FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lyklasmíði

by Guðbrandur Þorkell Guðbra

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Lyklasmíði

This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson 22 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.04.2003 at 07:11 #192438
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member

    Sælir, félagar!
    Þjófnaðir á bílum tveggja félaga okkar nú nýlega hafa vakið upp ýmsar vangaveltur hjá manni. Hafi maður skilið frásagnir rétt, þá var í a.m.k. öðru tilfellinu (kannski báðum) notaður lykill til að stela bílnum. Þá veltir maður því fyrir sér, hvort bíllinn/bílarnir hafi nýlega verið á bílasölu/m? – Það er víst opinbert leyndarmál að einstaklingar, sem stunda þennan ljóta leik, séu orðnir nokkuð liprir við að fá bíla lánaða á bílasölum án þess að þeim fylgi nokkur maður frá sölunni, fari svo og láti smíða lykil og steli bílnum síðan við næsta hentugt tækifæri. Í þessu samhengi þykir manni bílaumboð – a.m.k. sum þeirra – nokkuð frjálslynd í lyklasmíði, þvi í flestum tilvikum þarf að leita til þeirra með að fá lykla smíðaða. Þarna bætist við að í mörgum bílum frá síðustu 5 árum eða svo eru microchips í lyklunum og þarf því að forrita þá sérstaklega fyrir hvern bíl.
    Það væri gaman ef einhverjir vildu spinna þennan spotta áfram og ræða málið frá fleiri sjónarhornum. En óskaplega fannst manni ánægjulegt hvernig félagarnir tóku á þessum þjófnaðarmálum. Einhvernveginn held ég að þessi viðbrögð fréttist til óhappamannanna og þeir kveinki sér við að stela bílum okkar félagsmanna í framtíðinni eftir þetta þegar þeir vita af þessari góðu samstöðu. Spurning hvort við eigum ekki að vera passasamari með að merkja þá klúbbnum og félagsnúmeri í afturglugga, líkt og gert var hjá FR í dentid?
    kveðja
    Ólsarinn.
    (Ég sé nú svona eftirá, að þessi þráður hefði átt betur heima undir félagsmál)

  • Creator
    Topic
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)
  • Author
    Replies
  • 02.04.2003 at 09:23 #471952
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Í þessu seinna tilfelli var um að ræða gamlan bíl með væntanlega slitnum skrám og sviss. Þá getur verið að það þurfi ekki svona tilfæringar því það er ótrúlega algengt að lyklarnir passi á milli bíla. Þjófarnir gætu einfaldlega hafa verið með gamlan svipaðan lykil.

    Spurning hvort það sé eitthver einföld lausn til á þessu vandamáli.

    Kv – Skúli H.





    02.04.2003 at 10:41 #471954
    Profile photo of Þröstur Eyvinds
    Þröstur Eyvinds
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 38

    Fyrir all-nokkrum árum var það svo að mikið var stolið af
    Saab- og Cortina bílum. Töldu menn á þeim tíma að slitnir
    lyklar og slitnir svissar eða lásar væru þar orsakavaldar.

    Eftir ítarlega skoðun og eftir að hafa tekið í sundur margar læsingar, komst verkfræðingur að þeirri niðurstöðu
    að aðalástæða þess hversu auðvelt var að opna bílana og snúa lyklum, voru ekki slitnir lyklar eða lásar.

    Það sem gerist með tímanum er að svarf og skítur sest í læsingar, og festir inni splittin sem ganga til móts við passandi lykil. Til þess að ná þessu í burtu er nóg að sprauta í læsingarnar ca 1.ml, af White-sprit, eða Wd40 og smúla þannig út læsinguna. Hún verður sem ný á eftir.

