FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lokanir á slóðum

by Benedikt Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Lokanir á slóðum

This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G Snæland Jón G Snæland 15 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.09.2009 at 00:42 #206611
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant

    Það er dálítið athyglisvert að velta því fyrir sér hvar áhugi og áhyggjur félagsmanna liggja. Núna er liðin rúmur sólarhringur síðan frétt um fyrirhugaðar lokanir á slóðum í Ásahreppi var sett á forsíðuna og að þær tillögur sveitarfélagsins yrðu kynntar á opnu húsi. Ég fór á þetta opna hús og þar voru svo sem ekki mjög margir en allir sem þar voru voru þó vægt til orða tekið í áfalli eftir að hafa séð þetta.

    En það sem vekur athygli mína er að einmitt um sólarhring eftir þessa frétt skuli enginn félagsmaður hafa svo mikið sem spurt út í þetta hér eða rætt þetta – menn virðast hafa meiri áhyggjur af því hvort þeir fái bjór á bjórkvöldi eða ekki.

    En það er kannksi bara framsýnt fólk sem hefur áhyggjur af bjórnum. Því að ef að fram fer sem horfir í lokunum slóða á hálendinu þá verður lítið eftir fyrir okkur sem viljum ferðast á jeppum að gera en að sitja á höfðanum, drekka bjór og segja frægðarsögur af því þegar við höfðum enþá frelsi til að ferðast um hálendi Íslands.

    Nú veit ég að sem betur fer þá hafa nokkrir aðilar í klúbbnum enþá áhyggjur af því að reyna að verja ferðafrelsið og var meðal annars fundað í morgun með embættismönnum í umhverfisráðuneytinu og rætt við sveitarstjóra í Ásahreppi. Eftir þær fréttir sem þaðan bárust þá er maður ennþá svartsýnni á framtíðina í ferðafrelsi okkar.

    Tillögur Ásahrepps eru nokkurn vegin á þá leið að loka svo gott sem öllum slóðum í hreppnum fyrir almennri umferð. Eftir munu standa F-merktir vegir og virkjanavegir. Þeir slóðar sem að lagt er til að loka eru hátt í 600 km og þar á meðal mjög mikið notaðar og vinsælar leiðir í kringum Jökulheima og á Sprengisandi.

    Þesar tillögur Ásahrepps eru settar fram án nokkurs samráðs eða samvinnu við hagsmunaaðila eins og t.d. 4×4 eða annað útivistarfólk og ég hef af því fregnir að slíkra tillagna sé jafnvel að vænta frá fleiri sveitarfélögum á næstunni. Það lítur því út fyrir að það eigi að valta gjörsamlega yfir okkur og okkar frelsi til að ferðast um landið. Við það getum við ekki unað.

    Ég vona því að stjórnin og þeir sem vinna í þessum málum núna bíti frá sér fyrir okkar hönd og það fast ! En við hinir ættum að nota haustið til að ferðast sem mest um þessi svæði – það er óvíst að það verði löglegt næsta sumar.

    Benni

    Viðhengi:
    1. 1009_83564e725c8e409ae0e8327a2097ba8a
  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 51 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 19.09.2009 at 01:03 #657978
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Mér þætti fróðlegt að fá að vita meira um hvað er í gangi, hverjir eru það sem eru að leggja til þessar lokanir, hver eru rökin, hvað getur sótsvartur almúginn gert í þessu og þar fram eftir götunum!!!





    19.09.2009 at 01:22 #657980
    Profile photo of Eiríkur Þór Eiríksson
    Eiríkur Þór Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 354

    Forsenda lokunar á slóðum er ferlun þeirra inn í gagnagrunn LMÍ. Allt í boði Ofsa og Ferðaklúbbsins 4×4.
    kv.
    Eiríkur





    19.09.2009 at 06:08 #657982
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    Ég held að allir í klúbbnum sem þekkja þá sem eru í stjórn Ásahrepps ættu að þrýsta á þá að bakka út úr þessu, er full viss um að í okkar hóp eru tengsl við þetta fólk.

    Þett mun líka fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir Hrauneyjar, hvað ætli eigandinn þar segi við þessu.

