This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég var að frétt af því að á vefsíðu Landmælinga væri búið að opna nýja vegasíðu.
Og segir þar meðal annars: Bannað er að aka utan vegar í náttúru íslands. Hér getur þú séð vegi og slóða á íslandi, sem er löglegt að aka. Aðrar leiðir þarft að afla þér upplýsingar um hvort viðkomandi vegur eða slóði er ætlaður til almennings eða ekki.Svona er textinn sem fylgir kortinu. Eftir að vera búin að skanna kortið svona létt, þá var ég búinn að telja um 100 leiðir sem virðast vera lokaðar eða þá að menn þurfa að kanna hvort þær séu opnar. Engar leiðbeiningar eru um það hvar leita eigi eftir þeim upplýsingum. Annað sem ég raks á að þarna er margar leiðir sagðar opnar og löglega að aka þær. Það eru jafnvel leiðir sem vegagerðin og fleiri aðilar eru löngu búnir að loka og hefur verið sátt um það meðal manna. Og ætla ég ekki að fara að telja þetta allt upp enda er greinilegt að það þyrfti mörg hundruð síðna skýrslu. En ég ætla að taka ör fá dæmi um vegi sem eru lokaðir eða þá að menn þurfa að kynna sér það.
1 Björn Þorri Viktorsson þarf að kanna það hvort hann megi aka slóðina í skála sinn við Sylgjufell
2 Ferðaklúbburinn 4×4 þarf að kanna það hvort við megum nota Klakksleið og Sóleyjarhöfðaleið.
Síðan eru það leiðir sem er löglegt að aka.
1 Leyfilegt er að aka upp úr Skaftárdal í átt að Leiðólsfelli. ( fyrst það er leyfilegt að aka þarna lá ættu menn að láta sem þeir sjái ekki lokunarskilti vegagerðarinnar )
2 Frá Leiðólsfelli og norður í átt að Hrossatungum ( þarna verða menn að tína burt lokunarsteinana og vera klárir í Drulluakstur. ) Þessa leið er betra að fara frá norðri til suðurs, því þá er styttra í þvottaplan.
3 Síðan eru hinar ýmsu leiðir LV sem eru lokaðar almennri umferð, ( þar er bara að láta sem maður sjái ekki lokunarskiltin takk veri LMÍ og Umhverfisráðuneytinu.
4 Vesturlandsdeildin getur fagnað því það er löglegt að aka upp á Akrafjall. ( að vísu þarf sleggju á lokunarlásinn.
5 Þeim sem langar inn að Reyðarvatni á löglegri slóð, þeir þurfa stóra sleggju á hengilásinn á þeirri leið.Ekki nenni ég nú að fara í gegnum þessa vitleysu frekar að sinni, en mér finnst að maður geti gert kröfu um það, að hjá Landmælingum ísland og Umhverfisráðuneytinu að þar sé starfsfólk sem leggur metnað sinn í vönduð vinnubrögð. Ég sé þó einn ljósan punkt í þessu bulli. En það er sú staðreynd að búið er að skipta um ráðherra í Umhverfisráðuneytinu. En við erum laus við Sigríði Önnu Þórðardóttur, lélegasta umhverfisráðherra í sögu Umhverfisráðuneytisins. Sigríður Anna sló oft um sig með því að segja það að hún væri í miklum og góðum tengslum við útivistarfólk. Nú er Samút samtök útivistarfólks og á þeim bæ eru tengslin einn eða tveir fundir á ári með ráðherra. 2 klukkustundir í senn. Mér vitanlega hafa ekki verið nein tengsl þarna á milli, en ef einhverjir vita betur þá vinsamlegast leiðréttið það.
Nú erum við búin að fá nýjan Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmars. Ég óska henni og Ferðaklúbbnum 4×4 til hamingju með það. Og ber þá von í brjósti að það verði góð samvinna milli Umhverfisráðuneytisins og Ferðaklúbbsins 4×4 í framtíðinni.
You must be logged in to reply to this topic.