Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Lokun NMT kerfisins.
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 14 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.09.2010 at 12:21 #214280
Jæja, þá er það endanlega komið, búið að loka nmt kerfinu. Þá geta menn endanlega farið að hreinsa þetta dót úr bílunum hjá sér, á sjálfur tvo slíka inni í geymslu hjá mér, einn Nokia og einn Dancall. Er búinn að vera á leiðinni undanfarin ár að setja annan þeirra í bílinn hjá mér en alltaf hafa komið tilkynningar um að það ætti að loka kerfinu þegar ég hef um það bil verið að fara að framkvæma málið en núna er þetta semsagt endanlegt. Átti sjálfur síðasta nmt símtalið í Setrinu um síðustu helgi þegar Einar Sól hringdi í símann í skálanum. Þar með er það skjalfest. Gengið er á enda tímabil nmt símans. Kv. Logi Már.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.09.2010 at 14:45 #701552
Þarf ekki fjarskiptanefnd að boða til erfidrykkju?
01.09.2010 at 15:09 #701554Þarf ekki að jarða það fyrst Rúnar? SVO höldum við erfidrykkju.
01.09.2010 at 19:51 #701556TIL SÖLU. Nokia NMT á til 3 stk. Verð 60 þús stk… Gjöf en ekki gjald. ;D
En ég á eftir að sakna nmt.mbk Ingi Bjöss
02.09.2010 at 23:13 #701558Wilson magnarar [url:15rzm48q]http://www.alternativewireless.com/cellular-antennas/wilson-vehicle-wireless-repeaters/vehicle-cell-amplifier-dual-band.html[/url:15rzm48q]
03.09.2010 at 09:46 #701560[quote="sij":6qr40iei]Wilson magnarar [url:6qr40iei]http://www.alternativewireless.com/cellular-antennas/wilson-vehicle-wireless-repeaters/vehicle-cell-amplifier-dual-band.html[/url:6qr40iei][/quote:6qr40iei]
Þetta getur hjálpað en höfum í huga hvernig GSM útbreiðslan er í raunveruleikanum.
GSM er á mjög hárri tíðni miðað við önnur fjarskipti sem við höfum notað. Það þýðir að bylgjan er háðari sjónlínu og beygir minna niður í lægðir heldur en t.d. gamla NMT kerfið eða VHF samband við endurvarpa.
Jafnaframt eru skarpari skil á milli þess hvort gott merki sé til staðar eða ekkert merki. Við getum ímyndað okkur útbreiðslukort sem er litað svart þar sem gott samband er og hvítt þar sem ekkert samband er. Á mörkum þessara svæða, þar sem samband er lélegt gæti verið grár litur.
Á gráa svæðinu myndu svona græja eða útiloftnet hjálpa. Ekki annars staðar. Í GSM kerfinu er þessi gráu svæði "mjó". Sem segir okkur að útiloftnet eða svona "endurvarpi" hjálpar okkur ekki allsstaðar.
Helstu not fyrir útiloftnet eða svona tæki er þegar talað er í símann á ferð og leiðin liggur um öldótt landslag þar sem GSM merkið er veikara í lægðum. Þá myndi síminn ekki alltaf vera að detta út í lægðum.
Snorri
03.09.2010 at 10:57 #701562Okkur vantar GSM síma eins og NMT með dokku og útiloftneti. Hann hefur verið til t.d. í Motorola M930. En mér skilst á Hátækni það sé að koma ný útfærsla M940 eða M950 sem er 3G langdræg s.s. 3G á 900Mhz. Ef það er reyndin er best að bíða aðeins eftir honum. En þá er líka ágætt að vera duglegir við að hringja í Hátækni og spyrja um hann og reka á eftir þessum síma. En núna er bara framundan að fjarlægja NMT hræið or bílnum.
03.09.2010 at 14:07 #701564[quote="Krilid":rxxn1nba]En núna er bara framundan að fjarlægja NMT hræið or bílnum.[/quote:rxxn1nba]
Ef þið eruð með símanúmer á NMT sem þið viljið halda í, þá er hægt að breyta því í GSM númer.
Snorri
03.09.2010 at 14:12 #701566[quote="Krilid":26ktpl88]Okkur vantar GSM síma eins og NMT með dokku og útiloftneti. Hann hefur verið til t.d. í Motorola M930. En mér skilst á Hátækni það sé að koma ný útfærsla M940 eða M950 sem er 3G langdræg s.s. 3G á 900Mhz. Ef það er reyndin er best að bíða aðeins eftir honum. En þá er líka ágætt að vera duglegir við að hringja í Hátækni og spyrja um hann og reka á eftir þessum síma. En núna er bara framundan að fjarlægja NMT hræið or bílnum.[/quote:26ktpl88]
Hvaða simkort ætlarðu að hafa, Símann, Vodafone eða annað ?
