Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › lokur, til hvers
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Örlygsson 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2004 at 10:02 #193775
AnonymousGóðan daginn,
ég var að velta fyrir mér hvort einhver gæti sagt mér hver er tilgangurinn með að hafa lokur. Ég veit alveg til hvers þær eru en þegar félagi minn spurði mig af hverju að hafa þær yfirhöfuð þá gat ég ekki svarað því.
Heyrði síðan einhverstaðar að þetta væri til að spara bensín, þe. til þess að þurfa ekki að snúa öllu þegar bíllinn er í 2×4, en er það eini tilgangurinn ?? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.02.2004 at 10:16 #488918
Ætli þetta sé ekki bara til að spara drifbúnaðinn, láta hann ekki snúast ef hann þarf þess ekki. Svo er þetta líka gott ef þú brýtur framdrif, þá bara tekurðu lokurnar af og keyrir heim.
Haukur
16.02.2004 at 10:16 #494825Ætli þetta sé ekki bara til að spara drifbúnaðinn, láta hann ekki snúast ef hann þarf þess ekki. Svo er þetta líka gott ef þú brýtur framdrif, þá bara tekurðu lokurnar af og keyrir heim.
Haukur
16.02.2004 at 10:21 #488920
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Minnkar slit á framhásingu, hjöruliðum í framskafti og hluta millikassa með því að allt draslið er ekki að snúast þegar bíllinn er ekki í framdrifinu. Spara út af þessu einhverja örlitla eldsneytisnotkun.
16.02.2004 at 10:21 #494828
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Minnkar slit á framhásingu, hjöruliðum í framskafti og hluta millikassa með því að allt draslið er ekki að snúast þegar bíllinn er ekki í framdrifinu. Spara út af þessu einhverja örlitla eldsneytisnotkun.
16.02.2004 at 10:50 #488922Góðan daginn,
hvernig er það heitir það ekki sítengt aldrif þegar ekki eru lokur, og að setja í framdrifið er sama aðgerð og í Mözdu konunnar kallað að læsa millikassa.
Ég hef heyrt að það sé vont að láta þessa hluti vera lengi í sömu stellingunni þá skapist misslit eins og gerist með lokubíla.
Ég var ekki með lokur síðast og kunni því mjög vel sérstaklega í slæmu veðri þá hreyfði maður einhverja stöng og hann var kominn í framdrifið.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
16.02.2004 at 10:50 #494830Góðan daginn,
hvernig er það heitir það ekki sítengt aldrif þegar ekki eru lokur, og að setja í framdrifið er sama aðgerð og í Mözdu konunnar kallað að læsa millikassa.
Ég hef heyrt að það sé vont að láta þessa hluti vera lengi í sömu stellingunni þá skapist misslit eins og gerist með lokubíla.
Ég var ekki með lokur síðast og kunni því mjög vel sérstaklega í slæmu veðri þá hreyfði maður einhverja stöng og hann var kominn í framdrifið.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
16.02.2004 at 12:46 #488924Allir Jeeparnir eldri en 91 eru án loka og allt klabbið snýst með. Mér fanst það frekar þægilegt að þurfa ekki að fara út nema bara til að hleypa út lofti… Reyndar eftir 91 koma sumir með vacum loku á hægri öxli. Það er algert drasl… Ég braut það tvisvar á einu ári.
Ingi R-3073
16.02.2004 at 12:46 #494835Allir Jeeparnir eldri en 91 eru án loka og allt klabbið snýst með. Mér fanst það frekar þægilegt að þurfa ekki að fara út nema bara til að hleypa út lofti… Reyndar eftir 91 koma sumir með vacum loku á hægri öxli. Það er algert drasl… Ég braut það tvisvar á einu ári.
