Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Lógír í Patrol
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.02.2009 at 09:22 #203807
Sælir félagar. Vitið þið um ca.verð á td.Ægislógír og hversu mikið mál er að koma honum fyrir og hvort að eitthvað annað er betra til í þessu dæmi?Með von og vissu um svör kv.Bjarni R2369
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.02.2009 at 22:50 #640804
Sælir
Þetta eru amk þrír gírar sem menn hafa verið að nota.
Borg Warner frá Ameríkuhreppi notuðu menn einhvern tíman fyrir mörgum árum en ég held að það sé mjög lítið um hann.
Ægisgírinn var notaður talsvert en ég held að það sé ekki verið að framleiða hann lengur.
Þegar ég var að standa í þessu þá var mér ráðlagt að fara bara beint í gírinn frá Ljónsstöðum og vera ekkert að hugsa um neitt annað, hann væri lang áreiðanlegastur. Hefur alla vega ekki hikstað í tvö ár hjá mér. Hann er búinn til úr org Patrol millikassa (´89-´09) en þeir smíða milliplötu þannig að hægt er að setja hann á milli gírkassa og millikassa. Mjög flott smíði. Ég lét setja lægri hlutföll í hann sem ég pantaði frá Ástralíu 1:3.74 til að fá alvöru niðurgírun (org 1:2.02).
.
Verð í dag …… myndi skjóta á 300-400 þús kr ef þú ætlar að fá þér lægri hlutföll en án ísetningar, fer eftir hversu naskur þú ert að redda þér.
.
– Gamall millikassi úr Patrol 0-40 þús kr
– Ljónsstaðir ca 180-200 þús kr giska ég á
– Ástralíuhlutföll giska á 120-160 þús (Kliptrom Akureyri)
– ísetning 120-200 þús með breytingu á sköftum, fer eftir hversu góðan díl þú getur fengið og hversu mikið þarf að gera og hversu flott þú vilt hafa þetta.kv
AB
13.02.2009 at 23:06 #640806það sem þarf að gera til að koma honum í er
– Lengja framdrifskaft um tæplega 30 cm og stytta afturskaft um sama (milligírinn er ekki nema tæplega 30 cm)
– Færa grindarbita niður, mismikið eftir bílum
– Færa aukatank eða amk breyta festingum ef þú ert með svoleiðis
– Smíða skiptibrakket fyrir milligírinn
– Breyta skiptibrakketi fyrir millikassa
– Breyta legu á handbremsubarka
13.02.2009 at 23:07 #640808Eg er algjörlega sammala fyrri ræðumanni girinn
fra ljonunum er besta dæmið og bæta hann með
hlutfalli ur Astraliuhreppi eg setti svona hja mer siðasta vetur og þetta er tær snilld.
ljonarnir smiða ekki milliplötu heldur smiða þeir nytt hus utanum girinn þannig að þetta er bara
""plug and play""
I fyrra kostaði kassinn um 200.000 kallinn og þa
kostaði hlutfallið fra Astraliu 120.000 og ef þu getur gert eitthvað sjalfur þa er mjög einfalt að koma honum fyrir eina breytingin undir bil er rörabitin
i grindinni, aðeins að breyta honum en svo þarf að
lengja og stytta sköftin semsagt ekkert mal
milligirskveðja Helgi
14.02.2009 at 13:47 #640810Helgi . . . . .
já ísetning á að vera einföld, aukatankur flækir víst málið eitthvað, svo er nú sitthvað fleira en bitinn, sem virðist þurfa að eiga við. Kannski er þetta flóknara í beinskiptum en sjálfskiptum? Var a.m.k töluvert vesen að koma þessu fyrir í mínum bíl.
Væri fróðlegt að vita hvað aðrir hafa um þetta að segja, sérstaklega hvað varðar beinskipta bílinn.
Já og þá man ég það – á til ónotað afturskaft með tvöföldum lið fyrir Pat. með milligír.
14.02.2009 at 14:19 #640812Það er töluvert minna vesen að koma Ljónstaðagírum í. Hann er allur minni og nettari og töluvert styttri. Það þarf að síkka millikassabitan og skera úr honum fyrir framskaftið. Það þarf að skera aðeins úr boddýinu og svo þarf að síkka einn grindarbita. Mesta málið er að fá skiptistengurnar þokkalegar, en þetta er auðvita bara vinna..
14.02.2009 at 20:45 #640814Sæll Joi ja eg gleymdi þarna einhverjum 2 atriðum
og Hlynur er einmitt buin að koma þeim að það er
að sikka girkassabitann um ca tommu og taka ur boddibita fyrir ofan kassann og varðandi skiftistðngina þa tok eg hana i sundur og sauð inn i
hana framlengingu, eg a að visu eftir að utbua skiftir fyrir logirinn það er ennþa bara krafttöngin a hann;)
kveðja Helgi
15.02.2009 at 23:31 #640816hann er beinsk hjá mér en aðeins boddýhækkaður. Þetta er víst eitthvað mismunandi á milli bíla hversu mikið þarf að snuddast í þessu.
Annars er ég sammála Hlyn, held að mesta vinnan sé í skiptidótinu.
16.02.2009 at 00:03 #640818en afhverju að vera að hafa einhverja stöng á þessu, er ekki hægt að setja bara lofttjakk á þetta, tengja þetta inná loftlæsingadæluna og hafa rofa inní bíl, logír -> ekki logír.
16.02.2009 at 16:58 #640820ég vildi bara hafa þennan búnað bilanafrían og kerfi með lofttjakki er það ekki, hef reynslu af því.
kv
AB
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.