Sumsstaðar næst Síminn, annarsstaðar Vodafone og þeir leyfa ekki "roaming" á milli á hálendinu. Það þarf síma frá báðum til að vera í þokkalegu sambandi og dugar þó ekki alltaf til.
Okkur vantar þá kannski tvo svona síma ?
Minni líka á að útloftnet og meiri sendistyrkur hjálpar ekki þar sem ekkert merki næst.Ef við hefðum einfalda og góða lausn sem bara virkar, þá væri búið að kynna hana.
Í augnablikinu virðist illskást í fjarskiptum á fjöllum að vera með tvo venjulega síma, einn frá Símanum og annan frá Vodafone. Hafa með þessu góða VHF stöð, kynna sér endurvarpana vel og nýta þá þegar allt annað bregst.
Snorri
03.09.2010 at 21:16 #701568[quote:2qrt4gg5]Á gráa svæðinu myndu svona græja eða útiloftnet hjálpa. Ekki annars staðar. Í GSM kerfinu er þessi gráu svæði "mjó". Sem segir okkur að útiloftnet eða svona "endurvarpi" hjálpar okkur ekki allsstaðar[/quote:2qrt4gg5]
Eitt sem þó er vert að hafa í huga í þessu er að bíllinn getur skermað sambandið af glettilega mikið. Ég hef allavega tekið eftir því að ég hef verið með Tetra síma sem ég kem fyrir út við framrúðu og stundum þegar hann hringir og ég svara dettur sambandið út þegar ég tek símann og ber hann upp að eyranu. Þá hefur dugað að stoppa og stíga út úr bílnum og er þá í fínu sambandi.
Kv – Skúli
03.09.2010 at 21:23 #701570Snorri Ingimars: Ég er orðinn gamall og lengi að skilja, en í fréttum í dag einhversstaðar var sagt frá sérstökum búnaði fyrir skip sem kostaði 70 – 80 þúsund plús hærra afnotagjald í einhverju extra GSM 3G
Eitthvað var líka sagt um að þetta hentaði fyrir fjallajeppa. Treysti þér til að skýra þetta fyrir mér og öðrum og að hvaða gagni þetta gæti komið.
kv.
03.09.2010 at 22:23 #701572já það er svolítið merkilegt að lesa í fréttum á ruv um einhvern langdrægann sjóbúnað fyrir sumarbústaðaeigendur. Ekki nóg að það þurfi að kaupa búnaðinn á 50 til 70 þúsund heldur þarf að kaupa einhverja sér áskrift til að nota hann og ekki var minnst á það í bréfinu sem við fengum á dögunum við sem notuðum NMT. Í ruv frétt stendur líka að svæðið séu aðallega þrjú en í raun eru þau líklega mun fleiri. Ég get nefnt víkur og eyðifirði á austfjörðum og norður með sem eru sambandslaus þar sem áður var víða hægt að nota NMt handsíma. þar er þetta 3G langdræga kerfi ekkert að gera sig nema maður sé nokkurn vegin í sjónlínu við sendana eða upp á fjalls toppum og mun þetta koma niður á sumarbústaðareigendum á svæðinu sem og ferðafélögum sem eru með skála þarna. Þar er nú ekkert samband.
03.09.2010 at 22:51 #701574[quote="ólsarinn":2r9jjh56]í fréttum í dag einhversstaðar var sagt frá sérstökum búnaði fyrir skip sem kostaði 70 – 80 þúsund plús hærra afnotagjald í einhverju extra GSM 3G
Eitthvað var líka sagt um að þetta hentaði fyrir fjallajeppa.[/quote:2r9jjh56]Ég lái þér ekki að vera ráðvilltur. Verra er, að því meira sem við kynnum okkur þetta, þá verður erfiðara að átta sig á þessu.
Eftir því sem ég kemst næst er þetta GSM (3G og 3GL) router [url:2r9jjh56]https://vefverslun.siminn.is/vorur/tolvur/huawei_e960_router/[/url:2r9jjh56].
