This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 22 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.03.2002 at 18:11 #191422
AnonymousSælir piltar, ég er á hilux 2,4l dísel án túrbínu og er að deyja úr óþolinmæði í að komast áfram!!! Vélin er ekin um 260.000km og ég hef heyrt að sé sett túrbína á hana ekna svona mikið þá fari hún fljótlega að gefast upp!!
Hvað er gáfulegast að gera? Á að finna aðra vél eða er óhætt að setja túrbínu og cooler við hana. Hvaða vél er það sem passar best ofaní þessa bíla? Hvað kostar að taka svona vél „upp“ og endurnýja það helsta í henni?
P.S hvar fæ ég túrbínu og intercooler á þessa vél?
Kveðja JBS -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.03.2002 at 18:29 #460176
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Bjarmi
Viltu prófa máttlausari Hilux 2,4 bensín sem blotnaði hressilega ??? Þér líður örugglega betur á eftir og verður í skýjunum með díselinn þinn : ) Kíkt í heimsókn.
p.s. Var ekkert ferðast um páskana ?
31.03.2002 at 21:49 #460178
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
menn hafa nú verið að setja túrbínur á meira keyrðar vélar en þetta félagi minn er með gamlan landsvirkjunar bíl á 38" og setti túrbínu á hann þá var hann ekinn 298.000km síðan eru komnir ca 90.000-100.000km og ekkert hefur klikkað (enda af sjálfsögðu ekki þetta er nú toyota sem er verið að tala um) túrbínan sem hann er með er af cherokee 2.1vél svo er hann með millikælir og 3" púst ég er sjálfur með svona bíl 2.4 túrbólausan á 38"með 2 1/2púst 5:71hlutföll og það sleppur svo sem allveg en ég ætla nú að bæta úr því í sumar.með von um að þú fáir þér hárblásara og klaka vél.fjallakveðja boli………
01.04.2002 at 02:14 #460180
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
besta leiðin er að kaupa 5L í P.Samuelsyni fer eftir árgerð vélarinnar sem þú ert með hvað það kostar mikið en þú ættir að sleppa með 700.000 ert þá kominn með 2986cc vél sem þú slakar niður og plöggar í samband
01.04.2002 at 09:32 #460182Sæll Bjarmi.
Blessaður vertu ekki að stressa þig á þessu. Hentu bara hraðamælinum úr og settu dagatal í staðinn. Þannig er þetta í Patrol og eigendur þeirra eru hæstánægðir 😉
Ferðakveðja,
BÞV
01.04.2002 at 16:50 #460184
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Bjarmi!!….
Heyrðu…ég færi ekki að fá mér nýja vél í Toyota fyrir 700.000:- ……Það er ódýrara að fá sér túrbó og kælir við þessa sem þú ert með þó svo að þú þurfir að taka vélina upp og setja sterkari hluti í hana um leið….
Ef þú ert í alvöru að spá í Túrbó intercooler…og ert til í að setja smá pening í það til að fá hlutina til að virka …þá myndi ég tala við Ísleif hjá TÚRBÓ EHF, hann er snillingur þegar kemur að þessu með túrbó í jeppa og aðra bíla…..og hann veit hvað hann er að gera.
Það eru því miður ekki allir sem vita það þó svo að þeir vilji halda því fram.
Kv
Snake
01.04.2002 at 21:15 #460186
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ísleifur,sjálfur….(TURBO) gerði upp vél fyrir mig fyrir
ca.12 árum boraði út og setti í TURBINU og sá gamli
virkar alveg HRIKALEGA! ca120 diselhestar…
01.04.2002 at 22:38 #460188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vandin er að henda ekki bara hvaða blásara sem er við þetta þá fer allt til fjandans á svon 25-50 þ km!!
Málið er að það má ekki blása of mikið inn á þetta gamladót þar sem það er með þokkalega há þjöppu fyrir.
