FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lokanir á slóðum

by Benedikt Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Lokanir á slóðum

This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G Snæland Jón G Snæland 15 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.09.2009 at 00:42 #206611
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant

    Það er dálítið athyglisvert að velta því fyrir sér hvar áhugi og áhyggjur félagsmanna liggja. Núna er liðin rúmur sólarhringur síðan frétt um fyrirhugaðar lokanir á slóðum í Ásahreppi var sett á forsíðuna og að þær tillögur sveitarfélagsins yrðu kynntar á opnu húsi. Ég fór á þetta opna hús og þar voru svo sem ekki mjög margir en allir sem þar voru voru þó vægt til orða tekið í áfalli eftir að hafa séð þetta.

    En það sem vekur athygli mína er að einmitt um sólarhring eftir þessa frétt skuli enginn félagsmaður hafa svo mikið sem spurt út í þetta hér eða rætt þetta – menn virðast hafa meiri áhyggjur af því hvort þeir fái bjór á bjórkvöldi eða ekki.

    En það er kannksi bara framsýnt fólk sem hefur áhyggjur af bjórnum. Því að ef að fram fer sem horfir í lokunum slóða á hálendinu þá verður lítið eftir fyrir okkur sem viljum ferðast á jeppum að gera en að sitja á höfðanum, drekka bjór og segja frægðarsögur af því þegar við höfðum enþá frelsi til að ferðast um hálendi Íslands.

    Nú veit ég að sem betur fer þá hafa nokkrir aðilar í klúbbnum enþá áhyggjur af því að reyna að verja ferðafrelsið og var meðal annars fundað í morgun með embættismönnum í umhverfisráðuneytinu og rætt við sveitarstjóra í Ásahreppi. Eftir þær fréttir sem þaðan bárust þá er maður ennþá svartsýnni á framtíðina í ferðafrelsi okkar.

    Tillögur Ásahrepps eru nokkurn vegin á þá leið að loka svo gott sem öllum slóðum í hreppnum fyrir almennri umferð. Eftir munu standa F-merktir vegir og virkjanavegir. Þeir slóðar sem að lagt er til að loka eru hátt í 600 km og þar á meðal mjög mikið notaðar og vinsælar leiðir í kringum Jökulheima og á Sprengisandi.

    Þesar tillögur Ásahrepps eru settar fram án nokkurs samráðs eða samvinnu við hagsmunaaðila eins og t.d. 4×4 eða annað útivistarfólk og ég hef af því fregnir að slíkra tillagna sé jafnvel að vænta frá fleiri sveitarfélögum á næstunni. Það lítur því út fyrir að það eigi að valta gjörsamlega yfir okkur og okkar frelsi til að ferðast um landið. Við það getum við ekki unað.

    Ég vona því að stjórnin og þeir sem vinna í þessum málum núna bíti frá sér fyrir okkar hönd og það fast ! En við hinir ættum að nota haustið til að ferðast sem mest um þessi svæði – það er óvíst að það verði löglegt næsta sumar.

    Benni

    Viðhengi:
    1. 1009_83564e725c8e409ae0e8327a2097ba8a
  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 41 through 51 (of 51 total)
← 1 2 3
  • Author
    Replies
  • 24.09.2009 at 19:00 #658058
    Profile photo of Bolli Valgarðsson
    Bolli Valgarðsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 14

    Mæli eindregið með að Skúli H sjái um þessi mál f.h. félagsins, samskipti, orðalag greinagerðar o.s.frv.
    Síðan mættu áhugamenn taka saman og merkja á kort hvaða slóðar talað er um að loka eigi. Sýndist sem komið hefði fram að þeir væru eitthvað færri en talað var um í upphafi, en það er kannski misskilningur. Mér finnst alla vega vanta verulega á að það sé á hreinnu, með myndrænum hætti, hvaða slóðar loka.





