Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Löggu „Chase“
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.03.2007 at 11:25 #200029
Rakst á þetta á You Tube… þessir jeppakallar eru rosalegir… 😛
(reyndar má nú varla telja þetta sem jeppa þarna)
kv
gunnar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.03.2007 at 14:31 #586572
hvað var þetta á pallinum spoiler???? en djöfulli var hann kaldur þarna á dalveginum
veit einhver hversvegna hann var að reyna að stinga af og hvaða dóm hann hefur fengið???
Kv Davíð Forvitni
30.03.2007 at 16:57 #586574Ég vil svosem ekkert vera að efast um hæfileika lögreglunnar til að sinna skyldum sínum… En þetta voru án efa verstu vinnubrögð sem ég hef séð hvað varðar að stöðva bíl…
Í tvígang (ef ekki oftar) fengu þeir gott tækifæri til að maula bílinn, en slepptu því.Ég held að þeir hefðu betur sleppt því að elta bílinn. Miðað við að guttinn keyrði aftan á annan bíl á 100km/h.
Sem betur fer var sá stór jeppi en ekki einhver Aygo…Ég veit svo sem ekki um forsendur eltingarleiksins, en ég held að þetta sé svolítið smánarlegt fyrir lögreglu að þurfa slys til að stöðva band brjálaða ökumenn.
Fyrir mér var þetta einn stór leikur hjá þessum drengjum í lögreglunni. Enginn vilji til að stöðva bílinn…
Alls ekki taka þessu sem einhverju skítkasti á hendur lögreglunnar, ég trúi að þeir geti unnið vinnuna sína.
Þeir meðal annars fundu verkfæratöskuna mína nú í morgun sem einhver krimminn hafði hnuplað í gær…kkv, Úlfr gagnrýnari
PS. Davíð, sé ekki betur en að þetta sé grind fyrir tjaldhús á pallinum þarna… En hvað í ósköpunum þessir drengir voru að gera af sér, það langar mig að vita. Hvað ætli hafi réttlætt þennan eltingarleik?
30.03.2007 at 17:55 #586576Já skrítið að þeir hafi ekki geta stöðvað þá þar sem þeir voru nú ekki á neitt sosalega öflugum bíl (isuzu pallbíl að ég held). Hélt að lögreglan væri á nokkuð öflugum farartækjum sem gætu komist framfyrir svona bíla og stoppað þá.
Held að þetta hafi verið slá til að setja svifdreka á toppinn á pikkanum hef séð svona áður með svifdreka á.
30.03.2007 at 18:52 #586578Sammi minn þegar að löggi biður um stopp þá er bara stopp, nema fyrir þá sem hafa eitthvað á samviskunni, og þó að okkar löggur bregðist ekki jafn hart við og útlendingarnir þá er ég alveg sáttur ég vil ekki lifa í því umhverfi sem maður sér úti þar sem byssur og ofurótti ráða ríkjum en hvað um það þá voru þessir peyjar örugglega á einhverju meira en við ræflarnir fáum að smakka.
kv:Kalli smáaðpæla
30.03.2007 at 20:27 #586580Það er gott að hér skulu vera sérfræðingar í því að stöðva ökufanta, sem hefðu að sjálfsögu gert þetta mikið betur en löggan. Ég mæli með að þessir snillingar taki að sér námskeiðahald fyrir lögregluna í því að stöðva ökufanta sem ekki virða lög og reglur.
Góðar stundir
30.03.2007 at 21:33 #586582Ég get ekki betur séð en að eitt af stóru nöfnunum í reglu sófariddarana sé mætt á þráðinn, (nefni engin nöfn).
Og þið hljótið að sjá það að stoppa þennan bíl hefði ekki verið mikið mál ef þessir menn hefðu viljað það. Þeir lögðu lögreglubílum þvers og kruss á göturnar en gáfu þeim fínt svigrúm til að keyra framhjá.
En ég er nú bara að benda á þetta því ég vildi síður fá einn svona framan á mig (eða í hliðiná eða aftan á mig) þegar ég er úti að keyra í hádegishléinu mínu….
