This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Það er dálítið athyglisvert að velta því fyrir sér hvar áhugi og áhyggjur félagsmanna liggja. Núna er liðin rúmur sólarhringur síðan frétt um fyrirhugaðar lokanir á slóðum í Ásahreppi var sett á forsíðuna og að þær tillögur sveitarfélagsins yrðu kynntar á opnu húsi. Ég fór á þetta opna hús og þar voru svo sem ekki mjög margir en allir sem þar voru voru þó vægt til orða tekið í áfalli eftir að hafa séð þetta.
En það sem vekur athygli mína er að einmitt um sólarhring eftir þessa frétt skuli enginn félagsmaður hafa svo mikið sem spurt út í þetta hér eða rætt þetta – menn virðast hafa meiri áhyggjur af því hvort þeir fái bjór á bjórkvöldi eða ekki.
En það er kannksi bara framsýnt fólk sem hefur áhyggjur af bjórnum. Því að ef að fram fer sem horfir í lokunum slóða á hálendinu þá verður lítið eftir fyrir okkur sem viljum ferðast á jeppum að gera en að sitja á höfðanum, drekka bjór og segja frægðarsögur af því þegar við höfðum enþá frelsi til að ferðast um hálendi Íslands.
Nú veit ég að sem betur fer þá hafa nokkrir aðilar í klúbbnum enþá áhyggjur af því að reyna að verja ferðafrelsið og var meðal annars fundað í morgun með embættismönnum í umhverfisráðuneytinu og rætt við sveitarstjóra í Ásahreppi. Eftir þær fréttir sem þaðan bárust þá er maður ennþá svartsýnni á framtíðina í ferðafrelsi okkar.
Tillögur Ásahrepps eru nokkurn vegin á þá leið að loka svo gott sem öllum slóðum í hreppnum fyrir almennri umferð. Eftir munu standa F-merktir vegir og virkjanavegir. Þeir slóðar sem að lagt er til að loka eru hátt í 600 km og þar á meðal mjög mikið notaðar og vinsælar leiðir í kringum Jökulheima og á Sprengisandi.
Þesar tillögur Ásahrepps eru settar fram án nokkurs samráðs eða samvinnu við hagsmunaaðila eins og t.d. 4×4 eða annað útivistarfólk og ég hef af því fregnir að slíkra tillagna sé jafnvel að vænta frá fleiri sveitarfélögum á næstunni. Það lítur því út fyrir að það eigi að valta gjörsamlega yfir okkur og okkar frelsi til að ferðast um landið. Við það getum við ekki unað.
Ég vona því að stjórnin og þeir sem vinna í þessum málum núna bíti frá sér fyrir okkar hönd og það fast ! En við hinir ættum að nota haustið til að ferðast sem mest um þessi svæði – það er óvíst að það verði löglegt næsta sumar.
Benni
You must be logged in to reply to this topic.