    24.09.2009 at 22:56 #658060
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    [quote="bolli":31yespl3]Mæli eindregið með að Skúli H sjái um þessi mál f.h. félagsins, samskipti, orðalag greinagerðar o.s.frv.
    Síðan mættu áhugamenn taka saman og merkja á kort hvaða slóðar talað er um að loka eigi. Sýndist sem komið hefði fram að þeir væru eitthvað færri en talað var um í upphafi, en það er kannski misskilningur. Mér finnst alla vega vanta verulega á að það sé á hreinnu, með myndrænum hætti, hvaða slóðar loka.[/quote:31yespl3]
    Sæll, þetta kemur mjög skýrt fram á kortunum sem Óskar E birtir hér ofar í þræðinum, annars vegar er hann með slóða merkta með fjórum mismandi litum og síðan annað kort sem sýnir aðeins þá slóða sem á að halda opnum.
    kveðja
    Agnar





    25.09.2009 at 07:24 #658062
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ef þær leiðir sem eru taldar saman sem ekki eru bláar. Þá eru um 220 leiðir í uppnámi ( eða 220 einstakir ferlar ).
    115 eru merktar rauðar ( þ e lokaðar ). Grænu leiðirnar eru merktar tímabundin opnun, þær eru margar gangnamannaleiðir og því væntanlega bara opnar í göngum. Töluvert er einnig af grænum leiðum í kringum vötn. Þá væntanlega opnar á veiðitímabilum ( því ekki vitað hvort þær verði opnar almenningi eða einungis veiðimönnum ).
    Gular leiðir hafa ekki fengið umfjöllun, sumar af gulu leiðunum eru ornar einangraðar af rauðu leiðunum og lokast því sjálfkrafa. Einnig eru þær stundum við hlið grænna leiða og því líku á lokunum. Hvort það eru 150 eða 180 eða 190 leiðir lokaðar, þá sé ég ekki að það skipti höfuð máli. Það er verið að loka heilu svæðunum með þessum hugmyndum.





    25.09.2009 at 09:35 #658064
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Góðir félagar,
    hef að sjálfsögðu fylgst með þessari umræðu.

    En veit einhver HVERS VEGNA þeir Áshreppingar vilja loka þessum vegum og slóðum?
    Hafa þeir lögsögu um málið?
    Er þá ekki öll umferð bönnuð, gangandi og ríðandi líka?
    Hvað réttlætir umferð veiðimanna eða smala, eða þá Landsvirjunar- og Orkustofnunarstarfsmanna um þessi svæði sem önnur (og ekki bara á troðnum slóðum) umfram hins almenna ferðamanns?
    Bændur eru aðeins um 2% þjóðarinnar, ráða þeir yfir 70% landsins?
    Gæti Kópavogur t.d. bannað fólki að aka um götur bæjarins?

    Fyrir upphaf vega var allur akstur samkvæmt eðli málsins utanvegaakstur. Á þá ekki t.d. að fara í mál við Pál Arason, hann er enn á lífi, einn þessara brautryðjenda. En, hefðu þeir ekki rutt brautina, hvar værum við stödd nú?
    Núverandi kerfi slóða og vega fullnægir nánast þörfum ferðamanna, þó má enn betrumbæta á nokkrum stöðum, lagfæra eða flytja til eða leggja nýja styttinga. Leið sem er þekkt og merkt á kortum kemur í veg fyrir megnið af utanvegaakstri.

    Það að mega ekki ferðast um eigið land, í sátt við landið og ibúana,það er aumt! Þurfum við að þola það að mega aðeins fara um landið eftir línu- og virkjanavegum?

    Ingi





    25.09.2009 at 11:50 #658066
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég get reynt að svara einhverju af þessu.

    [i:13h1vmra]En veit einhver HVERS VEGNA þeir Áshreppingar vilja loka þessum vegum og slóðum?[/i:13h1vmra]
    Ég held að stjórnin sé að kalla eftir svörum við þeirri spurningu. Þetta er sjálfsagt svolítið flókið mál, en það gæti verið að spila þarna inn í lagalegt spursmál um ábyrgð á ástandi vega ef þeir eru komnir á skipulag. En þetta væntanlega skýrist.

