FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lokun á vefsíðu

by Kristján Logason

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Lokun á vefsíðu

This topic contains 75 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson Jón Hörður Guðjónsson 15 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.01.2010 at 23:24 #210018
    Profile photo of Kristján Logason
    Kristján Logason
    Participant

    Jæja, hafa menn ekki rekið augun í þetta??

    „Stjórn og félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4 hafa í sameiningu tekið ákvörðun um að loka fyrir skrifaðgang almennings og þ.a.m. ógreiddra félagsmanna á spjallvef f4x4. Mun lokunin taka gildi frá og með 1. febrúar 2010. Frekari upplýsingar eru veittar á stjorn@f4x4.is
    Stjórn F4x4″

    hafa félagsmenn og eða utanfélagsmenn eða óborgaðir félagsmenn einhverja skoðun á þessu,? virðast allavega haft hana þegar þetta var ákveðið að minnsta kosti.? Hvenær fór einhver kynning eða kosning um þetta af stað.? Hvað ætla menn að hafa uppúr krafsinu að fækka þeim sem skrifa, auglýsa og skoða spjallið.

    Kv, Kristján

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 75 total)
1 2 … 4 →
  • Author
    Replies
  • 18.01.2010 at 23:33 #677696
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    hahahahaha
    þetta er með því betra sem ég hef séð lengi 😉
    já þætti gaman að vita hvaða félagsmenn ákváðu þetta og hvenær ?
    það er ekki eins og það sé mikið skrifað eða auglýst hérna og ég held að oftar en ekki hafi spjallið og auglýsingarnar verið fyrstu kynni margra af klúbbnum og gengið svo í hann eftir að hafa notað spjallið og auglýsingarnar.
    En þetta er allt svo dáið að það eina sem er eftir er að loka þessari síðu og held ég að það ætti að gera það fyrr en síðar.
    Kveðja Lella





    18.01.2010 at 23:36 #677698
    Profile photo of Mikkjal Agnar davidsen
    Mikkjal Agnar davidsen
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 44

    Þetta hefur verið gert áður……. ég skil að vissu leiti þessa ákvörðun, rökin eru afhverju ætti einkaklúbbur að halda uti jeppa spjall siðu fyrir petur og pál……

    hinsvegar er eg ansi hræddur um að margir hafa gengið i klúbbinn eftir að hafa spjallað hérna inni þetta er almennt þekkt bila spjall síða.

    sjálfur var eg skráður notandi herna i denn, reyndi margoft að senda mail og biðja um að fá sendan giroseðil fyrir felags gjöldum, fekk aldrei neitt svar. svo var síðunni lokað fyrir almenningi i einhvern tíma.

    þetta pirraði mig og hef ekki nennt að spá i þessu síðan. Núna á að loka aftur i þeirri von sennilega að menn flykkist að og borgi felagsgjöld, mér er i raun alveg sama það er nog af spjallsiðum á netinu.





    18.01.2010 at 23:59 #677700
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Þessi vefsíða var klárlega ástæðan fyrir því að ég gekk í klúbbinn á sínum tíma, þegar ég bjó erlendis þá skoðaðið ég mikið síðuna og myndirnar, hélt manni á lífi þarna í Bretaveldi :-) Er ekki alveg að átta mig á þessari lokun satt að segja.

    Líka fínt rennsli auglýsinga hérna í gegn, hef sjálfur selt og keypt hitt og þetta með góður árangri síðasta árið. Spjallið hefur verið líflegra en þetta hefst vonandi með meiri snjó …..

    kv/AB





    19.01.2010 at 03:22 #677702
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Mér þætti gaman að vita við hvaða félagsmenn stjórnin hefur talað, ekki var ég spurður um álit af þessu og finnst mér þetta soldið vera skref í ranga átt, allavega með að loka spjallinu, allt í lagi að loka á afslætti en ekki spjallið, mín fyrstu kynni af jeppamemmskunni var einmitt í gegnum spjallið, sem gerðu það að verkum að ég fór í mín fyrstu ferð sem leiddi það svo af sér að ég fór að breyta jeppa mínum umtalsvert, og einnig að starfa mikið fyrir félagið.