    Ofsi ég þakka þér fyrir vel unnin störf í þessum málum.

    Og ég mun aldrei hætta að keyra þessa slóða.





    19.09.2009 at 08:55 #657984
    Profile photo of Bjarni Samúelsson
    Bjarni Samúelsson
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 330

    Sælir hvaða tilgangur ætli sé á bak við svona lokanir ? Vernda gróður eða passa að enginn sjái þá fegurð sem er á þessum slóðum ? Mér finnst þetta ekki vera einkamál í þessu sveitarfélagi að ákvarða svona hluti,við eigum þetta land öll , en eigum að sjálfsögðu að ganga vel um það.Kv.Bjarni





    19.09.2009 at 10:19 #657986
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Það væri áhugavert að fá að vita svona um hvaða helstu slóða er verið að tala um. Og getur sveitarstjórn bara ákveðið þetta einhliða. Er enginn hefðarréttur í svona málum. Það er hart ef einhverjir skriffinnar geta bara ákveðið það að bannað skuli að keyra leiðir sem keyrðar hafa verið í áratugi. Vona að stjórnin bíti frá sér með þetta og láti þetta ekki ganga baráttulaust yfir.





    19.09.2009 at 13:48 #657988
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Loksins fáum við á hreint hvernig á að loka hálendinu fyrir útivistarfólki, þegar tillögur að skipulagi afréttar Ásahrepps eru bornar augum.
    Um 2/3 leiða og slóða á afréttinum á að loka.
    Þetta kemur báráttunni gegn utanvegaakstri, eða náttúrvernd, ekkert við.
    Þeir sem fá að hafa áhrif á hvað verður opið og hvað lokað eru ekki landsmenn allir, heldur fámennur hópur heimamanna og stofnanna sem hafa einhverra hagsmuna að gæta á svæðinu.
    Þessi afréttur Ásahrepps er ekki landfræðilega tengdur hreppnum og er því jafn fjarlægur mörgum heimamönnum og afrétturinn er Reykvíkingum og öðrum landsmönnum.
    En samt eru aðeins heimamenn spurðir um hvað þeim finnist um málefni svæðisins.
    Umhverfisráðuneytið skipaði "Starfshóp um utanvegaakstur" [url:yym5epke]http://www.umhverfisraduneyti.is/raduneyti/nefndir/Verkefnanefndir/nr/1230sem[/url:yym5epke] hefur þrýst á sveitarfélög að gera skipulag um sína afrétti og ákveða hvaða leiðir eiga að vera opnir og hverjir ekki.
    Fyrrverandi Umhverfisráðherra veitti svo fulltrúa Samtaka útivistavélaga, SAMÚT, Jóni Garðari Snæland, áheyrnarheimild, með tillögurétt, á fundum starfshópsins með sveitarfélögum.
    Sesselja Bjarnadóttir, formaður starfshópsins, hefur hundsað ákvörðun Umhverfisráðherra og aldrei boðað fulltrúa Samút á fundi með sveitarfélögum.
    Niðurstaða Ásahrepps kom því aðilum Samút á óvart, enda útilokaður frá umræðu við sveitarfélögin.
    Nú þegar sveitarfélög taka hálendisleiðir inn á aðalskipulag þá bera þau ábyrgð og þar með kostnað af þeim, en hefur svo fámennt sveitarfélag eins og Ásahreppur burði að viðhalda mörgum leiðum á svo stórum afrétti?
    Á fundi sem stjórn og Umhverfisnefnd F4x4 átti í Umhvefisráðuneytinu, með Sesselju og Ólafi Arnari Jónssyni, fulltrúum starfshópsins, þá fullyrti Ólafur að ekki ætti kostnaður hálendisleiða að falla á sveitarfélögin, þegar þær fara inn á aðalskipulag.
    Sveitarstjórnarmenn eru á öðru máli og takmarka því fjölda leiða á sínum afrétti vegna kostnaðar.
    Hvað er verið að gera hér, Umhverfisráðuneytið er að þrýsta á sveitarfélög að taka hálendisleiðir inn á skipulag og sveitarfélögin takmarka fjölda leiða vegna kostnaðar.
    Þett á ekkert skylt við verndun náttúru, eða baráttu gegn utanvegaakstri. Þetta er yfirgangur Umhverfisráðuneytis gagvart sveitarfélögum að taka yfir vegi og slóða á afréttum, gegn hagsmunum sveitarfélaganna.
    Ferðaklúbburinn 4×4, og Ferlaráð F4x4, hefur í samvinnu með Landmælingum Íslands mælt flestar leiðir innan hálendislínu.
    Þarna eru félagar F4x4 að veita sérfæðiþekkingu að skrá hálendisleiðir, óháð tilgangi og tilverurétti leiðanna.
    Þetta er framlag F4x4 í að skrá alla slóða á hálendinu í gagnagrunn LMÍ og síðan hafa sveitarfélög bætt við leiðum, sem fjallað hefur verið um á fundum Starfshóps Umhverfisráuneytis um utanvegaakstur með sveitarfélögum.
    Allar leiðir sem ekki eru skráðar, koma ekki til greina og verða ekki með í ferlinu og því sjálkrafa lokað, þegar skipulagið er samþykkt.
    Sesselja Bjarnadóttir hefur marsagt að F4x4 og Samút hafi fengið að komað að þessari vinnu sem hagsmunaaðili, en það er rangt og hefur F4x4 eða fulltrúi Samút ekki fengið að koma með umsagnir um leiðir.
    Umhverfisráðherrar haft þessi ósannindi eftir henni í ræðum á Alþingi.
    F4x4 hefur fundað með henni og krafist aðkomu að umsagnarferlinu, að fá að tjá sig um tilvistarrétt og réttleysi leiða á hálendinu. Öllu fögru hefur verið lofað, en efndir engar og eru það eingöngu heimamenn í sveitarfélögunum og umhverfisverndarstofnanir sem fengið hafa að koma með umsagnir.
    Allir landsmenn aðrir eru réttlausir í þessu undirbúningsferli, en meiga gera athugasemdir þegar skipulagið er auglýst, fullunnið.
    Þetta ferli er meingallað og að formaður Starfshóps Umhverfisráðuneytis geti hundsað fyrirmæli ráðherra og haldi öllu útivistarfólki í kuldanum, er með ólíkindum.
    Þetta er valdníðsla vesæls embættismannst af versta tagi.

