Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Með hverju
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
15.12.2002 at 17:34 #191903
Með hverju á að kaupa eldsneyti á bílanna okkar , dekk ,spil GPS og dekk í framtíðinni kanski með hundasúrum og fjallagrösum eða á e.t.v. að lækka viðskiptahallann með því að selja konurnar okkar undir Tony Soprano.
Auðvitað á að virkja eða á e.t.v. „bara að gera eitthvað annað“ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.12.2002 at 01:25 #465448
Farðu og láttu ransaka í þér hægra heilahvelið og ef það finnst ekki láttu þá athuga hvort þeir getit fundið í þér vinstra heilakvelið en ef það finnst ekki sem ég á nú reyndar ekki von á, þá ert þú í slæmum málum.
Ég óska þér svo GLEÐILEGRA JÓLA og til hamingu með Kárahnjúka.
16.12.2002 at 01:31 #465450Sæll Jón.
Gaman að sjá að þú ert að hressast!
Kv. BÞV
16.12.2002 at 08:38 #465452Spurningin: [i:f7mjn5cv]Með hverju…[/i:f7mjn5cv] er nátengd þeirri spurningu sem menn voru að kljást við mesta alla síðust öld, hvort virkar betur við að leiða atvinnulífið: miðstýring og ríkisforsjá eða óreiða markaðarins,
Niðurstaðan var að seinni aðferðin virkar betur, svo einkennilegt sem það kann að virðast.
Langt fram eftir öldinni sáu Íslensk stjórnvöld ekkert sem íslendingar gætu lifað á annað en útflutning á fiski að rafmagni. Litið var á álframleiðslu sem aðferð til að flytja út rafmagn, en reyndar var og er ennþá pælt í því að leggja rafleiðslu til meginlands Evrópu.
Mönnum gékk seint að læra af þeirri reynslu annara þjóða, að það er nýting á hugviti en ekki hráefnum, sem skilja milli þeirra þjóða sem vegnar vel efnalega, og hinna. Það hefur verið verulegur hagvöxtur á Íslandi undanfarna áratugi þrátt fyrir samdrátt í fiskafla og að það hafi ekki bæst við stóriðja fyrr en á allra síðustu árum.Skýringin á þessum hagvexti er þróun í atvinnulífinu sem orðið hefur án þess að stjórnvöld hafi átt frumkvæði. Eitt lítið dæmi um svona atvinnustarfsemi eru jeppaferðir með erlenda ferðamenn. Einnig má benda á fiskvinnslu í kjölfar fiskmarkaða, Össur, Marel, lifjafyrirtæki og svo framvegis.
16.12.2002 at 11:43 #465454
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já þetta er athyglisverð spurning! Með hverju skildum við hafa keypt dótið okkar hingað til, meðan hvorki hefur verið til Kárahnjúkavirkjun né heldur að við höfum verið að selja hundasúrur. Meira að segja náð í hóp auðugustu þjóða heims. Og það sem meira er, höfum ótal tækifæri til nýsköpunar á hinum ýmsu sviðum ef við leggjum okkur eftir því og gefum því séns, þekkingariðnaði, ferðamennsku efnaiðnaði o.fl. o.fl.
16.12.2002 at 13:46 #465456Ég hef nokkrar spurningar til ykkar.
1. Hvar værum við stödd efnahagslega ef Ísland hefði ekki fengið Marshall aðstoð eftir seinna stríð til þess að komast upp úr moldarkofunum (við keyptum skip fyrir þessa peninga sem voru síðutogarar þrátt fyrir að Íslendingur hefði verið búinn að hanna skuttogara).
2. Hvar værum við stödd ef ekki væri fiskurinn .
3. Hvar erum við stödd ef það strandar olíuskip í Faxaflóa og við seljum ekki meiri fisk.
4. Hvort er betra að álið sem notað er ,er framleitt með kolum kjarnorku eða endurnýjanlegu vatnsafli.
Annað: Það eru engin not af þekkingariðnaði ef engin er iðnaðurinn þetta eru greinar sem nærast á hvor annarri.
P.S. Ég svara ekki greinum nema það sé málefnalegur grundvöllur fyrir því. Nefni engin nöfn en notendanafnið rímar við OFSI.
16.12.2002 at 14:02 #465458Eru menn alveg orðnir vinstri-grænir í framan ?
Ég hef ekki reynt að borga með hundasúrum og fjallagrösum hjá Toyota en held að það sé ekki gjaldmiðill sem þeir nota.
