This topic contains 75 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 14 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.01.2010 at 23:24 #210018
Jæja, hafa menn ekki rekið augun í þetta??
„Stjórn og félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4 hafa í sameiningu tekið ákvörðun um að loka fyrir skrifaðgang almennings og þ.a.m. ógreiddra félagsmanna á spjallvef f4x4. Mun lokunin taka gildi frá og með 1. febrúar 2010. Frekari upplýsingar eru veittar á stjorn@f4x4.is
Stjórn F4x4″hafa félagsmenn og eða utanfélagsmenn eða óborgaðir félagsmenn einhverja skoðun á þessu,? virðast allavega haft hana þegar þetta var ákveðið að minnsta kosti.? Hvenær fór einhver kynning eða kosning um þetta af stað.? Hvað ætla menn að hafa uppúr krafsinu að fækka þeim sem skrifa, auglýsa og skoða spjallið.
Kv, Kristján
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.01.2010 at 21:50 #677736
Mig minnir nú að " félagsmenn " hafi nu átt hluta af skömminni seinast þegar akveðið var að loka það var rifist á öllum spjallflokkum, félagar sem og óskráðir……..
enn ef þetta er stefna klúbbsins þá verður bara svo að vera
stefnan er í raun i likingu við ríkisstjornina………..
19.01.2010 at 21:59 #677738Daginn
Ég er búinn að vera gildur limur í þessu félagi í gegnum landsbyggðadeild síðastliðin amk 5 ár og ég hef hingað til ekki haft aðgengi að neinu sem heitir innanfélagsmál. Einhvern einn eða tvo pósta hef ég sent á starfandi vefnefnd í það skiptið en ekkert gerst og ég hef ekki nennt að garfa mikið í þessu. Ætli þessi staða komi ekki til með að koma upp líka s.s. að félagið útiloki félagana alveg óvart. Ég er ekki að ætla að þetta sé markmið einhverra heldur mannleg mistök sem auðvitað geta átt sér stað en ég allavega nenni ekki að gera mikið í því að leiðrétta svona lagað.
Af hverju er því alltaf haldið fram að utanfélagsmenn leiti eingöngu ráða hjá félagsmönnum? Líta menn svo á að greindarvísitala þeirra hækki við að þeir borgi félagsgjöld. Tilfellið er nenfinlega það að þetta spjall nota líka menn sem eru áhugasamir um jeppa eða ferðalög á fjórhjóladrifbifreiðum sem eru fagmenn í því sem verið er að leita ráða hjá. Með því að loka síðunni er verið að loka á þá gátt með öllu. Fínt mál að loka fyrir fría upplýsingaveitu sem félagsmenn geta mögulega gengið í af hendi fagmanna.
Eftir að VHF gjöldumun var bætt við félagsgjöldin er þetta ekki reikningur sem menn leika sér að því að greiða til að taka þátt. Ég á þónokkra kunningja sem tíma ekki þessum pening af því að þetta er of dýrt. Það eru akkúrat þeir sem ekki eiga jeppa, nota afslættina lítið sem ekkert og nota ekki VHF. Ég skil þá bara vel.
Hvað ætli fái menn til að halda því fram að það eitt að borga félagsgjöld í Ferðaklúbbinn 4×4 stöðvi menn með öllu að selja þýfi? Þessi rök eru með þeim daprari að mér finnst.
Ætli flestir notendur vefsins séu ekki hægt og bítandi að sættast við þá framkvæmd að henda virðulegum og fallegum vef 4×4 fyrir þennan ófögnuð. Fyrir mína parta finnst mér hann venjast bærilega en þessi breyting að loka fyrir ógreidda að spjallinu gengur að honum dauðum.
Þá spyr ég eins og bjáni, hvers vegna að breyta því sem er gott? Hér hefur verið ótrúlega lítið um níðskrif undangengið bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki. Niðrandi ummæli um annara manna jeppa hafa verið sófsöm og geta talist eðlileg, hvað er þá að?????
