Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Mapsource og nRoute kynning
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Pálmi Benediktsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.01.2008 at 13:11 #201568
Enn eru 5 sæti laus á Mapsource og nRoute kynninguna. Sendið póst á hjalparsveit@f4x4.is til að skrá ykkur ef þið hafið áhuga!
sjá annars Fréttina af vefsíðu F4x4
kveðja,
Lárus -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.01.2008 at 14:47 #609718
Nú er fullbókað á kynninguna. Ef áhugi er fyrir hendi, þá verður hugsanlega hægt að halda fleiri kynningar í náinni framtíð.
kveðja,
Lárus
09.01.2008 at 16:05 #609720Ahh hvenar væri hægt að halda aðra kynningu. væri meira en lítið til í að komast á svona kynningu er í endalaus basli með þessi forrit svona þannig séð. kann ekkert á neina fídusa.
óska eftir auka námskeiði
Gísli Rúnar Kristinsson
Félagi
R-4021 ( minnir mig :/ )
09.01.2008 at 18:13 #609722djöfull fór þetta framhjá mér á forsíðunni ég er til í að mæta á þetta langar að læra betur á akkurat mapsource og nroute…
tekur mig og gísla r í sérnámskeið bara 😀
mbk Guðni
09.01.2008 at 22:16 #609724Þetta fór framhjá mér. Ég mæti ef haldið verður aukanámskeið.
Kveðja
Þórhallur
R-2992
09.01.2008 at 22:28 #609726Já ég er líka til í þetta ef það verður haldið annað, ég vissi ekkert af því að þetta stæði til…
09.01.2008 at 22:48 #609728ég myndi hiklaust mæta
10.01.2008 at 01:50 #609730að mæta á væntanlegt aukanámskeið/kynningu.
Bkv. Magnús G.
R 2136
10.01.2008 at 11:35 #609732Góðan daginn,
ég var nú búinn að setja þetta í símann minn og ætlaði bara að mæta, misskildi þetta eitthvað með skráninguna.
Væri alveg til í annað námskeið.
Kveðja Hjörtur
10.01.2008 at 15:58 #609734sæl öll!
það er mjög gaman að sjá hvað margir hafa áhuga á að mæta á aðra svona kynningu.
ég mun pósta hérna inná þennan þráð þegar ákvörðun hefur verið tekin um hvenær halda skuli svona kynningu aftur.
kveðja,
Lárus
11.01.2008 at 10:27 #609736ég misti af þessari fyrru kynningu og myndi hiklaust mæta í næsta.
kv. Kalli
16.01.2008 at 23:53 #609738jæja hvernig gekk svo kynningin?
17.01.2008 at 00:02 #609740var bara ansi fín. Ég hafði mjög gaman og gott af þessu
17.01.2008 at 00:59 #609742Langar að þakka Lárusi fyrir kynninguna, hún var fróðleg og lærði ég nokkur atriði sem ég kunni ekki áður, þó búinn að vera með þetta forrit í nokkurn tíma.
Mæli líka með þessu námsskeiði fyrir byrjendur í mapsource og nroute, þetta hjálpar þeim sem lítið kunna á forritin að læra á þau án þess að læra af mistökunum, en það getur verið dýrkeypt að gera mistök með leiðsögutækin þegar menn eru á fjöllum. Í versta falli getur það kostað menn lífið.
Svo um að gera að fylgjast með og skrá sig á næsta námskeið.Kv Hilmar Örn
17.01.2008 at 01:25 #609744Vel framsett hjá Lalla, skýrt og skorinort.
Þakka fyrir mig, kvöldstund vel varið.
17.01.2008 at 01:59 #609746Ég get alveg tekið undir með þeim, sem skrifuðu hér á undan, að kynningin var mjög góð.
Ég er búinn að vera með Map Source og nRoute í nokkurn tíma, en ég lærði heilmikið á þessum tveim tímum, sem kynningin stóð yfir. Hér eftir verður notkun þessara forrita með GPS tækinu mun auðveldari en áður.
Mér finnst sérstök ástæða til að hvetja nýliða í þessum fræðum að skrá sig á slíka kynningu næst þegar hún verður haldin.
Svo vil ég bara þakka Lárusi kærlega fyrir framtakið.Kv. Sigurbjörn.
17.01.2008 at 09:39 #609748Takk fyrir hólið
gott að þetta nýtist ykkur eitthvað.ég geri fastlega ráð fyrir að næsti fyrirlestur verði fljótlega, ég auglýsi það þá hérna á spjallinu þegar það er orðið ljóst.
kveðja,
Lárus
17.01.2008 at 18:22 #609750Væri ekki hægt að setja upp eitthvað glærushow eða eitthvað svo fleiri geti notið gagns af þessu? Einskonar fjarnám t.d.?
Þetta er greinilega eitthvað sem fólk er hrifið af
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