En að þeir sem eru fylgjandi því að það sé stunduð atvinna annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu hljóta að vera heilalausir, þetta lýsir best þessum umhverfisverndunar "hálfvitum" en auðvitað erum við allir hálfvitar sem hugsa bara með öðru heilahvelinu. Það er samt gott að vita af mönnum eins og ofsa sem eru svo miklir verndunarsinnar að þeir ferðast bara gangandi berfættir og stíga bara á grjót til að eyðileggja ekki allan gjaldeyrinn(hundasúrur og fjallagrös)
Ferðakveðjur,
Smári
16.12.2002 at 16:26 #465460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er býsna stórt spurt og spurning hvar sé rétt að leita svara við þeim. Til gamans ætla ég þó að reyna:
1. Ég hefði gaman af að heyra sagnfræðinga spá í það, en það er alveg hugsanlegt að við værum á svipuðum stað í þróuninni og ekkert endilega verr stödd. Leið okkar hefði hins vegar verið önnur, og líklega erfiðari í upphafi. Þessir síðutogarar voru kannski fyrsta stjórnvalds töfralausnin í atvinnumálum og hugsanlega þjóðinni ekkert sérstaklega holl, má jafnvel halda því fram að þeir hafi ekki verið skynsamlegasta ráðstöfunin á þessu fjármagni (frekar en endra nær, það hefur þá ekkert breyst). Allavega virðumst við enn vera á þessu töfralausnastigi, allt á að leysa með einu stóru úrræði.
2. Ja við værum ekki fiskveiðiþjóð! Það þarf þó ekki að þýða að við værum neitt verr stödd. Það gleymist stundum að það er til fullt af þjóðum sem ekki eiga fiskimið eða vatnsaflsvirkjanir en hafa það samt bara nokkuð gott. Raunar líklegt að þær þjóðir hafi betri möguleika en margar aðrar í dag, þar sem þær eru fljótari að nýta sér þá möguleika sem 21. öldin býður upp á.
3. Í djúpum (svörtum) skít líklega! Allavega einhvern tíma, svo myndu stjórnvöld reyna að grípa inn í og klúðra málinu enn frekar og svo myndi þetta jafna sig þegar frá líður.
4. Fer eftir ýmsu, t.d. því hverju er fórnað fyrir vatnsaflsvirkjunina. Hugtakið endurnýjanlegt vatnsafl er reyndar frekar loðið hugtak, hefur sennilega meira áróðursgildi en að það segi eitthvað, því alltaf er einhverju fórnað og virkjanir eru ekki eilífar. Lónin t.d. fyllast af seti eins og bent hefur verið á, mannvirki eiga sinn líftíma etc. En málið snýst ekki um þetta, það eru mjög fáir sem eru annað hvort á móti öllum virkjunum eða fylgjandi því að virkja hvað sem er. Ert þú t.d. fylgjndi því að virkja Gullfoss? Ef svarið er nei, þýðir það þá sjálfkrafa að þú sért á móti vatnsaflsvirkjunum og fylgjandi kolaskýjum og kjarnorku?
Og svo varðandi "annað". Það er rétt að þekkingariðnaður þrífst ekki í tómarúmi, frekar en annað. Þess vegna á ekki að líta á hann sem töfralausn sem stjórnvöld geta notað (til nýrra atkvæðakaupa). Stjórnvöld eiga hins vegar að skapa fyrirtækjum góð rekstrarskilyrði í stað þess að gera þeim stöðugt erfitt fyrir og drepa niður nýsköpun. Og það er alveg staðreynd að því stærri sem loforð stjórnmálamanna um töfralausnirnar eru, því verra verður atvinnuástandið.
Kv. Skúli
16.12.2002 at 19:36 #465462Smá tölfræði um hvað skiptir mestu máli við öflun gjaldeyris á landinu og þar sést að ferðaþjónusta hefur verið að skapa næst mest á eftir fiskinum nema árið 2001 og það er nokkuð ljóst að ef ríkið hefði mokað pening í ferðaþjónustu eins og gert er í þessa stóriðjudrauma þá væri staðan önnur. Það skal líka tekið fram að þetta eru bara erlendir ferðamenn og nokkuð ljóst að landinn er að ferðast líka og þær tekjur eru ekki taldar með hér.
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum voru árið 2001 ekki "nema" 37.720 millj.
