This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir, félagar!
Þjófnaðir á bílum tveggja félaga okkar nú nýlega hafa vakið upp ýmsar vangaveltur hjá manni. Hafi maður skilið frásagnir rétt, þá var í a.m.k. öðru tilfellinu (kannski báðum) notaður lykill til að stela bílnum. Þá veltir maður því fyrir sér, hvort bíllinn/bílarnir hafi nýlega verið á bílasölu/m? – Það er víst opinbert leyndarmál að einstaklingar, sem stunda þennan ljóta leik, séu orðnir nokkuð liprir við að fá bíla lánaða á bílasölum án þess að þeim fylgi nokkur maður frá sölunni, fari svo og láti smíða lykil og steli bílnum síðan við næsta hentugt tækifæri. Í þessu samhengi þykir manni bílaumboð – a.m.k. sum þeirra – nokkuð frjálslynd í lyklasmíði, þvi í flestum tilvikum þarf að leita til þeirra með að fá lykla smíðaða. Þarna bætist við að í mörgum bílum frá síðustu 5 árum eða svo eru microchips í lyklunum og þarf því að forrita þá sérstaklega fyrir hvern bíl.
Það væri gaman ef einhverjir vildu spinna þennan spotta áfram og ræða málið frá fleiri sjónarhornum. En óskaplega fannst manni ánægjulegt hvernig félagarnir tóku á þessum þjófnaðarmálum. Einhvernveginn held ég að þessi viðbrögð fréttist til óhappamannanna og þeir kveinki sér við að stela bílum okkar félagsmanna í framtíðinni eftir þetta þegar þeir vita af þessari góðu samstöðu. Spurning hvort við eigum ekki að vera passasamari með að merkja þá klúbbnum og félagsnúmeri í afturglugga, líkt og gert var hjá FR í dentid?
kveðja
Ólsarinn.
(Ég sé nú svona eftirá, að þessi þráður hefði átt betur heima undir félagsmál)
You must be logged in to reply to this topic.