Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › lokun á vefspjallinu
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2006 at 07:20 #197226
Jólin komu snemma í ár. Ég vil þakka stjórn fyrir þessa ákvörðun og ég vona að þetta verði öðrum til umhugsunar næst þegar þeir skrifa á netið.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.02.2006 at 21:17 #541368
Ég styð ákvörðun klúbbsins 100%. Þessi lokun verður kannski öðrum víti til varnaðar, þegar menn sjá að þeir komast ekki upp með hvað sem er snúa þeir sér kannski annað. En batnandi mönnum er best að lifa og vona ég að þessir aðilar nýti "fríið" í eitthvað uppbyggilegt.
Kveðja
Ásgeir
03.02.2006 at 23:29 #541370Félagar 4 x 4 kjósa sér stjórn til að taka ákvarðanir í þágu klúbbsins……þetta er ein af þeim, og gott að sjá hana gera það sem þarf að gera, óháð fyrirséðu svekkelsi einhverra.
tveir þumlar upp.lifið heil.
Jón Ebbi.
03.02.2006 at 23:32 #541372
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef maður les yfir það spjallið sem er hér og svo í öðurm þráðum á síðunni þá get ég ekki alveg séð að það séu allir á sama máli og stjórn og nokkrir vefverjar, allavega held ég að lokun án opinberrar viðvörunar á tvo aðila sem stjórn vill ekki nefna tel ég vera á gráu svæði fyrir klúbbinn í heild, sér í lagi fyrst aðrir spjallarar fá ekki að vita í hverju sökinn liggur önnur enn sú að "vera til leiðinda"
Nú er ég ekki að segja að það sem moggi og félagar láta flakka sé alltaf í takt við umræðuna í hver skipti heldur eru það þeir sem svara þeim sem eru BRÚSA ELDUR fyrir stuðara eins og þá, svo að er þá spurning hvort það hefði ekki fengist sama niðurstaða ef það er ekki bara lokað á þá líka.
p.s.
Einhver sagði; að besta leiðin er að banna allt, þá gerir einginn neitt af sér, hvernig laustn er það?
kv. Siggi g
03.02.2006 at 23:45 #541374Ég held að flestir félagsmenn séu sammála
þessari lokun,enda þótt grín og húmor séu
nauðsynlegur þáttur í þessu spjalli,þá held ég að
þessir menn hafi oftast farið út fyrir þá skilgreiningu.
Minnsta kosti þá styð ég stjórnina í þessu,
og vona að þessir menn geti tekið þessu "gríni"
stjórnarinnarkv, Tómas R Jónasson
04.02.2006 at 00:54 #541376Hvort er betra að loka á 2 aðila sem eru rót vandans eða á alla þá sem svara þeim ?
Ég get ekki séð að þetta sé nein spurning séð útfrá hagsmunum vefsins.
04.02.2006 at 01:44 #541378Ég er svo lengi að skrifa svo að ég vitna bara til skrifa Bazza , mér fannst hann segja það sem mér lá á hjarta,en gleymum ekki að þetta er bara tímabundið. verri menn hafa lagast á skemmri tíma en þetta(þrír mánuðir.)held ég að tvíeykið Moggi og Tuddi eigi eftir að bæta ráð sitt og verða f4x4 klúbbnum til gæfu þegar framlýða stundir.
Kv: Kalli bjartsýni.
Ps:þrír mánuðir ég hef ekki hugmynd um hvar ég fékk þá tímasetningu.
04.02.2006 at 02:22 #541380Fyrir mitt leiti get ég nú ekki sagt að ég sakni vaðalsins þegar maður er að reyna að fylgjast með umræðum um áhugamálið. Var farið að minna á það þegar þjóðin reyndi að horfa á Stöð með sigti í staðinn fyrir afruglara…
…
…en af því að ég er nú ekki bara áhugamaður um bíla heldur líka fjölmiðla (hef starfað við blaðamennsku, ritstjórn og meira að segja vefstjórn sem kallaði á svipaðar aðgerðir) verð ég að leiðrétta misskilninginn um rit- og málfrelsið.
