This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 21 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
Nokkuð reglulega kemur fram í hinum ýmsu þráðum eitthvað um hásingar, og þá er ekki óalgengt að menn séu að tala um öxla með með X-mörgum rillum og mismunandi heiti á hásingum t.d. dana.
Er einhver viskubolti hér á spjallinu sem er til í að ausa úr skálum þekkingabrunnsins og lofa okkur hinum að njóta.
Þá kannski helst hvaða tegundir hásinga eru í gangi og undir hvernig bílum þær eru orginal. Einnig má fylgja með umsögn um gæði, hvernig öxlar, hvort kúla sé vinstra eða hægra megin og þar fram eftir götunum. Hvaða drifhlutföll er hægt að setja í hásinguna.
Fleiri spurningar sem gott og gaman er að vita svörin við eru t.d. hvaða hásingar eru undir bílum frá Asíu, hvaða hásingar eru undir bílum frá Ameríku. Eru til læsingar í allar þetta, svona mætti lengi telja. Allar upplýsingar eru betri en engar upplýsingar.
Kveðja
Elvar
You must be logged in to reply to this topic.