This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Lokað á Leirubakka.
Ég eyddi frábærri helgi að Fjallabaki og burraði heilmikið um vegi og slóðir þar. Eins og venjulega þá fór undir lokin að ganga full mikið á eldsneytisbirgðir manna. Ég miðaði því heimaksturinn við það að fá olíu á Leirubakka ofanvert á Landvegi. Það var hins vegar miður skynsamleg ákvörðun því að bensínsjoppan var lokuð og enginn fannst sem vildi eða gat afgreitt hinn dýrmæta vökva.
Til allrar hamingju dugði olían niður á Landvegamót og fékk ég þjónustu þar.Á Þjónustuveri Essó fékk ég þær upplýsingar að engar reglur væru til um opnunartíma eða lágmarksþjónustu á þessum minni stöðum, best væri að hringja á undan sér ef maður vildi vera viss. Þá er bara eftir að komast að því hvert sé vænlegt að hringja ef maður er ekki því betur kunnugur á svæðinu.
Eru til upplýsingar hjá F4x4 um þessi mál, hvar sé hægt að kaupa olíuvörur og á hvaða tíma sjoppurnar séu opnar eða hvert megi snúa sér (símanúmer) ? Þarna á ég að sjálfsögðu við stöðvar á hálendisvegunum, næstu eða síðustu stöð áður en lagt er í hann.
Ef slíkar upplýsingar eru ekki nú þegar á vefsíðum félagsins þá sting ég upp á að þeim verði komið upp við fyrstu hentugleika.
Kveðjur
Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.