    Eftir að ég flutti erlendis þá hef ég nú stundum spurt mig tilhvers ætti ég að vera að borga í þetta félag áfram, það hefur gengið mjög erfiðlega að fá tildæmis sendan póst frá félaginu sem er ekki nógu gott heldur þó svo að allar uppl um mann séu rétt skráðar, fékk til að mynda aldrei neinn póst um auka aðalfundinn og hvað þá um þær lagabreytingar sem átti að fjalla um á þeim fundi, ég er enn að bíða eftir greiðsluseðli sem er þó vonandi í pósti núna.

    Nei maður bara spyr, ekki nýtast mér neinir afslættir hérna úti.
    AddiKr





    19.01.2010 at 08:01 #677704
    Profile photo of Páll Arnarsson
    Páll Arnarsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 494

    Að loka spjallsíðunni ??? Já enn og aftur á að reina það, og núna með breittu ívafi. Klúbburinn halar inn annsi marga nýliða í gegnum þessa blessuðu síðu og að loka á skrifaðgang og þar með að td nýliðar geti aflað sér upplýsinga getur varla verið gott. Þessi síða hefur verið vetvangur fyrir alla, líka nýliða, til að spyrja reindari menn og komast í samband við reindari menn. Annars get ég vel verið sammála Lellu, spjallið og síðan er búin að vera annsi dauð núna lengi og varla neitt annað eftir en að loka henni. Þó findist manni frekar ætti að blása til sóknar og reina að rýfa þetta upp, frekar en að gefast upp með tær uppí loft. En þetta ernú bara mín skoðun …..





    19.01.2010 at 08:11 #677706
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Held að sumir séu að misskilja eitthvað hér. Það stendur alls ekki til að loka spjallvef eða auglýsingum á vefnum ! Það eina sem á að gera er það að aðeins greiddir félagsmenn fá að skrifa inn á spjallsvæðið á vefnum, en annars er hann [b:3t95e9wb]opinn öllum til aflestrar.[/b:3t95e9wb]

    Varðandi Litlunefndarferðir sem talað var um hér í fyrra innleggi þá sé ég ekki að þetta hafi áhrif á það. Nýliðar geta eftir sem áður lesið fréttir og upplýsingar um ferðir og munu geta skráð sig og tekið þátt í ferðum Litlunefndar hér eftir sem hingað til. Og svo það sé alveg á hreinu þá eru ferðir Litlunefndar opnar öllum, bæði félagsmönnum og utanfélagsmönnum.

    Kv. Óli, Litlunefnd





    19.01.2010 at 09:19 #677708
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Óli, það eru töluverð pólitísks áferð á þessu hjá þér, en nýliðar geta ekki spurt um ýmislegt sem varðar ferðina eins og þeir hafa verið að gera nema hringja eða fá einhverja greidda félagsmenn til að spyrja fyrir sig.

    Ég tel það rangt að loka fyrir skrif og auglýsingar á síðuna og er alveg sammála því sem hér að ofan er skrifað. Þessi síða er kynningarrit Ferðaklúbbs 4X4 og án kynningarits gengur engin í klúbbinn. Ég hef áður sagt að ástæðan fyrir því að ég gekk í klúbbinn, fór í ferðir og kynntist alveg frábæru fólki, var opin og skemmtileg umræða um áhugamálið á vef 4X4. Því tel ég það mjög misráðið að útiloka þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu sporti.

    Það stríðir einnig gegn megin hlutverki ferðaklúbbs 4X4, að ná til áhugamanna/kvenna um ferðalög utan alfara leiða, til að kynna þeim góða hætti við ferðalög um hálendi Íslands, utanvegaakstur og annað sem er svo mikilvægt fyrir þetta sport sem við höfum svo mikinn áhuga á.

    Með því að útiloka væntanlega félagsmenn og aðra sem uppfylla ekki fram kominn skilyrði, þá mun skrif og lestur á þessari síðu verða svipur hjá sjón vegna þess að það er staðreynd að nýliðar og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu sporti halda uppi umræðunni hérna, það sést orðið afskaplega lítið af þeim nöfnum sem báru uppi síðuna hér áður fyrr.

    kv. vals.





    19.01.2010 at 09:37 #677710
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Er ekki hægt að hafa tvenns konar áskrift. Með nútíma tækni ætti að vera hægt að setja inn Nýliða áskrift t.d. 2 mánaða fría áskrift einu sinni á ári per kennitölu sem þá dytti út sjálfvirkt eftir 2 mánuði. Sem síðan með greiðslu félagsgjalds myndi opnast.