Kv Jón Garðar
19.01.2010 at 22:14 #677740Gott fólk
Ég er búinn að lúslesa vefsíðu klúbbsins síðastliðin ár þrátt fyrir að vera ekki meðlimur. Þetta hef ég aðallega gert þar sem að fyrir amatöra eins og mig hefur síðan oft á tíðum verið alger gullnáma, full af fróðleik. Þetta á ekki síst við um ferðaleiðir, ferðabúnað og breytingar, sem eiga erindi til miklu fleiri en þeirra harðkjarnajeppamanna sem eru meðlimir í klúbbnum. Ég hef skynjað það sem viðtekna skoðun hjá ansi stórum hluta þeirra sem skrifa hér inn á síðuna að klúbburinn hafi mikilvægara hlutverki að gegna en rífast um innanfélagsmál eða skíta út þá sem eru andjeppalega sinnaðir. Klúbburinn, eða margir innan hans hafa litið svo á að hann gegni ákveðnu forystuhlutverki og eigi að taka þátt í stefnumótun varðandi hálendisferðir, verndun landsvæða, umgengni og ferðamáta, öryggismál og setningu laga og reglugerða um ferðafrelsi á landinu. Ég mundi telja að ef aðgengi að hiemasíðu klúbbsins verður heft á þann máta sem hér er rætt um komi það til að leiða af sér að klúbburinn fái fremur á sig stimpil sérhagsamunasamtaka sem túlki ekki vilja fleiri en örfárra meðlima en ekki áhugamanna um jeppaferðir og allt sem því fylgir. Þar af leiðandi veikist mjög málstaður klúbbsins og kröfuréttur hans til að vera hafður með í ráðum við ákvarðanatöku sem snertir félagsmenn sem og aðra. Ég vona að þetta verði ekki mitt fyrsta og eina innlegg á þessari síðu en ef vindur fram sem horfir er hætta á því.
19.01.2010 at 22:22 #677742
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér líst illa á að takmarka innlegg á spjallið við félagsmenn.
Hins vegar gæti alveg verið hægt að færa rök fyrir því að halda auglýsingum og myndasöfnum fyrir félagsmenn….myndirnar taka jú mest pláss af öllu í hýsingu -> kostnaður, og við viljum kannski ekki fá einhver ósköp af auglýsingum um Yarisa og hlaupabretti inn í þann flokk…
Mér þykir mjög miður ef þessi ákvörðun verður ekki endurskoðuð.
kkv
Grímur, R-3167(greitt )
19.01.2010 at 22:23 #677744Við verðum bara að vona það að einhver sem hefur aðstöðu, kunnáttu og tíma taki sig til og smelli upp spjallvef fyrir okkur jeppafólkið óháð því hvort við séum skráð einhverstaðar í félagasamtök.
19.01.2010 at 22:27 #677746ÞAð sem vantaði náttúrulega í þessa tilkynningu er ýmislegt, asnalegt að setja svona framm án þess að allt liggi á borðinu og bíður uppá misskilning sem að sjálfsögðu flaut strax upp.
Þetta var rætt á síðasta aðalfundi og samþykkt einróma og ekkert nema gott um það að segja.
[b:hykj89rl]Það á einungis að loka fyrir að ógreiddir, ekki félagsmenn geti skrifað í spjallið, þeir koma til með að geta sett inn auglýsingar og skoðað spjallið. Ég endurtek, það á ekki að loka fyrir það að að utanfélagsmenn geti skoðað spjallið, einungis geti ekki tekið þátt í spjalli með skriftum.[/b:hykj89rl]
Hvort að það þetta sé gott eða slæmt og allt þar á milli er hægt að ræða endalaust.
Kv, Kristján
19.01.2010 at 22:36 #677748Ég greiddi félagsgjald á sínum tíma, því ég hélt að þeir einir gætu skifað á spjallið sem væru búnir að borga félaggjald. Var búinn að lesa þetta allengi og reyndi ekki einu sinni að stofna aðgang. En, það má alls ekki loka fyrir það að aðrir geti lesið það sem hér er skrifað. Mér finnst það nú bara nokkuð eðlilegt að þeir einir sem eru í félaginu geti stofnað nýja spjallþræði, sett inn auglýsingar og annað í þeim dúr. Það eru ákveðin fríðindi sem fylgja því að vera félagsmaður, afsláttur hér og þar og dísill sem kostar næstum ekki neitt.
