Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Lokanir á slóðum
This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 15 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.09.2009 at 00:42 #206611
Það er dálítið athyglisvert að velta því fyrir sér hvar áhugi og áhyggjur félagsmanna liggja. Núna er liðin rúmur sólarhringur síðan frétt um fyrirhugaðar lokanir á slóðum í Ásahreppi var sett á forsíðuna og að þær tillögur sveitarfélagsins yrðu kynntar á opnu húsi. Ég fór á þetta opna hús og þar voru svo sem ekki mjög margir en allir sem þar voru voru þó vægt til orða tekið í áfalli eftir að hafa séð þetta.
En það sem vekur athygli mína er að einmitt um sólarhring eftir þessa frétt skuli enginn félagsmaður hafa svo mikið sem spurt út í þetta hér eða rætt þetta – menn virðast hafa meiri áhyggjur af því hvort þeir fái bjór á bjórkvöldi eða ekki.
En það er kannksi bara framsýnt fólk sem hefur áhyggjur af bjórnum. Því að ef að fram fer sem horfir í lokunum slóða á hálendinu þá verður lítið eftir fyrir okkur sem viljum ferðast á jeppum að gera en að sitja á höfðanum, drekka bjór og segja frægðarsögur af því þegar við höfðum enþá frelsi til að ferðast um hálendi Íslands.
Nú veit ég að sem betur fer þá hafa nokkrir aðilar í klúbbnum enþá áhyggjur af því að reyna að verja ferðafrelsið og var meðal annars fundað í morgun með embættismönnum í umhverfisráðuneytinu og rætt við sveitarstjóra í Ásahreppi. Eftir þær fréttir sem þaðan bárust þá er maður ennþá svartsýnni á framtíðina í ferðafrelsi okkar.
Tillögur Ásahrepps eru nokkurn vegin á þá leið að loka svo gott sem öllum slóðum í hreppnum fyrir almennri umferð. Eftir munu standa F-merktir vegir og virkjanavegir. Þeir slóðar sem að lagt er til að loka eru hátt í 600 km og þar á meðal mjög mikið notaðar og vinsælar leiðir í kringum Jökulheima og á Sprengisandi.
Þesar tillögur Ásahrepps eru settar fram án nokkurs samráðs eða samvinnu við hagsmunaaðila eins og t.d. 4×4 eða annað útivistarfólk og ég hef af því fregnir að slíkra tillagna sé jafnvel að vænta frá fleiri sveitarfélögum á næstunni. Það lítur því út fyrir að það eigi að valta gjörsamlega yfir okkur og okkar frelsi til að ferðast um landið. Við það getum við ekki unað.
Ég vona því að stjórnin og þeir sem vinna í þessum málum núna bíti frá sér fyrir okkar hönd og það fast ! En við hinir ættum að nota haustið til að ferðast sem mest um þessi svæði – það er óvíst að það verði löglegt næsta sumar.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.09.2009 at 08:06 #658018
Hvar get ég nálgast umræddar tillögur frá Ásahreppi? Ég leitaði á vef hreppsins og umhverfisráðuneytisins og Vegagerðarinnar en fann þær ekki. Eru þetta gögn sem liggja frammi einhvers staðar til kynningar?
22.09.2009 at 11:33 #658020Ég leitaði aðeins að þessu og á vef hreppsins undir ´Upplýsingar´ (vinstra megin) er linkur á fyrirtæki sem sinnir vinnu við gerð Aðalskipulagsins fyrir Ásahrepp.
sjá hér: [url:32j27fpw]http://www.landmotun.is/frettir.asp?Year=2009&Month=4[/url:32j27fpw]
Hérna er að finna uppdrátt af Holtamannaafrétti og [u:32j27fpw]drög[/u:32j27fpw] að greinagerð að Aðalskipulagi 2010-2022. Í greinargerðinni á bls 60 er umfjöllun um fjallegi og er meðal annars að finna yfirlit yfir "helstu" fjallvegi afréttarins og undir hvaða skilgreiningu þeir falla (aðalfjallvegur, fjallvegur, aðrar leiðir). Undir öðrum leiðum eru taldir upp:
– Búðarháls-Kjalvötn – Leið um Búðarháls að Þrívörðum, Hvanngiljahöll og Svartagili
– Sporðölduleið – Leið vestan Sporðöldulóns sem tengist Sprengisandsleið norðan lónsins
– Sóleyjarhöfðaleið – Liggur af Kvíslavegi sunnan Þúfvatna að Sóleyjarhöfða
– Vonarskarðsleið – Liggur af Hágönguleið við Syðri-Hágöngu, norðan Hágöngulóns og þaðan að Svarthöfða
– Vatnajökulsleið – Liggur af Hágönguleið um Sveðjuhraun og suður með Vatnajökli á Jökulheimaleið F229Ég legg þann skilning í þetta að þessir vegir teljist með þeim vegum sem verða áfram opnir og er það gott mál. Á aðra "minni" slóða er ekki minnst í greinargerðinni sem er áhyggjuefni. Það er ekkert talað berum orðum um lokanir þarna svo ég sjái þannig að þær upplýsingar koma annars staðar frá.
