This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Smári Sigurbjörnsson 22 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég var að lesa yfir grein hjá einum sem er með 2.4 Hilux og er í pirringskasti yfir máttleysinu. Ég er í svipuðum vandræðum og hefði gaman af að heyra frá eigendum 3.0 V6 Hilux um þetta. Krafturinn í 1.-3. gír er fínn,en svo kemur skipting í 4. og það er bara eins og ég hafi skipt í 5. á fólksbíl á 50km hraða. 5.gírinn hegðar sér eins. Hvorugur þessara gíra ræður við brekkur, sama á hvaða hraða ég legg í þær. Þegar ég fór í gæs um daginn þá var ég alltaf að gíra niður á þjóðveginum. Alls ekki það sem ég vil þurfa að þola með vél sem drekkur 20 á hundraðið. Kannist þið eitthvað við þetta? Toyota verkstæðið er orðið svo dýrt að ég vil ekki henda honum alveg strax til þeirra, þannig að mig langar að athuga aðeins tóninn í ykkur. Gæti þetta verið vanstilling í gírkassanum eða vélinni eða hvað. Orðið fjandi pirrandi og ég er smá hræddur um að þetta ágerist (þetta er ekki kúplingsdiskurinn eða e-ð svoleiðis). Er hræddur við að breytingapeningarnir mínir gætu farið í einhverju ofurviðgerð. Hafið þið heyrt um eða upplifað svipað?
kv.Haukurinn
You must be logged in to reply to this topic.