FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Markarfljót.

by Þengill Ólafsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Markarfljót.

This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Örn Gunnarsson Örn Gunnarsson 18 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.10.2006 at 19:17 #198728
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant

    Sáuð þið fréttirnar í kvöld?
    Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að fara yfir Markarfljót á óbreyttum bíl? Þarna bera menn ekki nokkra virðingu fyrir jökulfalli. Sem á auðvitað að vera óttablandin.
    Þetta hefði auðveldlega getað farið mun verr en það gerði þarna. Algjör heppni.
    Að mínu mati kallast þetta heimska á háu stigi.

    Kveðja
    Þengill

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 21 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 14.10.2006 at 19:44 #563420
    Profile photo of Kristófer Helgi Sigurðsson
    Kristófer Helgi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 506

    sá þetta í fréttunum áðan og sá þennan líka jeppa sem var óbreyttur og hugsaði það sama.





    14.10.2006 at 19:58 #563422
    Profile photo of Davíð Freyr Jónsson
    Davíð Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 522

    horfði á fréttirnar, þeir sem sáu ekki fréttirnar geta farið á ruv.is og séð þetta. fannst þetta nokkuð glæfralegt… ég hefði ekki þorað að fara þarna nema sjá stærri bíl fara yfir eða vera bara á stærri bíl sjálfur… en gott var að enginn slasaðist…. svo er bara hengja pæjuna uppá snúru til þerris….. :)

    Davíð Dekkjakall





    14.10.2006 at 20:06 #563424
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Ég man eftir nokkrum óhöppum og því miður líka banaslysum í ám á breyttum bílum. Held að heimskan hafi ekkert með breytta eða óbreytta bíla að gera.





    14.10.2006 at 20:12 #563426
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mér skilst að það það sama hafi gerst og gerðist fyrr í haust. Þá braut Markarfljótið sig inn fyrir varnargarð og tók veginn sem liggur inn á fjallabak. Þetta er áður en komið er að Gilsánni.





    14.10.2006 at 20:40 #563428
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 48
    • Svör: 611

    Einar, það skiptir miklu máli að vera á breyttum bíl í vatnaakstri. Þeir eru yfirleitt mun hærri (þar af leiðandi fer vatnsstraumurinn frekar undir bílinn) og stærri flötur sem snertir botnin (sem gefur meira grip).
    Auðvitað geta líka orðið slys á breyttum bílum, og auðvitað eru líka til heimskingjar á breyttum bílum.
    En ef þú horfðir á þetta þá sástu það að bíllinn frá björgunarsveitinni fór tiltöluega auðveldlega yfir.

    Það er bara svo margt sem maður reynir ekki á óbreyttum bíl en myndi aftur á móti gera á breyttum bíl.

    Ég hefði ekki þorað að fara þarna yfir á mínum 35" Cherokee, nema að hafa verið búinn að sjá aðra fara yfir áður.

    http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvar … =4284347/2

    Kveðja
    Þengill





    14.10.2006 at 21:12 #563430
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    Ugglaust er myndatakan eitthvað tilklippt, en því miður fær maður á tilfinninguna að félagarnir hafi nánast brunað beint af augum án þess að gæta að út í hvað var verið að fara.
    Augljóst má vera að Litladeildin þarf að taka þá félaga undir sína arma og hjálpa þeim á rétta braut – þ.e. staldra við, kanna vaðið og Vaða.
    Lán í óláninu er þó að allir sluppu þeir óskaddaðir.
    Við fengum að sjá nasasjón af stórum jeppa sem nánast var kominn í mikið óefni í fljótinu á síðasta mánudagsfundi – mórallinn er, sem áður: sýna þessum ágætu ám tilhlýðilega virðingu og athuga vel hvar þær eru rólegastar – litlir, sem stórir.

    Siggi





    14.10.2006 at 21:15 #563432
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Ég þekki öll rökin og hef prófað hvorutveggja sjálfur og líka ennþá stærri bíla, ég eyddi 13 sumrum í það að flækjast um hálendið á rútum og einnig ferðast mikið á eigin vegum. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að stærra er betra í ám, miklu betra. Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er þegar menn halda að þeir geti allt þegar þeir eru á stórum bílum. Ég er búinn bjarga nokkrum svoleiðis upp úr hinum ýmsu ám. Mönnum er svo sem frjálst að leggja sig í hættu sjálfir ef þeir vilja en oft þurfa síðan aðrir að leggja sig í hættu við að bjarga þeim





    14.10.2006 at 21:40 #563434
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Annars sýnist mér að hann hafi verið að reyna að fara á móti straumi? Það finnst mér ekki góð hugmynd í þessum straum og vatnsmagni.





