This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.02.2003 at 20:50 #192237
Ég er nú kominn á þá skoðun að menn sem eru alltaf að skreppa upp á Lyngdalsheiði ættu nú að fara að skoða landakortið sitt svolítið og spá í hvert þeir eru að fara.
Menn hafa kallað það að fara Gjábakkaveg upp að Dímon og þaðan að vörðuni Bragabót og áfram um þjófahrun að Skjaldbreið að fara upp á Lyngdalsheiði. Þetta er bara ekki að passa því Lyngdalsheiði er nokkrum km fyrir sunnan Gjábakkaveg og með því að fara upp að vörðu er verið að fjarlægjast Lyngdalsheiði enn meir og var maður þó aldrei nálægt henni fyrir.
Menn ættu nú að taka sig saman og kalla þetta svæði með réttu nafni en það eru mörg nöfn sem koma til greina á þessu svæði en Bragabót og Þjófahraun eru trúlegast þau nöfn sem flestir þekkja og nota.
Ef einhver hér veit hvernig varðan (bragabót) varð til og hvernig þetta nafn komst á hana þá væri ekki verra að fá smá fróðleik um hana en eitthvað hef ég heyrt að sleðamenn hafi verið með puttanna í því verki.
Kveðja Hlynur R2208
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.02.2003 at 21:21 #469412
Lyngdalsheiði hljómar FÍNT
Eyþór
25.02.2003 at 21:29 #469414Þú segir þá öllum að þegar þú ferð til Hafnafjarðar að þú sért að fara til Kópavogs því það hljómar svo FÍNT.
Hlynur R2208
25.02.2003 at 21:56 #469416Mér finnst vera komin það mikil hefð á þessa nafngift að það sé lítið við því að segja, þó vissulega sé hún röng – það eru allir sammála um það.
Þetta er hins vegar orðið það þekkt nafn og það vita allir um hvað er verið að tala, þannig að það veldur ekki neinum misskilningi. Það fer hvort eð er enginn upp á Lyngdalsheiðina sjálfa – þangað er enginn vegur svo ég viti til?
Þetta eru álíka hártogun eins og að segja að nafn skálans okkar Setur sé rangt, því fjallið Setur er 5 km. sunnan við skálann sjálfan (sem er álíka fjarlægð og frá toppi Lyngdalsheiðar að veginum) – hann ætti frekar að heita Kisubotnaskáli eða Blautukvíslarskáli enda eru þessi örnefni nær skálanum sjálfum !?!
Annað dæmi er að við erum alltaf að fara upp í Grímsvötn, þó svo við séum bara að fara upp á Svíahnúk eystri í skálann þar, en förum ekki endilega í Grímsvötnin sjálf !?Ég veit að þetta eru hártoganir, en það finnst mér þetta með Lyngdalsheiðarnafnið vera líka.
kv.
Arnór
25.02.2003 at 22:05 #469418Sæll Arnór.
Ég verð nú að leiðrétta smá misskilning hjá Þér.
Nafn skálans okkar er ekki dregið af staðsetningunni. Það fór fram samkeppni um nafn hússins og þetta varð ofaná. Lengi vel var talað um að fara upp í Skálabotna, og það urðu margir fúlir þegar Seturs nafnið var valið framyfir það.
Auðvitað hafði nálægð Setanna (hvernig beygir maður þetta annars) áhrif á nafngiftina, en frekar er vitnað í húsið sem setur, þ.e. háklassa viðverustað.
kv.
EmilÉg tek líka undir það að það er FÍNT að fara upp á Lyngdalsheiði.
25.02.2003 at 22:16 #469420ég er nú þarna að austan og get því ekki verið sammála, ef þið til dæmis mynduð segja við mig að þið væruð að fara uppá lyngdalsheiði tæki ég því sem að þið ætluðuð að keyra gjábakkaveginn, þetta er mjög algengt nafn á veginum en ef þið keyrið upp frá dímon og segið lyngdalsheiði að þá er það nú bara fáránlegt, ef eitthvað kemur fyrir hjá ykkur og vantar aðstoð og eruð spurðir um staðsetningu … ætliði þá að segja… ja ég er uppá lyngdalsheiði… nei… virkar ekki
kv. Axel Sig…
25.02.2003 at 22:39 #469422Sammála því Muffin, enda er ég bara að tala um vegin milli Þingvalla og Laugarvatns.