    19.01.2010 at 11:12 #677712
    Profile photo of Kristján Pétur Hilmarsson
    Kristján Pétur Hilmarsson
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 444

    Mér finnst þetta þetta ekki góð hugmynd. Ég held að allar auglýsingar og spjöll færist yfir á aðrar fríar spjallsíður, s.s. torfaera.is, kvartmila.is og live2cruize.com…

    En þar sem þetta spjall er tengt F4x4.is klúbbnum er kannski réttlætanlegt að þetta sé spjall meðlima klúbbsins.

    En mér finnst þetta slæm hugmynd engu að síður;-)





    19.01.2010 at 12:13 #677714
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Valur, kannski er það pólitískt en þó er það þannig að gagnvart Litlunefnd skiptir þetta ekki svo miklu máli. Jú auðvitað kemur fyrir að utanfélagsmenn hafi einhverjar spurningar, en það sem skiptir máli í okkar ferðum er að langflestir nýliðar koma á kynningarkvöldin sem við höldum alltaf fyrir ferðirnar og þar er öllum spurningum svarað sem brenna á mönnum. Svo má benda á að þáttakendur í ferðum eru í tölvupóstsamskiptum við fararstjóra og þannig upplýsingamiðlun er algengari en menn halda. Þannig að þessi lokun hefur ekki mikil áhrif á starfsemi Litlunefndarinnar.

    Varðandi það að fólk hætti að gerast félagsmenn, vegna þess að skrifaðgangi utanfélagsmanna er lokað, þá finnst mér það hæpið. Ég held að það séu ekkert svo voðalega margir utanfélagsmenn sem byrja starfið á virkri umræðu á spjallþræðinum. Held að það sé frekar að menn fylgist með því sem er að gerast og gangi svo í klúbbinn ef þeim líkar umræðan. En ég veit ekki til þess að neinar mælingar séu til sem styðji hvorki þetta sjónarmið, né hitt, svo það þýðir lítið að koma með fullyrðingar þess efnis.

    Nú er ég ekkert endilega fylgjandi því að loka, en set mig samt ekkert sérstaklega á móti því að gera þessa tilraun. Ef þetta reynist illa, þá er einfaldlega hægt að opna aftur. Það leggur samt ábyrgð á vefnefnd og stjórn að fylgjast vel með tölfræði um aðsókn að vefnum, bæði fyrir og eftir lokun og grípa fljótt til viðeigandi aðgerða ef þess er þörf.

    Svo er spurning með auglýsingarnar. Hvergi kemur fram að það sé lokað fyrir auglýsingar, aðeins að lokað sé fyrir aðgengi að því að skrifa á spjallvef. Stjórnin mætti kannski skýra þetta nánar.

    Kv. Óli, Litlunefnd





    19.01.2010 at 12:30 #677716
    Profile photo of Víðir Lundi
    Víðir Lundi
    Participant
    • Umræður: 37
    • Svör: 325

    Bara benda fólki á það að það er ágætasta spjall hér http://www.torfaera.is/spjall/ þar sem menn geta spurt um ýmislegt og auglýst bíla tæki og tól og eftir bílum tækjum og tólum,,,,nóg til af góðum spjall síðum sem er hægt að nota ef þessi vitleisa á fram að ganga.

    Kv Víðir L
    Þ412





    19.01.2010 at 17:32 #677718
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Sé ekki tilgang með þessu sérstaklega í ljósi þess að hingað leita margir menn um ráð og gerðir, og allnokkrir þeirra ekki í klúbbnum. Þetta mun væntanlega draga lífið úr annars daufri síðu. En gaman væri að heyra frá stjórn hver ástæðan fyrir þessari ákvörðun er. Kannksi til að þvinga menn til að borga félagsjöldin svo hægt sé að skrifa hér inn. Og reyna þannig að fjölga um í meðlimaflórunni.
    Eitt er allavega á planinu hjá mér en ég ætla mér ekki að borga fyrir næsta ár enda hef ég einfaldlega ekki efni á því. En þangað til ég dett út sem meðlimur þá mótmæli ég þessu formlega.