    14.10.2006 at 21:50 #563436
    Profile photo of Kristófer Helgi Sigurðsson
    Kristófer Helgi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 506

    nú ætla ég ekki að móðga neinn en því oftar sem ég horfi á þetta því minna finnst mér þeir hafa hugsað hvað þeir voru að gera…. Flottur samt cruserinn þegar hann vöðlar sér svona myndarlega uppúr ánni fyrir myndavélina 😀





    14.10.2006 at 22:16 #563438
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Þetta blaður með óbretta og breytta bíla er afstætt. Hvað ef allt Fljótið hefði legið í þessum ál? Hefði breyttur bíll sullast móti straumi í slíku vatni? Þessi Pajero bíll hefði væntanlega farið létt þarna yfir ef hann hefði einfaldlega keyrt undan straumi.
    Menn fara yfir ótrúlega mikið vatn ef eingöngu er athugað með þokkalega landtöku hinum megin og láta svo ána ýta þér yfir. Dýpið skiptir ekki öllu máli því bílar fljóta vel eins og þessi frétt sýnir vel. Það að sigla mikið á bíl á hins vegar ekki að stunda nema allir séu tilbúnir í slíkt og ekki með börn í aftursætinu.

    Kv. Árni Alf.





    14.10.2006 at 23:11 #563440
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Jeppi fer venjulega að fljóta rétt áður en húddhæð er náð. Það er því frekar auðvelt að sjá hversu djúpt menn geta farið áður en bíll missir taki á botninum. Eftir að slíkt gerist eru menn á valdi árinnar og það er gott að taka slíkt með í reikninginn.
    Svo hefðu allir að gott af því að vita hvað gerist (og ekki verra að æfa sig í því)ef menn verða að henda sér út í svona jökulvatn.

    Kv. Árni Alf.





    15.10.2006 at 00:26 #563442
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Þetta snýst um að lesa aðstæður á staðnum og tala ekki um
    að fara út úr bílnum og skoða vaðið og landtöku en ekki æða útí eins og blindur kálfur. (Svo ég tala ekki um að jafnvel þurfa að vaða og finna hvernig áin er hverju sinni). Af þessu videói má sjá að þarna voru viðvaningar á ferð. Því miður eru alltof margir sem leyfa sér svona dirfsku og sleppa ótrúlega frá. Refsingin sem þessir menn fá er auðvitað skemmdur bíll, en það virðist ekki vera víti til varnaðar fyrir aðra, þeir segja þetta kemur ekki fyrir mig.
    Hvað varðar stóra og breytta bíla þá geta þeir töluvert meira í ám en þeir litlu og eru oft reynslumeiri menn á þeim bílum en þar geta líka fyrirfundist kjánar.
    kv. MHN





    15.10.2006 at 00:33 #563444
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Hér ofar í þræðinum er minnst á eitthvað video úr fljótinu sem sýnt var á síðasta mánudagsfundi. Er hægt að nálgast það eihversstaðar?

    Freyr





    15.10.2006 at 01:02 #563446
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 48
    • Svör: 611

    Einar, ég veit ekki yfir hverju þú ert að tuða.
    Það var engin að tala um það að breyttir bílar kæmust allt. Eina sem ég var að segja var það að þetta er mikil fáviska og hugsunarleysi á háu stigi að vaða útí þetta á óbreyttum jeppa. Í stuttu máli: Heimska!!!!
    Og eins og ég sagði áðan ég hefði ekki treyst mér yfir á breyttum jeppa nema ef að í för hefði verið mikið vanur maður.

    Að það sé afstætt þetta með breytta eða óbreytta jeppa í ám skil ég ekki.
    Ég get ekki séð fyrir mér að óbreyttur jeppi sé nokkurntíman í betri stöðu í á en breyttur jeppi.
    En ég er kannski bara svona vitlaus.

