Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › MapSource
This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Ríkarður Sigmundsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
04.01.2008 at 22:53 #201530
Hafa menn eitthvað verið í vandræðum með að fá MapSourcið til að finna tæki ? NRoute virkar fínt en vill ekki opna neina ferla og MapSource finnur ekki tækið,ég er með Garmin GPS USB móttakara.
Kv Bubbi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2008 at 12:39 #609040
#MapSource
Opna Mapsource
help
about map source
Version?
Hjá mér kemur upp 6.13.4 sem er það nýjasta og
#NRoute
sama og hér að ofan nema útgáfan af NRoute á að að vera —-2.7.3.—–
Hilsen. Kalli
05.01.2008 at 17:40 #609042Siggi móttakarinn virkar fínt með nRoute og ætti því að öllu eðlilegu að virka með MapSource
05.01.2008 at 22:21 #609044Er ekki málið að ekki er hægt að nota MapSource til að taka við staðsetningu frá GPS tæki. Það er eingöngu hægt að nota MapSource til að sækja gögn af GPS tæki (trök, punkta, kort og fl.) eða setja inn á það gögn. Það var hægt að fá staðsetningu inn í MapSource frá GPS tæki með eldri útgáfu, nú er einungis hægt að nota nRoute til að móttaka staðsetningu frá GPS tæki.
Kveðja
Snjókallinn
11.01.2008 at 15:49 #609046Þetta er rétt hjá Snjókarli.
Síðustu útgáfur af MapSource geta ekki unnið með "lifandi" GPS tæki. Það er, það forrit getur ekki trakkað og sýnt staðsetninguna á kortinu.
Til þess er nRoute hannað og ef þig vantar gögn sem þú átt í MapSource, þá opnar þú nRoute, velur Import undir File, og velur skrána sem þú vilt setja í nRoute. Ef þig vantar svo önnur gögn þá bætir þú þeim bara við með sömu aðferð.
Svo kemur arftaki nRoute út í apríl eða maí, Mobile PC. (sjá: [url=http://www8.garmin.com/pressroom/mobile/010308c.html:1qrllpiv][b:1qrllpiv]Mobile PC[/b:1qrllpiv][/url:1qrllpiv] ) Þetta er í raun sama forrit og Mobile XT sem er notað í Smart síma og handtölvur og er geysi flott. Þetta er í raun meira eins og tæki en forrit, styður track ferla, 3D view og etc. Þetta er í raun eins og nuvi sem er breyttur fyrir jeppakarla.
Ég mun sjá þetta í síðasta lagi í byrjun mars, en vonandi fyrr og get þá upplýst ykkur betur um þetta.
Kveðja,
Rikki
11.01.2008 at 18:36 #609048þarna á síðuni er talað um að retail price á þessu forriti sé um 59 dollarar, er þetta þá s.s. ekki frítt fyrir notendur eins og okkur sem eiga tæki og eiga íslandskortið í mapsource (eins og er í dag með nRoute)?
verður þróun nRoute hætt í framhaldi af þessu forriti?
ég sé einn kost við þetta forrit, það virðist ekki skipta máli hvaða gps á í hlut, ef það talar NMEA. Verður hægt að nota íslandskortið við þetta?
hlakka samt til að heyra meira af þessu forriti.
lalli
11.01.2008 at 22:41 #609050Spurningin er: Hvenær fáum við MapSource fyrir Mac’a?
Þessu hefur víst verið lofað oft en lítið um efndir.Hvaða forrit hafa menn notað til að eiga við GPS gögn með Mac? Er eithvað sambærilegt MapSource til fyrir Mac, sem getur unnið með þau íslandskort sem notuð eru í MapSource í PCrap tölvum? 😉
Kveðja.
SBA.
11.01.2008 at 22:53 #609052fáðu þér bara Pc fyrir þetta. Þú getur fengið þá mjög ódýra nú til dags…
11.01.2008 at 23:19 #609054það má nálgast einhver forrit fyrir mac notendur hér:
[url=http://www8.garmin.com/support/mappingsw.jsp:2eeoz2rs][b:2eeoz2rs]Mapinstall og mapmanager fyrir mac[/b:2eeoz2rs][/url:2eeoz2rs]annars hef ég ekki ögmund um hvernig þessi forrit virka, hvort þau séu eitthvað lík windows forritunum.
