FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lokun fjallvega

by Júníus Guðjónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Lokun fjallvega

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Júníus Guðjónsson Júníus Guðjónsson 12 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.11.2012 at 15:58 #224853
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant

    Sælir félagar.
    Var staddur á Laugarvatni og datt í hug að skella mér upp Miðdalsfjall inn að Hlöðufelli. Þegar ég var að koma inn á slóðann við Miðdal mætti mé skilti með öllum akstri bönnuðum og í þokkabót rammgirt með keðju. Ég vildi hvorki fjarlæga keðjuna né keyra út fyrir til að komast leiðar minnar. Keyrði því austur í Haukadal og ætlaði upp á línuveg upp úr Haukadalskógi. Viti menn, mæti mér samskonar hlið þarna einnig.
    Þegar ég fer inn á heimasíðuna hjá Vegagerðinni, þá er þetta bara skilgreint sem ófært en ekki aksturbann. Vita menn nokkuð hvað er í gangi þarna.
    Kv. Júnni R-268

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 10.11.2012 at 17:40 #760439
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Var keðjan læst með lás, var ekki hægt að losa keðjuna og setja upp aftur þegar þú værir kominn í gegn ?





    10.11.2012 at 18:33 #760441
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Hún var ekki með lás.
    Kv. Júnni





    11.11.2012 at 20:32 #760443
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Stóð "lokað" eða "Ófært" á skiltinu?





    11.11.2012 at 21:08 #760445
    Profile photo of Gnýr Guðmundsson
    Gnýr Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 42

    Hehe.
    Fyndið maður. Þetta er einmitt leiðin sem við ætlum að fara í Litlunefndarferð á laugardaginn. Það er eins gott að taka með sér járnsögina 😀





    13.11.2012 at 13:01 #760447
    Profile photo of Bergur Einarsson
    Bergur Einarsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 4

    Komum keyrandi þarna niður nú á sunnudaginn.

    Mér fannst keðjan nú bara vera þarna til að það færi ekki framhjá t.d. erlendum ferðamönnum að leiðin væri lokuð. Það var bara karabína á öðrum endanum líkt og á hverju öðru hliði og mjög auðvelt að opna þetta. Finnst eins og að þetta hafi bara verið merkt ófært en ekki lokað. Það var búið að setja upp svipaða keðju þar sem beygt er inn á línuveginn norður fyrir Skjaldbreið sunnan við Sandá.

    Annars var kominn töluverður foksnjór í skörðin og sneiðingana undir Rauðafelli og örugglega dálítið verkefni að keyra leiðina í norður átt.

    Kveðja,

    Bergur





    13.11.2012 at 20:27 #760449
    Profile photo of Gnýr Guðmundsson
    Gnýr Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 42

    Takk fyrir upplýsingarnar Bergur.

    Ég heyrði í þeim hjá vegagerðinni varðandi þetta og það er eins og þú segir, þetta er ólæst keðja sem sett er til höfuðs útlendingum og alls ekki hugsuð til að hefta för skynsamra jeppamanna.

    Það er gott að heyra að það er kominn einhver snjór á þessu svæði. Þá fá vonandi allir einhverja skemmtun út úr þessu á laugardaginn.

    Kveðja, Gnýr





    16.11.2012 at 00:42 #760451
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Það er kannske rétt að fyrirbyggja misskilning. ef vegur er merktur "ófær / Impassable" er hann eins og segir, ófær en ekki lokaður. Sé hann hinsvegar með rauðum hring með gulu inní er hann lokaður allri umferð. T.d. í vorleysingum þegar vegir eru viðkvæmir.

    Það þykir góður siður, að losa um keðjuna, keyra í gegn og setja keðjuna á sinn stað þegar ekið er í gegn. Svo má hinsvegar velta fyrir sér hversu gáfulegt það er að vera með keðjuna þegar langt er liðið á vetur og farið að snjóa vel. Spurning að vefja henni utan um staurinn? Maður gæti jú lent í því að keyra á hana í gáleysi ef hún rétt stendur uppúr. Ég hef heyrt um slík dæmi en ekkert sem endaði neitt sérlega illa þó.





    16.11.2012 at 09:24 #760453
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Það fyrst sem ég gerði þegar ég kom heim var að gá hvort þessi vegur væri með hringmerkið á heimasíðunni.
    Þess vegna sauð dálítið á mér þar sem ég hringti í 1777 er ég var staddur við hliðið. Konan sem svaraði sagði mér að vegurinn væri lokaður (ekki ófær). Ég spurði hana sérstaklega að hvort þetta ætti við alla umferð um veginn eða hvort það væri verið að fæla frá óæskilega smábílaumferð. Hún gaf sterklega til kynna að hann væri lokaður.
    Maður hefur vanist því að sjá skiltin impossible ein og sér en ekki keðju. Ef engin hringur er á heimasíðunni þá veit maður héðan í frá að maður opnar bara og fer í gegn annars að klippa lásin ef keðjan er læst ekki satt? Mér var sagt(ekki upplifað það sjálfur) að það væri lás á keðjunni inni við Landmannalaugar og þar keyrðu menn bara utanvega til að komast fram hjá.
    Júnni – R268





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.