    Kveðja
    E





    02.04.2003 at 11:44 #471956
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir, það er satt að eitthvað hefur verið stundað að fá bíla á bílasölum og láta smíða lykla í þá, við þessu er ekkert að gera því það er engin leið að athuga eigendur að öllum þeim bílum sem koma á þá staði sem smíða lykla.
    Helst væri að bílasalar kæmu sér upp einhverju brennimarki sem þeir brenndu í lyklana sem þeir lána út og væri þá ekki smíðað eftir þeim (eigandi verður þá að passa að eiga annan lykil til að láta smíða eftir næst), einnig er til kerfi í USA þar sem bílasalar setja læsta lyklakippu á lykilinn sem þýðir þá líka að ekki megi smíða eftir honum, þegar bílnum er skilað athugar bílasalinn hvort kippan sé enn á og óskemmd, á kippunni stendur eitthvað á þessa leið á ensku ?bílasölubíll, smíðið ekki eftir?.
    Þessar kippur gætum við reynt að útvega ef nægur áhugi er á því hjá bílasölum.
    Annað sem minnst er á að umboðin smíði frjálst í bílana, þetta er ekki alveg rétt, í flestum tilfellum fá eigendur ekki einusinni lykilnúmerin í sína bíla heldur er þeim bent á að koma til okkar og verðum við að hringja og gefa upp sérstakt leyninúmer til að fá lykilnúmerið.
    Þegar við smíðum eftir svoleiðis númerum skráum við nafn, kennitölu og síma hjá þeim sem lætur smíða og ekki eru afhentir lyklar til annara en eigenda nema skriflegt umboð sé til þess. Athugið að það er alls ekki alltaf hægt að fá þessi númer hjá umboðum og förum við þá á staðinn og tökum sílendra og svissa úr bílunum og handsmíðum eftir þeim.
    Ef þessi gamli bíll var t.d. Nissan er mjög líklegt að hægt hefði verið að nota annan Nissan lykil, hann hefði þó þurft að vera líkur. Þetta vandamál getum við líka lagað, bæði er hægt að skipta um alla kóda í sílendranum og gert hann nokkuð góðan, líka er hægt að fá nýjan sílender og breyta honum svo gamli lykillinn passi áfram, svo ef grunur leikur á að fleiri lyklar séu í umferð getum við breytt öllum skránum í bílnum og eigandinn fengið nýja lykla, þetta er ódýrari leið en að skipta um alla sílendrana svo munar oft tugum þúsunda.
    Þetta með örflögulyklana (transponder) þá er ekki óalgengt að jeppamenn taki þessa örflögu úr lyklinum og lími hana á svissinn, bæði til þess að geta notað fjarræsingu og einnig til þess að geta fest venjulegan lykil undir bílnum ef lykill týnist á fjöllum.
    Það eru líka sumir sem taka þetta kerfi alveg úr sambandi til að minnka áhættuna af bilunum á fjöllum.
    Nýjasti pósturinn fjallar um hreinsun á sílendrum, í flestum tilfellum, og þá sérstaklega í skottsílendra og sílendra í farþegahurðir, sem eru lítið sem ekkert notaðir og nú einnig á bílum sem hafa verið með fjarlæsingar í nokkur ár, er tilfellið það að ekki er hægt með nokkru móti að ?smúla út læsinguna? því inni í henni verður allt að einni steypu sem einungis er hægt að fjarlægja með því að rífa sílenderinn í sundur, setja hann í sýrubað og slípa hann upp (oft skiptum við um kóda í þessum tilfellum), í öðrum tilfellum eru sílendrarnir svo vel steyptir að það er ekki einusinni hægt að ná honum í sundur og verður þá að kaupa nýjan og breyta honum eftir lyklinum að bílnum, svo eru auðvitað þessir bílar sem eru á byrjunarstigi í þessu ferli og þá myndi duga sú aðferð sem á er minnst í fyrri pósti, EN athugið að þá er öll feiti farin úr sílendranum og WD40 eða aðrar olíur koma EKKI í staðinn, svo hann slitnar fyrr og ver og þá kemur að þessu vandamáli að aðrir lyklar gætu passað. Þið getið dælt feiti inn í hann en þá kemur lykillinn alltaf út ataður í feiti, besta leiðin er að láta rífa hann í sundur og yfirfara, WD40 og aðrar olíur eru ágætar til að halda sílendranum hreinum eftir það.

    Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
    f.h. Neyðarþjónustunnar ehf
    Lykla og lásasmiður
    Laugavegi 168
    562-5213
    Óðinn Sigurðsson.





    02.04.2003 at 12:39 #471958
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sælir.

    Ég er einn af þeim sem á gamla Toyotu.

    Mín var orðin þannig að ekki þurfti nema skrúfjárn til að opna dyrnar. Þá gerðist það að einhver reyndi að fara inn í bílinn með stóru verkfæri og braut sílinderinn.

    Ég fékk annan á partasölu, náði honum í sundur, skipti um innmatinn þannig að hann passaði við lykilinn, hreinsaði og smurði. Eftir það er ég nokkuð viss um að ekki er farið inn í bílinn nema með réttum lykli, eða þá í gegnum glugga.

    Niðurlagið er semsagt það, að með lægni er hægt að hressa töluvert upp á sílindrana í Toyotunum þannig að ekki sé eins létt að komast inn í þær. En auðvitað er best að setja þófavörn í bílinn.

