FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

made in the USA-Jeppaflensa

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › made in the USA-Jeppaflensa

This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.01.2002 at 05:41 #191254
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælt veri fólkið.

    Ég er staddur í USA og verð væntanlega í 2-3 ár í viðbót. Hef lengi verið með jeppaflensu og haft það á stefnuskránni að koma mér upp vetrar-fjallabíl en alltaf eitthvað komið í veg fyrir það s.s. nám o.s.frv. Átti þó Bronco ´74 og síðar Bronco II ´88 sem ég notaði þónokkuð í sumarferðir.
    Nú langar mig hinsvegar að gera eitthvað í málunum og var að láta mér detta í hug að fá mér jeppa hér í USA til að dunda eitthvað við og taka svo með mér heim til Íslands.
    Í því sambandi langaði mig að skella hér fram mjög opinni fyrirspurn um hvaða bíl á ég að fá mér hér í USA sem hentar vel til breytinga 😉 ?
    Sjálfum langaði mig mest í patrol eða Landcruiser en Patrol fæst ekki í USA og eins og gefur að skilja þá er Landcruiserinn dýr hér m.v. þá ammerísku þannig að spurningin er líklega hvaða ammeríska jeppa mæla menn með til breytinga…vill ekki Bronco II þar sem mér finnst leiðilegt að ganga um hann 2ja dyra og mér finnst hann helst til þröngur. Lét mér detta í hug F-150 supercrew (4ra dyra) með dísel eða f-250, er annars ekki dísel eina vitið á Íslandi? Þetta var nú bara hugmynd að óskoðuðu máli en sá kost í að hafa hann 4ra dyra og svo pall sem hægt væri að skella húsi á og henda öllu draslinu þar inn…svo er bara spurning með allt sem skiptir máli, þ.e. breytingin.
    Hvað segja menn og konur um þessar pælingar !? Öll ráð þegin!

    Kv,
    Maskin
    P.s. Reyndar hefur mér sýnst að bílar á Íslandi séu orðnir það ódýrir að innflutningur borgi sig illa frá USA (veit um öll gjöld o.þ.h.). Kannski er illskást að vera bara með flensu í 2-3 ár í viðbótar og byrja þegar á klakann er komið !!!?…hmmm

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 30 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 11.01.2002 at 03:32 #458276
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mér dettur í hug Cherokee. Þá gamla boddýið. Þ.e.a.s. kassalaga bílinn. Hann er, held ég, til uppí 1996 árg. Frekar auðvelt að breyta honum. Mjög léttur. Það er að verða mjög vinsæll bíll hér á klakanum. Allavega fyrir þá sem vaða kannski ekkert í pen. og hafa kannski ekki efni á að kaupa sér nýja jeppa. Að vísu eru settar í þá aðrar vélar. Orginal er í þeim 4,0ltr 6syl. Hún er ekki nógu aflmikil fyrir miklar breytingar. Og eyðir víst alveg geðveikt.
    Svo veltur þetta nú á því hvað þú átt mikið af peningum,
    allavega hvað miklu þú ætlar að eyða í þetta. Og hvort þú getur gert við sjálfur, og hafir aðstöðu til þess.
    Ég mundi bíða með þetta þangað til að ég kæmi heim.
    Amerikanar kunna ekki að breyta bílum fyrir vetrarakstur.
    Það er ekki til neitt sem heitir að klippa úr. Þeir hækka bara upp þangað til þeir koma dekkjunum undir. Svo máttu ekki vera á hvaða dekkjum sem er, hámark held ég 35" fer svolítið eftir fylkjum, held ég.

    Dísel er ekkert endilega betra en bensín, fer eftir hvað þú keyrir mikið.

    Kveðja thengill





    11.01.2002 at 11:43 #458278
    Profile photo of Dagbjartur L Herbertsson
    Dagbjartur L Herbertsson
    Participant
    • Umræður: 118
    • Svör: 547

    þetta með cherokhi-ermjög gott mál mjög léttir orginal 1400-1500 kíló vélin dugar og rúmlega það sérstaklega high output mótorinn og þetta með eyðsluna er bull svo er það Grand cheroki hann er aðein þyngri en hægt að fá hann með 360 (ef þú ferð í Grand verslaðu þá hlutföll og svoleiðis í framhásinguna frekar fyrir gamla bílin og skiptu út drifinu því gamli bíllin er með rewers rifi og er mikið betra)bíddu með að hækka hann klippa skrúfa undir þángað til þú kemur heim