Það er ekkert að smá gagnrýni, sérstaklega þegar líf fólks er í húfi.
Kv, Úlfr sófariddari.
P.S. mínir menn fóru á stúfana og grófu það upp að ökumaðurinn hafi verið að bryðja eitthvað sem okkur leyfist ekki að smakka. (ekki þar fyrir að nokkrum hérna veitti ekki af andstæðu þess… eða einum köldum kannske?) Heh heh…
Góða helgi. 😉
30.03.2007 at 22:44 #586584Já ég gét samþykkt það að löggan hefði mátt vera aðeins meira sannfærandi en það er auðvelt að dæma hér í mínum "hjólastól". En ég vona að þú hafir verið að meina mig þegar að þú sagðir "stóru"nöfnin því ég hef aldrey verið kallaður það áður svo ég muni !!!en ok það er best að ég fari þá í ísskápinn og nái mér í einn kaldann.
kv:kalli kaldi
30.03.2007 at 23:00 #586586Ansi held ég að ég yrði fljótt fúll ef spjallþræðir á netinu væru uppfullir af fólki sem lýsti því yfir að mín starfsstétt kynni greinilega ekki að vinna vinnuna sína. Að ég tali nú ekki um ef sama fólk hefði aldrei komið nálægt slíkum störfum.
Ég sá umrætt myndband í sjónvarpinu og ég hváði yfir sömu hlutum og þið, en mig langar svolítið að biðja þá lögregluþjóna sem stunda spjallið hér um að kommenta á þetta. Var eitthvað klúður í gangi eða var þetta allt eftir bókinni? Hefði átt að hætta eltingaleiknum fyrr? Eru til önnur ráð til að stöðva bíla sem hefði átt að nota?
kv.
Einar Elí
…reynir yfirleitt að keyra eins og maður.
30.03.2007 at 23:20 #586588Alltaf er jafn findið þegar menn eru að gagnrína lögregluna fyrir hitt og þetta. Ef þeir hefðu stoppað bílinn með því að keira á hann þá hefðu þeir getað endað á húsi,framan á bíl, ljósastaur eða einhverju. Alveg eins og gerðist þarna. Hefðu menn þá ekki gagnrínt það.
Ég væri alveg til í að sjá menn reyna að aka forgangs akstur eins og lögreglan þarf að gera nánast á hverjum degi……
Þá er ég alveg viss um að hljóðið í þeim vær annað…..
30.03.2007 at 23:21 #586590,,Ég vil svosem ekkert vera að efast um hæfileika lögreglunnar til að sinna skyldum sínum… En þetta voru án efa verstu vinnubrögð sem ég hef séð hvað varðar að stöðva bíl…“
Ég hélt ég hefði tekið fram að þetta hefði verið mín skoðun. Ekki að ég væri sérfræðingur í því að elta bíla né sérfræðingur í störfum lögreglu. Bara svona til að hafa hlutina á hreinu…
Og kalli, síðast þegar ég gáði hét ég Samúel, ég veit ekki til þess að það hafi neitt breyst, bara að í heilnafnið hafi bæst. 😉
kkv, SÚÞ
30.03.2007 at 23:33 #586592Ég var alls ekki að gagnrína menn á þessu þræði.
Ég meinti bara menn yfir höfuð, ekki á þessu spjall frekar en öðru..
31.03.2007 at 01:48 #586594Tja… ég er nú kannski hálfgerður leikmaður líka, en hef þó atvinnu af því að berja saman texta. Að vísu bara í hlutastarfi þannig að þú fyrirgefur mér vonandi ef ég fer rangt með… en þessi bútur: "… En þetta voru án efa verstu vinnubrögð sem ég hef séð hvað varðar að stöðva bíl…" er nú frekar afdráttarlaus gagnrýni – sama hvaða formerki við setjum við hana.
Hvað með það, ef við erum sammála um að það sé óþarfi að úthúða löggunni fyrir eitthvað sem hvorugur okkar hefur vit á, þá er engin ástæða til að hafa fleiri orð um þetta.
Góða helgi.
EE.