…
Það er rétt að á Íslandi ríkir mál- og ritfrelsi. Það er meira að segja bundið í lög. Reyndar með þeim formerkjum að þú megir segja og skrifa hvað sem þú vilt, svo lengi sem það skaði engan annan. Nú er endalaust hægt að velta því fyrir sér hvað er að skaða annan mann – en við þurfum þess ekki núna.
…
Þegar ritstjórar og vefstjórar taka upp á því að loka á notendur eru þeir að ritSTÝRA en ekki ritSKOÐA. Vefur ferðaklúbbsins er fjölmiðill og þar að auki eitt af andlitum klúbbsins út á við. Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera ritstjóri yfir vef þar sem hundruðir manna láta allt flakka og skeyta sumir litlu um innihald, afleiðingar eða viðbrögð almennra gesta sem hingað detta inn.
…
Ég tel að það hafi verið rétt í þessu tilfelli að gefa viðkomandi pennum hvíld. Ég get alveg tekið undir þau sjónarmið að viðvörun hefði verið kurteisisvottur en að sama skapi finnst mér þessir ákveðnu notendur sjálfir hafa fyrirgert sér öllum rétti á samúð hvað þetta varðar.
…
Ég gef því stjórninni hérmeð klapp á bakið og vona að spjallið verði fljótlega jafn fróðlegt og gagnlegt og það var "í gamla daga".
…
Kv.
Einar Elí
…
Já já, það á náttúrulega ekki að hleypa manni í lyklaborð á nóttunni – fyrirsögnin á að sjálfsögðu að byrja á orðinu "Loksins" en ekki þessari ómynd…
04.02.2006 at 14:34 #541382Hvað gerði Tuddin??? varð það ekki bara moggin sem var til vandræða…
Og afhverju er búið að taka skrifin hans Þóris út af síðustu spjall þráðum…. það finnst mér agalegt því þá er búið að taka þræðina alveg úr samhengi… eins og t.d. þráðurinn "flökkusaga"
Kv.
Óskar Andri
P.s.
Ekki skilja mig eins og ég sé eitthvað á móti þessum lokunum. Þetta var löngu tímabært.
04.02.2006 at 15:14 #541384Þeir notendur sem settir voru í hvíld höfðu samband við mig og báðu mig um að taka út allt sem þeir höfðu skrifað á vefinn. Ég varð við þeirri beiðni.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
04.02.2006 at 22:16 #541386Fyrir mitt leyti tel ég að stjórnin hafi gert hið rétta. Hef ég fylgst með og tekið þátt í einum þremur spjallvefjum upp á síðkastið og hefur nú verið gripið til einhvers konar aðgerða á öllum þeirra nú upp á síðkastið. Á einum þeirra var nafnleynd þátttakenda bönnuð og skrifa nú allir undir sínu rétta nafni og hefur tekist að drepa niður alla umræðu sem þar var í gangi. Á öðrum vef var tekið upp lokað spjall sem einungis átti að vera fyrir þátttakendur sem höfðu áunnið sér inn réttindi til að fá aðgang að því svæði. Með því móti tel ég að oft á tíðum sé erfitt fyrir nýliða að koma inn í umræður sem þeir hafa ef til vill gang og gaman af. Þessar tvær aðferðir bitna fjöldanum en ekki einungis þeim sem sjá um það að skemma spjallið fyrir hinum.
Sú ákvörðun stjórnarinnar að loka á þá aðila sem ekki geta tekið þátt í spjallinu af sama hátterni og flestir aðrir tel ég vera þá hentugustu af þessum. Með þessu er lokað á þá sem stunda skemmdarverkastarfsemi á vefnum og þeim refsað sem ber að refsa.
05.02.2006 at 14:45 #541388Víst mun engu á þig logið,
um það vitni sagan ber.
