This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 21 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið.
Mig vantar smá ráðleggingar. Þær sem ég hef fengið hér áður hafa verið þess eðlis að maður kemur alltaf aftur
Var að uppfæra bíla“flotann“ og er kominn á 4Runner á 38″ (ætli maður fari þá ekki að hugleiða að ganga í klúbbinn og leika með stóru strákunum (og stelpunum)…).
Dekkin eru nýleg micro-skorin Ground Hawk (með öllum sínum kostum og göllum) og mér var sagt að hafa 26-28 pund í þeim á malbiki til að slíta þeim minna.
Ég gerði út könnunarleiðangur á loftmælinn minn en hann náði bara upp í 20 pund, þar sem 33″ undir cherokee var ekki með nema 18 pund í daglegu amstri.
Ég í Bílanaust. Þar voru til allskonar digital mælar en enginn manúal… nema einhver sem var fyrir vörubíla og var eiginlega stærri en bíllinn minn. Mér leiðist að vera batteríslaus uppi á fjöllum og nenni ekki að dröslast um með kerru undir loftmælinn. Svo ég lagði leið mína til Benna og útskýrði að mig vantaði mæli sem næði upp í 30 pund, þyrfti ekki rafstöð og kæmist fyrir í meðalstóru hanskahólfi í það minnsta. „Já þú meinar fólksbílamæli, en ekki jeppamæli,“ var viðkvæðið.
… og þá fór ég að hugsa: Er ég að gera eitthvað rangt? Er alltof mikill þrýstingur í dekkjunum? Hvað á ég að hafa mikið í þeim til að minnka slitið eins og framast er unnt?
Bíllinn vigtar samkvæmt breytingaskoðun 1940 kg, en þá er hann á 35″ dekkjum. Hefur einhver reynslu af svipuðum bíl sem getur nýst mér?
Takk fyrirfram.
Kv.
Einar
You must be logged in to reply to this topic.