This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég tók þetta af mbl.is
Neyðast til að læsa fjallaskálum
Ferðafélagið Útivist hefur ákveðið að læsa skálum sínum yfir vetrartímann, eða frá og með 1. september, en félagið er m.a. með skála á Fimmvörðuhálsi og í Básum í Þórsmörk. Hjá Ferðafélagi Íslands hefur verið rætt að læsa skálum á Laugavegi og á Kili en Jöklarannsóknafélagið hefur haft sína skála læsta í mörg ár.
Að sögn Lóu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Útivistar, er umgengni í skálum frekar slæm og nokkuð algengt að fólk gisti þar en greiði ekki fyrir sig. ?Skálarnir eru þannig staðsettir að það er dýrt að halda þeim við. Við þurfum að senda jeppa og svo fara félagsmenn í sjálfboðavinnu. Það þarf að tæma kamrana, flytja olíu og gas og annað þess háttar þangað,? segir Lóa. Margir einstaklingar fara eftir reglum og tilkynna komu sína fyrir fram en svo virðist sem fjöldi fólks nýti sér aðstöðuna án endurgjalds. Frá áramótum og fram á vor var mikil umferð í Básum en að sögn Lóu voru eingöngu 300 krónur í bauknum sem liggur þar. ?Þetta var erfið ákvörðun en við sjáum okkur ekki fært að halda þessu úti,? segir Lóa. Fólk sem hyggur á göngur í vetur getur þó nálgast lykla að skálum Útivistar á skrifstofu félagsins en það auðveldar allt eftirlit með skálunum.Ekki eðlileg umgengni
Elín Björk Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir það hafa verið í umræðunni innan félagsins að læsa skálunum á Laugaveginum og á Kili. ?Við lítum á skálana okkar sem ákveðna öryggisaðstöðu svo að fólk geti leitað þangað í skjól ef svo ber undir. Það er hins vegar ekki eðlilegt hvernig umgengnin er hjá fólki. Fólk hendir rusli hér og þar, þrífur ekki eftir sig og hlutir hafa horfið. Það virðist vera nokkuð útbreiddur misskilningur að ef fólk pantar ekki skála eigi það ekki að borga,? segir Elín Björk og bendir á að skálarnir hafi aldrei verið reknir með gróðasjónarmið í huga.
Vilhjálmur Kjartansson hjá Jöklarannsóknafélagi Íslands segir mörg ár síðan félagið ákvað að læsa skálum félagsins. Þó eru lítil hús, sem ekki hafa neinn búnað, opin allan ársins hring og fólk sem ætlar að nýta sér skálana getur sett sig í samband við félagið. ?Þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel hjá okkur. Aftur á móti er slæm umgengni alþekkt vandamál í íslenskri fjallamennsku,? segir Vilhjálmur.
Þá vitum við það. Hlynur
You must be logged in to reply to this topic.