    Emil





    02.04.2003 at 12:53 #471960
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Sælir strákar

    Í mínu tilfelli um daginn höfðu þjófarnir ekkert skemmt
    til að komast inn í bílinn hvorki hurð né sviss.

    En við nánari athugun komst ég að því að gamall lykill úr Toyotu Tercel dugði á svissin með smá lagni þó.

    Ég tók þá alla cilendera úr hurðum og svissin og keypti
    annað sett í umboðinu og skipti um, í mínum gamla Hilux
    hefur aldrei verið fjarstýring svo á tólf árum hlýtur
    hurða cilender að slitna mikið.

    Ég leytaði til Neyðarþjónustunar og sögðu menn mér þar
    að þeir gætu breytt hurðarcilendernum og svissinum án þess að skipta um þá en sú þjónusta kostaði ýfið meira en nýtt
    lásasett í allt draslið í umboðinu.

    kv.Lúther





    02.04.2003 at 12:55 #471962
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Vissulega eru til þjófavarnir sem virka hressilega. Samt held ég að flestir verði pirraðir á þeim sem byggja á "fælni" þ.e varnir sem eru með skynjurum á hurðum, spennufalli ..e.t.c og væla svo í tíma og ótíma.

    Ég hef lent í tveimur jeppum innfluttum frá þýskalandi þar sem þjófavarnarkerfi voru all öflug. Þau voru miðuð að því að bíllin virkar bara ekki nema vörnin sé opin. Þessar varnir rjúfa mikilvæga strauma og það á mörgum stöðum þannig að talsverla kunnáttu og ennfremur tíma þarf til að brjóta þær upp. Gallinn er sá við þessi kerfi að eins og allt annað þá eiga þau til að bila og þá er bíllinn kyrfilega stopp.

    Trúlega kæmi einfaldur rofi sem rífur t.d straum að innspýtingartölvu, bensíndælu, olíuverki, eða einhverjum mikilvægum stað að sama gagni. Einn slíkann mætti fela á góðum stað til að gera mönnum erfiðara fyrir. Allavega ódýr lausn það.

    Hvað með t.d að tengja draslið þannig að miðstöðin þyrfti að vera á 2 hraða til að hægt væri að starta bílnum :)?

    Kv Óli





    02.04.2003 at 13:22 #471964
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er ágæt hugmynd, þ.e. að hafa falinn rofa einhver staðar. Finnst það allavega mun betra en þessar þjófavarnir sem gera bílinn óvirkan, myndi ekki vilja lenda í því á erfiðum stað upp á fjöllum.

    Þetta kemur samt ekki í veg fyrir að tækjum og búnaði sé stolið af og innan úr bílnum. Þetta er orðið slæmt þegar menn þurfa að taka talstöðvar og annað úr bílunum strax eftir ferð.
    Kv – Skúli





    02.04.2003 at 13:27 #471966
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Auðvitað getur komið sú staða að ódýrara sé að kaupa nýtt sett í bílinn en það á jafnan við um eldri bíla, eins og kom fram var þessi Toyota 12 ára gömul og sennilegt að það hefði þurft að skipta um bílstjóra-sílenderinn hvort sem er, vegna slits.
    Í þessum tilfellum sem eigandi vill skipta um lykil að eldri bíl er sjálfsagt að viðkomandi leiti í umboðið og fái verð, bæði á sílendrum og ísetningu, og við getum þá reynt að bæta það, við erum líka með sílendra og svissa í flesta bíla og við reynum að hafa þá ódýrari en umboðin, ef við fréttum af sílender sem er dýrari hjá okkur þá lækkum við hann bara. Við REYNUM ALLTAF að vera ódýrari.
    Óðinn.





    02.04.2003 at 17:21 #471968
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Ég er búinn að finna mjög góða lausn á þessu þjófavandamáli.
    Í minni Toyotu er þjófavörn sem sprengir bílinn í loft upp ef reynt er að stela honum! Þjófurinn reynir alla vega ekki aftur… Bíllinn er svo tryggður upp í topp… Sprengi-tryggingin er að vísu svolítið dýr, en þetta borgar sig!

    STÖNDUM SAMAN GEGN ÞJÓFNUÐUM.

    Kveðja,
    Ólafur.
    R-2170.