Hvar sem gastu smugu smogið,
Smánin skreið á hæla þér.Kv Klakinn
05.02.2006 at 17:58 #541390hvar ættla menn að draga mörkinn er það þegar menn eru stanslaust að fiflast eða kannski ????
ég verð bara að segja að menn hafa gert verri hluti á þessu spjalli en þessir menn ég er ekki að samþykkja það sem þeir gerðu .
það ætti kannski bara að setja upp leikreglur hvað má og hvað ekki .
Ási
05.02.2006 at 20:47 #541392Mér finnst moggi og tuddinn vera fyndinir á köflum en stundu ansi barnalegir. Ég hef kannski ekki lesið allt sem frá þeim hefur komið en ég man ekki eftir neinu sem er meiðandi á nokkurn hátt. þetta eru alla vega ekki minn jeppamenn en margir sem skrifa á þessa síðu. Mer finst megin ástæðan fyrir þessum leiðindum ekki þessir einstaklingar sem búið er að loka á heldur miklu frekar þessir þrír eða fjórir sem alltaf stökkva upp á nef sér í hvert skipti sem moggi segir brandar um það sem hann kallar sértrúarsöfnuðinn á Nýbýlaveginum.
Guðmundur
06.02.2006 at 16:53 #541394Margoft hafa birst hér skrif sem ekki eru allra. Það þekkja allir, og flest vefspjöll eru brennd sama marki. Það hefur þó ætíð verið og ER opinber stefna klúbbsins að halda vefspjallinu opnu. Það hefur ávalt verið niðurstaða umræðunnar og er að mínu mati skynsamlegt. Um þetta eru auðvitað skiptar skoðanir og allt í lagi með það. Nú hefur verið brotið blað sýnist mér í sögu spjallsins. Játa að það kemur á óvart og koma þá upp þessar spurningar:
1. Hvers vegna þessir?
2. Hvernig ber það að?
3. Hvaða hagsmunum er verið að þjóna?Þeir sem fylgst hafa með umræðunni síðustu misseri hafa auðvitað tekið eftir óvæginni gagnrýni og á stundum undarlega beinskeittum skrifum um ýmis mál, á alla bóga. Bæði á það við um þá sem lokað var á og eins marga aðra, ma. suma þeirra sem hafa verið til andsvars í þann og þann tíma, og er hluti "þotuliðs 4×4" þar engin undantekning.
Ég tek ekki afstöðu til réttmæti gagnrýninnar eða andsvara í einstökum málum hér eða framsetningu á málum sem aðilar máls hafa borið upp en tvennt er allavega ljóst. Annars vegar snertu einhverjir "kauninn" á einhverju fyrirmenninu sem ekki þoldi, og hins vegar hafa þeir opnað umræðu um sum mál sem vissulega var kominn tími til að minnast á og ræða.
Margoft hefur því verið haldið fram, og það er held ég almennt talið rétt, að hver og einn standi fyrir því sem þeir segja á vefspjalli, en ekki miðillinn.
Hvernig þetta ber að er svo sér "kapítuli" sýnist mér og get ég ekki gert að því að mér finnst þessi lokun bera keim af hentistefnu. Óþekktarormar að stríða stóru strákunum, gott og vel! Þeir sem áhuga hafa á og fara fyrir fjöldahreyfingu verða að vera menn til að standast slíkt….og taka því.
Vel getur verið að breyta þurfi leikreglum á spjallinu, td. siðferði, orðaval oþh. En ef það er gert (eins og nú virðist vera staðreynd), er sérstakt að láta það virka afturvirkt og refsa á grundvelli nýrra reglna. Auk þess er eðlilegt að setja það í umræðu fyrst…aftur, og kynna breyttar reglur með eðlilegum hætti. Gott tækifæri var td. þegar ný síða var opnuð nú eða með öðrum áberandi hætti.
Hvernig sem á það er litið er það allavega sérkennilegt og óheppilegt að stjórn skuli stíga þetta skref með þessum hætti. Þar að auki svona í aðraganda kosninga burt séð frá því hvort ákvörðunin er rétt eða röng að mati félagsmanna.
Fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér einföldum og eðlilegum spurningum, hverjum þessar lokanir þjóni, hvernig þær voru framkvæmdar og hvers vegna.
Og svona til að taka þátt í sandkassaleiknum í lokin (eins og einhver orðaði það einhverntímann) þá læt ég þessa flakka.
Vinur er hann vina sinna,
vinskapinn hann metur.
En kreppi að, þá má ég kynna,
Klakann, hann níð fram setur.Rúnar Ingi
06.02.2006 at 17:40 #541396Sæl öll
Þetta er kanski allt saman spurning um umburðarlyndi? Hvort maður umber hvern "ónýtan" þráðinn á fætur öðrum og hver leiðindin á eftir öðrum. Ég persónulega hef ekki slíkt umburðarlyndi, enda eru öfgar í öllu. Þegar umburðarlyndið er orðið of mikið þá er það oft á tíðum komið út í það að láta vaða yfir sig.
Og það gengur ekki!Ég sýndi mogga stuðning á sínum tíma, þegar hann rétti fram sáttarhönd en ég sá því miður eftir því síðar.
Einu samskiptin sem ég hef átt við Tudda var þegar ég endaði á dauðalistanum hans. Leitt að geta ekki lengur vitnað í umrædda þræði annars myndu kanski þeir sem ekki skilja þessar aðgerðir gera sér betur grein fyrir aðstæðum.
Þetta er heldur ekki spurning um einhverjar vikur það væri nær að segja ár (eða kanski meira, man ekki…)Kveðja
Arnór
06.02.2006 at 19:19 #541398Styð stjórnina heilshugar og einnig Klakann.
kv .vals.
06.02.2006 at 19:50 #541400Hvort sem menn standa með eða á móti stjórninni í þessu máli þá finnst mér þessi umræða vera komin út í allgjört rugl. Að félagsmenn skuli standa í svona deilum opinberlega á vef klúbbsins dregur aðeins upp slæma mynd af klúbbnum og meðlimum hans.
Ég legg til að menn fari að segja þessari umræðu lokið og virða ákvörðun stjórnar.
Kveðja, Hjólbarðinn
06.02.2006 at 20:26 #541402Það er kanski ágætt fyrir tuddann að svona fór á miðað við í hvað stefndi í þræðinum um færð á lyngdalsheiði.
06.02.2006 at 23:06 #541404Ég verð nú að segja að Verkfræðingurinn ætti ekki að tjá sig um vináttu þar hefur hann sýnt sitt eigið andlit og var það ekki fagurt ásýndar.
Hvað varðar Þórir(Tuddann)þá get ég sagt það hvar sem er að það er ekta góður drengur og er mér ánægja að telja hann meðal vina. En eins og ég hef sagt við hann að ég var ekki alveg að skilja hvers vegna lokað var á hann, það hefði verið nær að loka á þig herra minn,en engu að síður styð ég ákvörðun stjórnar,og það veit hann líka og ég tel að stjórn hafi gert það sem varð að gera en því miður var ekki lokað á þig.
En hins vegar ættla ég ekki lengur að svara þér oftar,ég tel það ekki þess virði því þegar aðilar sem þú virðast hafa það eitt að leiðarljósi að skemma og eiðileggja fyrir öðrum en eru ekki menn til þess að mæta á fundi og standa þar fyrir skrifum sínum þá er það ekki þess virði að eiða orku og tíma í viðræður við þá það er einfaldlega mann skemmandi og færir mann niður á þeirra plan.
Svo að lokum hafðu það bara gott herra Verkfræðingur og láttu þér líða ævinlega sem best.
Kveðja
Sigurlaugur Þorsteinsson (Klakinn) félagsnúmer 2151
07.02.2006 at 00:18 #541406…í alvöru talað samt, HVORT er betra; Toyota eða Nissan?
😉
EE.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.