FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Meðalaldur Klúbbsins

by Bjarni Freyr Thordarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Meðalaldur Klúbbsins

This topic contains 10 replies, has 8 voices, and was last updated by Profile photo of Sigurður Sigurður 11 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.09.2013 at 00:39 #226488
    Profile photo of Bjarni Freyr Thordarson
    Bjarni Freyr Thordarson
    Participant

    Opið bréf til allra félagsmanna:

    Hæhæ,

    Í kjölfar umræðunnar um meðalaldur klúbbsins á mánudagsfundinum langar mig að koma minni skoðun á framfæri. Ég hef mikið hugsað útí þetta og langar núna að deila því með ykkur afhverju ég var tregur við að skrá mig.

    Eins og gefur auga leið þá er meðalaldur klúbbsins frekar hár og er það eitthvað sem þarf að fara að pæla í. Þegar ég byrjaði í jeppasportinu núna í febrúar var ég mjög spenntur fyrir því að fá að taka þátt í einhverri hópastarfssemi og lágu þar allir vegir hingað. Ég byrjaði á að kynna mér starfsemi klúbbsins og leist mér bara frekar vel á þetta alltsaman, þangað til að ég kom að spjallinu. Þar sem félagsmenn eru nú allflestir á spjallinu og þeir sem eru virkir á netinu eru flestir virkir í ferðum líka svo spjallið ætti að gefa nokkuð góða mynd á því hvernig klúbbastarfið er í raunveruleikanum. Mér til mikillar undrunar tekur við mér mikið röfl og miklu fleiri neikvæðar umræður heldur en jákvæðar, allt svona gerir starfsemina mjög óaðlaðandi fyrir nýja meðlimi eins og mig, á tímabili ætlaði ég að hætta við skráninguma. Eins og kom fram á fundinum er jeppaspjallið komið langt frammúr F4x4 hvað varðar umræður á netinu, þar tekur við manni frekar jákvæður andi og „allir eru vinir“ en hér eru nokkrir aðilar sem finna alltaf eitthvað neikvætt við allt sem sett er hér inn á spjallið.

    Svo var annað sem truflaði mig. Flestar ferðir eru miðaðar við 38″+ og mikinn útbúnað, mér finnst vanta nýliðahóp fyrir fólk sem er að byrja, hópur þar sem ungir sem aldnir gætu farið í ferðir með reynsluboltum og fengið kennslu í því hvernig maður hagar sér í ýmsum aðstæðum. Svona ferð þyrfti að miðast við litla dekkjastærð þar sem fæstir byrja á 38″+ bílum.

    Svona stórt félag á ekki bara að fylgja hópnum sem byrjaði með félaginu heldur þarf að vera stöðug þróun og stöðugt flæði af nýjum meðlimum. Það sem skiptir öllu máli er líka að nýjum meðlimum langi að koma inn, ekki fælast í burtu vegna neikvæðra umræða og „Aðeins stærri bílar“. Margir sem ég þekki borga aðeins í félagið til að fá afslátt af varahlutum og fleiru en vilja ekki taka þátt í neinu þar sem þeir mæta oftast neikvæðni.

    Kveðja. Bjarni

    18 ára krakkabjáni með miklar skoðanir á öllu 😉

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 05.09.2013 at 06:35 #378846
    Profile photo of Matthías Sigbjörnsson
    Matthías Sigbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 99

    Sæll Bjarni.

    Ég held að það sé ágætis puntur hjá þér. Við þurfum að vera aðeins jákvæðari gagnvart þeim málum sem við erum að ræða hérna á netinu. En ég vill hvetja þig til að klára þessa blessuðu skráningu og taka þátt í starfinu. Því miður vill það oft verða þegar heit og erfið mál eru rædd að umræðan er með hætti að hún hljómar oft neikvæð.

    Mig langar líka að benda þér á að í apríl 1985 var í fyrsta sinn keyrt þvert yfir Vatnajökul.Það var gert á 3 mikið breyttum jeppum. Árið 1985 þótti mikið breyttur jeppi vera 35″ Hilux með talstöð. Ef þú telur þig vera góðan ökumann og villt koma og sýna hvað í þér býr þá endilega mæta í ferð og taka þátt. starf litlunefndar er sniðið að þeim sem eru að byrja og langar að læra grunntæknina sem að fylgir því að keyra jeppa á fjöllum. Margir fara langra á 35″ súkku en á 44″ breyttum jeppa með öllu saman. Endilega skráðu þig inn og ekki láta eitthvern væll fara að skemma fyrir þér delluna eða áhugan.

    Hlakka til að sjá þig á fjöllum.





    05.09.2013 at 07:38 #378847
    Profile photo of Bjarni Freyr Thordarson
    Bjarni Freyr Thordarson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 31

    Sæll Matthías

    Engar áhyggjur, ég kláraði skráninguna fyrir nokkrum mánuðum síðan og er mjög spenntur fyrir vetrinum og sjá hvað súkkan mín getur á sínum 33″ tuðrum með öllum hinum trukkunum.

    -Bjarni





    05.09.2013 at 10:35 #378848
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    Svo má auðvitað ekki gleyma littludeildinni, eru með margar og góðar ferðir yfir veturinn, hef farið sjálfur nokkrum sinnum með þeim á 38″ cruiser og ekkert nema gaman.





    05.09.2013 at 12:12 #378849
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sæl.