19.01.2010 at 22:46 #677750Þetta er útí hött!
19.01.2010 at 23:21 #677752Það er marg ágætt komið fram í þessari umræðu og ekki mikið um það að segja ef þetta var samþykkt á félagsfundi. Ég sakna þess samt að fá ekki að heyra helstu röksemdir og tilganginn með þessari lokun. Ég hef ekki tekið eftir að utanfélagsmenn séu til sérstakra vandræða á spjallinu. Ég fæ ekki betur séð en menn séu almennt kurteisir og svo eru langflestar færslurnar frá "fólki með númer", hvort þeir eru ógreiddir veit ég ekkert um. Ég held að ekki nokkrum lifandi manni detti í hug að greiða félagsgjöldin bara til að fá að spjalla og þá er kannski til lítils að loka. Þ.e. utanfélagsmenn haga sér vel og koma með fína pósta, þeir eru ekkert að drekkja hinum og það sér það hver maður að enginn borgar sex bláa fyrir að taka þátt í spjalli á einhverri vefsíðu.
En á móti kemur að það er frábært að félagið haldi úti spjalli og góðum umræðum um jeppamennsku, er ekki bara fínt að allir geti tekið þátt í því.
19.01.2010 at 23:39 #677754Mér sýnist þessi aðgerð vera frábær leið til að lífga upp á spjallið, þessi þráður er kominn í 30 pósta á einum degi. Langt síðan það hefur verið svona líflegt. Svo þegar þetta verður farið að dofna er hægt að finna einhverja nýja sprengju til að koma umræðu af stað, ætti ekki að vera vandamál í sjálfu sér.
Kv – Skúli
20.01.2010 at 11:28 #677756Hvernig er það, hvað þarf stór hluti félagsmanna að samþykkja svona vitleysu og er nóg að það sé gert í einni deild (á höfuðborgarsvæðinu) til að hægt sé að segja að félagsmenn hafi samþyktt þetta. Ég minnist þess ekki að við hjá okkar deild höfum verið spurðir að þessu eða fengið að greiða um það atkvæði en þetta er kannski lýðræðið í hnotskurn, fáir ákveða fyrir marga.
Kveðja að norðan BIO H-1995 (ennþá að minnsta kosti)
20.01.2010 at 12:24 #677758[quote="ingi2bio":3cggfo7l]Hvernig er það, hvað þarf stór hluti félagsmanna að samþykkja svona vitleysu og er nóg að það sé gert í einni deild (á höfuðborgarsvæðinu) til að hægt sé að segja að félagsmenn hafi samþyktt þetta. Ég minnist þess ekki að við hjá okkar deild höfum verið spurðir að þessu eða fengið að greiða um það atkvæði en þetta er kannski lýðræðið í hnotskurn, fáir ákveða fyrir marga.
Kveðja að norðan BIO H-1995 (ennþá að minnsta kosti)[/quote:3cggfo7l]
Er þetta kannski ekki bara stór partur af þeim vanda sem F4x4 stendur frammifyrir í dag,,,,Fólk í landsbyggðardeildunum finnst það hafa of lítið vægi í klúbbnum,,,,alveg með ólíkindum að deildarfundur í Rvk geti áhveðið svona ánþess að spurja restina um þeirra álit,,,,alveg burt seð frá því hva margir mættu á þennann fund,,,eða er það bara málið að það eru bara örfáir útvaldir aðilar í Rvk sem ráða öllu sem F4x4 gerir,segir eða stefnir að,,,,ef það er virkilega málið þá er ég alveg klár á því að ég kem aldrei til með að borga þetta félagsgjald aftur í þennann klúbb,,,,hef reyndar ekki verið virkur í honum í að verða 2 ár en hef þú getað fylgst með bæði ´her á spjallinu og í gegnum menn,,,var kominn á það að virkja mig aftur í klubbnum með að borga mitt gjald og hella mer útí starfið aftur en Nei takk ætla ekki að fara aftur í það sem kom mer til að hætta í klúbbnum áður.