    [i:13h1vmra]Hafa þeir lögsögu um málið?[/i:13h1vmra]
    Já það er nú bara svo einfalt að hreppurinn hefur skipulagsvald og þetta fellur undir það. Þegar Þórunn var umhverfisráðherra viðraði hún einhverjar hugmyndir um að skipulag hálendisins færi undir ráðuneytið í stað sveitarfélaga, en fann held ég fljótt að sú hugmynd myndi ekki ná fram að ganga. Svo má deila um hvort það væri gott eða slæmt.

    [i:13h1vmra]Er þá ekki öll umferð bönnuð, gangandi og ríðandi líka? [/i:13h1vmra]
    Það gilda víst önnur lög um hestaumferð en vélknúna.

    G[i:13h1vmra]æti Kópavogur t.d. bannað fólki að aka um götur bæjarins?[/i:13h1vmra]
    Já skipulagsyfirvöld gætu bannað akstur í götunni hjá mér ef þeim dytti það í hug. Ég gæti sjálfsagt mótmælt en valdið er hjá skipulagsyfirvöldum. Rétt eins og skipulagsyfirvöld í Reykjavík geta tekið ákvörðun um að gera Austurstræti að göngugötu.

    Valdið liggur því þarna hvernig sem á málið er litið, en þó er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. Þetta þarf að fara fyrir skipulagsnefnd miðhálendisins til staðfestingar þar sem SAMÚT á fulltrúa, en ekki víst að hægt væri að stoppa þetta þar (einn fulltrúi á móti mörgum fulltrúum sveitarfélaga). Svo fellur hluti af þessu undir þjóðgarðinn og þegar verndaráætlun lítur dagsins ljós ræður hún.





    25.09.2009 at 13:57 #658068
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ég hef aðeins fylgst með þessari umræðu hérna á netinu en ekki náð að lesa alla póstana þrátt fyrir að fyrrverandi Formaður hafi skammað mig og aðra félagsmenn fyrir að fylgjast ekki með umræðunum.

    Það sem mér finnst gleymast í þessari umræðu eru mannréttindi. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki eru fráir á fæti, á að útiloka þá í að njóta lífsins gæða sem felst í "augnkonfekti" sem íslensk nátttúra er. Félagsmenn í 4X4 Ferðaklúbbnum hafa farið með langveikbörn og aðra sem ekki hafa haft heimangengt vegna ýmissa þátta, til að sýna þeim undur og fegurð landsins. Ætla einhverjir búrókratar sem eru sjálfskipaðir náttúrusinnar með sína sýn á hver má og hver má ekki að segja við þetta fólk "nei, þú getur verið í þínum hjólastól eða hangið á þínum hækjum, þessi gæði eru bara fyrir mig og aðra sem geta gengið".

    Væri nú ekki nær að framfylgja þeirri vinnu sem hefur verið í gangi að skrá, merkja og stika slóða þannig að landið bíði ekki skaða af þó að ferðamenn ferðist um landið. Hvað er það sem sveitastjórnamenn eru hræddir við, er það að landið verði útspólað og ljót !, Er það að ferðaþjónustan getið blómstrað !, að landslíður eða aðrir ferðamenn geti notið gæðanna sem landið bíður uppá, að þeir missi atkvæði ef þeir sýni ekki einhverja "náttúru ímynd".

    Mér finnst þessi nálgun á þennan málaflokk röng og hljómar þannig í mín eyru "þetta er of erfitt, lokum bara draslinu það er mun auðveldara". Fólk þarf að spyrja sig "hvað erum við að gera hérna og hvernig eigum við að láta okkur líða vel á með á því stendur". Þeir aðilar sem ráðast í þessar stöður sem eiga að þjóna almenningi, eru borgaðar af almenningi og eiga að vera fyrir almenninginn. It is good to be a king, Það er þetta sem fer mest í taugarnar á mér.

    kv. vals.