Annað sem ég rak augun í er skilgreiningin á aðalfjallvegum en hún er svona: "[i:32j27fpw]Í Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 eru aðalfjallvegir skilgreindir sem “stofnvegir hálendis, byggðir sem fólksbílafærir sumarvegir með brúuðum ám. Þeir tengja saman byggðarlög þvert yfir hálendið og liggja um helstu byggingarsvæði þess”."[/i:32j27fpw]. Sprengisandsleið er sett í þennan flokk í greinargerðinni og finnst mér það ekki góðar fréttir.
kveðja
Agnar
R 3104
22.09.2009 at 16:19 #658022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fróðlegt að skoða þessi drög að Aðalskipulagi Holtaafrétti. Þarna er fjalla um ferðamennsku gangandi fólks og ríðandi, það er líka mynnst á veiðimennsku. Það sem sló mig er að það er ekkert mynnst á ferðafólk sem ferðast á vélknúnum ökutækjum (jeppum, mótorhjólum og fjórhjólum) það er eins og slíkt sé ekki til sem ferðamáti. Ætli þetta sé almennt þannig í afrétta aðalskipulögum? Það vantar alveg að fjalla um þennan hóp ferðamanna, því hann er til í raunveruleikanum.
Það vantar einhverja svona klausu í aðalskipulagið (sjá neðar) og allt sem henni fylgir. Það eru ekki bara göngufólk og hestamenn sem ferðast um landið.
[i:36zrnxn2]5.2.5 4×4 leiðir
Markmið:
Umferð jeppa valdi sem minnstum spjöllum á gróðurlendi, sögu- og náttúruminjum.Leiðir:
Byggt verði upp skilvirkt 4×4 leiðakerfi milli áningar- og þjónustustaða á afréttunum.Afrétturinn er að mörgu leiti vel fallinn til lengri og skemmri jeppaferða. Á skipulagsuppdrætti eru sýndar helstu 4×4 leiðir á milli áningarstaða á hálendinu. 4×4 leiðir eru eingöngu sýndar á svæðum sem eru taldar þola umferð jeppa. Lögð er áhersla á að aðskilja svo sem kostur er 4×4 leiðir frá reið- og gönguleiðum.
Lega 4x4leiða á hálendinu er einungis til leiðbeiningar á skipulagsuppdrætti þar sem ekki er um eiginlega mannvirkjagerð að ræða.[/i:36zrnxn2]
ÓE
22.09.2009 at 17:59 #658024Mér hefir alltaf þótt furðulegt, hvað umferð hestamanna er einhvernveginn alltaf mun meira í náðinni hjá hinu opinbera.
Mér þætti eðlilegra að allir áhugamenn um ferðalög um landið sitji við sama borð. En það er kannske bara einhver ranghugsun hjá mér…
Þetta er allt hið versta mál, og ef við eigum að halda áfram að fá að ferðast um landið, þá þurfum við að taka til róttækra aðgerða sem fyrst.Ef þetta fer í gegn, þá óttast ég að það sé bara tímaspursmál hvenær akstur á snjó utan mældra vega verður alfarið bannaður. Við erum að horfa á virkilega afturför í þessum málum.
kkv, Samúel Úlfr Þór.