Kv að norðan
Víðir L
þ412 eða þartil 1 FebGambri4x4
20.01.2010 at 13:07 #677760Í Reykjavík er móðurfélag 4×4, en ekki Reykjavíkurdeild, eins og landsbyggðardeildirnar eru. Á landsfundi fyrir nokkru kom fram sú hugmynd að stofna Reykjavíkurdeild, en úr því varð ekki. Ef menn vilja vita meira um uppbyggingu 4×4, þá mæli ég með að menn lesi lög 4×4, sem hljóta að vera aðgengilega á þessum vef.
Góðar stundir
20.01.2010 at 13:32 #677762án þess að taka afstöðu til þess hvort lokunin sé til bóta eða ekki, þá minnir mig að lokunin hafi verið samþykkt á aðalfundi 2008. hefur bara ekki verið framkvæmd fyrr en mögulega nú um mánaðamótin.
20.01.2010 at 17:37 #677764[b:28bmlg6i]Það eins og með flestar af þessum fyrrum stjórnum að það heyrist ekki bofs í þeim þegar hún er spurð hér á [/b:28bmlg6i][b:28bmlg6i]spjallinu.[/b:28bmlg6i] Hvet ég hér með stjórn að svara og koma með haldbær rök fyrir lokuninni. Að loka spjallinu verður til þess eins að gamlir ógreiddir meðlimir munu hverfa frá endanlega. Ég hafði hugsað mér til dæmis að ganga aftur í þetta félag en ég held að lokun á spjalli og þá kannski síðunni allri seinna meir dragi úr áhuga mínu til þess. Mér finnst þetta mikil afturför og þó svo svo að þetta hafi verið samþykkt árið 2008 þá held ég að þær forsendur séu brostnar og mundi ég halda ólöglegt. Það væri gaman að sjá kosningu um þetta hér á vefnum og þá engöngu fyrir greidda félagsmenn, eins og einhver landsbyggðar dúddinn sagði þá hafa þeir ekkert um þetta að segja því þeir aðeins lítil skitinn deild innan klúbbsins sem engu fær að ráða.
20.01.2010 at 18:15 #677766Peningarnir sem sparast á bandvídd með því að vælið og röflið í utanfélgasmönnum hættir fer í að greiða niður ferðir.
Td. á Þorrablót (skammar laus auglýsing).
Síðan eiga þeir sem eru bara hérna til að auglýsa varahluti að borga félagsgjöld fyrir aðgang að markhóp.
Ég held að allt þetta væl á með/móti sé gott fyrri vefsíðuna. Skapa umræðu og svona.
En svona sófariddarar sem nenna ekki á félagsfundi til að geta haft skoðun á hlutum opinberlega geta bara þagað.
Þar að auki eru þeir sem eru búnir að hefja sig hér til máls á móti þessu aðeins smá brot af félagsmönnum sem greiddu atkvæði með þessu og brota brot af heildar félagafjölda.
Hvort sem ég er á móti þessu eður ei er þessi umræða þörf. Rökin fyrir þessari lokun voru gefin á fundinum og öllum félagsmönnum frjálst að mæta.
Kveðja, Fastur
20.01.2010 at 18:24 #677768En svona sófariddarar sem nenna ekki á félagsfundi til að geta haft skoðun á hlutum opinberlega geta bara þagað.
En þessir fundir eru bara í rvk er það ekki?
Er þá ekki erfitt t.d fyrir félagsmenn af egilstöðum að mæta til að láta heyra í sér,
Það er ekki bara hægt að segja svona, það eru ekki allir 15 mín frá fundarstað.
20.01.2010 at 23:45 #677770[quote="fastur":3d9jx2xm]Peningarnir sem sparast á bandvídd með því að vælið og röflið í utanfélgasmönnum hættir fer í að greiða niður ferðir.
Td. á Þorrablót (skammar laus auglýsing).
Síðan eiga þeir sem eru bara hérna til að auglýsa varahluti að borga félagsgjöld fyrir aðgang að markhóp.
Ég held að allt þetta væl á með/móti sé gott fyrri vefsíðuna. Skapa umræðu og svona.