11.01.2008 at 23:57 #609056Daginn.
Ég var í vandræðum þangað til áðan með að opna trökk sem voru vistuð í MapSource í nRoute en það er sáraeinfalt þegar maður kann það, eins og svo markt annað.
Þegar trökkin eru vistuð þarf að breyta formatinu í .gpx. MapSource vistar sjálft í .gdb en nRoute kann ekki að lesa það.
Prófaðu að opna MapSource eingöngu s.s. engann annann glugga og smella á send to device, þá ættirðu að fá tækið upp. Þú getur bara sótt og sent gegnum MapSource og unnið með trökkin en rauntíma gps forritið er nRoute þar sem þú sérð hvar þú ert þá stundina.
Kv Izan
12.01.2008 at 00:07 #609058Ég tók nú bara trackið og hægri smellti í MapSource og valdi Copy, skipti svo yfir í nRoute og fór í Edit -> Paste og þá er viðkomandi track komið inn í nRoute.
12.01.2008 at 00:19 #609060nRoute skilur ekki .gdb version 3 format sem MapSource vistar default í. Þú verður að vista í .gdb version 2 til að geta importað í nRoute (á a.m.k. við útgáfur sem fylgja með nýjustu útgáfu að Íslandskortunum). .gdb format er betra en .gpx format að því leiti að skrár verða minni og hraðvirkara er að vinna með þær. Hins vegar er .gpx format á ‘mannamáli’.
Kveðja
Snjókallinn
12.01.2008 at 10:51 #609062Garmin mun kynna eitthvað nýtt á Macworld sýningunni sem hefst í næstu viku.
Ég veit ekki hvað það er en ég væri alveg til í að sjá lausnir til að vinna með ferla, vegpunkta og leiðir í Apple. Einnig væri frábært ef það kæmi Mobile Mac…
En, ég er líka vanur því að þessum hlutum sé seinkað hvað eftir annað…
Varðandi Mobile PC þá veit ég ekki hvort það verður frítt eins og nRoute eða ekki en verðið þarna er fyrir nýja notendur. Ég held einnig að nRoute þróun verði hætt í kjölfarið, mig minnir að þeirri spurningu hafi verið svarað þannig í haust.
Varðandi NMEA kostinn þá er hann ekki svo einfaldur, ef þú vilt notast við annan GPS en Garmin þá munt þú þurfa að kaupa forritið, það er klárt. Ef þú afturá móti átt kort og vélbúnað (GPS) frá Garmin þá eru meiri líkur á því að þetta muni vera frítt fyrir eldri notendur.
Kveðja,
Rikki
12.01.2008 at 11:08 #609064Tryggvi, þetta sýnir að betur sjá augu en auga…
Ég hef ekki gert þetta áður en þetta er rétt hjá þér, þetta er í raun besta leiðin til að velja gögn í nRoute frá MapSource og öfugt.
Til dæmis ef það er búið að ferla leið í nRoute og notandi vill klippa einhvern útúrdúr úr því en eiga ferilinn áfram í nRoute þá er hann einfaldlega valinn í nRoute, velur Cut (eða: CTRL – X) og límir það yfir í MapSource.
Í MapSource velur þú ferilinn (verður þá gulur), smellir á Track Erase Tool í Track Edit tólunum og strokar út "bullið" sem þú vilt ekki að sé í ferlinum (til dæmis útsýnisrúntur sem gæti verið hættulegur í vondu skyggni).
Næst annað hvort vistar þú ferilinn í MapSource og afritar hann svo til baka í nRoute eða þú velur Cut og klippir hann úr MapSource og límir aftur í nRoute.
Með þessu móti þá ertu ekki með tvöfaldan feril í nRoute heldur aðeins þann feril sem þú vilt notast við. Auðvitað mæli ég með að menn visti ferilinn sinn áður en byrjað er á þessu þar sem menn geta bæði gert mistök og einnig vill maður oft eiga nákvæman feril úr ferðum sínum en breyttan feril til að gefa frá sér!
Kveðja,
Rikki
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.