This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Gunnsteinsson 23 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ég vil benda ykkur á að nú er til nóg af lyklum að Setrinu.
Við viljum hvetja þá félaga sem ekki eiga lykil, til að kaupa einn slíkan.
Lykill kostar kr. 5000, og er verðið hugsað sem skilagjald sem fæst endurgreitt þegar lykli er skilað.
Lyklar að Setrinu ganga líka að Árbúðum.
Ég held að þeir gangi einnig að einhverjum skálum sem eru í eigu eða umsjá annarra deilda. Getur einhver upplýst um það?
Tekið skal fram að fyrir lykla sem lánaðir eru út þarf einnig að borga kr. 5000 í skilagjald.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast lykil geta haft samband við skálanefndina á opnu húsi á fimmtudagskvöldum í Mörkinni 6 eða Nikulás, starfsmann ferðakúbbsins 4×4, í síma 5684444F.h. skálanefndar
Kjartan Gunnsteinsson
R-1563
You must be logged in to reply to this topic.