Síðan fer ég "frá Lyngdalsheiði" inn að Bragabót og í áttina að Skjaldbreið. Það er alveg á hreinu.P.S. en hvar er Lyngdalurinn ??
Arnór
25.02.2003 at 22:46 #469424ég hef ferðast mikið þarna um á sumrin á hestum og þetta er allt vaðandi í lyngi … dregur ábyggilega nafnið sitt af því… annars hef ekki hugmynd…
26.02.2003 at 00:12 #469426Í gamla daga var alltaf talað um að taka þátt í Bláskógarskokkinu, en það var skokk sem haldið var á hverju sumri og byrjaði við bæinn Gjábakka yfir " Lyngdalsheiði" niður að Laugarvatni.Þannig að kannski heitir þetta bara "Bláskógarvegur".Enda var það þarna við vegamótin inn á heiði við Gjábakka sem sveitarfélagið Bláskógarbyggð var stofnað ekki alls fyrir löngu. Ég sjálfur er búinn að ferðast þarna um hundruð skipta bæði akandi og ríðandi og ég mun alltaf kalla þetta Lyngdalsheiði svo framalega sem ég haldi mig við veginn eins og Muffin benti réttilega á.
Kv. Júnni.
26.02.2003 at 08:47 #469428Ég hef nú bara lltaf kallað þetta land Leikfangaland.
Finnst það bara vel við hæfi.
Rúnar
26.02.2003 at 10:11 #469430Sleðamenn kalla þetta svæði SÓKNINA, en ekki veit ég hvaðan það er upprunnið eða af hverju. Kannski til aðgreiningar frá GIRÐINGUNNI, sem er Landmannalaugasvæðið. Það er kannski einhver fróður sem getur útskýrt það nánar. En það er alveg ljóst að þetta er ekki Lyngdalsheiði þó svo að það sé þægilegt að nota það nafn og maður gerir það allt of oft að nota það….
Kv, R-2170.
03.03.2003 at 17:22 #469432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þann 14.október 1984 var hlaðin varða úr hraungrjóti um eða yfir 2 metrar á hæð norð/vestan undir Hrútafjöllum í um 520 metra hæð yfir sjávarmáli.Þeir sem unnu að gerð hennar voru: Pétur Þorleifsson,Hjálmar Pétursson sonur hans og Bragi Hannibalsson. Síðar gáfu þeir feðgar henni nafnið Bragabót og smíðuðu skilti og settu á hana.
Hugmyndin að gerð vörðunnar kviknaði í kolli undirritaðs eftir vélsleðaferð í febrúar 1982. Þetta var fyrir daga staðsetningartækja eins og GPS og Lóran C. Við hrepptum algjöra blindu á heimleið og þreifuðum okkur niður með Skefilfjalli og Kálfstindum. Ég vissi af fyrri ferðum að á vissum stað þ.e. undir Hrútafjöllum (en þau eru vestan við Kálfstinda og samvaxin þeim) átti að yfirgefa fjallgarðinn og taka stefnuna á Dímon, en í þessu dimmviðri áttaði ég mig ekki á rétta staðnum og yfirgaf fjöllin of snemma. Úr þessu varð smá villa og aukakrókur. Til að slíkt endurtæki sig ekki og maður gæti verið alveg viss um staðinn í framtíðinni var varðan hlaðin.
Ég býzt við að nafngiftin skýri sig sjálf (reyndar hef ég ekki heyrt hana sjálfur hjá þeim feðgum).Ég vona Hlynur að þetta svari spurningu þinni.
Bragi Hannibalsson
03.03.2003 at 19:35 #469434Sælir félagar.
Ég hef alveg misst af þessum þræði um daginn. Gaman að þessari útskýringu Braga. Takk fyrir hana.
Ég tek annars heilshugar undir þá krítík sem fram kom fyrr í þræðinum, það verðfellir mjög alla umræðu um ferðir og ferðamennsku ef menn nota röng nöfn, rugla nöfnum o.þh.