Það er hægt að kaupa nokkrar hundasúrur og allavega einn poka af fjallagrösum fyrir þessa peninga.
Eftirfarandi er skipting gjaldeyristekna eftir atvinnugreinum í %
Sjávarafurðir
48,7 1998
46,1 1999
44,6 2000
40,1 2001Stóriðja
10,6 1998
12,1 1999
13,4 2000
14,6 2001Tekjur af erl. ferðam.
12,9 1998
13,1 1999
14,0 2000
12,4 2001Annað –
27,8 1998
28,7 1999
28,0 2000
32,9 2001Kveðja Hlynur R2208 (sem er á móti Kárahnjúkavirkjun og hlýtur þar af leiðandi að vera hálfviti)
16.12.2002 at 20:03 #465464Smá innlegg,
Hvað mikið að tekjum ferðaþjónustunar er vegna ferðamanna sem koma til að skoða landið eingöngu, þá meina ég ekki þeir sem koma á ráðstefnur og td. sjávarútvegssýningu ofl.
Það skildi nú ekki vera þannig að minnstu tekjurnar komi frá fólki sem kemur eingöngu til að skoða náttúruperlur.
Af hverju lepja flest Hótel á landsbyggðinni dauðan úr skel?Er þetta ekki bara eðlileg nýting á auðlindum landsins, víkja ekki litlir hagsmunir fyrir stærri hagsmunum, þ.e. að allir geti byggt þetta land og verið í sátt við umhverfi sitt.
Það hefur jú umhverfisáhrif ef landshlutar fara í auðn eða íbúar fá ekki að lifa af auðlindum landssins, peningar verða ekki til í Seðlabankanum eða með því að selja hvert öðru þjónustu, það verða til litlar þjóðartekjur af því að selja fólki miða í leikhús, jú smá ef greitt er með öðru en íslenskum krónum.
mbk. Mundi
16.12.2002 at 20:47 #465466Það er fróðleg kjallaragrein eftir Örn Jónasson viðskiptafræðing í opnu DV í dag.
Hún er í miðju blaðinu en ekki VINSTRA megin og ekki með GRÆNU letri.
( Lesist með báðum heilahvelum ef þau eru til staðar)Rafmagnskveðja HarSv
16.12.2002 at 21:50 #465468
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vil benda mönnum á að sem betur fer þá hefur verið til
fólk á okkar tímum og fyrri tímum sem hefur tekist að bjarga
ómæltum verðmætum með framtíðarsýn og fólk sem hefur ekki látið glepjast af hugmyndum um stundargróða. Jú því einu sinni átti að virkja Gullfoss á tímum þar sem orðið náttúruvernd var varla til, en það var baráttu einnar manneskju að þakka að þessi mistök voru ekki gerð.
Í dag sjá náttúrulega allir hversu vitlaust þetta var og í því sambandi má benda á að mjög stór hluti þeirra ferðamanna
sem hingað koma fara að sjá Gullfoss og Geysir. Og í fljótu bragði má sjá að Gullfoss hefur halað inn mun meiri gjaldeyri gegnum ferðamenn heldur en virkjun hefði nokkurn tíma getað gert.
Ég er ansi hræddur um að sagan eigi eftir að dæma þá hart sem berjast hvað harðast fyrir Kárhnjúkjavirkjun og álveri.
Sem dæmi um skammsýnina þá er talað um að 100 ára nýtingartími sé ásættanlegur og allt svæðið ónýtt eftir það,
lón full af leir. En 100 ár eru í raun afar stuttur tími í sögu þjóðar.
17.12.2002 at 08:39 #465470
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef menn mundu nú leggja sig niður og lesa matsskýrslu sem gerð var vegna Kárahnjúka kemur þar fram að endingar tími lóns er amk 400 ár en ekki 100 ár.
17.12.2002 at 10:31 #465472
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Túristum er skellt upp í rútu og rennt með þá upp að Gullfoss og Geysi, en ég hef heyrt hjá þeim sem eru að ferðast með túristana að það sem heilli yfirleitt mest sé ekki þessi annars ágæti foss okkar, heldur það að ferðast um auðnirnar þar sem hægt er að keyra langtímum saman á grófum ævintýralegum vegum án þess nánast að sjá önnur mannvirki en einhverja kofa og skála. Persónulega á ég mjög auðvelt með að trúa þessu því nákvæmlega þetta sama er kannski stærsta ástæðan fyrir því að ég á jeppa en ekki einhverja Yaristík. Í þessu felst okkar sérstaða og sú sérstaða er í verulegri hættu. Gullfoss er ágætur og gott að honum var bjargað, en gljúfrin þarna fyrir norðan eru mun hrikalegri og sérstæðari náttúrusmíð.