    Gaman að sjá þessa umræðu hér á vefnum Það hefur plagað mig mikið að ungt fólk hefur ekki tekið mikinn þátt í starfi félagsins. Við gömlu skarfarnir eigum til að gleyma hvernig við vorum þegar við vorum að byrja. Ég mað að þegar ég byrjaði voru uppi nöfn eins og Fjalli, Hveravalla skreppurinn, Svarta slæðan og margt annað. Kolbeinn Pálsson var þá með mikið breyttann Bronco á 38″ dekkjum þessi bíll dreif allt, það var ekkert sem stoppaði hann. Á þessum tíma vorum við með 33″ dekk og jafnvel að prufa að vera með tvöföld dekk til að drífa. Keðjur voru enn vinsælar. En nú höfum við þróað ferðamennskuna hjá okkur og keypt okkur í gegnum árin dýrari og flottari tæki. Ég myndi ekki vilja í dag byrja með tvær hendur tómar og kaupa eitt stk. breyttan bíl og þá meina ég fullbúin helst á 49″ Ford helst ekki eldri en 3 -5 ára. Nei þetta tekur lengri tíma og að hluta til skil ég menn sem hafa eytt óhugnanlegum tíma og peningum í að byggja upp bílana sína en við megum aldrei gleyma að einhverstaðar byrjuðum við. Þá á unga fólið að koma inn og taka í taumana, kenna okkur og veita okkur aðhald.
    Nú í dag er stjórn félagsins skipuð 5 mönnum og tveimur varamönnum sem taka fullan þátt í starfi stjórnarinnar. Í stjórn er einn stofnfélagi (Friðrik), tveir mjög gamalreyndir (ég og Árni Bergs), Elín Björg ritari sem er að sjálfsögðu mjög ung en gamalreyndur jeppamaður(kona) og þrír ungir félagar Samúel, Bæring og Gunnar Ingi.
    Samsetningin á þessari stjórn er til að höfða til sem flestra fá ný sjónarmið og efla þar með klúbbinn. Mér finnst frábært að sjá menn koma fram eins og á síðasta fundi og gefa kost á sér í Ungliðanefn, nefnd sem á að fá að koma með hugmyndir og styðja við starf yngri félaga í klúbbnum.

    Endilega haldið áfram að koma með innlegg um þessi mál við verðum að snúa taflinu við og gera Ferðaklúbbinn að öflugu félagi fyrir alla aldurshópa.

    Kveðja
    Sveinbjörn Halldórsson





    05.09.2013 at 12:53 #378850
    Profile photo of Sigurður
    Sigurður
    Participant
    • Umræður: 102
    • Svör: 373

    Litlanefndin er mað ferð 21. september næstkomandi, opnum fyrir skráningu fljótlega.
    Ef þú hefur áhuga endilega skráðu þig og komdu með, og eins ef þú kemur á sýninguna í Fifunni
    komdu þá við í básnum hjá Litlu nendinni og spjallaðu við okkur.
    Kveðja,
    Sigurður.





    05.09.2013 at 13:26 #378851
    Profile photo of Bjarni Freyr Thordarson
    Bjarni Freyr Thordarson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 31

    Gaman að sjá hvað þessi umræða er jákvæð, ég var skíthræddur um að ég væri að byrja einhvern fýluþráð.

    Ég ætla nú að gera gott betur en að mæta á sýninguna, súkkan mín verður til sýnis hjá litlunefndinni :) Eina súkkan á 33″ samkvæmt töflunni sem var sett inn á spjallið fyrir stuttu. Ég vildi vera örðuvísi og mæta með lítið ryðgaðan en nokkuð góðan bíl á sýningu :)

    -Bjarni





    05.09.2013 at 14:44 #378852
    Profile photo of Björgvin Rúnar Leifsson
    Björgvin Rúnar Leifsson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 69

    Góður þráður. Bendi á að Litlanefndin virðist eingöngu starfa á suðvesturhorninu. Hefur verið reynt að færa út kvíarnar með sambærilegum ferðum frá öðrum stöðum en í kringum Reykjavík?





    05.09.2013 at 16:49 #378853
    Profile photo of Bergur Pálsson
    Bergur Pálsson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 307

    Mikilvægt að gefa yngri mönnum og hópum svigrúm til að vinna eins og þeir vilja vinna og hafa metnað til, án þess að reynsluboltarnir „detti út“. Það þarf frumkvæði, rétta einstaklinga og umboð til að skapa endurnýjun farveg. Set spurningamerki við að setja yngri í sér hóp, hleypum þeim sem flestum alla leið inn, það sýnir sig hverjir duga.
    kv,
    Bergur





    07.09.2013 at 23:08 #378854
    Profile photo of Hjalti Sigurðsson
    Hjalti Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 29
    • Svör: 185

    @brell wrote:

    Góður þráður. Bendi á að Litlanefndin virðist eingöngu starfa á suðvesturhorninu. Hefur verið reynt að færa út kvíarnar með sambærilegum ferðum frá öðrum stöðum en í kringum Reykjavík?

    Suðurlandsdeildin er að undirbúa stofnun Litlunefndar 😉





    08.09.2013 at 11:57 #378855
    Profile photo of Sigurður
    Sigurður
    Participant
    • Umræður: 102
    • Svör: 373

    Það er flott, endilega hafið samband við okkur í Litlunefndinni ef þið teljið það geta hjálpað ykkur við að stofna Litlunefnd á Suðurlandi.
    kv. Sigurður.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.