FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Mánudagsfundurinn

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Mánudagsfundurinn

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Valdimar Nielsen Valdimar Nielsen 22 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.11.2002 at 21:54 #191774
    Profile photo of
    Anonymous

    Góðir félagar, ég get ekki orða bundist eftir fundinn í gærkveldi, satt að segja langaði mig að standa upp og leggja orð í belg en þar sem ég hafði ekki t.d. lög félagsins fyrir framan mig þótti mér rétt að bíða með fullyrðingar. Þessar umræður spunnust allar útaf ?árshátíðinni? okkar, en þar mætti ég eins og á nær allar árshátíðir sem haldnar hafa verið síðan ég gekk í klúbbinn, árshátíðin var vel heppnuð nema hvað of fáir mættu, matur var góður, skemmtileg atriði bæði aðfengið og frábært atriði sem nokkrir félagar komu með, hið hefðbunda happdrætti og hljómsveitin var feiknafjörug og var mikið dansað. Sem sagt alls ekki ?kolómöguleg? eins og einn fundargesta, sem ekki mætti á hana, hélt fram.

    En hvað var að, mér sýnist þetta allt snúast um ósætti og stífni sem kom upp á milli okkar ágæta Einars Sól. og stjórnar, en þegar tveir deila er annar sjaldnast saklaus en hinn alvondur og ekki hef ég nokkra aðstöðu til, né áhuga á, að dæma um hvor aðilinn var þverari í þessu tilviki. En á fundinum komu fram ýmsar fullyrðingar sem mér fundust skrítnar og því leit ég aðeins í bókasafnið á vefsíðu klúbbsins áður en ég settist við tölvuna.
    Óeining virðist hafa verið um tímasetningu árshátíðar og landsfundar, ef við skoðum gögnin á vefsíðunni kemur í ljós að þessir atburðir hafa verið á hinum ýmsu tímum í október, þannig að þetta hefur blessast hingað til. Að landsfundur eigi sér enga stoð í lögum félagsins er alveg rétt, en að hann eigi að víkja fyrir árshátíð þess vegna er út í hött, ef við viljum fara í hártoganir, þá er ekki heldur minnst á árshátíð í lögunum hvað þá hin rómuðu bjórkvöld, nei ekki einu sinni skemmtinefnd, ef við gerðum ekkert annað en það sem tiltekið er og niðurnjörfað í lögum klúbbsins væri ekkert gert. Og að stjórn hafi ekki heimild til að skipta sér neitt af því sem nefndir ákveða er náttúrlega hlægileg. Í lögum félagsins segir svo í 8. gr.? Stjórn félagsins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þess setja? Meira að segja í 9. grein sem fjallar um fastanefndir sem hafa afmörkuð verksvið í lögunum segir ?Innan félagsins og undir HANDLEIÐSLU stjórnar starfa að jafnaði fjórar fastanefndir auk hjálparsveitar?. Að lokum 10. grein: ?Stjórn félagsins er heimilt að stofna til annarra nefnda en taldar eru í 9. gr. og jafnframt að fela fastanefndum sérstök verkefni önnur en þar er tilgreint? Sem sé stjórnin ræður bara ansi miklu. En aðgát skal höfð í nærveru sálar og einhvern veginn finnst mér á öllu að nokkuð harkalega hafi verið valtað yfir Einar í þessu máli.

    Sérstaklega slæmt fannst mér að hlusta á þær skammir sem dundu á skemmtinefnd sem engan þátt átti í þessum deilum, heldur kom mjög seint að málinu og þeir gerðu það besta sem hægt var á þeim nauma tíma sem til stefnu var og í því ömurlega andrúmslofti sem þessar deilur orsökuðu, húrra fyrir þeim Lúter og félögum. Svo sannarlega hefði átt að standa miklu betur að kynnigu á árshátíðinni, en sökin á þeim mistökum liggur ekki hjá skemmitnefnd, þeir komu einfaldlega of seint að málinu.

