This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 21 years ago.
-
Topic
-
Skálanefndin er að leita að olíukálf, ástand skiptir ekki máli. Heldur er verið að leita að einhverju sem mætti gera upp og koma á alvöru hjól og hásingu. Endilega lítið í kringum ykkur og gáið að því hvort þið vitið ekki um kálf einhverstaðar liggjandi í reiðuleysi. Það hefur verið þannig undan farinn ár, að það hefur ekki verið hægt að koma þessum kálfum inn í Setur í heilu lagi nema í einni ferð. Það hafa að verið að brotna felgur,felguboltar, fjaðri og fleira. Í síðustu olíuferð núna um helgina sluppum við með brotna felgubolta og skemmda felgu en komust þó alla leið með smá viðgerðum. Í olíuleiðangrinum þar áður brotnaði augablað á kálfinum svo menn sjá á þessu þörfina á því að fara að gera einhverjar alvöru úrbætur í þessu. Kálfurinn sem farið var með núna var þó ný kominn úr stór skveringu. Annars er það þannig að ásókninn er þar mikill í Setrið að fara þarf mynnst þrjár ferðir með olíukálf að sumri. Nú eru báðir tankarnir fullir í Setrinu svo olíu búskapurinn er í lagi fyrir veturinn.
Í síðustu vinnuferð dró Reynir olíukálfinn með 1200 lítra, Gulli Rottuforingi var með Pæjero kerruna og 800 lítra og Hlynur Snæland jeppamaður íslands var með hjálparsveitakerruna og á henni 675 lítra. Farið var Sóleyjarhöfðaleið og gekk vel með kerrur og kálf yfir Þjórsá. smá snjóþekja var á Fjórungssandi sem gerði aksturinn mýkri. Vorum við komnir ínn í Setur um 2 leitið um nóttina og búnir að þæla olíu á tankana um 4 leitið.
Siggi Helga var þar með fjölda manns, gekk sá orðrómur um að Steingrímur Hermannsson og fleiri stórmenni hefðu gist í Setrinu þá um nóttina en ekki komst ég að því hvort satt væri. Því við fórum seint að sofa og vorum farnir að stað aftur fyrir allar aldir. Stefnt var í Nautölduskála til þess að hressa upp á undirstöður skálans sem eru farnar að láta á sjá. Voru þar fremstir í flokki í viðgerðum Grímsi,Rúnar,Kalli Grant og fleiri snillingar. Við hlynur nenntum ekkert að hjálpa til og stungum af inn að Nautöldulaug ásamt fleiri ónytjungum. Þar var fjöldi manns í sporðamælingum við jökulinn. En af lauginn er það að segja að hún er gjörsamlega horfinn, hefur henni hreinlega skolað burt og er hér með auglýst eftir henni ef einhver hefur séð hana á reki niður Þjórsá
PS það hefði nú verið flott að halda þessa umhverfisráðstefnu þarna í Setrinu Denni hefði nú verið liðtækur sem frumælandi og ekki vantaði fólkið, stútfullur skáli. Fyrir hönd skálanefndar.Slóðríkur.
You must be logged in to reply to this topic.