FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lok, lok og læs

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Lok, lok og læs

This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Tryggvi R. Jónsson Tryggvi R. Jónsson 18 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.06.2006 at 10:48 #198072
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég var að frétt af því að á vefsíðu Landmælinga væri búið að opna nýja vegasíðu.
    Og segir þar meðal annars: Bannað er að aka utan vegar í náttúru íslands. Hér getur þú séð vegi og slóða á íslandi, sem er löglegt að aka. Aðrar leiðir þarft að afla þér upplýsingar um hvort viðkomandi vegur eða slóði er ætlaður til almennings eða ekki.

    Svona er textinn sem fylgir kortinu. Eftir að vera búin að skanna kortið svona létt, þá var ég búinn að telja um 100 leiðir sem virðast vera lokaðar eða þá að menn þurfa að kanna hvort þær séu opnar. Engar leiðbeiningar eru um það hvar leita eigi eftir þeim upplýsingum. Annað sem ég raks á að þarna er margar leiðir sagðar opnar og löglega að aka þær. Það eru jafnvel leiðir sem vegagerðin og fleiri aðilar eru löngu búnir að loka og hefur verið sátt um það meðal manna. Og ætla ég ekki að fara að telja þetta allt upp enda er greinilegt að það þyrfti mörg hundruð síðna skýrslu. En ég ætla að taka ör fá dæmi um vegi sem eru lokaðir eða þá að menn þurfa að kynna sér það.
    1 Björn Þorri Viktorsson þarf að kanna það hvort hann megi aka slóðina í skála sinn við Sylgjufell
    2 Ferðaklúbburinn 4×4 þarf að kanna það hvort við megum nota Klakksleið og Sóleyjarhöfðaleið.
    Síðan eru það leiðir sem er löglegt að aka.
    1 Leyfilegt er að aka upp úr Skaftárdal í átt að Leiðólsfelli. ( fyrst það er leyfilegt að aka þarna lá ættu menn að láta sem þeir sjái ekki lokunarskilti vegagerðarinnar )
    2 Frá Leiðólsfelli og norður í átt að Hrossatungum ( þarna verða menn að tína burt lokunarsteinana og vera klárir í Drulluakstur. ) Þessa leið er betra að fara frá norðri til suðurs, því þá er styttra í þvottaplan.
    3 Síðan eru hinar ýmsu leiðir LV sem eru lokaðar almennri umferð, ( þar er bara að láta sem maður sjái ekki lokunarskiltin takk veri LMÍ og Umhverfisráðuneytinu.
    4 Vesturlandsdeildin getur fagnað því það er löglegt að aka upp á Akrafjall. ( að vísu þarf sleggju á lokunarlásinn.
    5 Þeim sem langar inn að Reyðarvatni á löglegri slóð, þeir þurfa stóra sleggju á hengilásinn á þeirri leið.

    Ekki nenni ég nú að fara í gegnum þessa vitleysu frekar að sinni, en mér finnst að maður geti gert kröfu um það, að hjá Landmælingum ísland og Umhverfisráðuneytinu að þar sé starfsfólk sem leggur metnað sinn í vönduð vinnubrögð. Ég sé þó einn ljósan punkt í þessu bulli. En það er sú staðreynd að búið er að skipta um ráðherra í Umhverfisráðuneytinu. En við erum laus við Sigríði Önnu Þórðardóttur, lélegasta umhverfisráðherra í sögu Umhverfisráðuneytisins. Sigríður Anna sló oft um sig með því að segja það að hún væri í miklum og góðum tengslum við útivistarfólk. Nú er Samút samtök útivistarfólks og á þeim bæ eru tengslin einn eða tveir fundir á ári með ráðherra. 2 klukkustundir í senn. Mér vitanlega hafa ekki verið nein tengsl þarna á milli, en ef einhverjir vita betur þá vinsamlegast leiðréttið það.
    Nú erum við búin að fá nýjan Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmars. Ég óska henni og Ferðaklúbbnum 4×4 til hamingju með það. Og ber þá von í brjósti að það verði góð samvinna milli Umhverfisráðuneytisins og Ferðaklúbbsins 4×4 í framtíðinni.

