This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Theódor Norðkvist 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið.
Það kannast væntanlega margir við að kílómetramælar sýna minni vegalengd á jeppum á stærri dekkjum, en venjulegir fólksbílar.
Nýlega fór ég á 33 jeppa frá Kópavogi til Hellu. Ég veit að þessi leið er 91 km. Ég núllaði mælinn áður en ég fór af stað og hann sýndi 83 km. þegar ég var kominn. Mælirinn vantelur næstum tíunda hvern kílómeter.
Eins hefur mér þótt skakka einhverju á hraðamælinum, ef ég miða við hraðamælana við vegina, t.d. þar sem komið er inn í þéttbýli.
Á maður þá að reikna með að bíllinn sé keyrður 10% meira en kílómetramælirinn sýnir?
Er hægt að fá þetta mælt einhvers staðar, t.d. með GPS?
You must be logged in to reply to this topic.