálfleiðaraskynjari sem nemur segulsvið. Eins og þeir eru í bílum eru alltaf 3 vírar. Jörð, spenna að, og digital merki út sem skiptir um stöðu eftir því hvort að skynjarinn nemur segul eða ekki.
Stundum eru þessir skynjarar með innbyggðan segul og skynja þá járn sem að er borið upp að þeim en stundum er segullinn útvær og trigger hjólið gengur á milli seguls og skynjara.
Hall sensor skynjar bara einn pól í segulsviði, en það eru til skynjarar sem skynja báða segulpólana og þeir eru með 4 víra. Það er stundum gert til þess að hægt sé að greina mismun eftir hvar á hringnum einhver ás er. Þá er komið fyrir einum segli sem að snýr öðruvísi heldur en hinir og er þá ósýnilegur fyrir aðal skynjaranum en kemur upp á hinni rásinni.
Til þess að hægt sé að stjórna mörgum háspennukeflum þá þarf trigger merkið bara að vera þannig að hægt sé að greina mun einhversstaðar á trigger hringnum þannig að hægt sé að vita hvenær á að kveikja á hvaða cylendrum.Ég veit ekki af neinu svona verkefni fyrir Dísel, en það er tvímælanlaust eftirspurn.
Ég bara á ekki díselbíl þannig að ég hef ekki velt því fyrir mér.
Kröfurnar fyrir tölvu í common rail diesel eru svolítið öðruvísi. Það sem hún þarf er háspennuútgangur fyrir piezoelectric spíssana sem eru margfalt hraðvirkari en bensínspíssar og hún þarf nákvæma klukkuteljara til að stýra spíssunum (nákvæmni uppá einhverjar nanósekúndur því að það þarf að hafa stjórn á innspýtingartímanum upp á brot úr gráðu og það er mjög stuttur tími sem er til að sprauta inn öllu eldsneytinu)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.