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 21 through 33 (of 33 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 14.06.2006 at 20:32 #554354
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ómar hóstaði uppúr sér rétt í lokin að það væri einn slóði sem vantaði.

    Hér er slóðin
    http://dagskra.ruv.is/streaming/playlis … 4284225/13





    14.06.2006 at 21:06 #554356
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Finn ekki viðtalið við Jón í Dægurmálaútvarpinu en hins vegar var því útvarpað á Rúvak, hægt að hlusta á það hér:
    http://dagskra.ruv.is/streaming/akureyri/?file=4290166

    Ég hef það eftir starfsmanni Ust að það sé ekki ástæða til að taka þessu korti sem neinn úrskurð um hvar megi aka og hvar ekki, enda er það sveitarstjórnir sem ákveða það, heldur sé þetta hugsað til leiðsagnar. Það er hins vegar kannski alvarlegasti hlutinn í þessu þegar með þessu er mönnum beint á leiðir sem hafa verið lokaðar og eru tæplega færar og/eða þola enga umferð. Þau dæmi sem þarna eru um slíkt sýna kannski öðru fremur að birting kortsins er gjörsamlega ótímabær og nauðsynlegt að vinna þetta mun betur. Klúbburinn hefur reyndar verið tilbúinn að leggja þeirri vinnu lið og átt von á að eftir því væri kallað, en einhverra hluta vegna hefur ekki þótt ástæða til þess að þyggja það. Skýringin á þvi er greinilega ekki sú að ekki hafi verið þörf á þeirri liðsinni.
    Kv – Skúli





    14.06.2006 at 22:49 #554358
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    þessarar stofnunnar sem sá um vinnsluna á þessu korti á sér greinilega fá takmörk.
    Möppudýrin vita jú allt betur þó þau fari nánast aldrei út úr rykfylltum skúmaskotum sínum, því bækurnar kenna allt sem þarf að vita.
    Hvað vita einhverjir kallar á jeppum sem eru hvort sem er alltaf fastir í skafli einhversstaðar á hálendinu?
    Ekker að mati möppudýrana sem grúfa sig ofan í skruddur og skjöl og vita sko allt miklu betur.





    14.06.2006 at 22:54 #554360
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    daginn

    Til hamingju Ísland, loksins er ljóst hvar við megum keyra, nefninlega hvergi nema með samþykki viðkomandi sveitarfélags.

    Þessir bjánar eru snjallir maður, "ef vegurinn er ekki á kortinu áttu að hafa samband við sveitarfélag eða veiðieftirlitsmann". Þarna eru þeir búnir að svara Ofsa, spurningunni um vegina sem ekki eru inná kortinu.

    En þarna væri kanski sóknarfæri fyrir okkur. Nauða í sveitarfélögum landsins með stöðugum hringingum og spjalli um hvort vegurinn sé í raun og veru leyfilegur til aksturs.

    Með því að halda símum sveitarfélagana á tali í viku eða tvær þá hljóta menn að sjá að þetta er ekki að virka enda þvílíkur fíflaskapur.

    Umhverfisráðherrann okkar fyrrverandi er líka að gleyma einni staðreynd og það er sú að mestur utanvegaakstur sem fer fram er í kringum fjölförnustu hálendisleiðirnar sem eru leyfðar á þessu korti. Landmannaleið, Kverkfjallaleið, Öskjuleið o.s.frv.

    Ég sé heldur ekki fyrir mér hvernig eigi að sporna við utanvegaakstri með því að banna akstur á vegum.

    Kv Izan





    14.06.2006 at 23:01 #554362
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Sigríður Anna Þórðardóttir
    Til hamingju ísland.