22.09.2009 at 23:28 #658026
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
f smellt er á slóðina hér fyrir neðan ætti að vera hægt að sækja MapSource skrá sem inniheldur ferla úr Ásahrepp. Smella á "Download file"
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=259875
Gult leiðir sem ekki hafa fengið umfjöllun
Rautt lokað
Grænt tímabundin notkun ( leiðir gangnamanna og veiðifélagsins )
Ljósblátt afmarkar afréttinn.ÓE
23.09.2009 at 13:36 #658028Það þarf engum að dyljast hvaða skoðanir ég hef haft á þessu slóðaverkefni. Hef skrifað um það oftar en einu sinni. Sjá td. þennan þráð, neðst.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … 11&t=10032
Ég viðurkenni þó að það eru færri en fleiri sem hafa verið á minni skoðun, því miður.
23.09.2009 at 14:59 #658030Hefði hugmyndum Eika verið fylgt og klúbburinn ekki komið nálægt þessu væri staða mála núna þannig að við myndum ekki hafa hugmynd um þessar skipulagshugmyndir Ásahrepps. Upplýsingarnar hefðu ekki borist okkur fyrr en komið væri að almennri kynningu og það er örugglega ekki strax. Ef Eiki heldur að núna sé að koma í ljós að hann hafi haft rétt fyrir sér þá er það mikill misskilningur, þetta sýnir einmitt hvað skiptir miklu máli að vera inni í málum og með fingur á púlsinum. Umhverfisráðuneytið hefði ekkert hætt við málið þó 4×4 hefði ekki komið að því, það hefði þó sennilega gengið hraðar fyrir sig því það hefði ekki þurft að ferla nærri eins mikið.
Kveðja – Skúli
23.09.2009 at 15:03 #658032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er einn af þeim sem er ósammála þér í þessu máli Eiki. Það er ekkert mál fyrir yfirvöld að loka leiðum sem ekki eru til heimildir um, en eru til í raun og það var nákvæmlega það sem átti að fara að gera þegar þetta starf hófst. Það er hægt að taka hvaða kort sem er og segja á þessum vegum má aka og hvergi annarsstaðar.
Nú er hægt að funda með t.d. Ásahrepp og takast á um eitthvað “áþreifanlegt” sem er til í landupplýsingakerfi LMÍ, þökk sé slóðaverkefninu.ÓE
23.09.2009 at 15:40 #658034[quote="Óskar":pwn47m0o]f smellt er á slóðina hér fyrir neðan ætti að vera hægt að sækja MapSource skrá sem inniheldur ferla úr Ásahrepp. Smella á "Download file"
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=259875
Gult leiðir sem ekki hafa fengið umfjöllun
Rautt lokað
Grænt tímabundin notkun ( leiðir gangnamanna og veiðifélagsins )
Ljósblátt afmarkar afréttinn.ÓE[/quote:pwn47m0o]
Óskar, við sem notum ekki MapSource getum ekki notast við þessa skrá, amk ekki þeir sem eru með Ozi. Þegar þessu er convertað þá skila litirnir sér ekki og reyndar ekki heldur allir ferlarnir (Ozi converter er í vandræðum með útg 6.5 og upp af MapSource).eigið þið þetta til á .plt formi (Ozi track) eða þá bara að henda inn skjámynd af þessu.
kveðja
Agnar
23.09.2009 at 16:53 #658036Dugar .gpx ekki sem samnefnari? Eru einhverjir annmarkar á því?
-haffi
23.09.2009 at 17:35 #658038
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú gpx ætti að duga sem samnefnari en það eru annmarkar. Þessi skrá er 10 Mb á GPX sniði og Ozi getur opnað hana þannig en litirnir tapast þó þeir séu í lagi í MS. Ef maður vistar síðan í plt þá tapast ferlar. Þessir ferlar eru mjög þétt punktaðir og þungir fyrir Ozi, einnig fara séríslensku stafirnir í rugl. Best að nota Babel eða einhvern góðan converter og converta gdb í gpx og importa gpx skránna í Ozi.
Ég læt myndir fylgja;[img:3qbz1qua]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=259897&g2_serialNumber=2[/img:3qbz1qua]
MapSource
[img:3qbz1qua]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=259894&g2_serialNumber=2[/img:3qbz1qua]
Ozi ExplorerÓE
myndirnar eru í myndaalbúmin í stærri upplausn.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=259895
23.09.2009 at 20:21 #658040[quote="Óskar":u0gv2no5]
Gult leiðir sem ekki hafa fengið umfjöllun
Rautt lokað
Grænt tímabundin notkun ( leiðir gangnamanna og veiðifélagsins )
Ljósblátt afmarkar afréttinn.[/quote:u0gv2no5]
Hvað með bláa ferla, þetta eru ekki allt F-leiðir !
