Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Mærudagar á Húsavík
This topic contains 113 replies, has 1 voice, and was last updated by Víðir Lundi 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.07.2008 at 12:25 #202657
Nóg ætti að vera um að vera fyrir gesti sumarhátíðar F4x4 sem fer fram á Húsavík25-27 Júlí en þá standa einmitt yfir Mærudagar á Húsavík,,,,Nánari dagskrá fyrir Sumarhátiðina verður svo birt síðar.Fólk sem hefur áhuga á því að vera með Bíla á Bílasýningu 4×4 laugardaginn 26 Júlí meiga alveg svara hér nu eða hafa samband við Ómar Formann Húsavíkur deildar í síma8664083,,,,eða Víðir Lunda í síma 8660903.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.07.2008 at 19:40 #625886
Hjalparkall fra husavik. Hvar erud thid reykjavikurhyski? Vid erum her ein med utialandilidinu og lagdur i einelti og allt. Kvedja lella i godum felagskap.
26.07.2008 at 21:14 #625888Þarna við kl 16-30 í dag laugardag og ætlaði að heilsa upp á liðið en ég sá ekki nokkurn mann þ.e.a.s nokkurn jeppamann.
Einn sólbrendur að norðan
26.07.2008 at 21:33 #625890Félagi Ofsi, hér kemur svar við vangaveltum þínum.
Mæra
Láta vel yfir, lofa, hrósa.En ég hef það fyrir satt, að svo heitt sé á norðurlandi, að bíll hirðskáldsins hafi ofhitnað og gjörsamlega neytað að fara lengra og orðið að snúa við.
Mampi! Líklega hefur þú hitt á tímann sem allir voru rétt ókomnir úr bíltúrnum. Sem sagt voru flestir í góðum gír.
Kv. Magnús G.
26.07.2008 at 21:44 #625892Það er víst svaka stemmari hjá þessum fimm sem mættu (þaraf tveir hundar)
Góðar stundir
28.07.2008 at 20:20 #625894Komnar inn nokkrar myndir.
Mampi ég veit ekki hvar þú hefur verið, en ég kom þarna um 16:30 til að setja bauk í kæli, það var komið með fullt kar af ís á hverjum degi til að kæla drykki, ekki á öllum tjaldstæðum sem svoleiðis þjónusta er. En allavega það var fullt af fólki á svæðinu þegar ég kom þangað um þetta leiti. En Bílasýning 4×4 á Íslandi byrjaði kl 17 svo margir voru farnir þangað.
Hlynur jú það var stuð og við 5 sem vorum þarna á föstudagskvöldið það voru engir hundar…..
Sagan öll kemur síðar í kvöld.
Kveðja Lella
28.07.2008 at 20:40 #625896að hafa misst af þessu.
Leitaði nokkuð vel en sá ekkert(meira að segja konan leitaði)en þangað til næst.
kv
Frikki enn sólbrendur.
28.07.2008 at 22:40 #625898minn ertu nú alveg viss um að konan hafi verið að "leita" af jeppa mönnum, var hún ekki frekar að skoða strákana…
Es.
Og til hamingju með þessa súkku, mjög flottur bíll hjá þér.Ess.
Lella þetta var erotísk unaðsolía unnin úr náttúrulegum olíuefnum sem ég notaði á Þorgeir enda er ég sanfærður um að hann var mjög fjörlegur þarna seinna um nóttina…say no more hóst hóst…..
29.07.2008 at 00:01 #625900vill bara þakka því góða fólki sem mætti á hátíðina á Húsavík.Húnvetningar klikkuðu auðvitað ekki á því og voru mættir fyrstir manna og farnir síðastir.Þeir fá þakkir fyrir hjálpina með tjaldið.
Kv Víðir Lundi
29.07.2008 at 00:08 #625902Áður en ég byrja vil ég taka fram að þetta er mín skoðun og mínar vangaveltur og þurfa alls ekki að endurspegla skoðannir annara, en allavega þetta var mín upplifun.
Að halda sumarhátíð í bæ og það er hátíð í bænum sömu helgi, kosturinn við það er að það er stemning í bænum, gallar hópurinn tvístrast til að taka þátt í hátíðinni. Að halda hátíð í bæ eða alveg við bæinn er stór mínus því heimamenn nenna ekki að gista á staðnum eðlilega fara þeir heim til sín, ég myndi gera það líka.
Húsvíkingar eiga mikið hrós skilið fyrir flotta aðstöðu sem var búin til fyrir okkur. Hinir sem ekki mættu eiga miklar skammir skilið fyrir að láta ekki sjá sig. Ég varð ekki vör við að neinn úr Eyjafjarðardeild eða Skagafjarðardeild eða Austurlandsdeild mættu á svæðið, ekki hafið þið þá sömu lélegu afsökun og Reykjavíkurhyskið að það sé svo langt að fara. Benni Akureyringur ásamt fjölskyldu lagðist svo lágt að borða með okkur á laugardagskvöldinu en ég varð ekki vör við fleiri Eyfirðinga. Ég held að Víðikotsbræður telji sig ekki til Eyfirðinga þó að þeir búi þar, en þeir borðuðu líka með okkur á laugardeginum.