    En auðvitað geta slysin skeð. Hvort sem þú ert breyttum eða óbreyttum jeppa.
    Samt sem áður á flestum þeim myndum sem ég hef séð, af bílum föstum í ám, eru bílarnir óbreyttir. En ekki allir, flestir.
    Og eins og mhn sagði þá eru oftast reynslumeiri menn á breyttum bílum.

    Svo eru náttla til þeir sem eru komnir á jeppa og halda að þeir komist allt. Og vaða útí allt.

    En svona er nú lífið. Meðan að það verða ekki slys á fólki þá er þetta í lagi. Kannski ekki í lagi en það sleppur. :)

    Kveðja
    Þengill





    15.10.2006 at 13:37 #563448
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    Hér er [url=http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4284347/2:193g2dok][b:193g2dok]myndbandið[/b:193g2dok][/url:193g2dok]

    Kv
    Snorri Freyr





    15.10.2006 at 16:34 #563450
    Profile photo of Örn Gunnþórsson
    Örn Gunnþórsson
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 110

    takið eftir því að bakkljósin á pajeronum loga, félaginn hefur bara ætlað að reka í bakk! hann náði þó að bjarga sígarettunum og það er nú fyrir öllu.
    Vígalegur cruiserinn hjá flubbó!





    15.10.2006 at 17:07 #563452
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Það væri kannski rétt að benda fólki á að það er alls ekki dauðans matur þó bíll fljóti af stað í miklu vatni. Mesta hættan er að bíllinn fari að rúlla og menn festist í flakinu. Ég hef stundað það í einhverja áratugi að vaða og synda í Markarfljótinu. Það er ekkert þæilegt að fara á kaf í ískaldri á. Maður fær létt kuldasjokk og sýpur hveljur. Það sem skiptir máli er að reyna að halda rónni og anda rólega. Liggja alveg "afslappaður á bakinu helst með fætur á undan. Í þessari afslappelsis stellingu fljóta menn mjög vel. Eftir skamma stund þá rekur þig upp á grynningar. Þá þarf einfaldlega að skríða í land. Kannski hægara sagt en gert en engu að síður sannleikur. Þetta ofansagða á við ár eins og Markarfljót og Krossá. Steinsholtsáin er hins vegar straumharðari og mun stórgrýttari og fer óblíðar höndum um þá sem þar fara á flot.

    Kv. Árni Alf.





    15.10.2006 at 17:55 #563454
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Ég var rétt áðan að koma Markarfljótið, þ.a.s. þennan ál sem liggur að Þórólfsfellinu og frá því aftur, -það þarf því að fara í tvígang yfir. Með í för voru nánast óbreyttir
    L 200 og Cheroke. Með aðgát var auðvelt að fara yfir undan straumi en leita þarf betur að vaði ef farið er innúr.
    ‘Eg vil bara minna á vegslóðann sem fer upp fyrir Þórólfsfellið, hann er í ferlasafninu, -ekki sem ferill heldur lýsing á honum. Ég hef komið að Markarfljótinu þarna kolófæru þar sem það lá upp að Þórólfsfelli, eina leiðin að fara inn fyrir það. Sýnir enn og aftur hversu mikils virði svona gagnabanki er.

    Ingi





    16.10.2006 at 10:59 #563456
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Eftir að hafa farið nokkrar ferðir inn í Þórsmörk (m.a. á Lödu sport) get ég ekki annað en verið sammála Árna Alf. Stærð skiptir ekki öllu máli í þessum efnum. Það sem mestu máli skiptir er að vita hvað maður er að fara út í.
    Stórir bílar fara miklu meira heldur en hægt er að vaða, en ef stór bíll stoppar af einhverjum ástæðum við þær aðstæður, hvernig ætla menn þá að binda í bílinn. Það er alls ekkert grín.





    16.10.2006 at 11:26 #563458
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Ef maður er að fara útí vasmiklar ár á stórum jeppa og vill trigga
    sig þá setur spottan á krókinn og hefur hann tilbúinn ef þarf á að
    halda, en ekki vera vidur eftirá, en því miður eru allt of margir
    sem æða útí eins og má sjá á mörgum myndum hér á 4×4
    ( það engin skömm að vera með spottan tilbúinn það finst mér ekki )
    kv,,, MHN





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 21 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.