Menn hafa verið að setja litlar túrbínur við þett og svo ventil sem hleipir framhjá í ca 7-8 pundum.
þá færðu aflið strax inn þar sem l´til túrbína kemur fyrr in en stærri á móti má hún ekki blása of mikið því vélin þolir það ílla.
Velja skinsamlega túrbínu í upphafi sem ódyrt er að fá í!!
Ég myndi tala við þá í Í Erlingson Tranarvogi eða rinhverstaðar þar, þeir hafa verið á kafi í þessu.
E.Har
02.04.2002 at 09:02 #460190ég held að hann Lúffi vinur minn yrði ekki sammála Birni Þorra um að setja dagatal í bílinn í staðinn fyrir hraðamæli (það væri nærri lagi að setja ártal í allt sem heitir Toyota…) Í nýafstaðinni ferð okkar núna um páskana varð þessi vísa til – eingöngu vegna þess hve sprækur Patrolinn hans Lúffa er orðinn:
Lúffi ljóðskáld leiðir hópinn
svona eins og vera ber
enda með þungann díselfótinn
eins og Michael Schumacher…Kveðja, Soffía
02.04.2002 at 10:00 #460192Sæl Soffía.
Heyrðu, þeir eru alveg loppnir Patrol mennirnir – ég er alveg bit. Maður hélt að það kæmu nú einhver viðbrögð frá þeim sjálfum þegar maður smellir svona svívirðu í loftið, en þeir eru alveg dauðir karla greyin, það heyrist ekkert frá þeim. Eru þeir nú búnir að gera ykkur "íshúsfókið" að málsvara sínum???
Svona tegundarstælar geta verið ótrúlega skemmtilegir (í góðu að sjálfsögðu), en félagar í vesturlandsdeildinni eru stöðugt með tegundaáróður. Þeir voru svo höfðinglegir að bjóða mér í mat á Skógum sl. föstudag, en ég var lítið spenntur í fyrstu. Eftir að hafa hringt í mig nokkrum sinnum og látið ýmsar athugasemdir um Toyið mitt fjúka (svo sem hvort ég treysti mér ekki einbíla yfir Hellisheiðina…, allt væri óhætt þar sem þeir vissu af patrol sem kæmi síðar og hann væri búinn að lofa að aðstoða mig… og fleira í þessum dúr), hreinlega varð ég að drattast af stað til að bjarga sjálfsímyndinni (og sé alls ekki eftir því, enda hörkusteik í boði).
Svona karp er því til margra hluta nytsamlegt, sé því rétt beitt…
Ferðakveðja,
BÞV
02.04.2002 at 11:43 #460194
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar,
Ég sem fyrrverandi Toyotu-maður (Hilux til margra ára) er með þá kenningu, að gott sé að byrja á Toyotu ,og síðan þegar menn komast til vits og ára og eru búnir að fullþroskast ,FÁ MENN SÉR BÍL !!!p.s.
Björn Þorri ,giskaðu nú á hvaða lið vann fitness 2002 að Skógum.Trúper kveðjur.
Siggi
02.04.2002 at 12:32 #460196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir aftur!
Heyrðu…bara til að taka af allan misskilning þá vil ég benda á það að Í. Erlingsson er ekki lengur með snillingin heldur er Ísleifur Erlingsson búinn að opna nýtt fyrirtæki sem heitir TÚRBÓ ehf og er það staðsett að Lynghálsi 12.
Þetta er nýja fyrirtækið hans og á hann það sjálfur. Hann var minnihluta eigandi að Í. Erlingsson, en er nú kominn undir eiginn væng að öllu leiti.
Það er bara að hafa samband við manninn og sjá hvað hann getur gert við jeppan hjá þér.
Kv
Snake
02.04.2002 at 14:21 #460198Ég sé að Siggi hefur ratað réttu leiðina – frá Toyotu yfir í Trooper.