    Velkominn Jónína





    15.06.2006 at 08:40 #554364
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Fínt viðtalið við þig Ofsi í útvarpinu í gær. Reyndar virtist það bara hafa verið sent út í svæðisútvarpinu fyrir norðan. Nú þarf bara að halda áfram og láta vita af því hversu vitlaust þetta kort er. Hefur einhver haft samband við Ómar Ragnarsson og upplýst hann um málin? Er ekki rétt að senda honum póst eða hringja í hann – hann er jú alltaf með símann :-)

    Gott mál líka að fá fund með nýja umhverfisráðherranum um þetta. Það er eins og fráfarandi ráðherra hafi legið mikið á að (hálf)klára þetta áður en hún hætti ….

    kv. Ólafur M.





    17.06.2006 at 07:20 #554366
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Umferðarstofa, umferðarlög 2 grein.
    Vegur:
    Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar. .
    Landmælingar Íslands túlkun á sömu grein.
    Vegur er skilgreindur sem varanlegur vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er að staðaldri til umferðar.

    Á vefsíðu LMÍ er neðri textinn, það sem vekur athygli mína er eftirfarandi texti:
    Vegur er skilgreindur sem varanlegur vegur. Það sem ég er að velta fyrir mér er það hvort þessum texta hefur verið bætt við fyrir framan lagagreinina af umhverfisráðuneytinu.
    Einnig veltir maður því fyrir sér af hverju er misræmi milli textanna og þá hvað þýðir orðið að Staðaldri.
    Enginn slóð á hálendinu er ekinn að STAÐALDRI
    Einnig er notast við orðið VARANLEGA þarna er átt við varanlegur vegur. Í mínum huga eru ekki til neinir varanlegir vegir á hálendinu nema kannski vegarkaflinn frá Búrfelli upp að Vatnsfelli enda uppbyggður og malbikaður.

    Spurningin er eiginlega þessi er verið að lengja textann af einhverjum embættismanni umhverfisráðuneytisins. Eða eru umferðarlöginn á vefsíðu Umferðarstofu úrelt, má þá spyrja sig af hverju eru úrelt lög á vefnum. Það væri fróðlegt að heyra hvað menn hafa um þetta að segja.





    17.06.2006 at 12:01 #554368
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Núgilandi umferðarlög (nr 50 frá 1987 með breytingum til og með 1. sept 2005) er hægt að sjá á vef Alþingis í [url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987050.html:19mkvnfz]lagasafninu[/url:19mkvnfz].
    Þeim ber saman við US:
    Vegur:
    Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.

    Einnig má benda á lög [url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/1997095.html:19mkvnfz]um landmælingar og kortagerð[/url:19mkvnfz] en þangað sækja LMÍ hlutverk sitt. Samkvæmt þeim lögum hefur LMÍ ekki neitt ákvörðunarvald heldur á að vera lýsandi. Ég sé heldur ekki að LMÍ hafi einkarétt á kortagerð og þ.a.l. segja hvað er vegur eða ekki. Þannig að kort frá LMÍ er ekki tæmandi listi. Ef LMÍ setur ekki veg á kort þá þarf það ekki að þýða að það sé ekki vegur (þetta var fullkomlega óskiljanleg setning…).

    Þetta orð "varanlegur" er mjög vissulega undarlegt en vegur getur orðið varanlegur t.d. ef það eru sögulegar heimildir eða hefð fyrir notkun hans. Til að flækja þetta ennþá meira eru til lög um [url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/1905046.html:19mkvnfz]hefð[/url:19mkvnfz] 😉

    Þetta "almennrar umferðar" gæti auðveldlega útilokað alla slóða ef maður vill skilja það þannig. T.d. útiloka allt sem er ekki í umsjá Vegagerðarinnar og jeppaslóðar henta ekki til almennrar umferðar fyrir fólksbíla… mætti halda áfram á þeim nótum og halda því þannig fram að slíkir slóðar ættu ekkert erindi inn á þennan vef LMÍ.