    11.01.2002 at 12:51 #458280
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    cheroki wagoner er 1600kg í skráningaskýrteininu m 4.0 vélinni árg 1988





    12.01.2002 at 05:03 #458282
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta með eyðsluna er ekkert bull!!
    Ég veit um marga bíla sem búið er að setja V8cyl vélar í (bæði Dodge 318 og Ford 302) og þeir eyða minna heldur en með 6cyl 4,0ltr línuvélin.
    Þeir eru nú aðeins þyngri er 1400-1500. Fjöguradyra bíllinn er 1600-1700kg en tveggja dyra er ca. 1550kg
    Grand Cherokee er með V8 orginal, bæði 318 og 360. Það eru líka nýrri bílar þeir eru ekki til með gamla boddýinu





    17.01.2002 at 12:24 #458284
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ef Jeep wrangler er ekki of lítill fyrir þig myndi ég alvarlega athuga nýja ’93 special módelið af honum sem er kallað Wrangler Rubicon. Hann er original með Dana 44 að frman og aftan,gormafjöðrun, loftlæsingar, og 4:1 í lágadrifinu.
    Og Wrangler er ekki dýr í USA. einnig er til fullt af upphækunarsettum fyrir hann núorðið





    18.01.2002 at 00:57 #458286
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Ég er á wrangle með 6cyl 4.0l og var á 35" dekkjum og hann var að eyða 18 á hundraði innanbæjar..
    fór niður undir 13 á hundraði langkeyrslu (ef keyrt er á löglegum hraða +/- 30 km) annars sýpur hann bara eftir því sem ýtt er á pinnann í snjó. hef verið með 21-26 á hundraði í eftir því hversu vont færi er.





    18.01.2002 at 00:59 #458288
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Er reyndar með flækjur og sitt hvað fleira
    og hef aðeins einu sinni lent í að vera ekki fyrstur
    og fara hraðast yfir og það var um síðustu pásta í púðrinu
    á vatnajökli ( líklegast því að kenna að ég var eini bíllinn á 35" dekkjum og átti mjög erfitt með að drífa)





    22.01.2002 at 01:07 #458290
    Profile photo of Guðmundur Jóhannsson
    Guðmundur Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 131

    Sæll,

    Ef þú vilt hefjast handa og nýta þér veru þína í USA þá er gott að velja Cherokee 4.0L, hann er reyndar svolítið þröngur afturí en hver tekur með sér farþega á fjöll.
    Ég hef verði að breyta svona bíl og það er virkilega góð úrkoma, ef þú nærð í gott eintak þarna úti þá skaltu versla svona bíl og hafa hann sjálfskiptan.
    Til að byrja með þarf að "Skroka" vélina svolítið, standard 4.0L vélina vantar tog og svolítið af hestöflum. Þú getur verslað dótið í vélina og drifin þarna úti. Hér er góð vefslóð sem þú skalt skoða. http://www.jeep4.0performance.4mg.com/index.html

    Það er náttúrlega flott að setja hann á sverari hásingar en er alls ekki nauðsýnlegt, það er líka svolítið vesen að fá breiðar felgur á standard nafið, þú lætur bara breikka einhverjar ódýrar felgur, reyndar eru til léttmálms felgur frá Weld sem kosta sitt.
    Þú skalt svo hefjast handa við útklippingu og upphækkun eftir að þú ert komin heim.
    mbk.Mundi





    22.01.2002 at 18:10 #458292
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælt veri fólkið aftur.

    Það er gaman að sjá hvað menn eru áhugasamir.

    Mér sýnist í fljótu bragði að menn sem hafa svarað séu aðallega inná Cherokee eða Wrangler í eitthvað mismunandi útgáfum þó. Ég sagði reyndar að ég væri ekki hrifinn af Bronco II vegna þess að hann er 2ja dyra en langar þó að vita hvernig hann er fallin til breytinga og hvernig hann stendur sig t.d. í samanburði við Cherokee-inn.

    Svo að lokum langar mig að vita hvort og hvaða þumalputtareglu er hægt að nota í sambandi við hámarksþunga á fersentimetra snertiflatar dekkja til að vera fær í flestan SNJÓ, þ.e. er einhver viðmiðun sem menn styðjast við. Færið er náttúrulega mjög misjafnt en svona eitthvað til að fá þetta á tilfinninguna. Í framhaldi af því er þá einhver önnur viðmiðun fyrir hámarkssnertiflöt sem hver stærð af dekkjum gefur án þess að skemma dekkin ?….Nú eru þetta að verða svolítið merkilegar pælingar !