    Kv Haffi. (félagsnúmerið mitt má sjá hérna hægra meginn, þótt það verði ekki langlíft héðan af)





    19.01.2010 at 17:50 #677720
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég held að allir geti verið sammála um að þetta er með öllu óskiljanlegt að loka spjallinu.
    En hver er ástæðan fyrir því, ekki geta það verið peningar þar sem það kostar jafn mikið að halda úti dauðri síðu og líflegri. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikið um skítkast eða Toy/Patrol pósta eða misnotkun á auglýsingum eða spjalli.

    Þetta hlýtur þá að vera persónulegt í þeim skilningi að þetta eigi að vera einkaspjall fyrir þá sem borga síðuna sem er svosem í lagi en þá má líka bara loka spjallinu alveg og auglýsingunum líka. Ég held að fæstir af þeim sem lesa spjallið hérna séu alveg skoðanalausir um málefnin og nota þetta bara sem afþreyingu eða time-out frá konuni. Þeir sem nota síðuna til að nálgast upplýsingar um ferðir hafa spurningar um ferðatilhögun og útbúnað og miðað við tilkynningar síðustu ferða þá eru upplýsingar langt frá því að vera tæmandi í fystu póstum. Menn gefa þá einfaldlega skít í það og óska eftir ferðafélögum annarstaðar.

    Að mínu mati ætti þessi síða að vera miðpunktur fyrir íslenskt jeppafólk á netinu en það er ekki mikil von um að svo verði úr þessu.

    En það kemur vonandi eitthvað gott út úr þessu, kanski setur einhver upp nýja síðu fyrir ‘Jeppamenn’ (og konur) ekki bara ‘Félagsmenn’.





    19.01.2010 at 18:52 #677722
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ég verð nú að vara sammála flestum hér að ofan, sem finnst það miður að spjallinu verði skellt í lás nema greiddum félögum. Ég helda að þetta dragi enn frekar úr þessu daufa spjalli. Það þarf einnig að horfa á þetta út frá öðrum vinkli. Nú er verulega þrengt að mörgum og hafa margir dregið saman seglin í útgjöldum á ýmsum sviðum. Þetta sést bara best á því hversu lítið er um ferðalög. Meðal þess sem fólk sparar við sig eru félagsgjöld og ýmislegt annað sem talið er ónauðsinlegt. Það vill þó kannski ekki slíta tengslin alveg, og vill þá vera með í umræðunni heima úr stofu. Þangað til það fer að sjá til sólar á ný.
    Ég er alvega sammála Stebba hér að ofan að metnaðurinn á auðvita að vera sá að síðan sé miðdepill jeppa og ferðamennsku. Lokunarsinnar ættu einnig að hafa í huga þá samkeppni sem þegar er kominn í formi Fesbook og ef f4x4.is ætlar ekki að tapa þeirri samkeppni alveg, þá þarf líf og nýjungar.





    19.01.2010 at 19:05 #677724
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Heyr heyr ég verð nú að segja að ég er svo mikið sammála um að það séu mistök að loka þessari síðu fyrir almannaskrifum, ég held að það sé ekki rétta aðferðin við að fá fleiri félagsmenn þvert á móti, því þetta er bara þvingunaraðgerð, en ok ef þessu verður haldið til streytu þá er ég og aðrir vissir um að hún Deyr bara, en annað sem gerist er að hér hætta menn sem ekki eru …félagar… að geta tjáð til dæmis hvernig færð er, hvort það séu sprungur eða eitthvað annað sem þarf að varast og almennt að skiftast á skoðunum eða fá góð ráð. Ég skrifaði stjórn póst um þetta en það heyrist ekki múkk frá þeim, kanski eru þeir að loka á mig afþví að ég hef víst náð nokkrum upp hérna á spjallinu;) menn eru svo viðkvæmir oft og þá freistast maður aðeins til að stríða þeim en það er víst erfitt að túlka stríðni í prenti :) jæja nóg um það.
    En það getur svo sem velverið að gera eigi þetta að einkaklúbbi einhverrar elítu í Rvík
    þá verður bara svo að vera en þetta er ekki leiðin til að trekkja að nýja meðlimi.

    kveðja Helgi





    19.01.2010 at 19:38 #677726
    Profile photo of Sævar Örn Eiríksson
    Sævar Örn Eiríksson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 200

    Ég ætla að drífa mig að senda þetta inn meðan ég enn get, þar sem ég er ekki greiddur meðlimur enn.

    En mér finnst þetta bara sjálfsagt, reyndar finnst mér að einn flokkur mætti vera opinn öllum á spjallinu til að spyrja t.d. um starf klúbbsins eða litlunefndaferðir sem eru opnar utanfélagsmönnum o.s.f.v.