    Það sem mér finnst verra er ef það er eitthvað á korti frá LMÍ sem er sannanlega ekki vegur ætlaður til almennrar umferðar. Þá eru þeir einfaldlega ekki að standa sig. Ég er meira til í að fyrirgefa þeim að hafa ekki geta elt uppi hvern einasta slóða á landinu í fyrstu útgáfu.

    Spurning um að reyna að vakna almennilega og fá sér kaffi…





    17.06.2006 at 12:29 #554370
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þú er nú bara nokkuð vel vaknaðu þrátt fyrir kaffileysið Tryggvi. Það hefði verið spenna að sjá komment þín eftir nokkra kaffibolla.
    En hvað varðar það að þarna hafi átt að elta alla spotta landsins, þá var það sem lagt var af stað með í upphafi. Og marg hamrað á því. T,d af Eydísi nefndarmanni í slóðanefndinni og starfsmanns LMÍ. Einmitt þessi sem var í sjónvarpinu og benti ferðalöngum á það að þeir ættu að leita eftir því hjá veiðivörðum hvort heimilt væri að aka þessa eða hina slóðina, ha ha ha.

    En það sem ég var að bera sama þarna í lagagreinunum var í raun það sem sett var á undan og á eftir lagagreininni. ( Vegur er skilgreindur sem varanlegur ) vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er að ( staðaldri til umferðar ).

    En hvað það varðar að allar slóðir eigi að vera ökuslóðir eða ekki, það er ekki endilega það sem ég óska mér persónulega. Heldur það að allar slóðir fái sanngjarna umfjöllun og þá að þeir sem til þekkja fá að koma að málinu.

    Hvað það varðar að þarna inni séu slóðir sem ekki eiga heima á kortinu, þá birti ég þær síðar.





    18.06.2006 at 11:12 #554372
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Nokkrir punktar sem er rétt að muna í þessari umræðu. Fyrst af því menn tala um kort LMÍ þá skil ég þetta þannig að þetta sé sett fram í nafni Umhverfisráðuneytisins en LMI vinnur verkið fyrir ráðuneytið. Ábyrgðin á því liggur hjá ráðuneytinu og þar með ábyrgð á áræðanleika þess. Ef í þessu korti felst eitthvað ákvörðunarvald er það spurning um ákvörðunarvald ráðuneytisins. Hins vegar liggur það alveg fyrir að ráðuneytið hefur ekki ákvörðunarvald um hvar sé slóði og hvar ekki eins og bent hefur verið á hér, heldur liggur það vald hjá sveitarfélögum. Það þýðir væntanlega að hafi sveitarfélag ákveðið að loka og fella brott einhvern slóða þarna, þá gildir það jafnvel þó slóðinn sé á þessu korti. Ef einhver væri tekinn fyrir að aka slíkan slóða, búinn að henda burt grjóti sem lokar honum og klippa á keðjur og hengilása, allt í nafni þess að slóðinn er merktur á þetta kort, þá væri hann engu að síður brotlegur og væntanlega hægt að dæma hann fyrir þetta. Spurning aftur á móti hvort viðkomandi geti farið í mál við ráðuneytið fyrir að gefa sér villandi upplýsingar.
    Sama gildir á hinn veginn, vegslóðir sem ekki eru þarna en eru góðir og gildir. Ég held að þeir bjúrókratar sem þarna starfa (ráðuneytinu og UST) viti að þetta kort sé enginn endanlegur sannleikur og menn verði ekki kærðir fyrir að keyra t.d. nyðri hluta Breiðbaks eða Klakksleiðina inn í Setur. Allavega mun ég keyra þessar leiðir og margar fleiri áfram svo lengi sem viðkomandi sveitarfélag auglýsir ekki lokun á þeim. Það má velta því fyrir sér hvort þetta kort sé sett fram núna vegna sérstakra aðstæðna í pólitík og þeir sem að þessu unnu hafi einfaldlega fengið skipun að ofan um að þetta verði að fara í loftið strax, hvað sem öðru líður. Ætla ekkert að fullyrða um það hér, bara svona velta upp óábyrgum vangaveltum.
    En ég er sammála Tryggva að það er ábyrgðarhlutur og þá hjá ráðuneytinu að setja fram kort sem sagt er vera leiðbeinandi fyrir almenning um hvar megi keyra, þar sem á eru slóðar og leiðir sem eru lokaðar. Eins er raunar fráleitt að setja svona kort fram þar sem eru leiðir sem eru mjög torfærar og aðeins færar verulega vel búnum bílum, án þess að þær séu merktar sérstaklega. Ef ég væri slyddujeppaeigandi og langaði að fara á fjöll myndi ég draga þá ályktun af þessu sem þarna er að þetta séu allt leiðir sem ég gæti skroppið með fjölskylduna í sumar. Það er bara alls ekki málið, þarna eru leiðir sem vart eru á færi nema 38+.
    Kv – Skúli