    Í kaffihléi og eftir fund heyrðust svo fullyrðingar eins og ?Þetta er kolómöguleg stjórn? og ?Það þarf að losa sig við hana?. Og þegar spurt var hvað væri svona slæmt voru svörin fremur tæp. ?Þeir stjórna með tilskipunum? hér er trúlega átt við að þeir vildu ráða hvenær árshátíðin var haldin og þær leiðbeinandi reglur um störf nefnda sem samin voru á Landsfundinum 13.-15. október 2000, eftir ítrekaðar óskir nefnda um að fá verksvið sín nánar skilgreind, þá var allt önnur stjórn og ekki minnist ég þess að hún fengi neinar skammir fyrir, né heldur sú stjórn sem sat í fyrra og sendi þessa snepla út þá. Og ?Það er alltaf með þeim varamaður, situr meira segja við háborðið hjá þeim, ræður of miklu?. Come on, drengir hvenær varð það glæpur að vera virkur í félagsstarfinu og taka að sér verkefni. Þessi stjórn er ekki algóð að mínu mati, t.d. er út í hött hve seint greiðsluseðlarnir eru að koma núna, forfallist starfsmaðurinn þá vinnur maður verkin sjálfur, en hún á engan veginn skilið þá óvægnu og grófu umræðu sem var í gangi.

    Félagar, slíðrum sverðin er þetta ekki stormur í vatnsglasi. Ferðaklúbburinn 4×4 er miklu meira virði en smásærindi sem við verðum persónulega fyrir. Klúbburinn hefur ávallt haft á sér orð fyrir að vera sterkur og að félagar standi þétt saman, það er klárt að sundraðir meigum við okkur lítils í þeim átökum sem gætu verið framundan vegna nýrra reglugerða um breyttar bifreiðar. Síðan er bara að mæta á næsta aðalfund og kjósa sér stjórn að skapi.

    Ásgeir
    Félagi R-1605

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 06.11.2002 at 00:06 #464062
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Ásgeir og aðrir félagar.

    Takk fyrir síðast (árshátíðin) og ég skemmti mér alveg konunglega. Tek undir að atriði Flugfélagsins EJS toppaði annars önnur atriði í flottri dagskrá skemmtinefndarinnar og vil ég hér með koma á framfæri þökk til þeirra félaga okkar sem að því stóðu svo og skemmtinefdarinnar sem vann að mínu viti frábært verk á stuttum tíma. Örn Árnason og Jónas voru auðvitað frábærir líka, en það vissi maður nú fyrirfram.

    En þá yfir í leiðinlegri mál: Ég komst því miður ekki á fundinn í gærkvöldi, en hef heyrt frá ýmsum sem þar voru. Það vill svo til að ég þekki nokkuð til þessara mála en vil ekki tjá mig frekar um þau efnislega hér. Að mínu viti er þó athyglisvert að nokkrir félagsmenn hafa tekið afstöðu, þótt aldrei hafi nema önnur hliðin á málinu komið fram. Það finnst mér óábyrgt, einkum ef í framhaldinu eru teknar ákvarðanir um að vinna gegn þeim saklausu félagsmönnum sem eru á óeigingjarnan hátt að starfa í sjálfboðavinnu í þágu félagsins (núverandi skemmtinefnd). Mér skilst að komið hafi fram yfirlýsing um þetta frá félagsmanni á fundinum í gær, en hann taldi að 100 manna hópur hefði ákveðið að "standa með Einari" í þessu máli og mæta ekki á árshátíðina.