Ingi R-3073
16.02.2004 at 13:10 #488926Lokur eru eitt, sídrif er annað. Ef millikassinn er búinn mismunadrifi, þá er búnaður í honum til að læsa mismunadrifinu og þá er drifbúnaður í þessum bílum eins og í venjulegum "jeppa", þ.e. þeir geta verið ansi stífir á auðu í framdrifinu. Mér finnst sídrifið bera af öðrum búnaði í hálku, því mismunadrifið gerir það að verkum að þú hefur nær alltaf meiri stjórn á bílnum en ella. Á bíl með venjulegum millikassa eru lokurnar fyrst og fremst til að minnka slit á framdrifinu og ekki síður til að spara eldsneyti. Sumir bílar eru með sjálfvirkar lokur, eins og t.d. Pajero, en hann er með þeim ósköpum búinn að vera bæði með sídrifskassa og geta verið bara í afturdrifinu. Yfirleitt eru sídrifsbílar alltaf ca. 30% í framdrifinu.
16.02.2004 at 13:10 #494838Lokur eru eitt, sídrif er annað. Ef millikassinn er búinn mismunadrifi, þá er búnaður í honum til að læsa mismunadrifinu og þá er drifbúnaður í þessum bílum eins og í venjulegum "jeppa", þ.e. þeir geta verið ansi stífir á auðu í framdrifinu. Mér finnst sídrifið bera af öðrum búnaði í hálku, því mismunadrifið gerir það að verkum að þú hefur nær alltaf meiri stjórn á bílnum en ella. Á bíl með venjulegum millikassa eru lokurnar fyrst og fremst til að minnka slit á framdrifinu og ekki síður til að spara eldsneyti. Sumir bílar eru með sjálfvirkar lokur, eins og t.d. Pajero, en hann er með þeim ósköpum búinn að vera bæði með sídrifskassa og geta verið bara í afturdrifinu. Yfirleitt eru sídrifsbílar alltaf ca. 30% í framdrifinu.
16.02.2004 at 13:20 #488928Það sem græðist á að vera með lokur er:
Bíllinn er léttari í akstri.
Eyðir minna eldsneiti.Einn af göllunum er hins vegar sá að drifskaftið er lengi í sömu stöðu og dragliðurinn vill slitna meira og ójafnt.
Hvað varðar slit á drifum og hjöruliðum þá held ég að það hafi sáralítil áhrif.
Kv. Helgi
16.02.2004 at 13:20 #494841Það sem græðist á að vera með lokur er:
Bíllinn er léttari í akstri.
Eyðir minna eldsneiti.Einn af göllunum er hins vegar sá að drifskaftið er lengi í sömu stöðu og dragliðurinn vill slitna meira og ójafnt.
Hvað varðar slit á drifum og hjöruliðum þá held ég að það hafi sáralítil áhrif.
Kv. Helgi
16.02.2004 at 15:01 #488930Þetta svar er sérstakt mótvægi við það sem hev skrifaði nú síðast:
Án þess að vita það fyrir hreinan sannleika, þá er ég nokkuð viss um að slit á draglið er óverulegt, nema þá að framdrifið sé bara notað einu sinni á ári eða álíka sjaldan. Það þarf jú að smurja drifsköft reglulega til að minnka slit.
Það má alveg eins segja að hjöruliðskrossar slitna við að keyra.
Elvar
16.02.2004 at 15:01 #494845Þetta svar er sérstakt mótvægi við það sem hev skrifaði nú síðast:
Án þess að vita það fyrir hreinan sannleika, þá er ég nokkuð viss um að slit á draglið er óverulegt, nema þá að framdrifið sé bara notað einu sinni á ári eða álíka sjaldan. Það þarf jú að smurja drifsköft reglulega til að minnka slit.
Það má alveg eins segja að hjöruliðskrossar slitna við að keyra.
Elvar
16.02.2004 at 16:06 #488932
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En getur þá einhver fróður sagt mér hvort svona sjálfvirkar lokur eins og eru t.d. í L-200 séu eitthvað síðri en handvirki útibúnaðurinn?
Thordur
16.02.2004 at 16:06 #494849
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En getur þá einhver fróður sagt mér hvort svona sjálfvirkar lokur eins og eru t.d. í L-200 séu eitthvað síðri en handvirki útibúnaðurinn?