Hann hefur verið nefndur sem lausn handa okkur í framhaldi af NMT.Ég skal reyna að lýsa þessum arftaka NMT á mannamáli:
Routerinn er með tengi fyrir útiloftnet, sem er góður kostur. Gott útiloftnet kostar innan við 10.000 kr. Setja þarf 230V inverter í bílinn eða fara í smá tengiæfingar með 5V aflgjafa og USB tengi til að straumfæða græjuna. Routerinn er með bæði Ethernet tengi og hefðbundið símatengi (fyrir venjulegan gamaldags heimilissíma), auk þess er hann með þrálaust net fyrir tölvur (WiFi). Til að nota routerinn sem símtæki þarf því að finna venjulegan heimilissíma, athugið að líka er hægt að nota þráðlausan heimilissíma. Ljós utan á routernum gefa til kynna signalstyrkinn, allavega hvort styrkurinn er mikill eða lítill. Ef við viljum sjá signalstyrkinn eins og á venjulegum farsíma þá þarf að vera með laptop eða tölvu í bílnum.Ég hef heyrt að routerinn sé gerður til að vera kyrrstæður, t.d. í húsi eða hjólhýsi. Þegar hann er notaður í faratæki sem er á ferð milli senda geti hann ruglast eitthvað í ríminu. Þetta þarf þó að staðfesta betur.
Þegar allt þetta er komið á sinn stað fæst viðbótarbónus: WiFi.
Það þýðir t.d. að þegar nokkrir jeppar eru saman og menn eru húkandi í bílunum veðurtepptir á jökli, þá er hægt að leggja í þéttum hnapp og halda "LAN-partý" í hópnum rétt eins og þráðlausu neti í heimahúsi. Reyndar er ekki tengi fyrir útiloftnet á WiFi þannig að drægnin er kannski ekki mikil.Varðandi áskriftafrumskóginn, þá lítur þetta einhvernveginn svona út fyrir mér:
Enginn tæknilegur munur er á GSM út til sjós eða inn til landsins. Í báðum tilvikum er til GSM, 3G og 3Gl.
Ástæðan fyrir mismunandi áskrift út til sjós og inn til lands virðist vera önnur en tæknilegs eðlis.
Til að ná sambandi við senda sem vísa út á sjó þarf dýrari sjóáskriftina en ódýrari landkrabbaáskrift virkar á alla senda sem ekki vísa út á sjó.Vinsamlega leiðréttið mig ef ég er að misskilja þetta eitthvað.
Snorri
03.09.2010 at 23:03 #701576[quote="SkuliH":j2bvss13][quote:j2bvss13]
Eitt sem þó er vert að hafa í huga í þessu er að bíllinn getur skermað sambandið af glettilega mikið. Ég hef allavega tekið eftir því að ég hef verið með Tetra síma sem ég kem fyrir út við framrúðu og stundum þegar hann hringir og ég svara dettur sambandið út þegar ég tek símann og ber hann upp að eyranu. Þá hefur dugað að stoppa og stíga út úr bílnum og er þá í fínu sambandi.
[/quote:j2bvss13][/quote:j2bvss13]Þetta er alveg rétt Skúli og stundum dugar að lyfta GSM símanum úr bakkanum eða vasanum á milli sætanna og halda honum upp í gluggahæð til að fá betra merki. Blikkið skermar er glerið ekki. Þetta hjálpar þegar við er á mörkum þess að ná nothæfu merki, á "gráa svæðinu".
Tækið sem SIJ bendir á er nokkurskonar endurvarpi sem varpar því GSM merki sem finnst inni í bílnum út og til baka. Magnar það í leiðinni. Þrælsniðug hugmynd og hefur væntanlega þann kost að hægt er að nota marga GSM síma inni með sama útiloftneti. Þetta hjálpar okkur hins vegar bara á gráu svæðnum, ekki þar sem ekkert GSM signal er.
Ég er reyndar ekki viss um að þessi tæki séu lögleg hér, hef grun um að svo sé ekki.
Snorri
04.09.2010 at 07:07 #701578Er með tvo Motorola NMT síma til sölu. Annar er ónotaður og hinn lítið notaður.
Allur búnaður fylgir með m.a hátalarar og hellingur af allskonar snúrum. Þetta er tveir fullir Bónuspokar af flottu dóti. Verðhugmynd fyrir pakkann er 150.000 þ, eða skipti á gjallarhorni og eða kennslu í reykmerkjasendingum
Tilboð sendast á rotta01@gmail.com
04.09.2010 at 10:01 #701580Sælir
Þetta spjall er að verða svolítið skemmtilegt. Ég get ekki betur séð en að venjulegur Gsm sími nýtist ca 70% tilfella og menn eru í óða önn að velta fyrir sér búnaði upp á hundruði þúsunda til að hækka hlutfallið kannski upp í 75%.
