FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

made in the USA-Jeppaflensa

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › made in the USA-Jeppaflensa

This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.01.2002 at 05:41 #191254
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælt veri fólkið.

    Ég er staddur í USA og verð væntanlega í 2-3 ár í viðbót. Hef lengi verið með jeppaflensu og haft það á stefnuskránni að koma mér upp vetrar-fjallabíl en alltaf eitthvað komið í veg fyrir það s.s. nám o.s.frv. Átti þó Bronco ´74 og síðar Bronco II ´88 sem ég notaði þónokkuð í sumarferðir.
    Nú langar mig hinsvegar að gera eitthvað í málunum og var að láta mér detta í hug að fá mér jeppa hér í USA til að dunda eitthvað við og taka svo með mér heim til Íslands.
    Í því sambandi langaði mig að skella hér fram mjög opinni fyrirspurn um hvaða bíl á ég að fá mér hér í USA sem hentar vel til breytinga 😉 ?
    Sjálfum langaði mig mest í patrol eða Landcruiser en Patrol fæst ekki í USA og eins og gefur að skilja þá er Landcruiserinn dýr hér m.v. þá ammerísku þannig að spurningin er líklega hvaða ammeríska jeppa mæla menn með til breytinga…vill ekki Bronco II þar sem mér finnst leiðilegt að ganga um hann 2ja dyra og mér finnst hann helst til þröngur. Lét mér detta í hug F-150 supercrew (4ra dyra) með dísel eða f-250, er annars ekki dísel eina vitið á Íslandi? Þetta var nú bara hugmynd að óskoðuðu máli en sá kost í að hafa hann 4ra dyra og svo pall sem hægt væri að skella húsi á og henda öllu draslinu þar inn…svo er bara spurning með allt sem skiptir máli, þ.e. breytingin.
    Hvað segja menn og konur um þessar pælingar !? Öll ráð þegin!

    Kv,
    Maskin
    P.s. Reyndar hefur mér sýnst að bílar á Íslandi séu orðnir það ódýrir að innflutningur borgi sig illa frá USA (veit um öll gjöld o.þ.h.). Kannski er illskást að vera bara með flensu í 2-3 ár í viðbótar og byrja þegar á klakann er komið !!!?…hmmm

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 21 through 30 (of 30 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 25.01.2002 at 15:06 #458316
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég verð að segja að ég trúi því nú varla að kaninn sé að gjörbreyta framleiðslunni á bílunum sem hann sendir til evrópu…þ.e. varla eru þeir að framleiða 2 eintök af sama bílnum þar sem annar er í metrakerfinu og fer til evrópu og hinn er í ameríska kerfinu fyrir USA…ég hef reyndar ekki skoðað þetta en mun að sjálfsögðu kynna mér það.

    Ég hélt að þeir breyttu nánast bara hraðamælinum…þ.e. úr mílum í kílómetra.

    Hins vegar veit ég (eins og einhver hafði orð á) að japönsku bílarnir hér eru talsvert öðruvísi en sambærilegir bílar t.d. á Íslandi. Þá er búið að útfæra þá fyrir amerískan markað…breyta hinu og þessu og skýra þá venjulega uppá nýtt (Pajero heitir t.d. Montero hér o.s.frv.). Enda eru þessir bílar oft framleiddir í verksmiðjum hér í USA og gæti því verið erfitt að koma með þá á markað sem er með sambærilega bíla framleidda í japan eða evrópu…þá með varahluti í huga.

    Kv.

