Forsíða › Forums › Spjallið › Fréttir og tilkynningar › Lokanir á Fjallvegum !!!
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigfús Helgi Helgason 11 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.05.2013 at 22:12 #226098
Góðan daginn,
virðum lokanir fjallvega. Nú fer í hönd sá tími er frost fer úr jörðu og akstur á fjallvegum og slóðum er MJÖG óæskilegur.
Þess vegna er æskilegt að við í Ferðaklúbb 4×4 sýnum gott fordæmi og ökum ekki inn á lokaða vegi.
Einnig erum við öðrum góð fyrirmynd í einu og öllu, og ökum ekki utan vega !!
Kveðja Hjörtur SS formaður Umhverfisnefndar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.05.2013 at 08:50 #765939
Hjörtur,
Ég límdi textan inn á jeppaspjall.is og setti "Umhverfisnefnd F4x4" sem undirskrift, vona að það sé OK.
16.05.2013 at 10:00 #765941Hérna er kortið sem sýnir lokanir sem gilda frá 15 maí.
[url:1dprs1ml]http://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.pdf[/url:1dprs1ml]
16.05.2013 at 14:20 #765943Góðan daginn,
gott hjá þér Jón, og þér einnig Kristján.
Ég er sennilega einn að fáum sem fer sjaldan inn á Jeppaspjallið.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
08.06.2013 at 21:14 #765945Frábært. Virðum öll þessar lokanir
09.06.2013 at 17:58 #765947Ef maður fer á kortið "Færð um allt land", þá sýnir það að opið er alla leið að Hveravöllum fyrir 4×4 bíla meðan Hálendiskorti sýnir Kjalveg skyggðan. Er ekki misræmi þarna?
Kv. Júnni R-268
09.06.2013 at 20:38 #765949[quote="junni":h4o99snk]Ef maður fer á kortið "Færð um allt land", þá sýnir það að opið er alla leið að Hveravöllum fyrir 4×4 bíla meðan Hálendiskorti sýnir Kjalveg skyggðan. Er ekki misræmi þarna?
Kv. Júnni R-268[/quote:h4o99snk]Sæll Júnni.
Ef þú rýnir mjög vel í kortið, þá sést að það er rautt X í því, norðan við afleggjarann í Kerlingarfjöll, sem er í samræmi við skyggðasvæðið á lokunarkortinu hjá Vegagerðinni.
Kveðja Hörður B.
09.06.2013 at 20:47 #765951Rétt hjá þér. Sá ekki x-ið á bak við 4×4 merkið.
Kv. Júnni
10.06.2013 at 14:17 #765953Það er alltaf sami þvættingurinn með þessar lokanir – ár eftir ár.
Hef eftir mjög áræðanlegum heimildum frá aðilum sem hafa á síðustu vikum þurft að fara nokkrar þessara lokuðu leiða vegna vinnu og með leyfi að þetta sé allt löngu skraufaþurrt og væri fært öllum farartækjum ef vegagerðin myndi hundskast til að hefla og laga úrrensli….
Ég hef í gegnum árin reynt að rökræða þetta við yfirmenn hjá vegagerðinni, en það er að öllu jöfnu árangusríkara að reyna að rökræða við grjóthnullung heldur en þá… Vinna eftir dagatalinu og engu öðru …
En þetta er svo sem ágætt – heldur túristadótinu lengur frá hálendinu…
Benni
10.06.2013 at 15:26 #765955Ástæða þess að vegagerðin fer eftir dagatalinu er oft sú að þeir hafa veðurgögn langt aftur í tímann og geta fastsett dagsetningu þar sem lítil sem engin hætta er á að fjallvegir lokist aftur vegna snjóa. það er lítið vit í að opna fjallveg og hleypa túristunum á hann, ef einhverjar líkur eru á að hann fari á kaf í snjó daginn eftir með tilheyrandi útköllum björgunarsveita. Og endi svo með öllu á kafi í krapa og drullu vikunni á eftir.
10.06.2013 at 21:13 #765957Ég er nú ekki sammála þessum skilningi Jóns. Vegagerðin á auðvitað ekki að hugsa fyrir fólk um hvort það þurfi mögulega að bjarga því vegna hugsanlegrar snjókomu, byggt á dagsetningum aftur í tímann. Vegagerðin á að auglýsa leiðir lokaðar vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum. Þegar það ástand er yfirstaðið á að opna. Það á ekki að halda lokuðu bara vegna þess að einhverri dagsetningu er ekki náð eða af öðrum ástæðum eins og vegna fuglaverndar eða annað.
kv. Óli
11.06.2013 at 08:48 #765959[quote="olimag":1781n7kg]… Þegar það ástand er yfirstaðið á að opna…
kv. Óli[/quote:1781n7kg]Einmitt þess vegna nota þeir dagsetningarnar. Þeir vilja vera [b:1781n7kg]ALVEG[/b:1781n7kg] vissir (í ljósi veðursögunnar) um að ástandið er yfirstaðið. Og að það sé engin hætta á að "ástandið" komi aftur daginn eftir opnun.