En svona sófariddarar sem nenna ekki á félagsfundi til að geta haft skoðun á hlutum opinberlega geta bara þagað.
Þar að auki eru þeir sem eru búnir að hefja sig hér til máls á móti þessu aðeins smá brot af félagsmönnum sem greiddu atkvæði með þessu og brota brot af heildar félagafjölda.
Hvort sem ég er á móti þessu eður ei er þessi umræða þörf. Rökin fyrir þessari lokun voru gefin á fundinum og öllum félagsmönnum frjálst að mæta.
Kveðja, Fastur[/quote:3d9jx2xm]
Og hvað ef maður komst ekki á fundinn, fær maður þá bara ekkert að vita,??
spyr sá sem ekki veit??
Hlýtur einhver að hafa verið a´fundinum sem getur sagt frá nema það sé kannski búið að því??
Kv, Kristján
Sem skilur ekki neitt í neinu
21.01.2010 at 01:09 #677772Svona vefsíða er ekki að keyra svo mikla traffík að það þurfi að útiloka óborgaða meðlimi frá henni. Til hvers eru þá eiginlega auglýsingarnar hér?
Mér finnst alveg stórfurðulegt að ætla að loka fyrir skrif-réttindi þeirra sem eru skráðir hér. Hvað þá á þessum tímum, það eru einfaldlega einstaklingar hér sem eiga ekki peninga til þess að borga sig í klúbbinn en vilja þá geta tekið þátt í umræðum.
Mér fannst þetta spjallborð loksins hafa tekið skref í rétta átt þegar þessu gamla handónýta kerfi var hent út og almennilegt kerfi sett inn í staðinn..
Finnst þetta hins vegar vera algjör U beygja.
21.01.2010 at 10:18 #677774[quote="straumur":3nihwf0j][quote="fastur":3nihwf0j]Peningarnir sem sparast á bandvídd með því að vælið og röflið í utanfélgasmönnum hættir fer í að greiða niður ferðir.
Td. á Þorrablót (skammar laus auglýsing).
Síðan eiga þeir sem eru bara hérna til að auglýsa varahluti að borga félagsgjöld fyrir aðgang að markhóp.
Ég held að allt þetta væl á með/móti sé gott fyrri vefsíðuna. Skapa umræðu og svona.
En svona sófariddarar sem nenna ekki á félagsfundi til að geta haft skoðun á hlutum opinberlega geta bara þagað.
Þar að auki eru þeir sem eru búnir að hefja sig hér til máls á móti þessu aðeins smá brot af félagsmönnum sem greiddu atkvæði með þessu og brota brot af heildar félagafjölda.
Hvort sem ég er á móti þessu eður ei er þessi umræða þörf. Rökin fyrir þessari lokun voru gefin á fundinum og öllum félagsmönnum frjálst að mæta.
Kveðja, Fastur[/quote:3nihwf0j]
Og hvað ef maður komst ekki á fundinn, fær maður þá bara ekkert að vita,??
spyr sá sem ekki veit??
Hlýtur einhver að hafa verið a´fundinum sem getur sagt frá nema það sé kannski búið að því??
Kv, Kristján
Sem skilur ekki neitt í neinu[/quote:3nihwf0j]Þú ert sko að misskilja þetta. Það sem fer fram á fundum er leyndó og enginn á að fá að vita það. Fyrst þú kemur á þorrablót skulum við segja þér frá því öllu þegar þú ert kominn með bauk í hönd og harðfisk til að jappla á. (Skammalaus auglýsing)
En þessi umræða var tekin hérna 2008 og man ekki alveg hver niðurstaðan var.
Vefsíðan er orðin svona smá auglýsingasíða. Þar virðist mesta virknin vera. Ég veit ekki hversu stórt hlutfallið af þeim sem auglýsa þar eru meðlimir en mann er farið að gruna að það sé bara lítið hlutfall miðað við fjölda þeirra sem taka þátt í almennri umræðu. Ef þessu smá auglýsendur vilji nota vefinn sem miðil finnst mér að þeir geti bara borgað eins og við hinir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.