    25.09.2009 at 15:12 #658070
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Ég held að það sé ekki rétt að fella dóma yfir þessum áætlaða gjörning fyrr en við höfum fengið svör frá Ásahreppi. Mig grunar reyndar að þetta snúist um peninga og lítið annað og ég verð að viðurkenna að hreppurinn hefur dálitla samúð hjá mér ef það er rétt að kröfur til þeirra séu miklar í viðhaldi þessara slóða. Okkar sýn á þau mál gæti verið allt önnur en hjá td ferðaþjónustuaðilum eða Umhverfisráðuneytinu. Ef að þetta er raunin þarf að hjálpa hreppnum að finna lausn á þeim málum hvernig sem aðkoma okkar verður að því.

    Ég hef svo sem minnst á það áður hér á þessum vef en þetta kerfi eða fyrirkomulag sem búið er að koma upp, þe að sveitarfélögin eigi að bera skipulagsvald á hálendinu, sé algjört klúður. Ef svo heldur sem fram horfir þá þurfa útivistarfélögin að heyja hverja orrustuna á fætur annarri á næstu árum við hvert einasta sveitarfélag sem vinnur nýtt aðalskipulag. Og svo þarf að endurtaka þá orrustu, eða amk að halda í horfinu, árið 2024 og svo koll af kolli til eilífðar.

    Veit einhver hvað það eru mörg sveitarfélög sem eiga afrétt á hálendinu ?

    kveðja
    Agnar





    25.09.2009 at 15:37 #658072
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Sveitarfélög innan miðhálendislínu

    1 Grímsnes og Grafningshreppur
    2 Borgarbyggð
    3 Dalabyggð
    4 Bæjarhreppur
    5 Húnaþing vestra
    6 Húnavatnshreppur
    7 Skagafjörður
    8 Eyjafjarðarsveit
    9 Akrahreppur
    10 Þingeyjarsveit
    11 Skútustaðahreppur
    12 Fljótadalshérað
    13 Fljótdalshreppur
    14 Djúpavogshreppur
    15 Sveitarfélagið Hornafjörður
    16 Skaftárhreppur
    17 Mýrdalshreppur
    18 Rangárþing eystra
    19 Rangárþing ytra
    20 Ásahreppur
    21 Skeiða og Gnúpverjahreppur
    22 Hrunamannahreppur
    23 Bláskógarbyggð

    Í Dalabyggð, Bæjarhrepp og Mýrdalshrepp er ekki hægt að segja að sé nokkur vegakerfi innan hálendislínunnar.





    26.09.2009 at 08:37 #658074
    Profile photo of Gunnar Arngrímur Birgisson
    Gunnar Arngrímur Birgisson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 284

    endilega hafið samband við slóðavini ég veit að þeir eru eitthvað að skoða þetta ef klúbbarnir sameinast í þessu þá kemur það betur út





    26.09.2009 at 14:42 #658076
    Profile photo of Þórður Aðalsteinsson
    Þórður Aðalsteinsson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 130

    Það mætti alveg skoða þetta útfrá lögfræðinni líka, skv stjórnsýslulögum þarf stjórnnvald, í þessu tilfelli sveitastjórn að gæta meðalhófs þegar tekin eru burt réttindi sem menn höfðu áður öðlast. þar sem ég er ekki lögfræðingur og hef frekar takmarkaða þekkingu á stjórnsýslulögum þá veit ég ekki hvort þetta gangi upp sem lagarök gegn þessum lokunum. En það væri amk gott að skoða þessar tillögur eða hugmyndir sveitastjórnarinnar útfrá stjórnsýslu lögum. Þó svo að sveitastjórnir hafi mikið vald í sínum málum mega þær ekki gera hvað sem þeim dettur í hug. Það vill oft verða þannig að þegar rökræða og almenn skynsemi ráða ekki ferð lengur þarf að beita sterkari úrræðum og málshöfðun er loka úrræðið.

