This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja, núna er frumraun mín í því að skrifa ferðasögur hérna inn 😛 en allavegan hérna er það:
við fórum átta bílar (tvær pæjur, þrír datsun, tveir lúxar og einn cheroke) frá Select á Vesturlandsvegi um kl 09:30 í morgun (annan í jólum) og stefndum beinustu leið upp á Lyngdalsheiði. Á Mosfellsheiðinni og allveg niður í þjóðgarð var fljúgandi hálka svo vægt sé til orða tekið, fréttum meira að segja eftir á að einn hópur hefði lennt í því að keyra hvor aftan á annan.
á leiðinni upp á Mosfellsheiði þurfti einn datsuninn að snúa við með ónýta drifloku, en hinir héldu áfram upp á Lyndalsheiði og svo í áttina að Skjaldbreið. Færið innúr var hreynt út sagt ömurlega leiðinlegt og leið varla sú stund að enginn var stopp. Milli tvö og þrjú (minnir mig) snéri annar datsuninn og annar hiluxinn við, þar sem að þeir þurftu að komast snemma í bæinn.
milli þrjú og fjögur var svo snúið við til að menn kæmust nú á skikkanlegum tíma í bæinn og hafði færið þá batnað um heilan helling, enda farið að frysta. á leiðinni til baka fundum við svo þessa líka fínu hæð til að leika okkur í, þar sem var nóg af snjó og skemmtilegheitum 😀 og vorum við þar svolitla stund að leika okkur og láta aðra pæjuna taka kengúru hopp 😛 svo komu nokkrir fleiri þarna og „djaunuðu“ okkur í þessu og gátu satt að segja ekkert 😛 og var fyndanst að sjá þarna einn range rover reyna að komast upp, en hann hafði alls ekkert aflið í það að krufla sig upp alla út spólaða brekkuna (bara taka það fram að það var aðeins snjórinn sem var út spólaður, sá allt í einu hvað þetta gæti hljómað illa) en eini bíllinn sem komst þarna upp var datsún, svo bara nokkur færibönd sem að komu þarna líka
en svona sem „lokaorð“ í þetta ætla ég að segja að þetta færi hentaði klafabílum MJÖG illa og voru þeir margir fastir, eins og „hoppu pæjan“ hanns pabba en hinir bílarnir allir að standa sig ágætlega, þar sem að þeir voru annaðhvort orginal með rör að framan, eða búið að leiðrétta hönnunarmistökin á bílunum (það er að setja rör undir að framan
endilega látið athugasemdir varðandi ritsmíðar mínar falla hér, en ég nenni ekki í neinn sandkassaleik 😉
You must be logged in to reply to this topic.