    Maskin





    26.01.2002 at 16:01 #458318
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Jón!!
    Nei, ekki þeir bílar sem ég þekki til. Sá meira að segja gamlan ´87 bíl inni á verkstæði hjá H.Jónsson/Jöfur, alveg orginal, sem búið var að setja í nýja 318 með innspýtingu og allt og nýjar hásingar, og eigandinn ætlaði ekki að breyta honum. Það fannst mér sóun á fínum bíl. Hann var áður með 4,0ltr vélinni. Ég veit að vísu ekki hvort þeir breyta þyngdinni í skráningarskirteininu eftir jeppabreytingu. En vinur minn á Jeep Wagoneer ´85 sem búið er að setja dodge 318 með fjögurahólfa Edelbrock blöndung ofan í húdd. Hásingar eru: aftan 9" Ford og framan Dana 44.
    Breyttur fyrir 35" sem er sóun á fínum bíl líka, hann á að vera á 38". Í skráningarskirteininu er hann 1770kg. Hann á líka Ford Explorer ´91 Eddie Bower með V6 4,0ltr rétt tæp 180 hö. Sá bíll eyðir meira en Wagoneerinn. Hann getur að vísu ekki mælt eyðsluna í Wagoneerinum, það vantar hraðamæladrifið í hann. En svona er þetta bara!! Þetta er misjafnt allt saman. Áfram Cherokee!!!!!!! :)
    Átt þú Cherokee núna?
    Kveðja Þengill





    26.01.2002 at 16:30 #458320
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Þengill.

    Já ég á Cherokee sem er reyndar ekki í umferð núna,en stendur allt til bóta. Hann er með 4.0l vélinni á 35" eins og málin standa í dag og ég er að undirbúa hann fyrir sprautun og ganga frá ýmsum atriðum eftir gagngerar breytingar, four-link og gormar að aftan og fl.
    Maður bíður eins og spentur rottubogi eftir að komast í snjóinn, því það er að verða nóg af honum hér á Akureyri.

    Kveðja Jón





    01.02.2002 at 15:27 #458322
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Er að spá í þetta með Cherokee-inn. Eftir að hafa skoðað þetta sem er ritað hér að ofan varðandi cherokee þá vöknuðu nokkrar spurningar. Menn tala annars vegar um gamla lagið af cherokee og nýja lagið og virðist vera að auðveldar sé að breyta þessum með gamla laginu en að vélin sé helst til lítil. Er ekki upplagt að fá sér Grand cherokee, ekki mjög gamlan, með original V8 og breyta honum…hvað er það sirka sem þyrfti að gera umfram því ef maður er með bílinn með gamla laginu…hvernig er með eyðslu og mæla menn með sjálfskiptingu. Veit að menn hafa væntanlega mjög mismunandi skoðanir en það er bara gott.

    Að lokum…eru menn með einhvern stað eða heimasíðu þar sem hægt er að tékka hvað er í mismunandi týpum af bílum…aðeins meira heldur en bara vélarstærð o.s.frv.

    kv,
    Maskin





    02.02.2002 at 18:55 #458324
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það eru til mikið af amerískum jeppum sem gætu orðið skynsamlegur kostur fyrir þig. Ég geri ráð fyrir að þú hefur kynnt þér hvernig jeppum er breytt á íslandi til að ná sem mestri dellu á sem skynsamlegasta hátt. Ég held að þú ættir að skoða sjálfur hvurslags bíll henti þér allt frá 2ja sæta Wrangler og upp í Hummer í öllu sínu veldi. Ameríkaninn á í viðbót við Cheroki til dæmis mikið af stórum pickup bílum með stærðar vélum og miklu úrvali af aukabúnaði. Galli við þá er að þeir geta orðið ansi þungir og kalla á stærri dekk en þá færðu í staðinn mikið pláss og að mínu mati öflugi bíl. Þarna áttu möguleika á yfirbyggingu á pallinum og ekki síður pallhýsi sem er prýðis kostur fyrir sumarferðirnar og ættarmótin. Ég er ekki endilega að halda að þetta sé ósvikinn besti kosturinn en þetta gæti verið hugmynd fyrir þig að fara af stað og finna bíl sem þig langar í og forvitnast í leiðinni á old.f4x4.is möguleikum á breytingum. Ég veit að félagar 4×4 eru tilbúnir að svara öllum spurningum þínum um málið til að sjá þig svellkaldann á Vatnajökli eftir að þú kemur heim. Gangi þér vel