    Mér vitanlega hefur stjórn aldrei rætt útávið þær ástæður sem lágu að baki erfiðleikunum í samstarfi við Einar Sólonsson. Sú ákvörðun er eftir því sem ég best veit einungis tekin með hagsmuni Einars að leiðarljósi, enda hafa stjórnarmenn sem betur fer ekki smekk fyrir að fara í leðjuslag við einstaka félagsmenn á opinberum vetvangi, jafnvel þótt þeir tjái sig út og suður um störf og afstöðu stjórnarinnar. Slíkt má enda aldrei gerast. Ég er því ósammála þér Ásgeir að stjórn hafi valtað harkalega yfir Einar í málinu, en tek að öðru leyti heilshugar undir pistil þinn.

    Ég tel að miðað við þann farveg sem þessu máli hefur verið komið í, sé ekki annað hægt en að stjórn og "stuðningsmenn Einars" hittist á fundi til að ræða þetta mál og leiða það til lykta í eitt skipti fyrir öll. Það gengur ekki að jafn heimskulegt mál skuli ná að koma félagsstarfinu í annað eins uppnám og nú er orðið og því mál að linni og það fyrir löngu síðan.

    það mun enginn nenna að starfa í þágu félagsins okkar í því andrúmslofti sem nú ríkir og því verður að hreinsa andrúmsloftið með því að stjórn fái að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við þá sem láta sig málið varða og hreinsa borðið í eitt skipti fyrir öll.

    Ef menn telja heppilegt að ég komi með einhverju móti að slíkum sáttafundi, lýsi ég mig hér með reiðubúinn til þess.

    Með von um að takist að skýra málin sem fyrst og sættir takist.

    Björn Þorri Viktorsson





    06.11.2002 at 01:16 #464064
    Profile photo of Ólafur Ólafsson
    Ólafur Ólafsson
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 30

    Ágætu félagar

    Ég var að lesa lög félagsins eins og þau koma fyrir í Bókasafni heimasíðunnar.
    Engin dagsetning kemur þar fram, þannig að ég sé ekki hvort þetta séu lögin eins og þau eru í dag, eða hvort þeim hefur verið breytt síðan þau voru sett inn á heimasíðuna.

    Í 3. grein laganna stendur m.a. "Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins". Þar tekur af allan vafa að ákvarðanir teknar á Landsfundi félagsins gilda ekki sem lög eins og sumir fundarmenn skynjuðu orð stjórnar á fundinum á mánudagskvöldið.

    í 5. grein stendur m.a. "Stjórn félagsins skal skipuð FIMM mönnum" síðan stendur "Formaður getur boðað varamenn á STJÓRNARFUND þegar þess er þörf". Þarna finst mér koma skýrt fram að einungis aðalstjórn félagsins skal sitja í pontu á félagsfundum og hvet ég stjórn félagsins til að skoða þessi mál. Að sjálfsögðu hef ég ekkert út á Palla að setja, hvatti hann meira að segja til að taka sæti í stjórn á sínum tíma, en tel hins vegar að stjórn verði að virða fundarsköp.

    Í skemmtimefndarmálum hvet ég alla aðila til að reyna að fremsta megni að slíðra sverðin og snúa bökum saman og efla einingu félagsins. Enda er aðaltilgangur félagsins ekki að sjá um skemmtanir, heldur er félagið hagsmunafélag þeirra, sem ferðast um hálendið á eigin vegum og þar verður öll okkar orka að koma fram og standa saman um að verja okkar málefni.

    FÉLAGAR, EKKI KLJÚFA FÉLAGIÐ OKKAR, STÖNDUM SAMAN

    kveðjur

    Óli Óla R199





    06.11.2002 at 07:46 #464066
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Er bara ekki mál að hið rétta komi í ljós og báðar hliðar á málinu fái að heyrast.Það ætti kanski að boða til aðalfundar og mæli ég með að þessir hundrað manns sem er svo illa við stjórn að þeir geri það.Mér finnst ekkert athugavert við að varamaður síni mikinn áhuga á stjórn og hennar störfum og siti þarna uppi.Það mættu fleiri sýna þenna áhuga þegar kemur að kosningu í nefdir og stjórn.
    Einhverstaðar heyrði ég að betra er að gefa en að þiggja.