23.09.2009 at 21:01 #658042
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blátt er það sem hreppurinn áætlar að hafa opið, það nær yfir meira en F vegi eins og til dæmis Bárðargata að Köldukvíslarjökli. Þessi leið er dæmi um jeppaveg (4x4leið) þar sem ekki er um eiginlega mannvirkjagerð að ræða.
Þetta ætti að samsvara að nokkru leiti við kortið sem er í drögum að aðalskipulagi Holtaafréttar sem Ásahreppur hefur skiplagsforráð yfir.Svona lýtur framtíðin út ef Ásahreppur fær að hunsa hagmuni fólks sem ferðast á vélknúnum ökutækjum.
[img:2w3pm8ev]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=259902&g2_serialNumber=1[/img:2w3pm8ev]ÓE
23.09.2009 at 21:48 #658044Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það eru ekki allir sammála mér. Þið fullyrðið hins vegar að mál væru ekki í svona "góðu horfi" ef klúbburinn hefði ekki tekið þátt í þessu verkefni. Þið hafið bara ekkert fyrir ykkur í því. Ég get alveg eins fullyrt hið gangstæða og haft alveg jafn rétt fyrir mér. Eins og lög í landinu eru í dag, og dómar sem hafa fallið undanfarin ár, og verið til umræðu á þessum vef styðja þá skoðun mína, þá er leyfilegt að keyra þá slóða sem eru greinilegir í landslagi, og skiptir þá engu máli hvort hann er á korti eða ekki.
Skúli hér eru nokkrar fullyrðingar úr innleggi þínu. Þú veist greinilega meira en margur annar…
"Upplýsingarnar hefðu ekki borist"
"örugglega ekki strax"
"Umhverfisráðuneytið hefði ekkert hætt við málið"
"sennilega gengið hraðar fyrir sig"
"ekki þurft að ferla nærri eins mikið"Auðvitað þurfa menn sem hafa barist fyrir þessu máli af öllum mætti og voru forvígismenn í því, ekki síst þeir sem eru í því að selja jeppaferðir um hálendi Íslands að finna einhver falsrök til að fela sig á bakvið.
Að því slepptu, þá þarf klúbburinn að spyrna hér fast við fótum, og ég tek undir með Óskari með það að vonandi skila viðræður við hreppsnefnd Ásahrepps viðunandi árangri. Þar þarf að mæta til fundar með vel skilgreind markmið, ég held að allir geri sér grein fyrir að það er vita vonlaust úr því sem komið er að berjast fyrir því að allir slóðar verði áfram opnir. Það er veruleikinn sem gagnagrunnur um slóða á hálendinu færir okkur.
kv.
Eiki
23.09.2009 at 22:17 #658046Ég skil afstöð Eika full vel, það er ekki spurning. Við höfðum tvo kosti þegar farið var út í verkefnið. Þ e að gera þetta sjálfir, eða eftirláta það öðrum. ( þessi annar beið einmitt geltandi á hlaðinu hjá Umhverfisráðuneytinu ) og honum treystum við ekki til þess að gera þetta með sóma eða sanngirni. Því voru einungis tveir slæmir kostir í stöðunni. Við völdum þann sem virtist vera aðeins skárri að okkar mati, þ e að taka þátt í verkefninu og með þeim hætti að reyna að hafa sem mest áhrif á framgang mála og niðurstöðuna. Rétt eða rangt, það er svo spurningin sem vart fæst svarað út þessu.
Staða er hinsvegar þessi og við því verður að bregðast. Það sem hefur verið gert síðan tillögur hreppsins komu eru:
1 Fundað var með slóðanefnd ríkisins á föstudag ( árangur enginn )
2 Haft var samband við oddvita Ásahrepps símleiðis
3 Settur á fundur með framkvæmdarstjóra Vatnajökulsþjóðgarðs næst komandi mánudag
4 Fundað með stórum hóp innan 4×4
5 Boðaður fundur og ætlunin að stofna aðgerðarhóp útivistarfólks
6 Aðgerðaráætlun í smíðum, ( byrjað að vinna eftir fyrstu hugmyndum )
7 Oddvit Ásahrepps beðinn um fund með 4×4
8 Samút hefur boðað fund
9 Vinnsla hafinn fyrir hýsingu gagnagruns 4×4 með niðurhal í huga
10 kallað verður eftir fundir með fulltrúa Samút á vestursvæði þjóðgarðsins.kv Ofsi
24.09.2009 at 00:13 #658048Eiki, það er ekki svo að við höfum ekkert fyrir okkur í því sem við höldum hér fram. Áður en ég kem að því verð ég þó að leiðrétta eitt hjá þér. Þú segir að við fullyrðum að “mál væru ekki í svona "góðu horfi" ef klúbburinn hefði ekki tekið þátt í þessu verkefni”. Það hefur enginn fullyrt það, hins vegar höldum við því fram að málum væri verr komið ef klúbburinn hefði ekki tekið þátt. Á þessu er talsverður munur.