    mbk, ÞA





    27.09.2009 at 09:27 #658078
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ríkisstjórn Íslands
    ——————————————————————————–

    Árósasamningurinn verður fullgiltur
    11.2.2009

    Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að Árósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

    Samningurinn var gerður árið 1998 og öðlaðist gildi í október árið 2001. Þrjátíu og átta ríki undirrituðu hann auk Evrópubandalagsins, þ.á m. Ísland. Fjörutíu og eitt ríki auk Evrópubandalagsins hafa fullgilt samninginn, öll norrænu ríkin þar á meðal að Íslandi undanskildu.

    Þríþætt réttindi almennings
    Árósasamningurinn tengir saman umhverfisrétt og mannréttindi. Í samningnum segir að það sé réttur sérhvers manns að lifa í heilbrigðu umhverfi og um leið beri honum skylda til að vernda umhverfið. Samningurinn á að tryggja almenningi réttindi til að geta uppfyllt þessa skyldu. Réttindin eru þríþætt:

    1.Réttur til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál.
    2.Réttur almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum.
    3.Aðgangur að réttlátri málmeðferð í umhverfismálum fyrir dómstólum eða öðrum óháðum og hlutlausum úrskurðaraðila.
    Breytingar á íslenskri löggjöf
    Nefnd sem fór yfir ákvæði Árósasamningsins skilaði skýrslu til þáverandi umhverfisráðherra haustið 2006. Hlutverk nefndarinnar var m.a. að fara yfir hvaða breytingar þyrfti að gera á íslenskum lögum yrði samningurinn fullgiltur. Niðurstaða nefndarinnar var sú að fyrir hendi sé fullnægjandi löggjöf hér á landi um fyrstu tvær stoðir Árósasamningsins, sem varða aðgang að upplýsingum um umhverfismál og rétt til að taka þátt í töku ákvarðana um umhverfismál og uppfylli því kröfur samningsins að því leyti. Nefndin taldi hins vegar að íslensk lög uppfylltu ekki þriðju stoð Árósasamningsins, sem fjallar um aðgang að réttlátri málsmeðferð. Því þyrfti að gera breytingar á lögum kæmi til fullgildingar samningsins. Samkvæmt þriðju stoðinni skal ,,almenningur sem málið varðar” hafa aðgang að endurskoðunarleið fyrir dómstólum eða óháðum úrskurðaraðila innan stjórnsýslunnar vegna útgáfu leyfa til framkvæmda sem geta haft umtalsverð umhverfisáhrif eða ef stjórnvald vanrækir að krefjast leyfis fyrir tiltekinni starfsemi þrátt fyrir lagaskyldu þar um. Samkvæmt samningnum skulu umhverfisverndarsamtök ávallt teljast falla undir hugtakið ,,almenningur sem málið varðar” og njóta þannig kæruréttar samkvæmt samningnum án þess að þurfa að sýna fram á lögvarða hagsmuni. Aðildarríkin geta ennfremur valið um það hverskonar endurskoðunarleiðir eru opnar „almenningi sem málið varðar“, þ.e. annaðhvort endurskoðunarleið innan stjórnsýslunnar, þannig að unnt sé að leggja ákvarðanir um útgáfu leyfa fyrir sérstakar úrskurðarnefndir, eða fyrir almennum dómstólum.

    Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum mánudaginn 9. febrúar sl. að fela umhverfisráðherra í samráði við utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra að ákveða hvor leiðin verði farin hér á landi við fullgildingu Árósasamningsins og hefja undirbúning við þá vinnu.

    Heimasíða Árósasamningsins.

    Skýrsla nefndar sem var skipuð til að fara yfir efni Árósasamningsins og meta hvaða áhrif hann hefði í för með sér hér á landi. http://www.umhverfisraduneyti.is/media/ … kyrsla.pdf





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 41 through 51 (of 51 total)
← 1 2 3

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.