31.03.2007 at 02:40 #586596Má vera að ég sé vitleysingur, en það að ég taki fram að svo langt sem vitneskja mín nái, séu þetta léleg vinnubrögð, nokkurnveginn tekur fram að þetta sé mín SKOÐUN Á HLUTNUM. Ekki mín alhæfing um vanhæfni lögreglu…
Þú ættir kannski að lesa þetta yfir aftur, og leggja höfuðið í krapa.
kkv, SÚÞ
31.03.2007 at 05:22 #586598Sjálfur get ég sagt ykkur mína reynslu á neyðarakstri.
Er ég í lögregluskólanum núna og hef starfað sem lögreglumaðu.
Það að aka neyðarakstur er meira en að aka venjulegum bíl á 100 plús.
Og tala nú ekki um að aka á eftir svona vilteising innanbæjar þar sem hætturnar eru ótal margar.
Lögeglumenn taka ákvarðanir á margfalt styttri tíma en við, þar sem við getum hugsað þetta fram og aftur. Þeir taka ákvörðun og standa við hana, ekki er tími eða pláss til þess að vera að bakka frá henni.
Hefðu þeir tekið þá ákvörðun að stofna sínu lífi og þeirra sem í næsta nágrenni við þennan akstur er það þeirra ákvörðun.
Í þessu tilfelli ákváðu þeir að elta bílinn í stað þess að negla hann strax.
Ef að þeir hefðu haft fleiri bíla í þessa eftirför hefðu þeir getað lokað gatnamótum og loka fyrir umferð til þess að koma í veg fyrir slys.
En ekki voru fleiri lögreglubílar í næsta nágrenni til þess.
En kanski er ég bara svona mikil gunga…
Er ég ekki hæfur til þess að dæma það, en í þessu tilfelli hefði ég gert það sama.
31.03.2007 at 07:44 #586600Það er ýmislegt í þessari eftirför sem þarf að athuga. Í upphafi er auðvita ekki tekin ákvörðum um að aka á flóttabílinn ( þ.a.s lögreglan tekur ekki ákvörðun um að skjóta fyrst og spyrja síðan ) sem eru allavega mér þóknanlega vinnubrögð. Heldur er reynt að króa hann af og svo var hraðinn nú ekki það mikill í byrjun. Þegar lögreglan reyndi að loka veginn, þá er miklar líkur á því að þeir hafi verið ný komnir á staðinn. Og erfitt að loka götunni því auðvelt er að aka vinstra megin við lögreglubílinn. Þ.a.s á grasinu eða gangstéttinni, framhjá lögreglubílnum. Málið er að leikurinn fer ekki að verða alvarlegur fyrr en niður á Dalveg. Þ.a.s þegar eftirförin er nánast hálfnuð. Dalvegurinn er síðan þröngur og umferðaeyjar nánast alla leið. Sama gildir reyndar um alla leiðina sem flótta billin ekur. Þarna eru göturnar all settar þrengingum, beygjum, og hraðahindrunum. Þannig að tækifærin til þess að stöðva flóttabílinn er ekki mörg. Það gæti líka hugsast að lögreglan hafi hugsað með sér, að láta ekki til skara skríða fyrr en komið væri út úr þessu þrönga íbúðarhverfi. Þó svo að leikurinn hafi borist inn í það á ný í lokinn. Svo má líka bæta því við að þessar 4 mínútur gerast í huga lögreglunar afskaplega hratt og finnst þeim þetta sennilega allt hafa gerst á nokkrum sekúndum.
Annars finnst mér oft, vera gerðar ansi miklar kröfur til lögreglunar. Þeir eiga í þessu tilfelli að vera yfirburða kappakstursmenn sem margir hafa hreinlega ekki í sér, þeir eiga að kunna löginn fram og til baka. Krafa sem ekki einu sinni er hægt að setja á lögfæðinga. Þeir eiga að vera sálfræðingar, félagsfræðingar, heilsugæslumenn af öllum stigum ofl, ofl. En ég held að þeir séu einungis menn sem reyna að gera sitt besta hverju sinni, og ég held að þeim takist bara nokkur vel upp. Þegar á heildin er litið. Eiginlega bara nokkuð merkilegt að þeir haldi sönsum í þessu umhverfi sem þeim er skapað.
