This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years ago.
-
Topic
-
Mastursferð. Lagt var afstað frá Selekt að venju Kl 17
Og stefnan tekinn á Kerlingafjallarleið.
Vorum við 7 bílum,15 mans og einn tvist hundur.
Var ferðin tíðindalaus þar til komið var inn að Grjótá,var
þar töluvert úrrennsli og vegurinn stórskemdur enn samt
létt yfirferðar,var síðan runnið úr veginum víða inn að Hvítá. Og stór varasamt ef menn lenda í þessum úrrennslum á einhverri ferð.
Enn gekk ferðin vel inn að Árbúðum,smá snjóþekja var á veginum og var Sliddujeppafært inn að Árbúðum.
Þegar inn fyrir Árbúðir var komið fór færð heldur að þyngjast. Var töluverður snjór í veginum,en nánast autt utan hans. Leyndist krapi og drulla undir snjónum hér og hvar enn gekk samt vel inn að afleggaranum að Kerlingafjöllum.
Þegar ég var að bakka upp úr einum drullupittinum á Kili,
Og ætlaði að taka gott tilhlaup í pittin þá bakkaði ég á bílinn hans Gulla.Varð Gulla þá að orði“var hann að ljósastilla fyrir mig“ Var nú haldið inn afleggjaran í Kerlingafjöll. Þegar fór að nálgast fyrstu sprænuna var vegur þar sundurgrafinn og ónýtur, og varð að krækja fyrir hann á löngum kafla.Var áin síðan opin og einig við Gigjarfoss. Gekk því flott inn í Kerlingarfjöll.
Ásgarðsáin var einnig opin var áinn farin að renna utan við ræsið og hafði grafið þannig utan af því að ekki var hægt að komast upp á ræsið,varð því að taka ána á vaði.
Jökulhvíslarnar fyrir innan Kerlingafjallarskálana voru þakktar ís sem hjélt illa, og þurti að brúka spilin aðeins. Þegar þarna var komið var snjór yfir öllu og renni færi og hægt að hleypa fákunum á skeið.
Undir Loðmundi var gott færi lækurinn samt hálf opin enn hægt að komast yfir hann á snjóbrú.
Þegar inn fyrir Loðmund er komið og farið að nálgast Þverfell og Illahraun,er lækur sem hafði flæmst um allt og var á honum handónýtur ís. Yfir komust þó þeir Kalli,Þöstur og Siggi Tæknó við hinir vorum hrinjandi í gegnum ísinn hægri vinstri og var vatnsdýpið rúmur meter. Var svæðið allt orðið eitt gatasygti og allt í vatni,búið að marg nota spilin. Var því Seturs ferðin blásin af, vegna hitaspár dagin eftir hefði þetta því orðið kolófært á laugardeginum.
Bílarnir sem komnir voru yfir voru því spilaðir til baka.
Og var því haldið í Árbúðir og komið þangað milli 5-6 um nóttina.Rúmlega 10 á laugardags morgun vorum við vaktir með kaffi var þar komin Jón Ebbi, hafði hann komið einbíla úr Reykjarvík um morgunin.Var síðan haldið í Hvítanes og niður með landgræðslugirðinguni.
Þar var vegurin á kafi í vatni,Heiðar sá um að leika ísbrjót
og braut okkur leið yfir 200 metra langt vatn, var dýpið sturaradjúpt á Patrol.Var einig skroppið niður að Fremstaversskálanum á leiðini heim.
Ég þakka síðan samferðafólki mínu fyrir skemtilega ferð.
Kalla,Vidda Hjálparsveitarmanni,Einari Sól Skemtinefnd,
Jóni Ebba,Þresti,Jóa.Pétri,Heiðari, Sigga Tæknó,Gulla og öllum öðrum sem ég kann ekki að nefna.
Jón Snæland
You must be logged in to reply to this topic.