    02.02.2002 at 19:46 #458326
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Já ég hef, eins og kom fram fyrr, verið talsvert spenntur fyrir pickup-unum frá Ford, t.d. F150-F250 og ekki minnkaði spenningurinn eftir að ég komst að því að vörugjöld eru talsvert lægri á þeim en venjulegum jeppum eða um 20% í stað 65%. Geri þá fastlega ráð fyrir að 38" dekk séu lágmark fyrir þessa bíla.
    Það hafa nú samt fáir eða enginn tjáð sig um þessa bíla…einungis Wrangler og Cherokee. Wranglerinn er hentar mér ekki því ég vildi helst getað tekið einhvern með mér án þess að nota skóhorn 😉

    maskin





    10.02.2003 at 01:46 #458328
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Sæll Maskin – ég dett hér inn í umræðuna seint og um síðir.

    Þó að Cherokee-inn minn sé nú ekki fullgildur vetrarbíll, aðeins á 33", þá mæli ég hiklaust með þeim. Þeir eru léttir, sæmilega gott í þeim og svo er miklu betra að keyra þá en marga aðra jeppa – andstæðan væri óbreyttur Landrover defender með 4runner stýri 😉

    Ég er með ’87 módelið af bíl með 4.0 línuvélinni og sjálfskiptingu. Honum var troðið á 33" dekk fyrir 3 árum en ég hef ekki enn "fundið tíma" til að versla drifhlutföll í gripinn.

    Hann hefur komið ágætlega út í snjó, flýtur sæmilega á 4 pundum, en mætti vera á stærri dekkjum og með lengra hjólhaf.

    Eyðslan er frá 16 og upp í 22 eftir aðstæðum og bensínfótarþunga, sem verður að teljast viðsættanlegt því það er mjög ljúft að keyra bílinn. Hann er reyndar enginn kappakstursbíll á þjóðvegum landsins, en togar ágætlega.

    Vélin í bílnum er keyrð rúma 260.000 km og þau fimm ár sem ég hef átt bílinn hefur hún aldrei verið opnuð. Alternator, háspennukefli og þess háttar hefur runnið út á tíma en vélin fer í gang, gengur og heldur svo áfram að ganga. Ég hef heyrt svipaðar sögur af samskonar bílum og þetta er nú ekki lítið atriði!

    Stærsti gallinn við bílinn er innanmálið. Það er í það minnsta en ef tveir eða þrír eru að ferðast er alveg nóg pláss fyrir allt það drasl sem þeir geta borið.

    Grandinn er töluvert þyngri, um 600 kg ef ég man rétt. Minn, með "gamla laginu" ’87 módelið og þriggja dyra, er undir 1500 kg.

    Ég hef töluvert verið að spyrjast fyrir um hvað maður ætti að fá sér ef maður vildi fara í stærri bíl sem kæmist meira í snjó. Hvort sem það eru Hilux- eða Patrol eigendur eru svörin á einn veg: Fáðu þér bara stærri dekk undir þinn.

    Að lokum er rétt að benda þér á að þessir bílar liggja hérlendis við hvert götuhorn, óbreyttir og með "til sölu" skilti í glugga (eigendurnir komnir á nýrra módel sko…).

    Gangi þér vel í jeppakaupum.
    EE.





    10.02.2003 at 12:52 #458330
    Profile photo of Viðar Örn Hauksson
    Viðar Örn Hauksson
    Member
    • Umræður: 16
    • Svör: 171

    Sælir strákar,

    Ég ek um á Grand Cherokee 98 árg. 4L 38" breittur og var áður á 87árg gamla laginu 38" breittur.

    Grandinn er slétt 2tonn fullbreittur. Drífur helling (læstur framan og aftan 4,88 hlutföll. Það er ekkert flóknara að breita Grandinum fram yfir þann gamla.

    það eru þó nokkur atriði sem gott er að skoða áður en bíllinn er keyptur. t.d. framhásing reevers, afturhásing 35 eða 44 (án C split) og fl.

    Já Thengill: meðaleyðsla hjá mér er: 19.3 lítrar síðustu 7.000km, blandaður akstur þar af 2-3 fjallaferðir.