    21.06.2006 at 22:41 #554374
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Það er heldur betur búið að grisja kortið!

    Slóðar eru orðnir svo ógreinilegir að þú þarft að þysja veruleg vel að, og helst vita hvar þeir eru.





    27.06.2006 at 23:53 #554376
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Í morgun áttum ég, Skúli og Jón fund með fulltrúum frá Umhverfisstofu, Landmælingum og Umhverfisráðuneyti.

    Málefni fundarins var að fara yfir mál er tengdust þessu korti og að fjalla um utanvegaakstur almennt.

    Fundurinn var í alla staði mjög góður og menn voru sammála um að vinna saman að þessu verkefni – þ.e. að berjast gegn umferð utan slóða og vega í hvaða mynd sem hún birtist.

    Einn liður í þeirri baráttu er að setja niður á kort allar þær leiðir sem leyfilegt er að aka og birting þessa korts var byrjun á því verkefni og sett fram af LMÍ til að fá viðbrögð og gagnrýni – sem lét svo sannarlega ekki á sér standa.

    Við fórum yfir okkar afstöðu í morgun og lögðum jafnframt til að stofnaður yrði vinnuhópur til að halda áfram með þetta kort og ljúka því í sátt við alla hagsmunaaðila. Þessi tillaga var samþykkt og mun vinnuhópurinn hefja störf þegar á föstudag. Hópurinn samanstendur af einum fulltrúa frá Umhverfisstofu, Einum frá Landmælingum og einum frá Ferðaklúbbnum 4×4 – hópnum er ætlað að skila tillögu að fullbúnu korti til kynningar fyrir alla hagsmunaaðila.

    Kortið sem núna er uppi á vefnum verður þar áfram og mun taka breytingum eftir því sem vinnunni miðar. Það er þó ekki þar með sagt að allir slóðar sem þar vantar séu lokaðir heldur frekar að ekki hafi enþá verið fjallað um þá.

    Þannig að enþá þá verða menn að aka eftir þeim kortum sem notuð hafa verið til þessa og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að meta vandlega hvar ekið er og aka einungis á vegum og slóðum sem eru greinilegir og klárlega opnir fyrir umferð.

    Benni





    28.06.2006 at 15:06 #554378
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Af [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1209735:zlzk8vf5]mbl.is[/url:zlzk8vf5]:
    Innlent | mbl.is | 28.6.2006 | 14:21
    Umhverfisráðherra ýtir úr vör átaki gegn utanvegaakstri

    Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, mun kl. 10.30 á morgun ýta úr vör átaki gegn utanvegaakstri. Ferðaklúbburinn 4×4 og Vélhjólaíþróttaklúbburinn standa að átakinu í samvinnu við Ferðafélag Íslands, Umhverfisstofnun, Landgræðsluna, Landvernd og fleiri aðila.

    Kynnt verður merki og slagorð átaksins, auk þess sem ráðherra mun opna formlega vefsíðu átaksins og flytja nokkur orð.





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 21 through 33 (of 33 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.