This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 12 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Ekki er nú mikill metnaður hjá klúbbnum að lífga upp á félagsstarfið. Nú gerðist það í kvöld að ekki var sálu að sjá á Eirhöfðanum. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar sem ég kem að lokuðum dyrum. Þetta þykir mér mjög bagalegt því þetta sýnir að ekki virðist vera hægt að halda uppi félagsstarfi á sumrin. Ekki er ég að kenna neinum um, en ég hygg að hússtjórn og stjórn klúbbsins mættu alveg gera eitthvað í þessu til batnaðar. Staðsetning hússins og aðstaða er frekar leiðinleg miðað við t.d. aðstöðu Krúser klúbbsins, sem virðist takast að halda uppi spjall- og sýningarkvöldum á fimmtudagskvöldum, enda er maður að hitta f4x4 félaga þar. Kannski rætist úr þessu með haustinu, vonandi.
En á morgun 20.júlí verður vísir að sýningu hjá Poulsen og er það vel og í samstarfi við klúbbinn. Sjáumst hress.
You must be logged in to reply to this topic.