Skúli H.
17.12.2002 at 13:23 #465474
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nokkur atriði til upplýsinga. ´Ríkið hefur verið að moka peningum í ferðamannaiðnað t.d. er á fjárlögum næsta árs gert ráð fyrir 530 milljónum í þennan atvinnuveg. það er fyrir utan það sem lagt er í flugsamgöngur og sérleyfishafa sem verður að teljast hluti af styrkjum til ferðamannaiðnaðar líka. Lang mest af útlendingum sem koma til landsins fara aldrei út fyrir suðvestur hornið, mesta lagi á Gullfoss. Gott dæmi um þetta er að ekki er nema 25% nýting á gisirými á Vestfjörðum. Sjáfsagt eru ekki margir útlendingar sem hafa komið eða eiga eftir á koma á Kjárahnúka svæðið. Arðsemi í ferðamanna iðnaði er nánast eins og staðan er í dag enginn. Þannig að í raun held ég það að virkja komi ekki til með að hafa nein áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Þeir ferðamenn sem ég hef farið með í Þjórsárdal finnast virkjaninar og hvernig við erum að nota okkar auðlindir í raforkugerð flott og merkilegt
17.12.2002 at 14:30 #465476Það eru kostir og gallar við alla virkjunarkosti og oft erfitt að setja verðmiða á það sem fórnað er vs ábata. En að tala um það að þeir sem séu á móti Kárahnjúkavirkjun séu jafnframt á móti því að það sé næg atvinna úti á landi og að byggð haldist í landinu er ansi mikil þröngsýni.
Það að næg atvinna sé úti á landi ræðst oft á tíðum af því hugarfari sem ríkir á hverjum stað fyrir sig. Á sumum stöðum bíða menn aðgerðarlausir (og hugmyndalausir) eftir því að ríkið leggi þeim eitthvað til, meðan önnur sveitafélög blómstra vegna þess að fólk hefur jákvætt hugarfar og kjark til að gera eitthvað upp á eigin spítur.
Eru þó nokkur dæmi um vel rekin fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa sprottið upp af því að menn fengu góða hugmynd og höfðu áræði, kjark og rétt hugarfar til að koma henni í framkvæmd í stað þess að bíða í eymd eftir því að einhver annar gerði það fyrir þá.
Síðan er það smá klausa úr fréttum….
KÁRAHNJÚKAR: ERFITT AÐ REIKNA ÚT AFKOMU
Óvissuþættir um vaxtagreiðslur og ál-
verð valda því að einfaldir útreikning-
ar um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar eiga
varla við, segir Guðmundur Guðmundsson
tölfræðingur.Guðmundur hefur reiknað nokkur dæmi um
arðsemi virkjunarinnar og sýna niður-
stöður gríðarlega mikinn afkomumun með
tiltölulega litlum breytingum á tekju-
eða kostnaðarliðum.Sem dæmi má nefna að miðað við 3,75%
vexti og 40 ára afborgunartíma verði
2,4 ma.kr. gróði af virkjuninni. Séu
vextirnir hækkaðir í 4,75% verði 34
ma.kr. tap.Ekki líst mér svo á þessa útreikninga að við Íslendingar verðum stórríkir á þessum virkjunarkosti. Og hver borgar svo hvað og með hverju þegar upp er staðið ???
Með góðum jólakveðjum til allra landsmanna í sveit og (smá)borg.
Ella.
17.12.2002 at 15:04 #465478
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú ansi athyglisvert að ríkið leggi aðeins rétt rúmar 500 millj. til ferðamannaiðnaðar í fjárlögum, en samt er þessi atvinnugrein að skapa um 12% þjóðartekna skv. tölunum hér að ofan. Það verður að teljast býsna hagstætt hlutfall og í samanburði við sumar aðrar greinar eru 500 millj. skiptimynt. Bendir ótvírætt til þess að þarna væri hægt að gera töluvert meira. Enda hafa heyrst dæmi um frumkvæði í ferðaþjónustu sem hefur verið drepið niður eða ekki getað dafnað þar sem stjórnvöld hafa dregið lappirnar. M.a. hugmyndir sem gengu útá að markaðssetja svæðið norðan við Vatnajökul með mikilli ferðamannaumferð um Austurland. Hefur sennilega ekki verið vinsælt framtak svona pólitískt séð!