    Og byggi ég ákvörðun mína á þeirri staðreynd að hér eru menn að svara oft út í bláinn og mjög ótengt efninu, nú kem ég reyndar að öðru máli, eru félagsmenn að þessu?

    Mig grunar að mestmegnis séu þetta utanfélagsmenn, m.v. hegðunina á spjallinu en ef það eru meðlimir klúbbsins sem skrifa níðandi og tilgangslausa pósta hér á spjallið finnst mér að þá mætti byrja að pikka út hægt og rólega.

    en mér finnst allt í lagi að þetta lokist bara fyrir félagsmenn, þ.e. að geta svarað. Að mega ekki lesa það sem um fer á spjallinu yrði alltaf kjánalegt.

    kv. Sævar vefsíðueigandi og klúbbrekandi





    19.01.2010 at 20:09 #677728
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Já eru ekki sumir að skjóta sig í löppina núna ;=)[quote="SaebTheMan"]
    Og byggi ég ákvörðun mína á þeirri staðreynd að hér eru menn að svara oft út í bláinn og mjög ótengt efninu, nú kem ég reyndar að öðru máli,





    19.01.2010 at 20:56 #677730
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 48
    • Svör: 611

    Ég myndi vilja fá rökin fyrir því að loka síðunni. Ef þau eru góð þá er þetta bara hið besta mál en ef ekki þá er þetta auðvitað bara rugl. Þá má kannski loka einhverjum flokkum eins og "Innanfélagsmál", veit ekki hvort að hann er lokaður eða ekki. Eða bara hafa einn flokk sem heitir "Meðlimir" eða eitthvað álíka.

    Kveðja
    Þengill





    19.01.2010 at 21:30 #677732
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    [quote="thengillo":37zp71hk]Ég myndi vilja fá rökin fyrir því að loka síðunni. Ef þau eru góð þá er þetta bara hið besta mál en ef ekki þá er þetta auðvitað bara rugl. Þá má kannski loka einhverjum flokkum eins og "Innanfélagsmál", veit ekki hvort að hann er lokaður eða ekki. Eða bara hafa einn flokk sem heitir "Meðlimir" eða eitthvað álíka.
    [/quote:37zp71hk]
    Innanfélagsmál eru lokaður flokkur.

    Það væri gaman að vita hversu margir utanfélagsmenn eru raunverulega að skrifa á spjallið og einnig væri fínt að fá það á hreint hvort skrifaðgang á auglýsingar verði líka lokað, en ég býst frekar við því að svo sé þar sem auglýsingar eru líka á spjalliborði síðunnar.

    Eini kosturinn við svona lokun á skrifaðgangi sem ég sé er að það gætu minnkað líkurnar á að það væri verið að selja stolna hluti hérna inni á síðunni.





    19.01.2010 at 21:43 #677734
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Einhver spurði hvenær þetta hefði verið rætt við félagsmenn – Ég man ekki betur en að þetta hafi verið rætt á síðasta félagsfundi í mörkinni og þar var þetta samþykkt af þeim sem þar mættu.

    Mig minnir líka að svona hafi þetta verið áður á eldri vefjum, gott ef ekki bara þeim síðasta og algerlega án vandræða. Síðan var líka búinn til flokkurinn innanfélagsmál sem bara félagsmenn sjá á síðastu útgáfu af vefnum.

    Þannig að ég sé bara einfaldlega ekkert að því að gera þetta aftur eins og það var.

    Menn eru svo fljótir að gleyma nefnilega – allir búnir að gleyma ástæðunum fyrir því að það varð að loka vefnum fyrir öðrum en félagsmönnum og af hverju búa varð til "innanfélagsmál" og af hverju varð að loka fyrir skrif fjölda einstaklinga á vefinn…. Vefurinn var um tíma gjörsamlega ónýtur sem samskiptaform milli fólks vegna upphrópanna og skítkasts – mun verri en barnaland… Þessu var eytt út með því að setja skorður á hverjir gætu skrifað – og ég sé bara ekkert að því að fara aftur í það form.

    Frekar vil ég daufan vef heldur en að fá hugsanlega aftur vef sem var klúbbnum til skammar líkt og var áður þegar allt var opið…

    Benni





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 75 total)
1 2 … 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.