This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 11 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Jæja, þá eru ferðaþjónustufyrirtækin farin að virða lokanir vegagerðarinnar að vettugi:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/16/vinnubrogd_vegagerdar_oasaettanleg/Í venjulegu árferði hefði ég stokkið upp á nef mér og blótað þeim í sand og ösku fyrir að troða þessum túristum út um allt sem ég vildi svo gjarnan að væru bara heima hjá sér eða í Reykjavík en núna er staðan önnur. Ég er sammála Geo Travel um lokanir á hálendisvegum. Vegagerðin gengur ALLT of langt í lokunum á vorinn og veldur því að fólk hættir að virða lokanir. Þá verða þær lokanir sem þarf raunvörulega á að halda marklausar.
Ef rétt er í fréttinni að lög segi að ekki megi loka vegi nema mikil hætta sé á skemmdum eða fólki búin hætta er vegagerðin ekki að fara að lögum.
Ég hef oft heyrt forsendur um skálaopnanir, veðurfar og jafnvel fuglavarp fyrir lokunum sem er út í hött. Ekkert mál að merkja vegina ófæra líkt og gert er allan veturinn og ekki beita þessu akstursbanni nema brýna nauðsyn krefji.Aftur ætla ég að vitna í frétt Geo travel þar sem þeir segjast keyra upp í herðubreiðalindir á þurrum vegi. Af hverju er ekki búið að opna þangað?
Síðan er ekið upp í öskju án þess að lenda í aurbleytu. Eru þá aðstæður eitthvað frábrugðnar október? Væri ekki rétt að setja akstursbann á alla hálendisvegi frá sept – jún?Undanfarin ár (þó ekki í ár) hef ég reglulega keyrt á vegum með akstursbanni byggt á eigin mati á aðstæðum og aldrei lent í vegskemmdum og aurbleytu nema einu sinni og þá var snúið við. Ég vildi óska þess að vegagerðin birti áræðanlegar upplýsingar um ástand veganna þannig að í þetta eina skipti hefði verið hægt að sleppa ferðinni. Þessar ferðir hafa verið 2-4 vikum fyrir opnun og í mestalagi 1-2 snjóskaflar sem skemma fyrir opnun.
Ég ætla að vonast til að þessi umræða spinnist upp þannig að hætt verði að beita akstursbanni nema þegar það raunvörulega á við og vegir bara merktri ófærir fram yfir heflun.
Það er ekki hægt að ætlast til þess að lokanir séu virtar ef þetta er oftast byggt á tómri þvælu.Það er klárlega okkar hagsmunamál að lokanir vega séu byggðar á réttum upplýsingum og lokanir virtar í framhaldinu. Annars endar þetta bara í akstursbanni árið um kring.
Kv. Ívar
You must be logged in to reply to this topic.