    Þakka annars góð ráð.

    Kv,

    Maskin





    22.01.2002 at 22:46 #458294
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þú skalt ekki taka mark á þessum eyðslu tölum sem Thengill er að tala um reyndin er önnur, og ef að þessar tölur eru staðreynd á bílnum hans þá er bíllinn bilaður.
    Þú skalt óhikað kaupa þér Cherokee,annað hvort Grand eða þennan gamla góða, hann er framleiddur alla vega til 2001, 1996 eða 1997 verða línurnar aðeins mýkri en sami bíllinn í grunninn. Ég veit að eigin reynslu að svona bíll er 1750-1800 kg á 36" dekkjum,breytti svona bílum og lét vigta þá.

    Með kveðju Jón





    23.01.2002 at 00:36 #458296
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    kauptu ekki bíl í USA varahlutir eru vandamál amríkaninn viðurkennir ekki bíla framleidda í evropu annað rafkerfi aðrir gormar (fjaðrir legur önnur gatasetning á felgum) ásamt helling af öðru dóti sem menn sjá ekki fyrr á að fara að laga þá passar ekkert nema með skítamixi þetta eru bara svipaðir bílar veit ekki hvort boddý hlutir passi á milli bílar eru merktir EXPORT ONLY sem fluttir eru frá amríku í gegnum umboð á islandi





    23.01.2002 at 15:50 #458298
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég hef leikið mér vísitölu fyrir dekkjastærð sem fæst með
    því deila eigingþyngd bíls í kg með þvermáli og breydd
    dekks í tommum.

    Nokkur dæmi:

    Bíll þvermál breidd vísitala
    Cherokee 2.5. tdi 1540 36 14.5 2.95
    Patrol ’92 2.8l 2150 38 15.5 3.65
    Hilux 1800 38 15.5 3.05
    Suzuki sidekik 1280 33 12.5 3.10

    Nú er patrol á 38 tommum almennt talinn boðlegur í ferðir
    svo ef þessi vísitala er undir 3.5, ætti flotið að vera í lagi.

    Varðandi bronco II, þá er sá bíll með veikari drif, a.m.k.
    að framan, en Cherokee og Wrangler Hann er líka stuttur
    milli hjóla sem stundum er ókostur, mig minnir að þegar ég bjó í USA hafi þessir
    bílar haft orð á sér fyrir að vera valtir.
    Í þeim Bronco II bílum sem ég kannast við er búið að
    skifta út næstum öllum vél og drifbúnaði.

    Einn af kostum Cherokee og Wrangler er framboð af læsingum
    í drifin, lægstu hlutföll eru 4.88, sem passar fyrir 36-38
    tommu dekk.

    Allar vélar sem bjóðast í þessum bílum hafa meira en
    nóg afl til vetrarferða.
    Eldsneytiseyðsla fer fyrst og fremst eftir þyngd bíls
    sé stilling vélarinnar í lagi.
    Bensín vélar eyða þó ca. 30% meira end díselvélar, þessi
    munur eykst með vélarstærð.





    23.01.2002 at 16:18 #458300
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Ég hef aldrei lent í vandræðum með að fá varahluti í mína bíla sem voru fluttir in notaðir frá USA (Transam og Blazer K5). Allar legur fást í Fálkanum, Bílanaust, Benna og fleiri stöðum. Aðrir varahlutir fást víða hér heima.

    Ef mig vantar einhverja sérstaka hluti (t.d. þéttilista) sem ekki fást hér heima þá panta ég hjá H. Jónssyni, þarf bara að gefa upp tegund og árgerð og ef ég nenni þá gef ég upp VIN númerið. Einnig er hægt að panta sjálfur að utan ef menn nenna að standa í því.

    Kveðja,

    Jón H.





    23.01.2002 at 16:55 #458302
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Er ekki nokkuð nærri lagi að áætla að snertiflötur dekkjanna (eftir úrhleypingu) sé a.m.k. þvermál dekksins x breidd dekksins…eða hvað !?

    Allavega ef svo er, þá ert þú eik m.ö.o að segja að "vísitala" 3.5 jafngildi c.a. 0.9 kg. á fertommu snertiflatar dekkja við yfirborð ((2150/4)/(36×15.5)).