Ég myndi ekki kalla það góð kaup.
Ég hef verið með ´Gsm síma með útiloftneti og munurinn var sáralítill. Þar sem hann náði sambandi með loftnetinu en ekki einn og sjálfur inn í bíl gat maður sig hvergi hreyft og sambandið var mjög slitrótt.
Vissulega hjálpaði loftnetið pínulítið til í ójöfnu landslagi en munurinn var ekki peninganna virði. sem samanstendur af loftnetsfæti, loftneti, snúru og smá veseni við að tengja símann við snúruna.
Tilraunin var samt skemmtileg og þannig lagað þess virði.
Kv Jón Garðar
04.09.2010 at 13:35 #701582[quote:39bd3y9t]Snorri skrifaði:
Til að nota routerinn sem símtæki þarf því að finna venjulegan heimilissíma, athugið að líka er hægt að nota þráðlausan heimilissíma.[/quote:39bd3y9t]Er kannski nýjasta skammstöfunin í tækajadótinu í jeppanum GSMS, s.s. gamall sími með snúru! Endar kannski með því að í staðin fyrir 854… númerin komi tvær stuttar og ein löng (ef einhver hér er nógu gamall til að muna eftir þvi).
Annars kemur á óvart það sem menn segja um lítinn ávinning af útiloftnetum, menn hafa gjarnan haldið hinu gagnstæða fram.
Kv – Skúli
04.09.2010 at 14:28 #701584Sælir.
Smá hugleiðing.
Verða þessir símar ekki rándírir safngripir eftir ekki langan tíma , samanber gömlu sveita símarnir.
Allavegava ætla ég að pakka mínum vel inn og geima þá.
Enn með allan búnað sem hægt er að fá ætla ég að láta duga að hafa tvo sína annan frá vodafón og hinn frá símanum og vera með dokku fyrir loftnet í bílnum , og í þetta nota ég gamla Nokia gsm síma 5110 þá get ég hlaðið þá til skiptis í bílnum og notað þá með eða án loftneta eftir vild, svo verð ég með einn í viðbót með samanúmeri og þann sem er hjá simanum einskonar dúo eins og var við nmt , auka kosnaður við þetta er ein ásktift.
Þá verður þetta svona. 8538138 x 2 annar í bílnum hinn í vasanum , og 8930754 hlá vodafon í bílnum og eðe í vasanum.
Málið leist með einni auka áskrift og afgangin verður vhf að leisa.
Kv. Stefán Baldvinsson
04.09.2010 at 14:48 #701586[quote="SkuliH":1ja3iodm][quote:1ja3iodm]Annars kemur á óvart það sem menn segja um lítinn ávinning af útiloftnetum, menn hafa gjarnan haldið hinu gagnstæða fram.
[/quote:1ja3iodm][/quote:1ja3iodm]Ávinningurinn af útloftneti er svolítið óþekkt stærð. Við getum ályktað útfrá tækninni en hvort ávinningurinn af útloftneti er erfiðisins virði, það verður reynslan að skera úr um.
Ég held að útiloftnet hjálpi þeim mest sem tala mikið í síma á ferð í öldóttu landslagi þar sem síminn er að detta út í lægðum. Gott dæmi um slíkan stað eru Laugardalsvellirnir á leiðinni milli Þingvalla og Laugarvatns.
Annað dæmi gæti verið Kjalvegur norðan Bláfellsháls og inn fyrir InnriSkúta. Þar er ávalt landslag, ekki mjög skorið og símasamband víða á mörkunum.
Í skornara landslagi eru engin GSM merki í dölum og giljum og þar hjálpar ekkert loftnet.
05.09.2010 at 00:27 #701588EF menn vilja vera í sambandi bara fá sér gerihnattasíma það ætti duga fyrir þá sem treista sér ekki vera lausir við Meninguna í smá týma og menn sem eru alltaf að tínast, eða hræddir um lýfið sitt , eða allment kjáftaglaðir í þessi tæki . ( Einn sem þorir út fyrir bæjinn án þess að vera í líflínu )
kv ,,,, MHN
06.09.2010 at 23:56 #701590Ég komst því miður ekki á fundinn í kvöld, kom eitthvað nýtt fram varðandi arftaka NMT?
Kveðja
Snjókallinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.