This topic contains 10 replies, has 8 voices, and was last updated by Sigurður 11 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Opið bréf til allra félagsmanna:
Hæhæ,
Í kjölfar umræðunnar um meðalaldur klúbbsins á mánudagsfundinum langar mig að koma minni skoðun á framfæri. Ég hef mikið hugsað útí þetta og langar núna að deila því með ykkur afhverju ég var tregur við að skrá mig.
Eins og gefur auga leið þá er meðalaldur klúbbsins frekar hár og er það eitthvað sem þarf að fara að pæla í. Þegar ég byrjaði í jeppasportinu núna í febrúar var ég mjög spenntur fyrir því að fá að taka þátt í einhverri hópastarfssemi og lágu þar allir vegir hingað. Ég byrjaði á að kynna mér starfsemi klúbbsins og leist mér bara frekar vel á þetta alltsaman, þangað til að ég kom að spjallinu. Þar sem félagsmenn eru nú allflestir á spjallinu og þeir sem eru virkir á netinu eru flestir virkir í ferðum líka svo spjallið ætti að gefa nokkuð góða mynd á því hvernig klúbbastarfið er í raunveruleikanum. Mér til mikillar undrunar tekur við mér mikið röfl og miklu fleiri neikvæðar umræður heldur en jákvæðar, allt svona gerir starfsemina mjög óaðlaðandi fyrir nýja meðlimi eins og mig, á tímabili ætlaði ég að hætta við skráninguma. Eins og kom fram á fundinum er jeppaspjallið komið langt frammúr F4x4 hvað varðar umræður á netinu, þar tekur við manni frekar jákvæður andi og „allir eru vinir“ en hér eru nokkrir aðilar sem finna alltaf eitthvað neikvætt við allt sem sett er hér inn á spjallið.
Svo var annað sem truflaði mig. Flestar ferðir eru miðaðar við 38″+ og mikinn útbúnað, mér finnst vanta nýliðahóp fyrir fólk sem er að byrja, hópur þar sem ungir sem aldnir gætu farið í ferðir með reynsluboltum og fengið kennslu í því hvernig maður hagar sér í ýmsum aðstæðum. Svona ferð þyrfti að miðast við litla dekkjastærð þar sem fæstir byrja á 38″+ bílum.
Svona stórt félag á ekki bara að fylgja hópnum sem byrjaði með félaginu heldur þarf að vera stöðug þróun og stöðugt flæði af nýjum meðlimum. Það sem skiptir öllu máli er líka að nýjum meðlimum langi að koma inn, ekki fælast í burtu vegna neikvæðra umræða og „Aðeins stærri bílar“. Margir sem ég þekki borga aðeins í félagið til að fá afslátt af varahlutum og fleiru en vilja ekki taka þátt í neinu þar sem þeir mæta oftast neikvæðni.
Kveðja. Bjarni
18 ára krakkabjáni með miklar skoðanir á öllu 😉
You must be logged in to reply to this topic.