This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2009 at 12:36 #209098
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2009 at 15:04 #671336
Muna hvar á að kaupa flugeldana. Braskarar sækja ekki fólk í þessum aðstæðum.
Hlynur
13.12.2009 at 15:14 #671338Ég vill bara minna menn á eitt gott ráð sem kemur í veg fyrir að svona geti gerst að mestu leyti…
Þegar farið er yfir djúpar ár, hafa alltaf spotta á milli bíla til að geta bjargað hvorum öðrum ef illa fer eins og því miður fór í þetta skipti.
Já björgunarsveitirnar hafa hjálpað mörgum og munu í framtíðinni vonandi halda því áfram með aðstoð almennings í fjáröflunum líkt og flugeldasölu
k kv
Gunnar Ingi
13.12.2009 at 16:48 #671340Ég mun aldrey aftur setja spota á milli bíla sem er að fara yfir vasmiklar ár og straumþungar við gerðum þetta einu sini fyrir mörgum árum og komum okkur bara í vandræði því að áin tekur spotan og hann fer í sveig niður straumin og jeppin sem er með spotan í raskatinu er orðin létur í ánni og straumurin togar í spotan og snýr jeppanum og allt í einu ertu kominn með húdið beint upp í strauminn og vatn upp á miðja framrúðu .
13.12.2009 at 17:05 #671342Ætla nú ekki að fullyrða hvort menn eigi að nota spotta eða ekki…
En ef staðan er þannig að þú ert með spotta í bíl og við mótstöðuna af honum þá snúist bíllinn og er kominn með vatn uppá miðja framrúðu… þá held ég samkvæmt minni sannfæringu að það sé þannig staða að þú ættir bara EKKERT yfir höfuð að vera fara yfir.
Eini kosturinn við spottann er kannski að þá er einhver tilbúinn strax að kippa þér afturábak…
13.12.2009 at 17:18 #671344Þetta er bara ágætis og þörf áminning til okkar allra, berum virðingu fyrir vatnsföllunum, þótt jepparnir seu storir erum við ekki ósigrandi, og að fara inní mörk eftir allar þessar rigningar og hlýindi er ekki það sniðugasta, er ekki að dæma neinn hef sjalfur þurft að láta bjarga mér útí miðri á.
enginn meiddist og allir geta dregið lærdóm af þessu. enn og aftur sannar þessi unimog frá F.B.S.H sig þetta er magnað tæki og góð fjárfesting.
13.12.2009 at 18:28 #671346Sælir. Einu sinni áður en vegurinn kom í Námnum í Laugarnar voru menn á ferð á tveimur Weaponum með eldra fólk. Til vonar og vara settu þeir band á milli bílanna og þegar sá fyrri komst ekki uppá bakkann var hinn kominn útí og sátu báðir fastir. Þetta fór víst allt vel en þessi aðferð er ekki einhlít. Ps. Hvaðan kemur sérhæfð straumvatnabjörgunarsveit sem þekkir þórsmerkursvæðið betur en heimamenn sem eru stöðugt að bjarga þar fólki? Þarna fór sem betur fór vel Kv.Olgeir
13.12.2009 at 23:10 #671348Þarna sannast líka þetta margkveðna. Ekki fara yfir á sem þú getur ekki vaðið sjálfur. Því ef þú festir þig þá kemstu ekki í land. 😉
Kveðja
Þengill
14.12.2009 at 09:29 #671350Það er nú ekki eins og ég hafi verið á staðnum þarna á laugardaginn en ég var nú í símasambandi við þá reglulega á meðan þessu stóð. Við fórum í gær og sóttum bílinn inn við lón og drógum hann inn að fyrsta vaðinu þar sem krókheysis bíll kom og tók hann. Þegar við sóttum bílinn fórum við og skoðuðum aðstæður og var þetta víst ekki svipur að sjón 10klst seinns. Sama og ekkert í ánnum og Steinholtsáin bara þokkaleg.
Eins og Sigurður sagði við MBL þá hefðu þeir átt að snúa við strax því lækjarsprænurnar sem eru venjulega voru orðnar að fljótum. En að öllum líkindum ( ekki alveg pottþétt ) eftir að hafa skoðað þetta í björtu þá voru við nokkuð vissir um að þeir hafi verið komnir yfir Steinholtsánna þegar þetta geris og Krossáin var komin svo austarlega eins og komið hefur fram hér áður. Það ruglar þá töluvert þar sem að mikið myrkur er. Í stað fyrir að aka upp eyrina til hægri halda þeir að þeir eigi eitt vað eftir.
Það sem menn læra af þessu er að hlusta á aðvörunarbjöllurnar í kollinum á sér og þær sem náttúran sýnir. Það var ekki eins og að þarna væru menn sem væru í einhverju rugli og spáðu ekki í einu né neinu. Það þurfti ekki nema einn misútreikning til þess að þetta færi svona. Sem sýnir okkur bara að hugsa vel og spá í þessum hindrunum sem á okkar vegi verða í okkar ferðum.Hagalín
14.12.2009 at 16:18 #671352Ég hef heyrt um slæmt slys þar sem bílar voru í á, með spotta á milli sín. Fyrri bíllinn átti að draga seinni bílinn yfir ef sá síðari yrði í vandræðum. Þetta endaði með að sá síðari flaut upp, niður á og var dreginn upp með látum yfir stokka og steina.
Einhverntíma varð slys í Markarfljóti þar sem bílar voru bundnir saman.
Ég held að ef mikið er í á, og hún straumhörð – hættulegar aðstæður – þá sé það sé ákaflega varasamt að hafa spotta á milli. Hið minnsta ef líkur eru á að áin taki annan hvorn bílinn.
Annað er að ég hef oft tekið litla bíla yfir ár litlar ár, með þá í togi, [b:1ejquj1i]þegar aðstæður eru ekki hættulegar[/b:1ejquj1i]. Það er varlegara heldur en að hætta á að minni bíllinn taki inn á sig vatn eða gefist upp í miðri á. Þá hefur maður þann aftari í hlutlausum, svissað á (enginn stýrislás) og slökkt á vélinni. Þetta er ekki hægt ef líkur eru á að bílinn byrji að reka.
//BP
14.12.2009 at 17:15 #671354svo gerist þetta i svarta myrkri og kanski rigningu skyggnið er ekki gott og þegar madur flytur upp og fer að reka þá er þetta ekki gott að eiga við, panickið verður jafnvel verra, i mörgum tilvikum er hægt að bjarga sér ef madur ser i kringum sig og druslan helst í gangi. ég allavega fékk hroll þegar ég sá myndirnar af þessu.
14.12.2009 at 22:10 #671356Allt fór vel þökk sé nútímafjarskiftum og öflugum björgunarsveitum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.