En við mættum seinnipart á föstudag og vorum fjölskylda númer 3 á staðinn. Á föstudagskvöldinu vorum við 5 fjölskyldur. 2 úr Húnvetningadeild og 2 úr Vestulandsdeild og svo við eina Reykjavíkurhyskið á svæðinu. Það er bara til skammar.
Það undraði mig líka að frétta á föstudagskvöldinu að Sveinbjörn Formaður ásamt fylgiliði væri í Vaglaskógi, því í fjandanum fóruð þið ekki alla leið, hefðuð átt að mæta fyrst á svæðið.
Nú við 5 áttum dandalafínt kvöld, eða það fannst mér allavega.
Laugardagur 2 hyski höfðu bæst við um nóttina svo hlutur okkar Reykvíkinga fór batnandi.
Jeppaferð, 3 bílar frá Húsavík og 2 frá Húnvetningum.
Frábær túr, frábært veður, frábær leiðsögn, fararstjórn og fróðleikur. Það er ekki amalegt að fá með í ferð heimamann sem er jarðfræðingur og gat upplýst okkur um ýmislegt merkilegt. Frábært svæði sem þið Húsvíkingar eigið þarna við dyrnar hjá ykkur, væri alveg til í að ferðast um þetta svæði í nokkra daga eða vikur. Sérstaklega ef það er alltaf svona flott veður.
Þegar við komum úr jeppatúrnum var formaðurinn og hans föruneyti mætt á svæðið og búin að koma sér fyrir út í horni þar sem þeir héldu sig meira og minna.
Sorry strákar, þó að við séum roslega leiðinleg þá er það bara skylda ykkar sem eruð í stjórn að blanda geði við okkur leiðinda almúgan. Sumir létu ekkert sjá sig aðrir lítið. Þið gátuð ekki einu sinni látið svo lítið að borða með okkur, heldur hélduð ykkur sér út í ykkar horni. Ef þetta er ykkar álit á okkur almúganum þá eruð þið á kolrangri braut. Örfáir fleiri bættust í hópinn, en mætingin er til háborinnar skammar.
Gítarsnillingurinn úr Vesturlandsdeildinni hélt svo uppi fjöri fram eftir kvöldi.
Ég giska á að við höfum verið um það bil 25 sem mættum fyrir utan stjórnarliðið í horninu, veit ekki hvað þau voru mörg, þar sem þau blönduðu litlu geði.En Húsvíkingar takk fyrir mig, Húnvetningar takk fyrir skemmtunina, Vesturlendingar takk fyrir skemmtunina. Glanni og Kalli takk fyrir að bjarga okkur.
Nú ætla ég að hætta að vera þakklát og skammist ykkar
Kveðja Lella
29.07.2008 at 00:18 #625904Því miður er nú annski mikið til í þessum pistli hja þér Lella.En það gistu nú reyndar alveg 3 þarna úr Skurðdeildinni(Eyjafjarðardeild),,,,,Vona að Þorgeir njóti þeirra "gjafa" sem hann eignaði ser frá JeppamannaKlúbbnum Gambra4x4 á Laugardagskvöldið.
Kv Víðir Lundi
29.07.2008 at 00:30 #625906Ok ég get þá talið upp í 28 sem gistu ………..
Ja held að hann sé búin að ramma þetta inn ég var nú með eitthvað fast á mér þegar ég vaknaði …. man ekki hvaðan það kom eða hvort ég eignaði mér það …..
Eigum við eitthvað að ræða þetta meir
Kveðja Lella
29.07.2008 at 00:36 #625908svo auðvitað auka gestirnir sem fengu inni hja okkur á tjaldstæðinu ÁN GJALDS þegar Tjaldstæði bæjarins var orðið yfir fullt,,,,,,Lella þið verðið bara koma aftur norður og skoða heiðina góðu betur hún er snilld sama hvort er vetur eða sumar.Þorgeir á líka eftir að finna alla hellana þarna
Kv Víðir L
29.07.2008 at 01:31 #625910Takk kærlega fyrir mig og mína.
Þetta var mjög fínt allt saman þrátt fyrir dræma mætingu, ég skemmti mér vel með toppfólki og ekki síst heimamönnum í karnívalstemmningu í "spánarveðri" í bænum um daginn.
Sé ekkert eftir því að láta mig gossa norður þessa helgi og myndi hiklaust endutaka þetta
Kv.
Glanni
29.07.2008 at 01:36 #625912ekki má nú gleyma vöfflukaffinu sem beið okkar á Akureyri hjá Benna og Ölmu á leið suður algjör snilld
29.07.2008 at 07:25 #625914Kannski vegalengdin
Hugsanleg gæti hluti skýringarnar verið vegalengdin Reykjarvík-Húsavík um 900 km rúntur minnir mig. Á sama tíma og mikið er tuðaða um kreppu af óábyrgum ráðamönnum þjóðarinnar ( Geir H og Dabba á bakvið tjöldin ráðherra ).
