Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Lokanir á hálendisvegum
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 19 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.04.2006 at 19:05 #197872
Vegagerðin er byrjuð að loka hálendisvegum þetta vorið.
Kv. – KG -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.04.2006 at 22:53 #551362
að minna menn á þennan þráð og skoða kort vegagerðarinnar áður en haldið er á fjöll. Sé ekki betur en Kaldidalur sé lokaður
29.04.2006 at 21:13 #551364Nú er veturinn búinn, samkvæmt almanakinu. Ef eitthvað er að marka veðurspárnar, þá er hætt við því að það sé búið með akstur á snjó þetta vorið, utan jökla.
-Einar
08.05.2006 at 19:06 #551366Bara að vekja athygli á að nú eru flestir hálendisvegir lokaðir
08.05.2006 at 21:58 #551368og [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1200359:1efp8hg8]Löggan[/url:1efp8hg8] á sveimi.
08.05.2006 at 23:11 #551370En eru þessir vegir ekki merktir ófærir allan veturinn? já ég veit að það er ekki vetur lengur – en á maður þá að hætta keyra þessa vegi á sumardaginn 1. og þangað til vegagerðin "opnar"
Og ef svo er, hverngig gerir maður greinarmun á því hvort að vegur er "lokaður" eða "lokaður"?
08.05.2006 at 23:17 #551372
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þegar vegur er ófær er hann ekki endilega lokaður, það er merkt ófært allan veturinn en lokað þegar þeir eru lokaðir, eða það skilst mér allavegana (hef alldrei komið að lokuðum vegi)
08.05.2006 at 23:34 #551374…á þann máta sem ég taldi þetta vera – og að mínu mati ekki skrítið að menn sé hálf ringlaðir þegar að þessum árstíma er komið gagnvart opnunum og lokunum hálendisvega.
08.05.2006 at 23:36 #551376
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er búið að merkja hálendisvegi "allur akstur bannaður" það er meira en "lokaður".
ÓE
08.05.2006 at 23:45 #551378Ég mundi ekki hvort að þessi merki væru á kortinu yfir vetrartímann.
08.05.2006 at 23:46 #551380Yfir veturinn eru hálendisvegir merktir Ófærir og Impassable sem er skilti sem við keyrum framhjá án þess að blikna en erum þá að ferðast á eigin ábyrgð þannig séð. Vegagerðin ber þá enga ábyrgð á ástandi vegarins eða óförum okkar á honum (veit svosem ekki hvot hún gerir það nokkurn tíman). Þegar hringlaga merkið ‘allur akstur bannaður’ er komið upp er hins vegar brot á umferðalögum að aka framhjá því. Þessi bönn eru sett þegar aurbleyta er komin í vegin og er til þess að koma í veg fyrir vegaskemmdir. Á þessum tíma er snjórinn líka orðinn gloppóttur og jarðvegurinn blautur og viðkvæmur þannig að ekki er hægt að bjarga sér með því að vera fyrir utan veginn. Núna fer semsagt í hönd þessi leiðindatími þegar lítið sem ekkert er hægt að ferðast.
Kv – Skúli
09.05.2006 at 00:39 #551382Hlýtur ekki klúbburinn að fagna því að eihverjir sem keyra á lokuðum vegi sökum aurbleytu (og komið með því óorði á jeppamenn) hafi verið tekir?
kv.
ÞÞ
09.05.2006 at 10:44 #551384Ég sé nú ekki að klúbburinn eða nokkur annar ætti að fagna því að einhverjir einstaklingar stundi lögbrot og séu gripnir við þá iðju.
Það er hins vegar jákvætt að mínu mati að lögreglan sé að sinna starfi sínu og því væri vissulega hægt að fagna og hugsanlega verður það til að einhverjir hugsi sig tvisvar um áður en þeir aka lokaðar leiðir.
En fyrst og fremst er mikilvægt að allir sem ætla upp á hálendið velji sér leiðir sem eru opnar og óhætt að aka án þess að valda skemmdum. Ef það er ekki hægt er betra að sita heima og bóna bílinn.
Kveðja
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