    06.11.2002 at 12:01 #464068
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar

    Ég þakka skemmtinefnd árshátíðar kærlega fyrir það að gera síðustu hátíð ánægjulega þeim sem hana sóttu.
    Mér finnst að þeir nefndarmenn hafi staðið sinn hlut með prýði við allsérkennilegar aðstæður, þar sem þeir áttu engan hlut að.

    Undarleg þótti mér sú yfirlýsing sem kom fram á mánudagsfundinum að þó nokkur fjöldi félagsmanna hefði ákveðið að mæta ekki á hátíðina í þeim tilgangi að mótmæla ?afstöðu stjórnar? til starfa Einars Sólonssonar í fyrri skemmtinefnd. Jafnframt var stjórnin sökuð um að stuðla að klofningi félagsins.

    Sjaldan hef ég heyrt af jafn-fráleitri mótmælaaðgerð.
    Ég hygg að ?mótmælendur? hafi beint sínum aðgerðum í alranga átt og stuðlað sjálfir að klofningshættu með atferli sínu. Í fyrsta lagi eiga þeir að koma kvörtunum á framfæri beint til stjórnar, og ef ekki gengur, að kalla þá til fundar. Í öðru lagi varð þetta til þess að færri klúbbfélagar en ella hittust í hátíðarskapi. Mótmælin bitnuðu því að nokkru á þeim félögum sem engan hlut eiga að erjum Einars og stjórnar. – En kannski átti að stuðla þannig að fámenni á Árshátíð og gera hana hallærislega. Ef svo, þá væri það að minni hyggju bein skemmdarstarfsemi gagnvart klúbbstarfinu.

    Ekki hef ég nægar forsendur til þess að gerast dómari í erjumálunum. Hef raunar heyrt að sumum þyki vandinn umfangsmeiri og varði fleira en Einarsmál. Þess þá heldur sýnist mér Árshátíðar-?mótmælin? vera arfavitlaus.

    En ljóst er að ÖLL þau mál, sem virðast þvælast fyrir mönnum verður að leysa hið snarasta, og ég ætla að trúa því að það sé einlægur vilji, jafnt stjórnarmanna sem og þeirra sem finnst einhverra hluta vegna á sig hallað.





    06.11.2002 at 12:28 #464070
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Deilendur vinsamlegast takið upp sáttahanskann.
    Nýtið ykkur tækifærið sem BÞV er að bjóða uppá um að hafa milligöngu um sættir.

    Ég vil reyndar hvetja BÞV að hafa frumkvæði að því að athuga sáttahljóð í deilendum.

    Elvar





    07.11.2002 at 00:23 #464072
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Fyrr í kvöld var haldinn fundur með hlutaðeigendum vegna deilumála Einars og stjórnar. Farið var rækilega ofan í málið og það rætt á alla kanta á hreinskilinn hátt. Umræðan var að sjálfsögðu upplýsandi fyrir alla aðila og sjálfsagt er það í þessu máli eins og öllum öðrum að það eru a.m.k. tvær hliðar á öllum málum (oftast miklu fleiri) og að sjaldan veldur einn þá tveir deila.

    Hið jákvæða í málinu er að menn sættust heilum sáttum á fundinum og von er á staðfestingu þ.a.l. frá deilendum sjálfum á netið vonandi strax á morgun.

    Ég vil hér með koma á framfæri þökk til stjórnar og Einars og hans manna fyrir að hittast, ræða málin og skýra sjónarmið hvors annars, enda var það kannski það eina sem þurfti og hefði átt að gerast fyrr.

    Með ferðakveðju,

    BÞV





    07.11.2002 at 08:33 #464074
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    Þetta lítur út fyrir að ætla enda á farsælann hátt,
    sem er ákaflega gott fyrir félagsandann í heild

    Js





    07.11.2002 at 09:10 #464076
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    ……..sem er mjög gott !……..





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.