Þetta er allavega líkleg skýring á lítilli hlutdeild þeirra sem búa á suðvesturhorninu.
29.07.2008 at 07:54 #625916Hingað til hafa jeppamenn ekki vílað fyrir sér að keyra smá spöl en það er ekki afsökun hjá Eyfirðingum, Skagfirðingum og Austurlendingum.
Kveðja Lella
29.07.2008 at 08:05 #625918Benni minn og takk fyrir að bjarga brettakanntinum hjá mer.
Kittið svínheldur, betra en nytt.
Takk fyrir mig
Frikki.
29.07.2008 at 18:49 #625920Var að uppgvöta að ég hef stolið gaffli á sumarhátíðinni, mjög forlátur með fullt af litlum stjörnum á skaptinu, þannig að ef einhver saknar gaffals þá er ég með hann.
Ekki viljandi gert.
Kveðja Lella
29.07.2008 at 21:39 #625922til að mæta, var kominn á Blönduós þegar sauð á öllu, reyndi að komast til botns í málinu um kvöldið og endaði á að rífa vatnslásinn úr þar sem engin önnur skýring var á málinu en að hann hefði staðið á sér, var þá orðið nokkuð framorðið og ákváðum við að eyða nóttinni á staðnum. Héldum áfram daginn eftir, allt lofaði góðu þar til í Öxnadalsbrekkunum að allt sauð upp á nýjan leik. Þar sem styttra var í Varmahlíð en á Akureyri var ákveðið að reyna frekar að komast þangað og leita lausna á vandanum. Þurfti að stoppa og kæla vélarskarnið oft og tíðum, hugkvæmdist mér ekki að lauma nokkrum magnyltöflum í vatnskassann til að slá á hitann og var það miður því þetta ferðalag reyndist nokkuð tímafrekt. Af hjálpsömum 4×4 félögum í Skagafjarðardeild var það að segja að sem eðlilegt er voru þeir allir að ferðast eins og lög gera ráð fyrir þegar veðrið er eins og það var á laugardaginn þannig að enga hjálp var að fá hjá þeim. Eftir allmiklar prófanir á þvottaplaninu í Varmahlíð þar sem losaðar voru vatnshosur og vatni dælt í öll op sem fundust varð niðurstaðan sú að þar sem vélin yfirhitaði sig sí og æ væri þetta annaðhvort vatnskassin eða dælan sem væru að þreytast á vistinni. Var því farið niður á tjaldstæði fyrir neðan Varmahlíð og fengið leyfi hjá því heiðursfólki sem það rekur að rífa ökutækið þar á hlaðinu og var það auðsótt. Kom í ljós að allar tilgátur um vatnskassa og vatnsdæluveikindi áttu lítt við rök að styðjast. Þar sem alllangt var liðið á dag var ákveðið að tjalda þarna um nóttina og á þessum tímapunkti var sumarhátíðin fyrir bí hjá mér og minni. Því miður. Framhaldið nenni ég ekki að rekja hér, endaði frekar sorglega. Ætli mér sé ekki óhætt að setja hér með inn fyrirspurn um það hvort einhver eigi hedd á Musso sem hann vill losna við fyrir lítinn pening? Og svona að endingu, ferðalagið í bæinn tók 10 tíma, get hér með auglýst mig til reiðu fyrir þá sem vantar mann í vinnu við að bæta vatni á vatnkerfi bifreiða, er í góðri æfingu eftir þetta. Eftir þessar ferða og jeppasorgir er mér ekki örgrannt um að andinn blási mér í brjóst drápu eina, eigi alllitla um atburð þennan. Með bestu kveðjum til þeirra sem voru á sumarhátið. Logi Már.
29.07.2008 at 22:32 #625924Ok Logi tek sorgarsögu þína til greina sem löglega afsökun. Ég veit ekki hvar allir þessir Skagfirðingar voru að þvælast, þeir voru allavega ekki á Húsavík og lélegir að geta ekki reddað þér, hugsa að þeir hafi verið að stela rollum eru þetta ekki alræmdir sauðaþjófar upp til hópa, skil bara ekkert afhverju þú hringdir ekki í mig X-Hjálparsveit hefði örugglega reddað þessu
En enn og aftur þetta er til skammar þetta þátttökuleysi og reynið ekki að skýla ykkur á bak við það að það sé langt til Húsavíkur.
Ekki 1 nefndarmaður úr öllum nefndum í Reykjavík mætti á svæðið og þó átti þetta að heita afmælishátið klúbbsins og Húsavíkurdeildar.
En eftir höfðinu dansa limirnir og þegar ekkert höfuð er þá væntanlega dansar enginn……….. eins og kom vel í ljós um helgina
Kveðja Lella
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.