FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Margar tegundir hásinga

by Elvar Níelsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Margar tegundir hásinga

This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Elvar Níelsson Elvar Níelsson 22 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.05.2003 at 16:34 #192586
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant

    Sælir félagar,

    Nokkuð reglulega kemur fram í hinum ýmsu þráðum eitthvað um hásingar, og þá er ekki óalgengt að menn séu að tala um öxla með með X-mörgum rillum og mismunandi heiti á hásingum t.d. dana.

    Er einhver viskubolti hér á spjallinu sem er til í að ausa úr skálum þekkingabrunnsins og lofa okkur hinum að njóta.

    Þá kannski helst hvaða tegundir hásinga eru í gangi og undir hvernig bílum þær eru orginal. Einnig má fylgja með umsögn um gæði, hvernig öxlar, hvort kúla sé vinstra eða hægra megin og þar fram eftir götunum. Hvaða drifhlutföll er hægt að setja í hásinguna.

    Fleiri spurningar sem gott og gaman er að vita svörin við eru t.d. hvaða hásingar eru undir bílum frá Asíu, hvaða hásingar eru undir bílum frá Ameríku. Eru til læsingar í allar þetta, svona mætti lengi telja. Allar upplýsingar eru betri en engar upplýsingar.

    Kveðja
    Elvar

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 15.05.2003 at 16:43 #473368
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta hljómar sem ágætis efni í grein í Setrið. Allsherjar samantekt á hásingafræðum! Ég hef sterkan grun um að einhver jeppameikerinn sé með þetta allt í kollinum, þurfi bara að ná því niður á blað.
    Kv – Skúli





    15.05.2003 at 22:58 #473370
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þegar stórt er spurt er ….
    Flestir amerískir jeppar eru með framdrif frá Dana, margir eru líka með afturdrif frá Dana. Flestir aðrir framleiðendur nota drif sem eru sérstök fyrir viðkomandi framleiðanda. Þvermál kambsins í drifinu gefur vísbendingu um [i:1du8uf5o]stærð[/i:1du8uf5o] drifsins og er oft notað til að auðkenna ólík drif, t.d. Ford 8.8" eða Ford 9".
    Dana 30 er mjög algengt að framdrif, er t.d. notað í flestum Jeep og Musso. Flestir Jeep Cherokee, Grand Cherokee og Wrangler eru með Dana 35C að aftan. Dana 44 var m.a. notað að framan í Bronco eftir 74, Scout, bæði framan og aftan, Musso að aftan o.s.frv.
    [url=http://www.offroaders.com/info/tech-corner/facts/axles/axle.htm:1du8uf5o]Hér er upptalning[/url:1du8uf5o] á gerðum drifa í mörgum jeppum.
    Það er margt fleira en gerð drifsins sem getur skipt máli, t.d. hvort öxlar eru fljótandi, bil milli hjóla og staðsetning drifkúlu.

    -Einar





    15.05.2003 at 23:53 #473372
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Ég er sammála Skúla að það væri verðugt að skoða þetta mál í hnotskurn og skrifa um það greinarstúf í Setrið. Þetta er kannski mál sem tækninefndin ætti að leggja smá vinnu í og bera saman styrk- og veikleika hinna ýmsu tegunda.

    Flottur þráður sem þú bendir á Einar, stundum finnst mér þú nánast göldróttur þegar þú ert að sýna okkur allskonar flotta þræði með fullt af upplýsingum utan úr heimi.

    Sennilega er þetta þó spurning um að kunna að nota leitarvélar. Værir þú ekki til í að gefa okkur einhver hint í því efni Einar? Ég játa fúslega að ég er ósköp lítill tölvukall og kann lítið annað en að hamra inn hráan texta…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    16.05.2003 at 11:22 #473374
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Fínn listi frá Einari, kærar þakkir.

    Það væri gott að fá greinarstúf í Setrið frá kunnáttumanni og reynslubolta til að segja frá þessum hlutum. Eða jafnvel fyrirlestur á mánudagsfundi.

    Elvar





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.