    02.04.2003 at 18:23 #471970
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Neyðarþjónustan
    Laugavegi 168
    Landsins mesta úrval af lyklum
    Sérverslun og verkstæði með lykla læsingar og skyldar vörur.
    Allar Lásaviðgerðir
    http://www.las.is





    02.04.2003 at 18:39 #471972
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég ættlaði rétt aðeins að benda á það að þessi leit einskorðaðist ekki bara við félagsmenn ferðaklúbbsins. Við vorum nokkrir sem erum ekki félagsbundnir sem fórum á stúfana þegar bílnum hanns Lúthers var stolið og leituðum í nokkra klukkutíma í grend við Reykjavík.

    Þannig að……….

    Stöndum saman JEPPAEIGENDUR geng þjófnaði á bílunum okkar.





    02.04.2003 at 21:44 #471974
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Svona sem upphafsmaður að þessum þræði langar mig að þakka þeim sem skrifað hafa hér fyrir ofan og frætt bæði mig og aðra um heilmargt á þessu sviði. Satt er það, að þessi "killer switch" búnaður, sem t.d. bílar fyrir þýskan markað eru mikið með, getur verið til stórrar bölvunar ef bíll bilar t.d. á fjöllum og eitthvað þarf að eiga við rafmagnið. Ef maður tekur t.d. geymasamband af (við rafsuðu o.s.frv.) fer bíllinn ekki í gang aftur nema reset-a allt draslið með sérstakri tölvu, kóðanúmerum og öllum pakkanum, sem er alls ekki gert nema á sérhæfðu verkstæði. Big shit. Svo líður nú varla sú nótt að maður vakni ekki upp við "false alarm" frá þjófavarnarkerfi í bíl einhversstaðar í nágrenninu. En varðandi það sem stebbi skrifar hér á undan, þá ætla ég síst að lasta framtak utanfélagsmanna, þar eru til drengir góðir eins og t.d. stebbi er vafalaust. Hinsvegar eru líka í þeim hópi pjakkar, sem koma óorði á jeppamenn. Því hvet ég stebba og alla aðra vandaða og góða ökumenn jeppa að drífa sig í félagið. Þeir eiga þar heima og varla verður kostnaðurinn (félagsgjaldið) til að fæla þá frá, fyrir nú utan hvað við erum allir skemmtilegir! Það er nú ágætis bónus!
    kveðja að norðan
    ólsarinn.





    02.04.2003 at 22:29 #471976
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    er nú sniðugt að vera að tala um að það sé hægt að opna með hinum og þessum lykkli þegar spjallið er opið fyrir alla ?

    það geta þjófar og þess háttar lesið þetta og fengið hugmyndir.

    var bara að velta þessu fyrir mér

    Kveðja Siggi

    ps. 4×4 félagar geta nú sennilega alveg verið þjófar líka maður veit aldrei.





    02.04.2003 at 22:36 #471978
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Ég held að það komi engum á óvart að lyklar gangi á milli bíla þegar þeir eldast og slitna. Allavega hefur það verið þannig í mínum bílum ef maður hefur læst lyklana inni að meður hefur bara fengið nokkra lykla lánaða og það gengur! Best held ég, er að setja slagbrand og hengilás á bílinn, rétt eins og Mr. Been.





    03.04.2003 at 10:13 #471980
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Látið ekki ónýta sílendra spilla ánæguna af því að eiga flottan jeppa, þetta má líkja við það að skilja íbúðina eftir opna, þið eruð margir með tölvur, GPS, talstöðvar og flottar græjur í þessum bílum, það er miklu ódýrara að láta laga þetta vandamál en bæta skaðann sem annars gæti orðið.
    Það er að sjálfsögðu staðreynd að suma bíla er auðvelt að opna án lykils en það er óþarfi að bjóða upp á það.
    f.h. Neyðarþjónustunnar, Óðinn.





    03.04.2003 at 19:47 #471982
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Það að læsa bílnum er því miður lítil trygging fyrir því að ekki sé farið inn í hann, jafnvel þó lásar séu í lagi. Sæmilega handlaginn maður kemst næsta auðveldlega inn í flesta bíla á markaði hér. Þeir sem síðan gera út á að stela úr bílum komast inn í hvaða bíl sem þeim dettur í hug á svipstundu. Því miður er þetta bara svona, og því verður einfaldlega að taka þá hluti inn úr bílnum sem maður vill ómögulega missa.





    03.04.2003 at 21:07 #471984
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Menn verða ekki sjálkrafa englar og góðmenni á því að ganga í Ferðaklúbbinn 4×4 ólsari. Hér eru mörg rotin epli innan um annars góða ávexti og það er ekkert óeðlileg miðað við stærð félagsins.





  • Author
    Replies
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.