En það sem við höfum fyrir okkur í þessu eru eiginlega þessi atriði sem þú dregur út úr textanum hjá mér:
"Upplýsingarnar hefðu ekki borist"
Það sem við höfum fyrir okkur í þessu er að upplýsingarnar berast í gegnum vinnu okkar í þessu verkefni, það er ástæða þess að Jón fékk þessar upplýsingar í hendur."örugglega ekki strax"
Nei við hefðum væntanlega fyrst fengið þetta í almennri kynningu og hún er ekki komin á dagskrá ennþá. Önnur félagasamtök sem eiga hagsmuna að gæta á sama hátt og 4×4 hafa aðeins fengið upplýsingar um þetta frá okkur."Umhverfisráðuneytið hefði ekkert hætt við málið"
Augljóslega ekki, ef eitthvað er öruggt í þessu þá er það þetta. Það var búið að taka ákvörðun um þetta ferli á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu hjá LMI. Við hins vegar mótmæltum því og bentum á að þetta yrði að byggja á upplýsingum um alla þá slóða sem til eru. LMI óskaði þá eftir gögnum og fengu þá ferla sem klúbburinn bjó yfir þá (hefur bæst mikið við þá síðustu ár). Þá kom í ljós að við höfðum upplýsingar um mikið af slóðum sem ekki voru til í gögnum LMI (kom ekki á óvart) og þá var fallist á að bæta við gögnin með þessum hætti, þessu samstarfi LMI og klúbbsins. Hefðum við ekki farið af stað eða hlaupið út af skaftinu og neitað að taka þátt hefði upphaflega planið einfaldlega farið af stað, hugsanlega með einhverjum lítilsháttar viðbótar ferlum."sennilega gengið hraðar fyrir sig"
Já samanber hér að ofan. Sjálfsagt einhverjir sem kunna okkur litlar þakkir fyrir að koma þessu á þetta flækjustig því þá var ekki hægt að keyra málið eins hratt í gegn og einhverjir létu sig dreyma um, aðrir sem vilja vönduð vinnubrögð eru hins vegar sjálfsagt ánægðir með okkar framlag."ekki þurft að ferla nærri eins mikið"
Það er skýrt hér að ofan. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr vinnubrögðum eða þekkingu LMI, þar er fólk sem vill vinna þetta sem allra best, en það er ekki hægt að ætlast til þess að þau hafi þá þekkingu og reynslu í þessu sem Jón og fleiri eru búnir að viða að sér.Þetta eru ekki getgátur sem við byggjum þetta á heldur staðreyndir.
Kv – Skúli
24.09.2009 at 00:29 #658050Eiki nefnir að sýknudómar hafi fallið í utanvegaaktursákærum því för voru greinileg í landslaginu.
Ekki veit ég um slíkt, en hinsvegar veit ég um sýknudóma sem byggðust á sögu leiðarinnar og að slóðin hafi verið á korti.
Má nefna Hagavatnsdóminn, þar sem 2 voru sýknaðir og Gullskipsvegadóminn í hæstarétti, þar sem héraðsdómi var snúið við.
Þarna er hann í hópi manna sem innihalda m.a. sýslumanninn á Selfossi, sem fullyrti að á fundi hjá F4x4 að sýknudómar hafi fallið því rolla hafi farið þar áður.
Þetta fráleitt og voru allir sýknaðir af ákærum þessa sýslumanns, því hann sinnti ekki rannsóknarvinnu, vissi ekkert hvað hann var að gera og gerði ekki ráð fyrir að aðrir vissu betur.
