Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Lokuvandamál í Patrol
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.11.2003 at 18:34 #193215
Sælir.
Er með Patol árg. 95 á 38″
Eftir að hafa hert uppá legum að framan fór að koma einkennilegt hljóð í hægra framhjóli.
Þetta lýsir sér þanning að eftir smá akstur kemur surg og síðan smellur, eins og lokan sé að sleppa.
Er með orginal auto lokur.
Er búinn að rífa þetta sundur aftur en átta mig ekki á hvað getur orsakað þetta. Skiptir máli hvernig lokan er sett á? Getur verið að eithvað annað sé að orsaka þetta.Hvernig virka þessar blessuðu lokur eiginlega?
kv,
Guðjón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.11.2003 at 19:25 #481242
Sæll félagi … ég er með sömu týpu af Patrol og þú og hef lent í sömu vandræðum… og við erum ekki þeir einu … þetta er landlægt vandamál með patrolana… lokurnar þola ekki álagið… ég var kominn með superwinch lokur og svo fóru þær þá keypti ég aðrar og svo fóru þær … og að lokum fékk ég bjargir eða slífar eða hvað sem menn vilja kalla það … hjá Ægi í renniverkstæði Ægis uppá höfða … og það er búnaður sem hefur ekki klikkað ennþá en ókosturinn er náttúrulega að þetta eru engar lokur … bíllinn er stöðugt í fourwheelinu en þetta klikkar ekki… og þetta er ódýrara en nýjar lokur… svona er allavega mín reynsla af þessum lokum…
kveðja Axel Sig…
23.11.2003 at 19:42 #481244Hef heirt að það verði að passa að smyrja "lítð" og með rétta feiti.
23.11.2003 at 20:03 #481246Það virðist vera algengur miskilningur að fylla lokurnar af feiti. Þær eiga að vera hreinar að innan og lítið smurðar. Gott er að smyrja mjög þunnu lagi af koppafeiti á þá hluti sem hreyfast og nuddast saman þegar lokan er sett saman. Ef allt er fullt af feiti þá heldur feitin lokunni fastri. Annars veit ég ekki hvernig þetta AUTO dót virkar á patrol en þetta er málið með venjulegar lokur.
23.11.2003 at 20:12 #481248það er nóg að nota gírolíju í lokurnar svo að þær riðgi ekki Kveðja jepp
24.11.2003 at 13:40 #481250Driflokur í Patrol eiga ekki að vera til vandræða. Þeir sem brjóta þær gera það allir á sama tíma í ferðinni…rétt áður en þeir ætla út að setja þær á ,,Lock". Málið er að láta þær ekki vera í ,,auto" í ófærum, en þá eiga þær til að vera að opna og loka á versta stað. Þær læsa sér þegar átakið kemur innan frá þ.e. þegar er öxullinn snýst hraðar en dekkið og eru fljótar að kúpla sér út um leið og dekkið rúllar hraðar en öxullinn.
Nenna strax út að læsa. Það hefur yfirleitt ekki klikkað og lokurnar stífna síður ef við erum duglegir að opna og loka með handafli.
Kveðja,
Lalli.
24.11.2003 at 15:51 #481252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
mig langar að forvitnast aðeins, er nýbúinn að fá mér Patrol ’94. Það sem ég hef rekið mig á er að þegar þetta er stillt á auto þá virkar það ekki neitt. Ég lendi í því að þurfa að fara út og setja handvirkt á lock. Var á ferðinni í Dómadal í hálku og komst ekki upp brekkur með lokurnar á auto, varð að fara út og læsa.
Mig langar að spyrja hvort það sé ekki hægt að setja á lokur sem ég stjórna innan úr bílnum hvort þær eru læstar eða ekki (þetta á að sjálfsögðu bara við að framan því það er rafmagnslæsing að aftan hjá mér).
Kveðja,
Óli
24.11.2003 at 16:03 #481254Fyrirgefðu, ef ég er að misskilja þig nutty, en mér finnst þú vera að rugla saman driflæsingu og driflokum. Það er eins og flestir vita sitt hvor hluturinn. Driflokurnar tengja/aftengja virkni framdrifsins út í hjól, þannig að framdrifið snýst ekki með þegar ekið er t.d. í 2×4 á millikassanum. Driflæsingar læsa mismunadrifinu inni í kögglinum, þannig að annað hvort snúast bæði hjólin eða eitthvað fer í sundur (nú eða vélin drepur á sér!)
24.11.2003 at 17:29 #481256
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hehe, já ég er örugglega að rugla saman lokum og læsingum. Ég er bara nýbyrjaður í þessum jeppaheimi og var að lesa um vandamál með læsingar í hilux í öðrum þræði hérna.