    Ég veit ekki hvað þið kallið mikla eyðslu en mín skoðun er einföld: þetta er dýrt sport og þú verður að tíma kaupa eldsneyti til að hafa gaman af því. Það er reyndar ótrúlegt hvað menn leggja á sig í alskonar vélarskiptingum að reyna minka eyðslu með ótrúlegum tilkostnaði sem þeir hefðu bara átt að nota í bensín.

    4L vélin er 190 hestöfl. sem er meira en nóg í þetta þó 8tan er örugglega mjög skemtileg 220 hestöfl.

    Síðan er hægt að fá þessa bíla líka dísel, en ég þekki þær vélar ekki. Líklegt þó að mismunur á kaupverð verð það mikill að hægstæðara sé að eyða honum á löngum tíma í bensín.

    En ég er einn af þessum mönnum sem sé ekki verðmæti í endursöluverði bíla, BÍLAR ERU NEYSLA! Og reif úr þeim gamla (87) allt það besta og seldi rest fyrir slikk!

    Og Thengill, láttu ekki plata þig meira með eyðslutölum..
    það er líka atriði að aka eins og maður!

    kv,

    Viðar





    10.02.2003 at 13:38 #458332
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Eru menn að halda því fram að cherooki og wrangler séu einu raunverulegu amerísku jepparnir??

    Þá held ég að menn ættu að endurskoða hug sinn.
    1 Ford bronco! Það eru jepparnir sem opnuðu hálendið fyrir okkur
    2 Econoline! Þeir buðu upp á að eiga hótel uppi á hálendi hvar sem við vildum.
    3 GMC, Chevrolet, Dodge o.s.frv. eru það þá ekki bílar?

    Ég er einn þeirra sem langar minna en ekkert í amerískann jeppa en ég verð þó að skipta mér að þessu. Ef þessir "smábílar" þ.e. cherooki og wrangler eru einu bílarnir sem mér byðust þá myndi ég frekar labba.

    Þeir hafa áreiðanlega óskaplegt vélarafl en það kemst ekki fyrir nema 2 karlar í hvern bíl. Þá færi ég frekar á einhvert 25m langa pikkalóinn og setti undir hann 44" sem hvort eð er myndu detta undir hann án mikillar fyrirhafnar.

    Annars er þetta bara mitt álit og ég væri hissa á því ef enginn annar væri sammála mér!

    Kv Isan





    10.02.2003 at 14:03 #458334
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Spurningarnar sem bornar eru fram í þessum þræði býður nú hreinlega upp á öll lífseigustur þrætueplin í bransanaum s.s. bensín vs. diesel, beinskipt vs. sjálfskipt, þungir og stórir vs. léttir og litlir. Að vísu hægt að sleppa úr þessu japanskt vs. amerískt því af sérstökum ástæðum koma þessir japönsku ekki til greina í þessu tilfelli.

    Þú getur örugglega fundið fullt af röksemdum um þessi atriði hérna á vefnum, en þegar upp er staðið er þetta allt spurningin um hvers konar jeppamennsku þú ert að hugsa um. Ertu að hugsa um bíl sem þú notar eingöngu í ferðamennsku eða ætlarðu að nota hann úr og í vinnu líka. Viltu hafa þetta létt leiktæki til að sprauta upp brekkur eða duglegan þæginlegan ferðabíl sem mallar áfram útí eitt. Miðað við pælingar þínar um F150 eða F250 ertu kannski meira að spá í síðari kostinn og þá myndi ég ég hafa hann diesel. Við vissar aðstæður getur verið mest gaman að hafa viðbragðssnögga bensínvél í léttum bíl, en þegar er verið að glíma við þungt færi þar á löngum köflum getur dieselbrennarinn mallað mikið betur en bensínbíllinn. Sjóaksturinn krefst oft miklu frekar að hafa gott tork á lágsnúningi heldur en viðbragð. Þar er diesel yfirleitt betri. Og í svoleiðis aðstæðum er diesel oft að eyða minna en bensínbíllinn, en ég gæti best trúað að yfir árið séu þeir að taka álíka mikið úr buddunni. En eins og ég segi þá fer þetta allt eftir því hvernig þú notar bílinn.
    Kv – Skúli H.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 21 through 30 (of 30 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.