This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 19 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Mánudagsfundir
Ég var að velta því fyrir mér, hvað menn og konur vildu helst sjá og heyra á mánudagsfundum. Og auglýsi hér eftir hugmyndum um efni.
Af stjórninni er það að frétta að stjórnarfundir eru hafnir á ný eftir að stjórnarmenn hafa verið á víð og dreif um Evrópu í sumar. Og var eitt fyrsta verk stjórnar að fara að vinna í svo nefndri Þingmannaferð. En meininginn var að reina að fá sem flesta þingmenn í fjallaferð á vegum 4×4. Þegar er byrjað að hringja í einstaka þingmenn og ætti árangur þessa starfs að vera kominn í ljós næstkomandi fimmtudag, og verður þá tekinn ákvörðun um hvort af ferðinni verður eða ekki. Má segja að þessi hugmynd hafi þegar borið nokkurn árangur, því í kjölfar þessa þingmannaferðarbrölts hefur Umhverfisnefnd alþingis lýst yfir áhuga á því að funda með Ferðaklúbbnum 4×4.
A myndbandskeppninni er það að frétta að, skilafrestur hefur verið lengdur. Þar sem lítið hefur spurst af kvikmyndagerðarmönnum.
Nóg að sinni
Jón Ofsi
You must be logged in to reply to this topic.