Það væri kannski fínt að fá einhverjar meiri upplýsingar þar sem ég fékk ekki manual með bílnum og hef lítið geta kynnt mér þetta.
T.d. lokurnar á framdekkjunum, þær eru í auto venjulega og ég er í 2×4 en svo set ég í 4×4 og samt spólar bíllinn. Ættu þessar lokur ekki að grípa inn í ef ég byrja að spóla (þannig skil ég auto allavega).
Hvenær er mér óhætt að vera með á lokurnar á lock en ekki auto ?
Og fyrst það er munur á þessu, hvað græði ég á því að fá læsingar að framan, er ekki allt læst þegar ég er með í lock á lokunum ?
Þetta er alveg þvílík loklok og læs fyrir mér
Kveðja,
Óli
24.11.2003 at 19:41 #481258Jæja kall … hérna er greinilega smá misskilningur á ferðinni hjá þér varðandi lokur og læsingar.
lítum á þetta svona, bíllinn er alltaf í afturdrifinu hjá þér engar lokur þar, en í afturhásingunni hjá þér er driflæsing "diff lock" sem gefur þann möguleika á að læsa mismunadrifinu að aftan þ.e. að láta bæði dekk snúast jafn hratt hvort sem keyrt er beint eða í gegnum beygjur.
Framhásingin er svo allt annar pakki þar segistu vera með autolokur sem ég held að ég geti alveg fullyrt að séu bilaðar ef þær virka ekki við aðstæður eins og þú lýstir hér áðan, það er rétt hjá þér að þegar lokurnar eru stilltar á auto eiga þær að smella inn þegar þú setur í 4×4 en það gerist ekki hjá þér þú þarft að setja á lock til að fá framdrifið inn, en það er nákvæmlega það sem lokur gera, setja framdrifið í "samband" en þó er mismunadrifið alltaf laust og liðugt alveg sama hvort þú setur í lock á lokunum eða hefur á auto, það þarf að kaupa læsingu í framhásingu aukalega viljirðu hafa þann möguleika á að geta læst mismunadrifinu í framhásingunni.í stuttu máli sagt
ekki í lokunum og ekki í framdrifinu = spólar á einu dekkií lokunum og í framdrifinu = spólar á einu að aftan og einu að framan
í lokunum og í framdrifinu og með "diff lock" á = spólar á báðum að aftan og einu að framan
í lokunum og í framdrifinu og með diff lock á og aukalæsingu í framhásingu = spólar á öllum fjórum
mundu bara þetta, ekki nota diff lock innanbæjar, hún á aðeins að notast í þeim aðstæðum þar sem þér vantar meira grip í utanvegarakstri að mínu mati, bíllinn beygir verr og lætur verr að stjórn þegar hann er í diff lock… sérstaklega í hálku…
kveðja Axel Sig…
24.11.2003 at 20:31 #481260
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
aha … þetta var akkúrat það sem ég þurfti að vita
Takk fyrir þetta !
Óli
24.11.2003 at 20:32 #481262Sælir snillingar.
Tók lokuna í sundur, burtu með feitina og gírolíu í staðinn. Virðist vera komið í lag.
Þetta hefur þróast í hinn athyglisverðsta þráð. Ég td. var ekki klár á þessu með að setja lokuna í lock þegar í torfærur er komið það á vonandi eftir að bjarga mér frá því að skemma lokurnar hjá mér.
Þakka góð ráð.kveðja,
Guðjón
24.11.2003 at 23:57 #481264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég lenti í svipuðu vandamáli á mínum 4Runner og skrifaði um það hér á síðunni hér er linkurinn https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=997#5903
En svona endaði vandamálið þá og hefur verið til friðs síðan
———————————————–
Manual eða automatic lokur
Sent inn 5.2.2003 15:54:17Sælir og takk fyrir aðstoðina
Ég tók draslið í sundur og viti menn það voru eingar lokur þannig að framdrifið snýst alltaf með og svo læsi ég bara kassanum til að setja í framdrifið..
í stuttu máli reif ég draslið í sundur alveg inn að innri legu og sá ekkert athugavert við neitt þannig að ekki var um annað að ræða en að setja saman aftur.
Ég hjólastillti bílinn svo því að hann var aðeins innskeifur og viti menn það hefur ekki heyrst bops í honum síðan…… 7.9.13
Vona að þetta hafi verið málið og annars kemur það væntanlega í ljós þegar illa stendur á.
Kveðja
Hjalti
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.