11.06.2013 at 12:33 #765961Mér sýnist á öllu að það sé fært inn í Setur miðað við vegagerðarsíðuna, er það rétt og er það ekki svona í fyrra lagi?
Kv. Halli
11.06.2013 at 13:30 #765963Mér sýnist nýja kortið frá því í morgun sína að Kjalvegur, Klakksleið og Glúfurleit séu alla opnar inn í Setur.
Kv. Júnni
11.06.2013 at 14:12 #765965Samkæmt því sem ég best veit er ekki fært inn í Setur ennþá. Vegagerðin skiftir sér ekki af fjallegum sem ekki eru F. merktir og því er t.d. Gljúfurleitarleiðin sýnd opin. Sama er með leiðina um Illahraun og um Klakk. Tveir af skálanefndarmönnum tóku sér bíltúr á sunnudaginn og fóru upp Gljúfurleitarleiðina og komust svolítið áleiðis upp fyrir gljúfuleitarskála, eftir það var einfaldlega orðið of blautt til að ráðlegt væri að halda áfram. Reynsla mín af Illahraunsleið úr Kerlingarfjöllum er sú að hún er ekki orðin fær ennþá og mjög óráðlegt að fara hana. Reikna ekki með að leiðin um Klakk sé orðin nægilega þurr heldur til að hægt sé að komast hana með góðu móti. L.M.
11.06.2013 at 14:52 #765967[quote="logimar":2h7l5b71]Samkæmt því sem ég best veit er ekki fært inn í Setur ennþá. Vegagerðin skiftir sér ekki af fjallegum sem ekki eru F. merktir og því er t.d. Gljúfurleitarleiðin sýnd opin. Sama er með leiðina um Illahraun og um Klakk. Tveir af skálanefndarmönnum tóku sér bíltúr á sunnudaginn og fóru upp Gljúfurleitarleiðina og komust svolítið áleiðis upp fyrir gljúfuleitarskála, eftir það var einfaldlega orðið of blautt til að ráðlegt væri að halda áfram. Reynsla mín af Illahraunsleið úr Kerlingarfjöllum er sú að hún er ekki orðin fær ennþá og mjög óráðlegt að fara hana. Reikna ekki með að leiðin um Klakk sé orðin nægilega þurr heldur til að hægt sé að komast hana með góðu móti. L.M.[/quote:2h7l5b71]
Væri þá ekki ráð að einhver hefði samband við Vagagerðina og bæði hana um að breyta kortinu þannig að Klakksleið og Illahraun væri merkt sem lokað?
11.06.2013 at 15:04 #765969Eins og Logi Már sagði: Vegagerðin skiptir sér ekki af fjallvegum, sem eru ekki hluti af F-vegakerfi Vegagerðarinnar. Þess vegna eru leiðirnar í Setur ekki merktar ófærar eða lokaðar. Ég ætlaði upp í Setur í júlíbyrjun í fyrra og þá voru allar leiðirnar enn ófærar. Þar sem snjór er meiri í ár en í fyrra er mjög ólíklegt að þær opnist fyrr í ár.
11.06.2013 at 15:07 #765971Það er auðvitað fáránlegt að halda leiðum sem eru greiðfærar lokuðum vegna þess að það gæti hugsanlega komið snjór á þær seinna, vegna þess að það gerði það einhverntíman áður. Þegar leið er orðin greiðfær á einfaldlega að opna hana … punktur. Annað er forsjárhyggja sem er algjörlega óþörf og í raun óþolandi.
Ef það fer að snjóa á leið sem hefur verið opnuð þá er nú ekki mikið mál að merkja hana ófæra. Þar að auki snúast þessar lokanir um aurbleytu og vegaskemmdir, en ekki ófærð. Þegar frost er farið úr jörðu hverfur aurbleytan og hægt að fara leiðirnar.
Látum nú ekki aðra ákveða allt fyrir okkur, hvetjum Vegagerðina til að opna það sem hægt er að opna, sama hvað dagatalið segir.
kv. Óli
12.06.2013 at 11:21 #765973Það er kannski ekki úr vegi að spyrja: Vein einhver af hverju Vegagerðin hefur ekki tekið leiðirnar sunnan Hofsjökuls inn í F vegakerfið?
12.06.2013 at 23:46 #765975Sælir
Hafa menn einhverjar fregnir af leiðinni frá Hrauneyjum ofan í Laugar. Hún er enn merkt lokuð á korti vegagerðarinnar en þetta ætti nú að fara opnast næstu daga.
Kv
Jón Hrafn
13.06.2013 at 09:04 #765977[quote="brell":3cgw5qwd]Það er kannski ekki úr vegi að spyrja: Vein einhver af hverju Vegagerðin hefur ekki tekið leiðirnar sunnan Hofsjökuls inn í F vegakerfið?[/quote:3cgw5qwd]
F-vegakerfið er eintómur hausverkur fyrir vegagerðina og ekki von á því að neinir nýjir vegir verði teknir inn miðað við fjárveitingar þessi árin.
[i:3cgw5qwd]Þar að auki eru menn sínöldrandi yfir því að vegirnir séu opnaðir allt of seint…[/i:3cgw5qwd]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.