Alltaf pirrar það mig jafn mikið þegar menn segjast hafa gist í "Grímsvötnum" og ekið "Kvísláveituveg".
Vöndum okkur við lýsingar á staðháttum, jafnvel þótt við séum ekki kunnug á þeim slóðum sem farið er um (kíkjum þá á kort eins og Hlynur bendir á). Umfram allt, vitum hvar við erum…
Ferðakveðja,
03.03.2003 at 19:36 #469436Þakka þér kærlega fyrir þetta fræðandi og góða svar um Bragabót.
Þessi saga ætti að vera skráð í heimildum einhverstaðar svo fólk geti lesið sér til um örnenfni og sögu þeirra eftir 100 ár þegar það fer að spá í hvað þessir fornmenn sem byggðu íslandi fyrir einni öld voru að þvælast um fjöll á faratækjum sem notuðu benzin og disel…
Kveðja Hlynur R2208
03.03.2003 at 20:27 #469438Þessi örnefnaumræða, sem hófst hér að þessu sinni um hvar Lyngdalsheiði væri, er umhugsunarverð. Þessi "tilfærsla" á örnefnum er alls ekki einsdæmi, síður en svo. Svipaðar sögur má finna um land allt. Einhver hefur heyrt örnefni, kannski séð það á ónákvæmu landakorti og svo lepur hver eftir öðrum og brátt fara menn að telja að komin sé hefð á vitleysuna. Nú er auðvitað ljóst að meðan land hefur byggst hafa auðvitað komið upp aðstæður, þar sem örnefni hafa týnst og staðir og kennileiti verið skírð upp á nýtt. Má þar nefna að eftir plágurnar miklu á fimmtándu öld, 1402 og upp úr 1490 (nákvæmt ártal er nokkuð á reiki) varð manndauði þvílíkur að heilu héruðin urðu mannlaus. Það gefur augaleið að við þær aðstæður varð fólki nauðugur einn kostur að nefna allt upp á nýtt, en örnefnin voru staðarákvörðunartæki þess tíma og því verðmæt og gagnsöm á þann hátt í amstri hins daglega lífs. "Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt" segir þjóðskáldið Tómas í kvæði sínu Fjallgangan og hitti þar naglann á höfuðið sem oftar. Frá okkar sjónarmiði eru örnefnin hinsvegar fyrst og fremst krydd í tilveruna og þeim mun mikilvægara er fyrir okkur að týna þeim ekki og reyna að fara vel og gætilega með þau. Þau eru hvað sem öðru líður hluti af menningararfinum. Hjalti Kristgeirsson, sem farið hefur með ritstjórn hinna frábæru árbóka Ferðafélags Íslands, hefur haft þá ritstjórnarstefnu að fara varlega með örnefni og leggja mikið upp úr að "hafa það sem sannara reynist" í þeim efnum og oft lagt í fyrirhöfn í því skyni. Væri það vel ef fleiri væru sama sinnis. Eigum við ekki að sættast á að það sé einn þáttur í því að ganga vel um landið sitt að halda vel til haga örnefnum og leitast við að fara rétt með eftir því sem best við kunnum?
kv. ólsarinn.
03.03.2003 at 23:39 #469440Afabróðir minn sem var innfæddur Laugdælingur hafði stundum orð á því að það væri mikið rangnefni að tala um Lyngdalsheiði í þessu sambandi. Réttara væri að tala um Bláskógaheiði. Það á þó aðeins við um vestasta hluta leiðarinnar milli Þingvalla og Laugarvatns. Þegar komið er austur af Bláskógaheiðinni taka Laugardalsvellirnir við.
Lyndalsheiðin er sunnar og sjaldan farin. Þó fór ég yfir hana í snjó fyrir um 12 árum (þegar ennþá kom alvöru snjór ;-/ ) enda hef ég haft áhuga á að finna nothæfa leið framhjá Laugardalavöllunum þegar þar er allt á kafi í vatni, sem gerist oft eftir að snjóað hefur að vetri (sjaldgæft í seinni tíð). Þetta er auðveld leið í snjó, farið er suður frá Dímon niður í stað sem heitir Kringlumýri. Þar er skáli, ekki mjög vistlegur, en þó nothæfur í neyð. Siðan er haldið yfir Lyngdalsheiðina í aust-suð-austur og helsta vandamálið er að komast gegnum girðingar sem umlykja byggð. Man ekki nákæmlega hvernig ég komst, fór gegnum eitthvert hlið með vír yfir, líklega of lágt fyrir Econoline.