Menn eins og umtalaður sýslumaður vill fá á korti hvar heimilt er að aka og hvar ekki.
Hið opinbera er að gera þetta kort með aðstoð F4x4 og þegar kortið er tilbúið þá getur sýslumaðurinn bent á kortið og sagt hér er vegur og þarna er ekki vegur.
Hinsvegar ef þeir sem ákvarða hvar slóðar eru og hvar ekki, geta ekki beðið eftir upplýsingum úr rannsóknarvinnunni og ákveðið fyrirfram hvar slóðar eru og hvar ekki, þá eru þeir í sömu villu og umtalaður sýslumaður var og eru ekki að sinna rannsóknarvinnunni nógu vel og getur því kortið orðið gloppótt og ekki á það stólandi fyrir sýslumenn í ákærumálum.
Ekki trúi ég því að Umhverfisráðherra vilji slíkt gloppótt kort.
Sumir vilja ekki hreinar línur og telja vafann sér hliðhollan, en aðrir vilja hreinar línur og engan vafa hvort þeir eru að breyta rétt eða rangt
24.09.2009 at 13:34 #658052Sælir kæru félagar
Ég verð að vera sammála þeim félögum Skúla og Óskari, það er mun skynsamlegra að hafa tekið þátt í þessari vinnu eins og gert var heldur en að fá á sig niðurstöðuna eins og úr launsátri. Þetta eru hins vegar ekki góðar fréttir en samt í þeim anda eins og við var að búast miðað við ýmis skilaboð úr ráðuneytinu og úr pólitíkinni. En það kannski þýðir að klúbburinn sé að einhverju leyti undir það búinn að halda áfram baráttunni?
Hafið þið eitthvað kannað nánar með þetta umhverfisþing, hvort það sé möguleiki að F4x4 komist þar að með einum eða öðrum hætti öðruvísi en áheyrandi?
Vil um leið þakka ykkur sem hafið sinnt þessu starfi á mjög svo óeigingjarnan hátt undanfarin ár!
Með kveðju,
Soffía
24.09.2009 at 15:17 #658054Dagur, mótorhjólamenn voru stoppaðir í henglinum af þyrlunni eitthvert sumarið, voru sýknaðir þar sem þeir voru á greinilegum slóða, fyrir utan einn sem var sektaður fyrir að vera ekki með númerplötu.
24.09.2009 at 16:44 #658056Að sjáist för eftir annað ökutæki er ekki nóg og í þessum dómi kom saga slóðans, kort af slóðanum og hvernig hann hefur verið notaður í langan tíma.
kveðja Dagur
Hér getið þið lesið dóminn:[url:333vze4c]http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600466&Domur=4&type=1&Serial=1[/url:333vze4c]
Tilvitnun:
Af myndum sem lagðar hafa verið fram í málinu svo og í vettvangsgöngu mátti greinilega sjá veg eða slóða sem ökutæki hafa farið eftir í langan tíma. Var greinilegt að ekki var eingöngu um að ræða slóða sem myndast hafði eftir dýr, svo sem kindagötu, heldur slóða sem sum staðar hafði verið keyrð möl í en sum staðar myndast för í jarðveginum eftir ökutæki og þá bifreiðar, traktora eða annars konar farartæki svo og væntanlega einnig dýr. Slóða þessa eða götu er getið í bókinni „Utan alfaraleiða” og er þar leiðarlýsing á slóðanum og hans getið sem Heybandsvegar, vetrar- og sumarleið. Á korti sem útgefið er af Loftmyndum ehf., af Þingvallavatni er slóðinn merktur inn með tákni sem skilgreint er sem slóði. Í málinu kom hins vegar fram að það sé misræmi á milli þeirra korta sem gefin eru út, hvort slóðar séu merktir inn eða ekki. Einnig kom fram í málinu að vitað væri til að margir fjölfarnir slóðar séu ekki merktir inn á kort Landmælinga og því séu slík kort ekki óyggjandi sönnun um að slíkur slóði sé ekki jafn varanlegur og almennur og þeir slóðar sem þegar hafa verið merktir inn á kort. Af öllu ofansögðu er ekki hægt að draga aðra ályktun og dómurinn metur það svo, að slóði sá sem ákærði ók eftir þann 3. júní 2006 og lögregla og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu hann að við akstur á, sé skilgreindur sem götuslóði eða vegur og akstur á honum sé ekki akstur utan vega.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.