17.12.2002 at 15:28 #465480
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er fróðlegt að fylgjast með þessari umræðu um virkjanamálin og sérstaklega hvað það eru miklir öfgar á báða bóga. Það virðist því miður ekki hægt að ræða þetta málefnalega. T.d. skrifar Skúli um Gullfoss hafi verið bjargað, en gefur jafnframt í skyn að Hamrahvammagljúfur séu í hættu. Það vita þeir sem hafa kynnt sér málin að stíflan við Kárahnjúka er fyrir ofan gljúfrin og þau munu því standa um aldur og ævi. Vissulega fara falleg svæði undir vatn, en það er ekki eins og verið sé að sökkva stórum hluta NA-lands. Fallegar myndasyrpur hafa verið birtar en þær segja bara hálfa söguna. Það verður miklu stærra svæði sem verður áfram ósnortið og þar er einnig hægt að klæða landið í fallegan búning með færum ljósmyndara! Sama mætti segja um Norðlingaölduveitu en þar er fullyrt að verunum verði sökkt. Staðreyndin er sú að aðeins bort af svokölluðu "friðlandi" fer undir vatn en verin sjálf verða ekki snert. Það sem fer undir vatn er síðan að mestu melar og ógróið land.
Reynum að ræða þetta á skynsamlegum nótum.
17.12.2002 at 15:51 #465482
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í fyrsta lagi er ég ekki að réttlæta það að ríkið sé að leggja peninga í virkjun. Ekki er ég heldur að setja út á ferðamannaiðnað, þar sem ég hef mitt lifibrauð af honum. Ég er einfaldlega að benda á það að ríkið ætti ekki að vera að moka peningum í neina atvinnugrein nema til að koma henni af stað. Ef að hlutinir standa ekki undir sér þá á ekki að moka peningum í þá. t.d. er í skýrlsu sem heitir Auðlindin Ísland sem [url=http://www.ferdamalarad.is:28ef31ig]ferðamálaráð[/url:28ef31ig] gaf út núna í nóvember talað um að ríkið ætti að koma að byggingu á hóteli á sunnanverðum vestfjörðum. Ástæðan er sú að það er svo gríðarleg þörf fyrir hótel á þessum stað. En aftur á móti verður ríkið að byggja það vegna þess að það er ekki arðbært. Ég skil ekki hvað er mikil þörf fyrir að byggja hótel sem ekki er arðbært. Ég veit að Látrabjarg er mjög flott en ef að það er ekki arðbært að vera að sýna ferðamönnum það, þá eigum við ekki að vera að standa í því. Það hefur verið reynt að fá ferðamenn til að stoppa á Austfjörðum, t.d. með beinu flugi þangað en aðeins 1/3 af farþegunum fóru út þar, restin fór eins og lang flestir ferðamenn sem koma til Íslands til Keflavíkur og þaðan til Rvk. Lagt hefur verið mikið púður í það að reyna að markaðssetja landsbyggðina en staðreyndin er sú að langflestir ferðamenn kjósa að vera á suðvesturhorninu og ferðast stuttar dagleiðir út frá því.
17.12.2002 at 15:52 #465484
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þjóðartekur eru ekki það sama og gjaldeyrirtekjur og þessi tafla hér að ofan talar um gjaldeyristekjur.
17.12.2002 at 16:28 #465486Hafrahvammagljúfur eru í hættu. Þessu glúfur byrjuðu að myndast fyrir 2-3000 árum, og eru ennþá að grafast mjög hratt. Eitt dæmi um þetta er að 50 ára gamlar loftmyndir sýna fossa í gljúfrunum sem voru ekki þar þegar Skúli og félagar sigldu niður þau. Það er mjög mikið hrun í gljúfrunum Verði áin stífluð og yfirfallið tekið framhjá gljúfrunum, þá munu
neðrihluti þeirra fljótlega fyllast af því sem hrynur úr börmunum.Þó það sé ekki mjög stórt hlufall af landshlutanum sem fer undir vatn, þá segir það ekki alla söguna. Það sem fer undir vatn er áin og næsta nágrenni, þar sem samspil náttúaflanna er fjölbreyttast eins og þessar [url=http://www.inca.is/show/pages/thumbs.html:19s69e6l]myndir[/url:19s69e6l] sýna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.