    Dagur Bragason





    19.09.2009 at 15:05 #657990
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta er greinilega verk spunameistaranna. Koma kostnaði og fyrirhöfn yfir á sveitarfélögin og yppta síðan öxlum og segja:"það þýðir ekkert að tala við mig". Maður óttast að brátt komi að því að málum verði þannig fyrir komið, að aðeins verði leyfð umferð á tilteknum vegum eins og Kjalvegi, Sprengisandsleið, nyrðri Fjallabaknum og Öskjuleið frá Mývatnsöræfum. Kynntist þessu viðhorfi mætavel á þeim árum þegar ég sat í nefnd um Svæðisskipulag Miðhálendisins. Tilteknir aðilar voru sannfærðir um að ekki ætti að leyfa ökutækjum að fara um aðrar leiðir en þær, sem hvaða bíll sem væri kæmist. Enginn ætti að hafa rétt á að fara tilteknar leiðir á þeirri forsendu að hann væri á öflugra ökutæki en hinn. Síðustu daga hefur maður einmitt orðið var við að hafinn ere sterkur áróður fyrir þessu. Eingöngu verði leyfð umferð um fáa vegi og þeir malbikaðir. Nema náttúrulega þá og þegar Landsvirkjun eða ámóta aðilum þóknaðist að drulla niður virkjun ofan í einhverri náttúruperlu.