Gott framtak með skýringu á Bragabót, "vörðunni sem allir þekkja", þessi skúringu ætti að birta í Setrinu.
Með "Datsun" kveðjum
Snorri Ingimarsson
03.03.2003 at 23:58 #469442Reyndar er það nú komið á langtímaplan að gera nýan heilsársveg þarna á milli og vegarstæðið er hugsað sunnar en núverandi vegur (í kringlumýri) og færist því nær hinni margrómuðu Lyngdalsheiði.
Trúlega ætti sagan um Bragabót að fara í afmælisrit 4×4 sem stendur til að komi út næsta haust enda er hún mjög góð.
°Hlynur R2208
04.03.2003 at 09:48 #469444
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það sé alveg rétt að við eigum að reyna að nota rétt örnefni og forðast að einhverjar tilfærslur og misskilningur festist í sessi. Yfirleitt eru heimamenn besta heimildin um rétt örnefni. Reyndar hef ég alltaf heyrt þessa leið, þ.e. veginn frá Gjábakka og yfir að Laugarvatni kallaðan Lyngdalsheiði, en mun nú reyna að taka upp tillögu afabróður Snorra og tala um Bláskógaheiði.
Snorri þú átt svo væntanlega við Laugarvatnsvelli (en ekki dals) svo við höfum það líka rétt.
Kv – Skúli H,
10.03.2003 at 22:39 #469446Jú, rétt er það, vellirnir eru víst kenndir við Laugarvatn en ekki Laugardal.
Snorri.
11.03.2003 at 00:39 #469448
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
?Landið umhverfis Þingvallavatn var nefnt Bláskógar að fornu. …
Þá ber og nafnið Bláskógaheiði, er víða er nefnd í fornritunum, og einkum sýnist eiga við fjallveginn milli Reykjadals syðri (Lundareykjadals) og Þingvallasveitar, vott um hið forna nafn byggðarinnar? (Árbók FÍ, 1930, bls 4).?Hálendið upp af Borgarfjarðardölum er víðast 300-500 m yfir sjávarmál, samfelld heiði eða háslétta, sem hallar hægt til byggða. Á henni rísa ýmis fjöll í 1000 m hæð, en á austurtakmörkunum er hájöklahryggur sá, er liggur nokkuð sundurskorinn frá vestri til austurs um landið. Miðbik hálendis þessa hét að fornu Bláskógaheiði, og er það talið sameiginlegt nafn á svæðinu sunnan Oks og Hrúðurkarla, austur að Skjaldbreið og suður að Ármannsfelli og Kvígindisfelli eða Botnssúlum. Sennilega hefur nafnið þó einkum átt við leiðirnar um fjalllendi þetta, eins og víða eru dæmi til um fjallvegi annars staðar? (Árbók FÍ, 1954, bls 85).
Lyngdalsheiði.
Heiðaflæmi, lágvaxið og gróið, og gömul grágrýtisgosdyngja milli Grímsness og Þingvallasveitar. Þrasaborgir (404 m y.s.) heita þar sem heiðin er hæst. Þar vottar fyrir gígskál. Þrasaborgir bera nafn sitt af því ?að þeir sem land áttu að heiðinni hafi barist þar á fleti þeim, sem liggur vestan undir hólunum og Stríðsflötur heitir,? segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.? (sem sagt Lyngdalsheiði liggur SUNNAN Gjábakkahrauns og Laugarvatnsvalla, svo sem í beinni línu austur ? vestur, milli Apavatns og Miðfells; innskot mitt, SH).
?Þegar farið er eftir veginum milli Þingvalla og Laugarvatns er oft í daglegu tali sagt að farið sé um Lyngdalsheiði en það er rangt. Vegurinn liggur um Gjábakkahraun og Laugarvatnsvelli? (Íslandshandbókin, II. bindi bls 814).
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.