    Þannig ætti maður með flatarþrýsting c.a. 0.15kg/fersentimeter (sama og 0.9/fertommu) að vera fær í flest, þ.e. miðað við þá forsendu að 2150 kílóa patrol á 38"x15" sé boðlegur og að snertiflötur sé hægt að áætla þvermál x breidd dekkja…þetta með snertiflötinn var reyndar bara skot frá mér…og hvað veit ég um það!





    23.01.2002 at 17:32 #458304
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    smáleiðrétting á síðustu pælingum frá mér.

    Én ég tala þar um að 0.15kg/fersentimeter ætti að vera nóg en það átti að vera 0.14 kg/fersentim. 0.15 væri rétt ef viðmiðunar-patrolinn hefði verið á 36×15.5 en ekki 38×15.5 eins í raun var talað um





    23.01.2002 at 21:16 #458306
    Profile photo of Guðmundur Jóhannsson
    Guðmundur Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 131

    Ekki veit ég hvað þú ert að fara félagi "gunstoy"
    Það er fátt í heiminum eins auðvelt og að fá hluti í Ameríska bíla, ég tala nú ekki um verðið. Það sem þú ert að ruglast á er. "Þú skalt ekki kaupa Japanskan bíl í USA og flytja hann til Íslands" það kallar á vesen með varahluti.
    Það er ekkert af því að kaupa Amerískan bíl í USA og flytja með sér til Íslands, þú færð alla sapaða hluti í þá hjá Benna og Stál og Stönsum, svo er líka verulega hagstætt að versla þetta á netinu t.d. hjá Summit, þá þarftu bara að hafa réttu partnúmerin og vita hvað þú vilt kaupa.

    Svona til gamans var ég 3 vikur á fá slípisett í vélina mína frá umboðinu en 3 daga að fá flækjur frá Summit.

    Kveðja úr snjónum hér á Akureyri,
    Mundi





    23.01.2002 at 23:30 #458308
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Fyrirgefðu herra Jón. En ég talaði aldrei um neinar
    eyðslutölur! Það eina sem ég sagði er það að 4,0ltr 6cyl
    vélin eyðir alltof miklu þegar búið er að breyta bílunum.
    Minn bíll kemur málinu ekkert við. Minn er nú bara með V6
    2,8ltr. og eyðir miklu, á 33" (er sem betur fer beinskiptur). Minn bíll er nákvæmlega 1541 kg (original).
    Ég var að mæla með því að maðurinn myndi kaupa sér Cherokee.
    Ég tala bara frá mínum reynsluheimi.

    Kveðja Þengill





    23.01.2002 at 23:38 #458310
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Svo er líka upplagt að tala við fyrirtæki sem heitir
    "IB innflutningur"(http://www.ib.is) á selfossi. Þeir sérhæfa sig í að flytja inn notaða og nýja bíla frá Ameríku og Þýskalandi. Þeir geta gefið upplýsingar um allt sem viðkemur varahlutum í ameríska bíla.





    23.01.2002 at 23:40 #458312
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Þengill, fyrirgefðu það er rétt að þú talaðir ekki um eyðslu tölur. Auðvitað á maðurinn að kaupa sér Ckerokee og þá ekki mjög gamlan því að hann kostar ekki það mikið þarna úti.
    En eru það ekki flestir V6 2,8 bílarnir sem sett hefur verið 8 cyl vél í ?

    Kveðja Jón





    25.01.2002 at 01:12 #458314
    Profile photo of Guðmundur Jóhannsson
    Guðmundur Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 131

    Sæll Jón, og allir hinir sem hafa áhuga á Cherokee

    Nú er ég búið að mæla eyðsluna á mínum 4,6L Cherokee, Ég fyllti í topp á þriðjudagakvöldið og fór svo núna áðan og fyllti í topp aftur, 21,5 lítrar og 98,6 km. sem sagt 21,8L á 100km. Innanbæjar snatt og þrusað þrisvar upp í Hlíðarfjall ásamt einum 14 ræsingum á kaldri vél.
    Ég er á því að það séu ekki margar V8 véla sem fara með minna af eldsneyti í svona kulda og snatti.

    Svona til fróðleiks var bíllin vigtaður í jeppaskoðun eftir allar breytingar, fullur af bensíni og með þann búnað sem honum þarf að fylgja í jeppaferð, 1835kg.

    mbk. Mundi





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 30 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.