This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Nú líður að sýningunni okkar sem haldin verður í Laugardalshöllinni 5-7 okt. nk. Um leið og ég vil hvetja alla til að mæta á sýninguna og draga með sér sem flesta gesti (líka tengdó), vil ég opna umræðuna um sýninguna með því að hvetja alla sem hafa skoðun á því hvað við getum gert til að fá sem allra flesta á sýninguna til að láta það hiklaust í ljós. Núverandi sýningarstjórn hefur ýmis tromp á hendinni og boðið verður upp á fullt af nýjum hlutum sem ekki hafa verið í boði á fyrri sýningum.
Samt sem áður er örugglega einhver sem hefur látið sér detta eitthvað í hug sem væri sniðugt að gera. Sýningarnar okkar eru hornsteinninn í fjármögnun á starfi klúbbsins, þannig að við megum ekki slá slöku við í þessu efni.
Félagsmenn eru einnig hvattir til að skrá sig á svo sem eina vakt um þessa helgi, enda er það bara skemmtilegt, auk þess sem allir sem leggja til vinnu á sýningunni fá veglegan sérmerktan pólóbol fyrir viðvikið.
Með ferðakveðju,
Björn Þorri.
You must be logged in to reply to this topic.