Thordur
16.02.2004 at 16:13 #488934Það hefur oft reynst mér alveg furðu vel til þess að fá einhverja smá innsýn í eitthvað efni að skoða þessa síðu: [url=http://www.howstuffworks.com:1sjmotf0]www.howstuffworks.com[/url:1sjmotf0]
Þarna er t.d ágæt lýsing á því hvernig 4wd virkar og hver munurinn er á sítengdu drifi og part time drifi. sjá:
[url=http://www.howstuffworks.com/differential.htm:1sjmotf0]Mismunadrif[/url:1sjmotf0]
[url=http://www.howstuffworks.com/four-wheel-drive.htm:1sjmotf0]4wd[/url:1sjmotf0]p.s
Lokurnar heita þarna Locking Hubsþb
16.02.2004 at 16:13 #494853Það hefur oft reynst mér alveg furðu vel til þess að fá einhverja smá innsýn í eitthvað efni að skoða þessa síðu: [url=http://www.howstuffworks.com:1sjmotf0]www.howstuffworks.com[/url:1sjmotf0]
Þarna er t.d ágæt lýsing á því hvernig 4wd virkar og hver munurinn er á sítengdu drifi og part time drifi. sjá:
[url=http://www.howstuffworks.com/differential.htm:1sjmotf0]Mismunadrif[/url:1sjmotf0]
[url=http://www.howstuffworks.com/four-wheel-drive.htm:1sjmotf0]4wd[/url:1sjmotf0]p.s
Lokurnar heita þarna Locking Hubsþb
16.02.2004 at 16:29 #488936
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá upplýsingar um framdrifslokur.
Bílar sem eru með sítengt aldrif eru ekki með lokur.
Ef settar eru lokur í bíl með slíkan búnað færi hann ekki af stað.
sjálvirkar, vakumlokur eru ágætar til síns brúks, en henta ekki í ófærum þar sem þarf að jaga fram og til baka eða rugga bílnum.
Sjálfvirkar lokur eins og eru t.d. í mmc og fleirri bílum virka þannig að við átak frá drifi læsa þær,þannig að þegar þú bakkar losna þær og þurfa að læsa sér í hina áttina. Sem sagt ef þú ert fastur og ætlar að rugga fram og til baka er framdrifið ekki með.
Handstýrðar lokur eða fastur flans eins og er á bílum með sítengt aldrif er það eina sem hægt er að treysta á.
Þegar lokur eru ekki á snýst ekkert í drifrásinni að framan
þannig að sá búnaður fær frí meðan lokurnar eru ekki á og sparar bensín, olíu og minkar slit í drifrás. Einnig finnst mikil munur á krafti á bílum sérstaklega þeim sem eru með litlar vélar.
með kveðju Ásgeir Gunnarsson
16.02.2004 at 16:29 #494857
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá upplýsingar um framdrifslokur.
Bílar sem eru með sítengt aldrif eru ekki með lokur.
Ef settar eru lokur í bíl með slíkan búnað færi hann ekki af stað.
sjálvirkar, vakumlokur eru ágætar til síns brúks, en henta ekki í ófærum þar sem þarf að jaga fram og til baka eða rugga bílnum.
Sjálfvirkar lokur eins og eru t.d. í mmc og fleirri bílum virka þannig að við átak frá drifi læsa þær,þannig að þegar þú bakkar losna þær og þurfa að læsa sér í hina áttina. Sem sagt ef þú ert fastur og ætlar að rugga fram og til baka er framdrifið ekki með.
Handstýrðar lokur eða fastur flans eins og er á bílum með sítengt aldrif er það eina sem hægt er að treysta á.
Þegar lokur eru ekki á snýst ekkert í drifrásinni að framan
þannig að sá búnaður fær frí meðan lokurnar eru ekki á og sparar bensín, olíu og minkar slit í drifrás. Einnig finnst mikil munur á krafti á bílum sérstaklega þeim sem eru með litlar vélar.
með kveðju Ásgeir Gunnarsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.