    19.09.2009 at 19:49 #657992
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Fyrir áhugasama þá er þetta svæðið sem um ræðir.
    [attachment=0:2vzruxtp]sahreppur – hálendishluti.png[/attachment:2vzruxtp]





    19.09.2009 at 20:10 #657994
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Hversu mikið verk er að halda þessum slóðum opnum?
    Er eitthvað því til fyrirstöðu að Ferðaklúbburinn taki þessa slóða að sér… og sleppti því þá jafnvel að borga undir eitthvað húsnæði í Reykjavík þess í stað.. nei bara pæling





    19.09.2009 at 21:22 #657996
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Mann svelgist nú bara á þegar maður skoðar þetta, sé ekki betur en að td eftirfarandi slóðar falli innan hálendissvæðis Ásahrepps:
    – Leiðin frá Hágöngum inn að Svarthöfða í Vonarskarði
    – Slóðinn norður af Kvíslaveituvegi að Fjórðungakvísl
    – Kvíslaveituvegur yfir á Sprengisandsveg (styttingur)
    – Slóðar á Búðarhálsi
    – Jökulheimaleið frá Veiðivatnaafleggjara og allt í kringum Jökulheima

    Þetta er náttúrulega bara hnefahögg í andlitið ef af þessu verður. Við erum að tala um bann við akstur á slóðum eins og Búðarhálsinn með sína fallegu fossa og Bárðargötu sem á engan sinn líka, bann við að aka inn í Vonarskarð að sunnan og svo náttúrulega bann við að aka inn í Jökulheima !!!! ….. og svo má ekki gleyma að þetta þýðir bann við akstri að skálum líka eins og Þúfuvatnaskála, Illugaver, Jökulheima, Sylgjufell og Botnaver.

    Hentugt hvernig Veiðivötn og Landmannalaugar eru ekki með enda tekjur af þeim svæðum hjá sveitarfélögunum !

    Er ekki eini kostnaðurinn við þetta hjá sveitarfélögunum að laga stikur, er kannski búið að koma þeirri hugmynd inn að slóða eigi að reka eins og "vegi" í framtíðinni.





    19.09.2009 at 23:05 #657998
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Þetta hlýtur bara að vera illa ígrunduð skyndihugdetta einhverra skriffinna sem þarf að laga til. Ég vona að stjórnin taki á þessu máli og mótmæli þessu á öllum stigum stjórnsýslunnar. Það þarf klárlega að setja saman "Taskforce" til að tækla þetta mál med det samme.





    20.09.2009 at 00:13 #658000
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það hefur verið mín skoðun að það þurfi að stórauka áróður út á við, í fjölmiðlum og síðan á vettvangi stjórnmála. Þetta þarf klúbburinn að gera, þ.e. stjórn klúbbsins og nefndir hans, í þessu tilfelli væntanlega umhverfisnefnd. Það hefur oft sýnt sig að þegar umræður komast af stað opinberlega og menn sýna fram á stjórnsýslulegt ofbeldi sem þetta hlýtur að teljast að þá fæst stuðningur úr ýmsum áttum. Nú ríður á að nota þann samtakamátt sem býr í fjöldanum, það eru mörg atkvæði í þessum klúbbi og það er hlustað ef einhver nennir að tala fyrir hönd klúbbfélaga.
    Hér þurfa réttir aðilar að koma fram opinberlega, ekki er hægt að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að einhver annar taki af skarið, við höfum kjörna fulltrúa til starfans.
    Af stað,
    kv.
    Barbara Ósk Ólafsdóttir Ö-1226





    20.09.2009 at 21:36 #658002
    Profile photo of Stefán Þ Þórsson
    Stefán Þ Þórsson
    Member
    • Umræður: 22
    • Svör: 42