Annars tek ég það fram að ég hef ekki séð nýja Patrolinn gera miklar kúnstir á fjöllum miðað við eldri týpuna, en þá má bara leita í smiðjuna til Lúffa – hann virðist geta gert kraftaverk á ýmsum bíltegundum. Veit þó ekki með Toyotuna..
Með ferðakveðju,
Soffía
02.04.2002 at 14:38 #460200Ég held að flestir séu búnir að ná því að það sé til fyrirtæki sem heitir Túrbó og Ísleifur sé með það…
Hlynur R2208
(ps Patrolmenn og konur ferðast um páska en eru ekki í steikarveislum eins og Toy eigendur)
02.04.2002 at 16:28 #460202Hæ öll.
Hlynur, hvernig væri nú að segja okkur Toy fólkinu sem var "trakkfast á tjörunni" ferðasöguna í "Færðinni á hálendinu"? Hafirðu farið alvöru túr, þá hlýturðu að hafa haft með þér "dráttarvél" þ.e. TOYOTU…
Sæll Siggi og takk fyrir síðast! Hurðu, okkur Toy mönnum finnst nú ekkert mikið til fitness keppna komið. Þetta er eins og annað sem upp er runnið í Ammeríkunni, ekkert sérstakt… Við eigum erfitt með að ná upp sömu líkamlegu hreysti og t.d. Íshúsfólk og Patrolkallar sem eru stöðugt úti að toga og ýta…
Hæ Soffía. Það er eins með ykkur Begga og Sigga, þið einfaldlega "villtust af leið". En æðrist ekki, þið munuð finna veginn á ný… þegar þið farið aftur á Toy…
Ferðakveðja,
BÞV
02.04.2002 at 17:41 #460204Blessaður Björn, þetta með að finna veginn kemur bara frá toyotu mönnum. Þið þurfið hreinlega að hafa veg þar sem þið farið sbr. för þína austur yfir fjall að hitta fjallamenn.
Við hinir keyrum bara utanvega í bili.
Sjáumst á fimmtudaginn í mörkinni
02.04.2002 at 23:49 #460206
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er á 2,4D og hæst ánægður ( Kalla þeetta yfirleitt ljósavélina rétt nóg til að knýja 600w af ljósum) þeir sem eru á aflmeyri bílum eru bara fljótari í vandræðinn eða búnir að hita upp skálana þegar maður kemur. Nei svona í alvöru þá er ég kominn með túrbínu á bílskúrsgólfið og á leið í húddið, er að leita mér að cooler, mér skyllst að það sé ekki verra að hafa vélarnar mikið ekknar vel slípaðar og fínar, meiga þó ekki vera farnar að leka eða brenna olíu.
03.04.2002 at 00:58 #460208Ma ma ma, maður er bara streinhættur að nenna að vaka fram eftir til að móttaka viskuna frá spjöllurum…. Af hverju koma ekki fleiri ferðasögur eftir heila páskahelgi???
Sæll annars abv. Í minni sveit voru svona máttlausir olíubrennarar oft kallaðir "moðsuður" (fyrir þá sem ekki vita, þá er moð óétið og ónýtt hey (stundum blandað skít)sem tekið er frá skepnunum, þ.e. úr görðum eða af fóðurgangi og gjarnan brennt – brennur illa, en logar lengi í því, stundum í marga daga eða vikur).
Annars tek ég undir með þér; það er vel hægt að ferðast á þessum 2,4L Toyotum án túrbínu, en mikið djöfull átti maður samt heiminn þegar konan samþykkti að splæsa í hárblásara á hana líka…!
Væntanlega hafa allir heyrt söguna af forstjóranum sem hafði hlustað lengi á BENNA í B.B. lýsa því hve milligírar væru flottar græjur og ótrúlegt hve hægt bílarnir kæmust með þessum búnaði. Hann sagði einfaldlega eftir langa umhugsun í eigin skilningsleysi: "Af hverju leggja menn ekki bara svolítið seinna af stað…???"
Farinn að sofa. Ferðakveðja í draumalandið.
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.