This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið.
Ég er staddur í USA og verð væntanlega í 2-3 ár í viðbót. Hef lengi verið með jeppaflensu og haft það á stefnuskránni að koma mér upp vetrar-fjallabíl en alltaf eitthvað komið í veg fyrir það s.s. nám o.s.frv. Átti þó Bronco ´74 og síðar Bronco II ´88 sem ég notaði þónokkuð í sumarferðir.
Nú langar mig hinsvegar að gera eitthvað í málunum og var að láta mér detta í hug að fá mér jeppa hér í USA til að dunda eitthvað við og taka svo með mér heim til Íslands.
Í því sambandi langaði mig að skella hér fram mjög opinni fyrirspurn um hvaða bíl á ég að fá mér hér í USA sem hentar vel til breytinga 😉 ?
Sjálfum langaði mig mest í patrol eða Landcruiser en Patrol fæst ekki í USA og eins og gefur að skilja þá er Landcruiserinn dýr hér m.v. þá ammerísku þannig að spurningin er líklega hvaða ammeríska jeppa mæla menn með til breytinga…vill ekki Bronco II þar sem mér finnst leiðilegt að ganga um hann 2ja dyra og mér finnst hann helst til þröngur. Lét mér detta í hug F-150 supercrew (4ra dyra) með dísel eða f-250, er annars ekki dísel eina vitið á Íslandi? Þetta var nú bara hugmynd að óskoðuðu máli en sá kost í að hafa hann 4ra dyra og svo pall sem hægt væri að skella húsi á og henda öllu draslinu þar inn…svo er bara spurning með allt sem skiptir máli, þ.e. breytingin.
Hvað segja menn og konur um þessar pælingar !? Öll ráð þegin!Kv,
Maskin
P.s. Reyndar hefur mér sýnst að bílar á Íslandi séu orðnir það ódýrir að innflutningur borgi sig illa frá USA (veit um öll gjöld o.þ.h.). Kannski er illskást að vera bara með flensu í 2-3 ár í viðbótar og byrja þegar á klakann er komið !!!?…hmmm
You must be logged in to reply to this topic.