    Þetta er örugglega smjörþefurinn af því sem koma skal, þetta kemur náttúruvernd ekkert við, það segi ég sem mikill náttúruunnandi og keyri aldrei utanvega eins og allir ábyrgir menn og konur. Kannski er neikvæð ímynd af jeppafólki í hugum embættismanna og annara möppudýra. Það sem þarf að gera, ef þetta verður að veruleika, er að efna í hópferð um þetta fagra svæði og sýna þessum fíflum að svona tilgangslaus skerðing á ferðafrelsi verður aldrei liðin. Það þarf að berjast fyrir þessu, því það sem þótti sjálfsagt áður er greinilega orðið vandamál nú í hugum sumra. Ég er tilbúin að láta handtaka mig eða sekta í þágu þess. Ef að þessir andskotar halda að þeir geti eyðilaggt gleðistundir fyrir þeim sem vilja ferðast um hálendið, þá skulu þeir búa sig undir átök.
    Eitt það besta við að búa á Íslandi, er að geta ferðast um fjöll og firnindi og átt gleðistundir með fjölskyldunni, óáreittur. Til þessa hefur maður hugsað þegar maður reynir að sættast við það að þurfa að borga skuldir glæpamanna sem óðu uppi í boði íslenskra embættis- og stjórnmálamanna.
    Nú þarf ekkert minna en stórkostlega herferð, sem sýnir jeppamenn sem þá öðlinga sem þeir eru (flestir), og að utanvegaakstur sé litin grafalvarlegum augum meðal jeppamanna.

    Ferðakveðja, Stefán Þórsson





    21.09.2009 at 12:50 #658004
    Profile photo of Logi Ragnarsson
    Logi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 213

    Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 vill koma þeim upplýsingum á framfæri við félagsmenn að þær hugmyndir sem Ásahreppur hefur lagt fram til kynningar eru í okkar huga mjög gerræðislegar á allan hátt. Ef þetta er sýnishorn af því sem koma skal frá öðrum sveitarfélögum er ljóst að við þurfum að yfirfara okkar nálgun í þessum málaflokki og er sú vinna reyndar þegar farin af stað. Stjórnin fagnar allri vel rökstuddri málefnalegri umræðu á vef félagsins um þetta efni samanber skrif undanfarinna daga en frábiður sér að sama skapi algerlega órökstuddar dylgjur líkt og þær sem sendar voru af félagsmanni í Vesturlandsdeild þann 19. september síðastliðinn. Slík skrif, þar sem vegið er að einstökum félagsmönnum, eru engan veginn boðleg á vef félagsins.

    Stjórn F4x4





    21.09.2009 at 13:09 #658006
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég mun aldrei hætta að aka þessar leiðir…. and thats it!

    Kv.
    Óskar Andri R-3237





    21.09.2009 at 21:43 #658008
    Profile photo of Þórður Ámundason
    Þórður Ámundason
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 238

    Afhverju að eyðileggja ánægu okkar til að ferðast um landið? ég fer mikið í veiði á sumrin og misjafnt hvar ég ek hverju sinni. En slóðarnir eru til að aka á og ég hata utanvegaaxtur eins og flestallir gera.
    Jeppamenn og konur landsins,tökum okkur saman og sýnum þessum möppudýrum að við erum vandvirkir og sannir ökumenn þessa lands á slóðum ætluðum jeppum og látum ekki vaða yfir okkur með því að loka á þessa ánægju okkar í formi ferðalaga!





    21.09.2009 at 23:10 #658010
    Profile photo of Sigurður Ingi Jónsson
    Sigurður Ingi Jónsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 32

    Legg til að kjörnir fulltrúar i klúbbnum setji sig í samband við heimamenn í Ásahreppi og heyrum þeirra hlið á málinu.
    [url:2rz3r3eq]http://www.asahreppur.is/Template1.asp?Sid_NR=614&E_NR=582&VS=1VS1.asp&VT=611&VT2=614[/url:2rz3r3eq].





    22.09.2009 at 00:14 #658012
    Profile photo of Sigurður Ingi Jónsson
    Sigurður Ingi Jónsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 32

    Hér á fólk að mæta fyrir hönd klúbbsins.
    [url:19j8rijy]http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1483[/url:19j8rijy]





    22.09.2009 at 01:18 #658014
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Takk fyrir þessar upplýsingar það þarf að skoða þetta.





    22.09.2009 at 07:30 #658016
    Profile photo of Pétur Friðrik Þórðarson
    Pétur Friðrik Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 311

    Tek undir með Sigurði Inga. Við þurfum að eiga fulltrúa á Umhverfisþingi. Og sá fulltrúi þarf að vera á mælendaskrá með vel samda og rökstudda ræðu. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir öðrum vetvangi þar sem rödd okkar gæti heyrst.
    Pétur





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 51 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.