31.03.2007 at 08:26 #586602Ég hef nú í sjálfu sér litlu við það að bæta sem Jón Ofsi segir hér fyrir ofan, enda sammála honum að flestu leyti (eins og venjulega!). Hitt er svo nokkuð, sem mætti bæta við, að lögreglan hér hefur ekki sama í höndunum eins og starfsbræður þeirra víða erlendis. Í fyrsta lagi þá er alltaf verið að spara við kaup á lögreglubílum hér vegna niðurskurðaráráttu pólitíkusa á þessu sviði. Þegar kaup á lögreglubílum eru boðin út erlendis, eru skilmálar talsvert strangir, m.a. þurfa þessir bílar að vera sérstyrktir m.a. svo hægt sé að aka þeim á meiri hraða yfir ójöfnur, sem og sérstyrkt "body" sem þarna skipti máli, þegar nota þarf lögreglubílana beinlínis sem "barrier" þegar stöðva þarf ruglað fólk. Mér skilst að það sé litið þannig á það hjá bifreiðadeild Ríkislögreglustjóra, að lögreglubílana megi ekki nota til að stöðva ofsaakstur nema í einhverjum undantekningartilvikum og fari lögreglumennirnir ekki eftir því, sé hart tekið á því. Nú, erlendis hefur lögreglan líka ýmsan búnað í þessu skyni, t.d. naglamottur og sérsmíðaðar hindranir sem stöðva flóttabíla með sem minnstri áhættu fyrir þá sem í þeim eru og umhverfið. En þið megið vera alveg viss um það, að innan lögreglunnar er farið yfir öll svona mál eftirá til að læra það sem læra má af þeim upp á framtíðina.
31.03.2007 at 08:56 #586604Sælir félagar.
Ég held að það sé ekkért upp á lögguna að klaga í þessari eftirför.
Við skulum bara þakka fyrir það að ekki hafi orðið stór slys.
Þar sem ég vann eitt sinn við að setja græjur í lögreglubíla langar mig að taka undir sem hefur komið hér fram.
Þeir bílar sem Löggan hér á landi er að nota eru ekki sérframleiddir Lögreglubílar.
Viða er Löggan á bílum sem eru sérframleiddir fyrir þá.
Kveðja Örn Gunnarsson
31.03.2007 at 11:06 #586606Það er líka ekki freistandi fyrir fólk innan lögreglunar að fá högg frá ca 1500-1800 kg bíl á 80-100 km hraða, lögreglumenn eru nú bara mannlegir og bílar þeirra álíka sterkirbyggðir og almennir fólksbílar. Lítið mál að setja upp farartálma ef tími er til, en líf löggunar er sjaldnast eftir einhverju hollywood handriti.
kv.SÞL
31.03.2007 at 13:06 #586608
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég man nú alveg eftir þessum vitleisingum. Þetta byrjaði víst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Þeir höfðu víst fulla ástæðu til stöðva ekki þar sem að ökumaðurinn var að öllum líkindum réttindalaus, þó að það var ekki alveg víst hver var að keyra, og ég held að það sé ekki búið að dæma í málinu en voru kærur allt frá keyra réttindalaus upp í að sofna almenningi í hættu. Þess má þó géta að ökumaðurinn sem að keyrt var aftaná meiddist lítilega. þrátt fyrir að hafa verið keyrt aftaná hann á 80km/h.
31.03.2007 at 18:16 #586610
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
og eru menn hissa a ad madur vilji vera a storum og þungum bil þegar þad eru svona bjanar i umferðinni,,, i þessum tilvikum a ad kalla út sersveitina og skjóta þessa bjána a færi. þetta fífl keyrði herna fram hja husinu hja mer og vid eigum heimtingu a að það se tekid hart a þessum bjánum og auðvitað a löggan ad fá almennilega bíla sem þola ad studa sona djöf tíkur… sæji fyrir mer 350 ford med góðri grind framan og aftann yrðu fljotir ad stoppa þá…………….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.